Dagblaðið Vísir - DV - 15.03.1999, Síða 36

Dagblaðið Vísir - DV - 15.03.1999, Síða 36
44 MANUDAGUR 15. MARS 1999 & nn Ummæli Davíð vill af- tengja sjávarút- vegsumræðuna „Davíð er ekki að ljá máls á , veiðileyfagjaldi, ^ heldur einungis að reyna eftir megni að aftengja sjávar- , útvegsumræðuna fyrir kosningar.“ Ágúst Einarsson al- þingismaöur, um ummæli Davíðs Odds- sonar á landsfundi Sjálfstæðis- manna, í DV. Lífið er dásamlegt „Ég hef bara svo ofboðslega gaman af lífinu, hef aldrei verið feimin og elska athygli. Ef mað- ur er ekki tilbúinn að stinga sér alveg út í laugina þá er ekkert gaman.“ Bryndís Ásmundsdóttir söng- kona, i Fókusi. Jólin og lands- fundurinn „Ætla mætti að jólin væru að ganga í garð. Svo er þó ekki heldur er það landsfundur Sjálfstæðisflokks- ins.“ Guðmundur Árni Stefánsson alþingis- maður, í DV. Óréttlát refsing „Mér finnst það bara óréttlátt ; að mér skuli refsað fyrir það í 1 fyrsta lagi að hafa leyft mér að eyða ekki öllum bótunum mín- um og í öðru lagi fyrir aö hafa farið eftir skattlögunum." Garðar Sölvi Helgason örorku- lífeyrisþegi, um reglugerð um sparifjáreign, í Morgunblaðinu. Látinn borgar skatt „Nýlega kom til mín maður og sýndi mér inn- heimtuseðil fyrir rúmlega 90.000 krönum sem skjól- stæðingur hans var sagður skulda skattayfirvöldum fyrir árið 1998. Ekkert heföi verið skrýtið ef umræddur maður hefði ekki látist 1997.“ Guðrún Helgadóttir alþingis- maður, í DV. Alþingi fjármagns- eiganda „Á Alþingi er engin stefna gegn launamisrétti, þar er hverju frumvarpinu af öðru rennt í gegn á færibandi fjár- magnseigenda til þess að þeir geti aflað meiri telrna til kaupa á einhverju ríkisbatteríinu (sem borgar sig sjálft) án þess að al- menningur njóti þess í nokkru." Guðmundur Rúnar Guðbjarnar- son, verkamaður í Kópavogi, í Morgunblaðinu. Sædís Helga Guðmundsdóttir, nýr eigandi vikublaðsins Þeys í Grundarfirði: Ef vel gengur þá gef ég blaðið út í níu ár DV, Vesturlandi: „Mér fannst þetta jákvæður og spennandi vettvangur og einnig var þetta hugsað til þess að skapa sér atvinnu," segir Sædís Helga Guð- mundsdóttir sem um mánaðamótin tók við rekstri Vikublaðsins ÞEYS á Grundarfirði af Ingibjörgu Torf- hildi Pálsdóttur, fréttaritara DV í Grundarfirði. Ingibjörg gaf út fyrsta tölublað ÞEYS þann 7. nóv- ember 1991 hef- ------------------ ur gefið það út til dagsins í dag með dyggri að- firðingar. Þeir sem flytja héðan vilja halda tryggð við sína heima- byggð og finnst gaman að fá að vita hvað er að gerast hér þó að langt sé síðan þeir bjuggu hér. Ég ætla ekki að breyta neinu í blaðinu til að byrja með. Ég ætla fyrst að reyna að koma blaðinu út eins og það hef- ur verið og Maður dagsins stoð eiginmanns síns, Eiðs Arnar Eiðssonar. Þau hjón ætla alfarið að snúa sér að rekstri Hótel Framness í Grundarfirði sem nýtur mikilla vinsælda. „Ég var ekki búin að hugsa lengi um þetta þegar ég tók ákvörðun um kaupin, ég kynnti mér reksturinn og þegar það var búið var ég fljót að taka ákvörðun. Þetta er vissulega ögrandi og spennandi verkefni. Ég hef ekki neina reynslu í blaða- mennsku, en það kemur með tíman- um. Hins vegar gaf ég út skólablað þegar ég var lítil með vinkonum mínum, segir Sædís Helga. „Vikublaðið Þeyr er prentað í 460 eintökum og því er dreift í öll hús í Grundarfirði og nágrenni og svo eru 80-90 áskrifendur úti um allt land, aðallega brottfluttir Grund- DV-mynd Ingibjörg Torfhildur með tímanum kemur þetta til með að þró- ast, ég er búin að fá fullt af nýjum hug- myndum sem ég ætla að láta verða af þegar ég er orðin klárari í þessu. Það getur alveg eins komið til að blaðið komi á ver- aldarvefinn, það verður bara að bíða síns tíma, þetta verður allt að þróast.“ Sædís segist ekki lofa því að hún gefi blaðið út jafnlengi og Ingibjörg: „En hins vegar, ef vel gengur og meðan ég hef gaman af þessu, þá getur alveg eins farið svo að ég gefi það út í níu ár, því verður bara tíminn að skera úr.“ Þessa stundina er aðaláhuga- mál Sædísar út- gáfa á Þey. Eig- inmaður Sædís- ar er Ólafur Magnússon trésmið- ur. Þau eiga eitt barn, Sigurbjörgu Söndru Pét- ursdóttur, sem er á fimmta aldursári. -IP Hvað er félagssaga? í hádeginu á morgun kl. ■ 12.5 flytur Helga Kress pró- fessor fyrir- lestur í Þjóð- arbókhlöð- unni í boði Sagnfræð- ingafélags ís- lands sem hún nefnir: Ég aumur kennimann. Um skriftaboð Ólafar ríku Loftsdóttur. Fundurinn er hluti af fyrir- lestraröð Sagnfræðingafé- lagins sem nefnd hefur ver- í ið: Hvað er félagssaga? Helga Kress. Aðalfundur og Ungverjalandsferð Félagið Ísland-Ungverja- land gengst fyrir ferð til Ungverjalands dagana 22.-29. maí nk. fyrir félags- V menn og gesti þeirra. Ferð- in verður kynnt á fundi í kvöld kl. 20.30 á veitinga- húsinu Við Tjörnina, Templarasundi 3, uppi á lofti. Fundurinn er jafn- framt aðalfundur félagsins. Samkomur Líf án streitu? Náttúrulækningafélag Reykjavíkur efnir til mál- þings í Þingsal 1, Hótel Loft- leiðum, annað kvöld kl. 20 undir yfirskriftinni Líf án streitu. Frummælendur eru Þórkatla Aðalsteinsdóttir sálfræðingur, Konráð Adolphsson skólastjóri, Katrín Fjeldsted heimilis- læknir og Hildur Hákonars- dóttir, forstöðukona Lista- safns Ámesinga. Myndgátan Menn heilsast með handabandi Myndgátan hér aö ofan lýsir orðasambandi. Þórey Sigþórsdóttir og Hinrik Ólafs- son í hlutverkum sínum. Hótel Hekla á íslandsdögum Leikfélagið Fljúgandi fiskar frumsýndi nýlega ljóðleikinn Hótel Heklu við mjög góðar undirtektir í KafTileikhúsinu í Hlaðvarpanum. Hótel Hekla segir frá flugfreyju sem Þórey Sigþórsdóttir leikur. Hún þarf að kljást við óþægilegan farþega á leið til útlanda en hann er leikinn af Hinriki Ólafssyni. Hótel Hekla er nokkurs konar ljóð- leikur enda er ljóðum fléttað inn í textann á hugvitsamlegan hátt. í mars gefst fleiri en íslendingum færi á að sjá sýninguna því þá munu Fljúgandi fiskar leggja í vík- ing til Skandinavíu. Leikhús Hótel Hekla er styrkt af Nor- ræna menningarsjóðnum og er leikferðin í samvinnu við Svenska Teater í Turku/Ábo og Teater Pero í Stokkhólmi, og styrkt af Teater og dans i Norden. Sýningar verða í Ábo 23. og 24. mars í tengslum við íslandsdaga en þeir standa yfir í Turku/Ábo dagana 22. til 30. mars. Meðal annarra viðburða á íslands- dögum má nefna fyrirlestra og kvikmyndasýningar. Sýningar Hótel Heklu í Pero’s Teater í Stokkhólmi verða 27. og 28. mars. Einnig heldur leikstjórinn, Hlín Agnarsdóttir, fyrirlestur um íslenskt leikhús í tengslum við sýn- inguna. Næsta sýning í Kaffileik- húsinu verður á miðvikudag og er sú sýning á sænsku. Bridge Þetta spil kom fyrir á HM í sveita- keppni fyrir fjórum áratugum í leik ítala og Argentínumanna. í opnum sal voru sagnir og spilamennska í rólegri kantinum. Vestur var gjafari og allir utan hættu. Eftir þrjú pöss opnaði suður á einum tígli, félagi hans í norður sagði 1 spaða og suð- ur eitt grand sem varð lokasamn- ingurinn. Sagnir tóku villtari stefnu í lokuðum sal: 4 K973 *84 ♦ Á104 ♦ D873 * 1083 * KG73 * D52 4 G62 4 ÁG5 V 1062 ♦ KG86 4 Á105 Vestur Norður Austur Suöur pass pass 14 dobl pass 14 pass pass 1 grand p/'h Sögn vesturs er ekki níjög greind- arleg eftir þriðju handar opnun fé- laga og vömin gaf ekki mörg tæki- færi. Útspil norðurs (Chiaradia) var spaðaþristur og D’Alelio, sem sat í suður, átti slaginn á gosann. Hann skipti yfir í tígul og Chiaradia átti slag- inn á tíuna. Nú tóku ítalirnir 8 slagi á spaða og tígul og sagnhafi tók áhættu í afköst- unum. Hann hélt eftir 4 hjörtum heima og laufgosanum blönkum en 3 hjörtum í blindum og kóngnum öðrum í laufi. Chiaradia var inni og spilaði laufdrottningu sem tryggði 4 slagi til viðbótar á þann lit. Vörnin fékk því 12 slagi í einu grandi dobluðu. Samkvæmt reikningsregl- um þess tíma var spilið 1100 niður (en væri 1400 með reikningsaðferð- um nútímans). ítalir náðu HM-titl- inum þriðja skiptið í röð í þessari keppni. ísak Öm Sigurðsson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.