Dagblaðið Vísir - DV - 15.03.1999, Blaðsíða 19

Dagblaðið Vísir - DV - 15.03.1999, Blaðsíða 19
MÁNUDAGUR 15. MARS 1999 19 Fréttir Christopher Bundeh. DV-mynd Hörður Christopher Bundeh sem framseldur var til Finnlands 1996: Vonast eftir land- vistarleyfi á íslandi - hefur upplifað ótrúlega þrautagöngu í Finnlandi sem nærri kostaði hann lífið Dalvík: Frumsýning frumsýnd DV, Dalvík: Leikfélag Dalvíkur frumsýndi nýtt íslenskt leikrit, Frumsýningu, eftir Hjörleif Hjartarson frá Tjöm I Svarfaðardal, 6. mars. Leikfélagið ákvað að brjóta blað á 55 ára afmæli sínu og fól Hjörleifl að skrifa fyrir sig í tilefni tímamótanna og er þetta í fyrsta sinn sem leikrit er sérstak- lega skrifað fyrir Leikfélag Dalvík- ur, með leikhóp þess í huga. Hjörleifur hefur fengist talsvert við ritstörf en Frumsýning er hins vegar frumraun hans í skrifum fyr- ir leiksvið. Sögusvið sýningarinnar er bún- ingsherbergi hjá leikfélagi í ónefndu plássi þar sem fnnnsýning á Skugga-Sveini er um það bil að hefjast. Spenna er í loftinu, ekki ein- ungis vegna sýningarinnar heldur líka vegna atburða sem hafa verið að gerast í bæjarfélaginu svo að ým- islegt hefur áhrif á einbeitingu leik- aranna. Lífið í litlum bæ, þar sem allir þekkja alla og einkamálin em á hvers manns vönun, teygir anga sína inn á leiksviðið, í útlegðina til Skugga-Sveins og félaga. Sýningin hefst og baksviðs er öllum brögðum beitt við að bjarga því sem fyrirsjá- Björn Björnsson og Sigurður Lúð- vfksson í hlutverkum sínum. anlega mun fara úrskeiðis uppi á sviði - þar eru hárgreiðslukonan og brunavörðurinn í aðalhlutverkum. Alls taka um 20 leikarar þátt í sýningunni, auk svipaðs fjölda að tjaldbaki. í helstu hlutverkum em: Lovisa María Sigurgeirsdóttir, Dag- ur Óskarsson og Sigurbjöm Hjör- leifsson. Leikstjóri sýningarinnar er Sigrún Valbergsdóttir. -HIÁ Nú hillir undir að Christopher Bundeh, afrískur blökkumaður sem komst í fréttir 1996 vegna nauðgun- arkæru á ísafirði, fái landvistarleyfi á íslandi. Saga hans og unnustu hans, Halldóru Gunnlaugsdóttur, hefur verið þyrnum stráð allt frá því Christopher var framseldur til Finn- lands 1996. Sagan er i stuttu máli sú að 13. apríl 1996 barði lögreglan á ísafirði að dyram hjá Christopher, 38 ára Afríkubúa frá Sierra Leone, sem þá var starfsmaður Hraðfrystihússins Norðurtangans. Ástæða lögregluaf- skipta var nauðgunarákæra sem síð- an var felld úr gildi í kjölfar DNA- rannsóknar. Hins vegar kom þá í ljós að Christopher var eftirlýstur af Inter- pol vegna dóms sem kveðinn hafði verið upp yfir honum í Finnlandi fyrir svipaðar sakir. Christopher var framseldur til Finnlands í september 1996. þó að allan tímann héldi hann fram sakleysi sínu. Fangavistin fór illa með Christopher og þrátt fyrir kvartanir rnn veikindi var honum ekki sinnt fyrr en hann hneig mátt- vana niður í klefa sínum í lok júní 1997. Þá lá leiðin á sjúkrahús þar sem honum var vart hugað líf, enda kominn með slæma ígerð í bak. Það- an losnaði hann um miðjan mars 1998. Eftir þetta hefúr hann lengst af verið bundinn hjólastól og er nú fatl- aður vegna taugaskemmda af völd- um ígerðarinnar. Stoð og stytta Christophers í hans erfiðleikum hefur verið vestfirsk unnusta hans, Halldóra Gunnlaugs- dóttir. Með aðstoð hennar og finnsks lögfræðings var máli Christophers áfrýjað til yfirréttar í Finnlandi og síðan til Evrópudómstóls. Dómnum yfir Christopher fékkst hins vegar að sögn Halldóru ekki hnekkt af tækni- legum ástæðum. Þó að Christopher væri útskrifað- vu af sjúkrahúsi var dvöl þeirra eng- inn dans á rósum þar sem þau bjuggu í Turku í Finnlandi. Hann þurfti á aðstoð lækna að halda sem að sögn Halldóru brugðust ókvæða við málaleitunum um aðstoð. „Þeir brugðust illa við, hverfis- læknarnir, og voru bara reiðir,“ sagði Halldóra. Það var ekki fyrr en íslensk yfir- völd fóru að spyrjast fyrir um félags- lega stöðu þessa landlausa manns í Finnlandi nú eftir áramótin, að hreyfing komst á mál Christophers. Þá var honum loks boðin læknisað- stoð og endurhæfing. Hann er nú ný- lega kominn út af sjúkrahúsi þar sem hann var í tvær vikur. Halldóra hélt til íslands í nóvem- berlok í fyrra og undanfarið hefur Christopher dvalist hjá sameiginleg- um vini þeirra í Turku. Halldóra á von á því þessa dagana að fá niður- stöðu frá íslenska útlendingaeftirlit- inu vegna umsóknar um dvalarleyfi fyrir Christopher á íslandi. Hún seg- ir mikið pappírsflóð vera búið að ganga á milli Finnlands og íslands vegna málsins, ásamt ummælum lög- fræðings Christophers í Finnlandi sem gefur honum gott orð. -HKr. Auglýsendur athugið! Allt um Fordkeppnina í næsta Fókus. Hafiö samband við Hinrik Fjeldsted í síma 550 5730 Dagur Óskarsson, Lovfsa Marfa Sigurgeirsdóttir og Guðný Bjarnadóttir í hlutverkum sínum. DV-myndir Halldór Jóhann Hannð Jóhannsson lögg. bifreiðasali Sigríður Jóhannsdóttir, lögg. bílasali Friðbjörn Kristjánsson, sölufulltrúi Jóhann M. Ólafsson sölufulltrúi EVROPA BÍLASALA „TÁKN UM TRAUST" Faxafen 8 Sími 581-1560 Fax 581-1566 Vilt þú stQa bilinn! Opnum ki. 8.30 virka daga Hyundai coupé 97, ek. 23 þús. km, 2000 cc. Verö 1.550 þús 4 & Volvo S40 97. ek. 42 þús. km, 2000 cc. Veró 2,050 þús. EVRÓPA-BfLASALA býður nú tyrst bilasala upp á sölumeðferð fyrir þig sem þarft að selja bílinn þinn. það er ekki eftir neinu að bíða- hafðu samband við sölumenn okkar strax, fáðu upplýsingar og skráðu bílinn (meðferð. við vinnum fyrir þig. Opið alla daga Sími 581 1560

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.