Dagblaðið Vísir - DV - 18.03.1999, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 18.03.1999, Blaðsíða 8
FIMMTUDAGUR 18. MARS 1999 Utlönd Stuttai fréttir Samningaviöræðurnar um Kosovo að renna út í sandinn: Drápin í Racak glæp- ur gegn mannkyninu - segir í skýrslu finnskra réttarlækna um meint fjöldamorð Serba Dauði fjörutíu óbreyttra al- banskra borgara 1 þorpinu Racak í Kosovo í janúar var glæpur gegn mannkyninu, segir í skýrslu finnskra réttarlækna um drápin sem beðið hefur verið með mikilli eftirvæntingu. Helena Ranta, yfirmaður finnska hópsins, vill þó ekki kalla atburðinn fjöldamorð og hún treystir sér held- ur ekki til að skella skuldina á Serba, eins og yfirmaður eftirlits- sveita Öryggis- og samvinnustofn- unar Evrópu (ÖSE) gerði. „Þetta er glæpur gegn mannkyn- inu, já," sagði Ranta á fundi með fréttamönnum í Pristina. „Spurn- ingunni um hverjir voru að verki er ekki svarað hér." Friðarviðræðurnar um Kosovo, sem fara fram i Frakklandi, eru við það að renna út í sandinn. Fulltrúar júgóslavneskra stjórnvalda hafa hafnað öllum málamiðlunum og ESB borgaði fyrir leitina að morðingja Palme Evrópusambandiö, ESB, tók þátt í að greiða fyrir leitina að morðingja Olofs Palme, fyrrver- andi forsætisráöherra Svíþjóðar, í S-Afríku. Þetta kemur fram í sænska blaðinu Aftonbladet sem vitnar í leynilegt bréf frá meðlimi í Sannleiksnefndinni í S-Afríku. Frétt Aftonbladets birtist samtím- is því sem Nelson Mandela, for- seti S-Afrlku, kom til Svíþjóðar til að þakka yfirvöldum þar fyrir stuðning við baráttuna gegn kyn- þáttaaðskilnaðarstefnunni. Svíar veittu á sinum tima Afríska þjóð- arráðinu fjárhagsstuðning upp á tugi milljarða íslenskra króna. í grein í Aftonbladet í gær kem- ur jafnframt fram að Mandela hafi greint fréttamönnum frá því áður en hann hélt í ferð sína til Skandinavíu að hann útilokaði ekki að stjórn kynþáttaaðskilnað- arstefnunnar hefði átt þátt í morðinu á Palme. Loftbelgsfarar yflr Karíbahafi Svisslendingurinn Bertrand Piccard og Bretinn Brian Jones stefndu í gær í loftbelg sínum yfir Karíbahaf og út á Atlantshaf. Ef allt gengur vel er búist við að þeir verði yfir Máritaníu á laugardag- inn og þá hefur þeim tekist að fara í kringum jörðina. Reyndar höfðu þeir áhyggjur af því í gær hversu mikið eldsneyti hefði brunnið síðasta sólarhringinn. Loftbelgsfararnir virtust einnig örmagna, að því er tengslahópur þeirra á jörðu niðri greindi frá. Piccard og Jones lögðu af stað frá Sviss þann 1. mars síðastlið- inn. Boesak fundinn sekur um svik Séra Allan Boesak, sem baröist gegn kynþáttaaðskilnaðarstefn- unni i S-Afríku, var í gær fundinn sekur um að hafa dregiö sér um 35 milljónir íslenskra króna sem hjálparsjóður hans fékk að gjöf frá erlendum aðilum. Boesak var einn af leiðtogum Afríska þjóðar- ráðsins. Refsing veröur ákveðin í næstu viku. Finnski meinalræ&ingurinn Helena Ranta treystir sér ekki til aö kenna Serbum um mor&in f Racak í Kosovo í janúar síöastliönum. júgóslavneski herinn hefur safnað saman miklum liðsafla og virðist al- búinn til stórsóknar í Kosovo. Barist var á fimmtán kílómetra langri víglínu í norðurhluta Kosovo i gær og um sjö þúsund Albanir lögðu á flótta eftir að serbneskar ör- yggissveitir vörpuðu sprengjum á þorp þeirra. Stjórnvöld í Washington lýstu yf- ir þungum áhyggjum af gífurlegum liðsfiutningum Serba í og við Kosovo. Þau vöruðu stjórnvöld í Belgrad við því að hefja sókn gegn Albönum, sem eru níu af hverjum tíu íbúum Kosovo, ella hefðu þau verra af. Formenn friðarráðstefnunnar, Hubert Védrine, utanrlkisráðherra Frakklands, og Robin Cook, utan- ríkisráðherra Bretlands, koma á fundarstað í dag til að meta árang- urinn. Ljóst þótti þó eftir fund með fréttamönnum í gær að samninga- menn voru nánast búnir að gefa upp alla von. Chris Hill, aðalsáttasemjari tengslahópsins svokallaða, sagði að ekki væri að vænta frekari árang- urs eftir þriggja daga viðræður við Serba. Fulltrúar Kosovo-Albana hafa lýst yfir samþykki sínu á rammasamkomulaginu sem gert var í síðasta mánuði. Stjórnarerindrekar sögðu að Védrine og Cook myndu að öllum líkindum slita ráðstefnunni. NATO gæti því Itrekað hótanir sínar um loftárásir ef Serbar héldu áfram andstöðu sinni við samkomulagið sem gerir ráð fyrir allt að þrjátíu þúsund erlendum hermönnum í eft- irlitsstörfum í Kosovo. Ráðherrarn- ir fara hugsanlega til fundar við Slobodan Milosevic JúgóslaviufQr- seta um helgina til að þrýsta enn frekar á hann að fallast á ramma- samkomulagið. Stu&ningsma&ur vinstristjórnarandstöðuflokksins PRD í Mexíkó gefur sigurmerki þar sem hann gengur, ásamt þús- undum annarra stu&ningsmanna PRD, eftir hringveginum um Mexíkóborg. Stjórnarandstæ&ingarnir gengu f ellefu daga frá Chilipancingo, héra&shöfu&borginni í Guerrero, til a& mótmæla svindli í fylkisstjórakosningunum í sí&asta mánu&i. Frambjó&andi stjórnarflokksins sigra&i þar naumlega. Edith Cresson segir einhvern Ijúga um sig Edith Cresson, einn af fráfarandi framkvæmdastjórum Evrópusam- bandsins og fyrrverandi forsætis- ráðherra Frakklands, fullyrti í við- tali sem birt var í gær að einhver hefði breytt orðalagi í skýrslu rann- sóknarnefndarinnar sem fjallaði um spillingu framkvæmdastjórnarinn- ar. Fullyrðir Cresson að þetta hafi verið gert á milli sunnudagskvölds og mánudagsmorguns. „Það er ekki lengur sama orðalag um mig og var þegar ég las skýrsluna á sunnudag- inn. Skýrslunni var breytt mér í óhag og þaö var logið um mig. Ég veit ekki hver stendur á bak við þetta," sagði Cresson í viðtalinu. Þrátt fyrir yfirlýsingar fram- kvæmdastjóranna í gær um að þeir hefðu í raun og veru sagt af sér og reyndu ekki að sitja sem fastast Edith Cresson. Sfmamynd Reuter. kom í ljós þegar danska blaðið Aktuelt talaði við talsmenn þeirra og ríkisstjórnir að að minnsta kosti 12 af framkvæmdastjórunum 20 sæju enga ástæðu til að fara frá fyr- ir 1. janúar næstkomandi. í staðinn biöja þeir um að verða endurkjörn- ir. En framkvæmdastjórarnir 20 verða ekki á köldum klaka þegar þeir fara frá. Þeir halda helmingi launa sinna í þrjú ár eftir að þeir hætta jafnvel þó þeir fái hýtt starf. Það þýðir að þeir fá rúmlega 600 þúsund íslenskra króna á mánuði auk lífeyris upp á 200 þúsund. Framkvæmdastjórn ESB til- kynnti í gær að hún hygðist ekki taka fleiri pólítískar ákvarðanir. Hins vegar yrði tekist á við brýn- ustu úrlausnarefni. Petersen vill áfrýja John Petersen, fyrrum sjávar- útvegsráðherra Færeyja, sem fundinn var sekur um nauðgun fyrir skömmu, hefur ákveðið að áfrýja dómnum til hæstaréttar. Skuggi yfir friðarfundi Óeirðir í Belfast og morð á fyrr- verandi skæruliða mótmælenda á N-írlandi 1 gær. varpaði skugga á friðarfund Bills Clintons Bandaríkjafor- seta og n-írskra stjórnmála- manna. Clinton hitti í gær bæði David Trimble og Gerry Adams. Spennan á N-ír- landi hefur aukist í kjölfar morðs- ins á kaþólskum lögmanni síðast- liðinn mánudag. írakar í pílagrímaflug írakar brutu á ný í gær flug- bann Sameinuðu þjóðanna þegar flogið var með pílagríma til Mekka. Fyrirhugað er að fljúga einnig með pílagríma frá írak til Mekka í dag. Viðurkenna morð Fimm manns, þar af þrír prest- ar, viðurkenndu í íraska sjón- varpinu í gær að hafa myrt æðsta trúarleiðtoga shítamúslíma í síð- astliðnum mánuði. Hafði trúar- leiðtoginn lokað einn þeirra frá sömuðinum, að því er sagt var. Bandaríkjastjórn í vörn Bandaríkjastjórn, sem sætt hef- ur harðri gagnrýni vegna kjarn- orkunjósna Kínverja, varði í gær samskipti sín við yfirvöld í Pek- ing. Sagði stjórnin tilganginn meðal annars hafa verið að koma í veg fyrir að Kínverjar stækkuðu kjarnorkuvopnabúr sitt. Páfi nútímavæðist Jóhannes Páll páfi hefur fetað í fótspor annarra stórstirna og gef- ið út bæði tón- listarmyndband og geisladisk. Páfi vonast til að með þessu framtaki nái hann til fleiri guðs barna en ella væri hægt með hefðbundnari aðferðum etas og bókum. íhuga meiri aðstoð Bandarísk stjórnvöld íhuga nú að veita Norður-Kóreu meiri mat- vælaaðstoð. Skýrt var frá þessu daginn eftir að norður-kóresk stjórnvöld og þau bandarísku leystu ágretatag stan um kjarn- orkumál. Viðhöld foringjans Bandariskur hershöfðingi á eft- irlaunum var dæmdur i fjársektir fyrir að eiga í ástarsambandi við eigtakonur nokkurra undir- manna sinna og ljúga siðan um gjörðir staar. Finnskir satanistar Réttarhöld eru hafta-yfir þrem- ur ungum Finnum sem gefið er að sök að hafa myrt vin sinn á hroðalegan hátt í tengslum við helgisiði satanista. Eiginmaöurinn veikur Breskur eigtamaöur burmísku andófskonunnar Aung San Suu Kyi, Michael Aris, hefur sótt um vegabréfsá- ritun til að heimsækja konu staa. Aris j| er fársjúkur af I krabbametai og I að sögn heim- I ildarmanna Reuters fréttastof- unnar á hann ekki langt eftir. Samið við matarborðið Flestir evrópskir kaupsýslu- menn vilja gera samntaga sína við hádegisverðarborðið. Þjóð- verjar vilja þó ekki blanda saman mat og viðskiptum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.