Dagblaðið Vísir - DV - 18.03.1999, Blaðsíða 2
FIMMTUDAGUR 18. MARS 1999
Fréttir
Stuttar fréttir
9 ára drengur úr Fellaskóla kominn úr sjaldgæfri krabbameinsaðgerð í Lundi í Svíþjóð:
Læknar f jarlægðu 20
cm æxli úr Hirti Snæ
- hné og nær allur lærleggurinn fjarlægður - fótleggur græddur við nára
Hjörtur Snær Friðriksson, 9 ára
nemandi í Fellaskóla í Breiðholti,
gekkst á þriðjudag undir sjaldgæfa 7
klukkustunda aðgerð á Háskóla-
sjúkrahúsinu í Lundi í Svíþjóð, þar
sem lærleggur og hné var fjarlægt af
vinstra fæti, þar sem hann hefur ver-
ið með æxli frá því á siðasta ári. Það
sem eftir var af fætinum fyrir neðan
hné var grætt við beinendann sem eft-
ir var við nárann. Þannig snýr hæll-
inn fram og mun í raun nýtast sem
hné.
DV náði sambandi við Guðlaugu
Magnúsdóttur, móður drengsins, í
gær.
„Hjörtur Snær
var að koma af gjör-
gæsludeildinni. Að-
gerðin gekk rosalega
vel. Alla vega segjast
sænsku læknarnir
mjög bjartsýnir á að
hann geti gengið í
framtíðinni með því
að fá gervifót. Ég er
mjög ánægð. Hjörtur
Snær hrýtur núna í
rúminu hérna við
hliðina á mér," sagði
Guðlaug.
Sáum hann ekki
fyrr en um
kvöldið
Móðirin sagði að
áður en Hjörtur
Snær fór utan til
Svíþjóðar hefði komið á daginn að
æxlið hefði verið mun stærra en
talið heföi verið í fyrstu - um 20
senthnetra langt, um og fyrir ofan
hné. Engu að síður binda læknar
hér heima sem ytra vonir við að
drengurinn geti gengið með gervifót
í framtíðinni og hann losni viö
krabbameinið.
Nú hefur leggurinn verið grædd-
ur við nárann og honum snúið við
þannig að hællinn virkar í raun
sem hné. Þetta mun gera drengnum
auðveldara fyrir gagnvart gervifæti.
„Læknarnir segja að þetta komi
til með að gróa. Æxlið er alveg far-
ið," sagði Guðlaug. „Drengurinn
kemur alla vega til með að geta
gengið á báðum fótum. Ef þessi að-
ferð væri ekki komin í dag yrði
hann bara með annan fótinn. Tækn-
in hjá Svíunum hefur gengið rosa-
Lærleggurinn
fjarlægður
(rauða svæðið)
Fótleggur
(bláa svæðið)
græddur við nára
^3
Guðlaug Magnúsdóttir með Hirti Snæ á Landspítalanum f janúar. Sænskir
læknar í Lundi hafa hrifist af því hve íslenski drengurinn úr Breiðholtinu er
hress, jafnt líkamlega sem andlega. DV-mynd Pjetur
lega vel," sagði móðirin, sem er með
systur sinni Geirfríði á sjúkrahús-
inu í Lundi:
„Þetta var löng aðgerð. Við systurn-
ar sáum Hjört Snæ síðast á þriðjudag
klukkan hálf tólf. Síðan fengum við
ekki að sjá hann fyrr en allt var búið,
klukkan hálf sjö um kvöldið. Lækn-
arnir hafa hælt drengnum og segja að
svörun gagnvart taugunum gangi
mjög vel. Þeim finnst hann líka mjög
duglegur. Allt hjúkrunarfólkið hérna
í Svíþjóð er reyndar stórkostlegt. Það
gerir allt eins og ekkert sé, um leið og
beðið er um eitthvað. Síðan er tals-
vert af islenskum læknum hérna líka.
Aðstæðurnar hér eru mjög góðar,"
sagði móðirin.
Heim á Landspítalann eftir
10-13 daga
Guðlaug er væntanleg með dreng-
inn aftur heim á barnadeild Land-
spítalans eftir 10-13 daga.
„Ég bið rosalega vel að heilsa öll-
um landsmönnum heima sem hafa
stutt okkur og líka vinum og ættingj-
um. Við biðjum líka fyrir sérstakar
kveðjur til allra heima á Landspítal-
anum - það gengur allt mjög vel.
DV ræddi við Gillian Holt, hjúkr-
unarkonu á barnadeild Landspítal-
ans, þegar þær fréttir lágu fyrir í gær
að aðgerðin á Hirti Snæ hefði heppn-
ast vel.
„Við erum mjög ánægð að heyra
þetta og hlökkum mikið til að sjá
drenginn aftur. Ég get bara sagt að
hjarta mitt gleðst yfir þessum fregn-
um," sagði Gillian. -Ott
Hafnarfjarðarhöfn:
Þungt
haldinn á
gjörgæslu
Gasleki varð í portúgalska frysti-
togaranum Santa Cristina í Hafnar-
fjarðarhöfn i gær. íslendingar unnu
við löndun ásamt portúgölskum sjó-
mönnum þegar óhappið varð. Skip-
verjar urðu varir við einkennilega
lykt og fóru að grennslast fyrir um
félaga sína og fannst einn þeirra,
portúgalskur ríkisborgari, meðvit-
undarlaus um borð. Var hann flutt-
ur á gjörgæsludeild Sjúkrahúss
Reykjavíkur ásamt öðrum skip-
verja. Líkur eru á að frystileiðsla
hafa farið í sundur og gasið lekið úr
henni. Skipinu var lokað í gær-
kvöldi þar sem enn var mikið gas í
því og var áætlað að hefja rannsókn
á tildrögum óhappsins í morgun. Að
sögn vakthafandi læknis á gjör-
gæsludeild Sjúkrahúss Reykjavíkur
í morgun er maðurinn enn í öndun-
arvél og í lífshættu. -hb
Portúgalinn fluttur frá borði í Hafnarfjarðarhöfn í gær.
DV-mynd S
Tilkynnt um eld úr flugvél
Flugmaður er var á flugi í vél
sinni yfir Selfossbæ fyrr í vikunni
tilkynnti til neyðarlínunnar, 112,
að eldur væri laus í sveitabæ vest-
an við Eyrarbakkaveg. Starfsmenn
neyðarllnunnar kölluðu þegar út
slökkvilið Brunavarna Árnessýslu
og lögreglu á svæðinu. Nánast allt
lið slökkviliðsins lagði af stað i út-
kallið en var fljótlega kallað heim
aftur.
Lögreglan, sem kom fyrst á staðinn,
komst að því að um var að ræða eld í
olíufati sem bóndinn á bænum Stekk-
um í Sandvíkurhreppi var að brenna.
„Það er afar slæmt þegar menn
taka upp á þessum vinnubrögðum að
kveikja elda án þess að tilkynna
gjörninginn áður til réttra aðila,"
sagði Kristján Einarsson, slökkviliðs-
stjóri Brunavarna Árnessýslu.
„Það má reyndar ekki kveikja elda
af nokkru tagi nema með leyfi yfir-
valda. t þessu tilfelli sá flugmaðurinn
mikið bál og ályktaði að um eld 1 húsi
væri að ræða, enda stóð fatið ekki
langt frá einu húsinu á bænum. Með
tilkomu farsímanna efldist nágranna-
varslan og nú koma margar hringing-
ar til vaktaðila þegar eldur sést laus.
Þetta er hið besta mál en við gerum
þá kröfu að fólk fái tilskilin leyfi áður
en tendrað er á eldspýtunni. Þá vitum
við af þessu og þurfum ekki að leggja
í óþarfa kostnað vegna útkalls," sagði
Kristján slökkviliðsstjóri.
Páll í hjartaaðgerö
Páll Pétursson fé-
lagsmálaráðherra
verður frá störfum
næstu vikurnar þar
sem hann þarf að
fara í hjartaaðgerð.
Til stóð að ráðherr-
ann færi I
kransæðablástur, en við nánari
skoðun töldu læknar öruggara að
hann færi í aðgerð. Dagur sagði frá.
Uppsagnir í rækjunni
Stjórn Fiskiðjusamlags Húsavíkur
hf. ætlar að grípa tíl aðhaldsaðgerða í
rekstri félagsins. Rækjuvinnsla á
Kópaskeri verður stöðvuð og dregið
mjög úr vinnslu á Húsavík og að auki
verður nýlegur frystitogari fyrirtek-
isins, Húsvíkingur ÞH1, seldur.
Ungliöar Samfylkingar
Fyrsta félag ungra stuðnings-
manna Samfylkingarinnar var
stofhað með formlegum hætti í gær-
kvöld, en það voru ungliðar í Norð-
urlandskjördæmi vestra sem riðu á
vaðið á stofnfundi á Sauðárkróki.
Dagur sagði frá.
Snjóflóöahætta
Veðurstofa íslands ákvað í gær,
að höfðu samráði við almanna-
varnanemd Bolungarvíkur, að rýma
hús á tveimur svæðum í bænum
vegna snjóflóðahættu. Það eru svo-
kallaðir reitir A og E sem voru
rýmdir. Þar era alls átta hús, og í
þeim búa 29 manns.
Opiö út í eitt
Dómsmálaráðherra undirritaði í
gær nýja reglugerð um hvenær vín-
veitingahús í Reykjavík mega hafa
opið. Reglugerðin kveður á um að
veitingahús á miðborgarsvæðinu og I
hverfum þar sem ekki er íbúðarbyggð
geta haft opið frá fóstudagsmorgni til
sunnudagskvölds án þess að loka.
Enginn skaði
Margrét Fri-
mannsdóttir, tals-
maður Samfylking-
arinnar, segir við
Dag að deilur um
Sigbjörn Gunnars-
son í efsta sæti lista
Samfylkingar á
Norðurlandi eystra hafl ekki skaðað
fylkinguna. Kjördæmisráðið og
heimamenn verði sjálfir aö leysa úr
deilumálunum.
Minnafylgi
Samkvæmt nýrri könnun Gallups
vilja nú aðeins 47% þátttakenda að
Framsóknarflokkur og Sjálfstæðis-
fiokkur myndi ríkisstjórn eftir alþing-
iskosningarnar í vor. Það er um 10%
færri en í síðustu Gallupkönnun.
Fjalla um gagnagrunninn
Norræna læknaráðið hefur skrif-
að alþjóðasamtökum lækna WMA
og farið fram á formlegt álit samtak-
anna á lögunum um miðlægan
gagnagrann á heilbrigðissviði. Fjall-
að verður um málið á fundi stjórnar
WMA í næsta mánuði, að því er
fram kemur í fréttatilkynningu frá
Læknafélagi íslands.
Lausir úr haldi
Lögreglan hefur sleppt úr haldi
tveimur mönnum sem kærðir hafa
verið fyrir að ráðast á og misþyrma
tæplega fimmtugum manni á heim-
ili hans við Móabarð i Hamarfirði
aðfaranótt sunnudags.
Dýr landkynning
Um 415 mHljóna
viðbótarframlag
verður veitt til
markaðssetningar
íslands á erlendum
vettvangi næstu 4
árin. Viðbótarfram-
lög til aukinna
rannsókna og stórauknar samgöng-
ur við Færeyjar era meðal þess sem
Halldór Blöndal tilkynnti um á
fyrsta aðalfundi Samtaka ferðaþjón-
ustunnar (SAF). Dagur sagði frá.
Vélin ofhlaðin
Rannsóknarnefnd flugslysa
gerði margar og alvarlegar at-
hugasemdir í nýrri skýrslu vegna
flugslyss sem varð á Bakkaflug-
velli í Landeyjum hinn 13. sept-
ember sl. Vélin var ofhlaðin og
allur undirbúningur og vinnu-
brögð við flugið óvönduð. Morg-
unblaðið sagði frá. -SÁ