Dagblaðið Vísir - DV - 18.03.1999, Blaðsíða 21

Dagblaðið Vísir - DV - 18.03.1999, Blaðsíða 21
FIMMTUDAGUR 18. MARS 1999 25 Fréttir Margt býr í þokunni sýnt í Hveragerði Víngerðarmenn - athugið „gÉJIlt 4k Bí?ÍMMlE Skoðið tilboð mánaðarins. s A www.pluto.is DV, Hveragerði: Ánægjulegt var að heimsækja gamla Hótel Hveragerði, síðast Hót- el Björk, um helgina og sjá það gegna hlutverki á ný. Hótelið er til sölu og hefur staðið autt í allt of langan tima. Það hefur gegnt ýms- um hlutverkum - m.a. sem verslun, kvikmyndahús og skóli. Þegar Hrefna Halldórsdóttir átti og rak hótelið fyrir nokkrum árum lét hún Sviösmynd úr leikritinu. DV-mynd Eva breyta fyrrum kvikmyndasýninga- herbergi i svítu. Gátu þá gestir svít- unnar, sem er á 2. hæð, horft á dans- leiki, leikrit og aðrar uppákomur i sabium, gegnum lúgu sem áður var notuð fyrir kvikmyndavélar. Nú eru þar engir gestir aðrir en leikhússá- horfendur og lúgan góða kemur ekki að gagni. Líklega hafa margir landsmenn komið í hótelið en færri séð sýning- ar þar á sviði. Salurinn er tilvalinn fyrir leiksýningar, sem og aðrar sýningar, og sést vel til leikara á sviðinu úr salnum öllum. Hrjóm- burður er einnig með ágætum. Leik- félag Hveragerðis hefnr að undan- förnu verið á hrakhólum með hús- næði en fékk góðfúslegt leyfi eig- enda hótelsins, Sigrúnar Sigfúsdótt- ur og Sigurðar Pálssonar, til þess að setja upp sýningu á þessu starfsári. Um er að ræða sakamálagaman- leik eftir William Dinner og Willi- am Morum, i þýðingu Ásgerðar Ingimarsdóttur. Leikritið var frum- sýnt 13. mars sl. og sýningar hafa verið ákveðnar a.m.k. út mánuðinn, um helgar. Leikritið fjallar um þrjár konur sem flýja af fátækra- hæli og koma sér óboðnar fyrir í húsi uppi í sveit. Eins og í flestum sakamálaleikritum gerast þar óvæntir atburðir. Þær Svala Karlsdóttir, Sigríður Valgeirsdóttir og Dagbjört Fjóla Al- marsdóttir fara með hlutverk þess- ara þriggja mjög svo óliku kvenna. Allar skiluðu þær hlutverki sínu vel og hélst það allan timann. Ekki síðri var Guðmundur Garðar Guð- mundsson í hlutverki læknisins dularfulla. Sýningin er hin besta kvöldskemmtun og á köflum bráð- fyndin sem þessir áhugaleikarar hafa sett upp af mikilli prýði. -eh SuSurlandsbraut 22 - Reykjavík - sími 5531080 Baldursgötu 14 - Keflavík - sími 4211432 SunnuhlíS 12 - Akureyri - sími 4613707 II BAK VIÐ TJOLDIN MEÐ VOLU MATT mkjmr Hraöfrystistöð Þórshafnar: Hagnaður tæplega 50 milljónir DV, Akureyri: Hagnaður Hraðfrystistöðvar Þórs- hafnar á síðasta ári nam 46,3 milljón- um króna en hagnaður af reglulegri starfsemi nam 62,3 milljónum en var 117,5 milljónir árið 1997. Framlegð af rekstri var 315,7 milljónir sem er 20,2% af rekstrartekjum og veltufé frá rekstri var 226,3 milljónir. Forsvars- menn fyrirtækisins telja niðurstöð- una viðunandi. Heildarvelta félagsins lækkaði milli ára um 13% og afkoman var lak- ari á siðasta ári en árið á undan. Meg- inskýringin er að loðnuveiðar gengu illa sl. haust og frysting uppsjávar- fiska var lítil vegna markaðsað- stæðna. Loðnubræðsla HÞ tók á móti 69.800 tonnum á síðasta ári á móti 80.350 tonnum árið 1997. Á árinu var ráðist í miklar endur- bætur á fiskimjölsverksmiðju félags- ins. Um er að ræða nýjan búnað, m.a. vagúmþurrkara, eimingartæki, sjóð- ara og pressu, auk þess sem húsnæði og tölvukerfi var endurnýjað. Með þessari fjárfestingu hafa afköst verk- smiðjunnar aukist um 350 tonn á sól- arhring, auk þess sem skapast hafa möguleikar á framleiðslu hágæða- mjöls. Verksmiðjan afkastar nú um 1000 tonnum á sólarhring. Hraðfrystistöð Þórshafnar keypti nýlega 26% hlut í Útgerðarfélaginu Skálum ehf. sem gerir út nótaskipin Júpiter og Neptúnus og á HÞ þar með ríflega 60% hlut i Skálum. Þá hefur íslenskur kúfiskur ehf, sem er dótt- urfélag HÞ, gengið frá samningi um smíði á kúfiskskipi í Kína og er gert ráð fyrir að vinnsla á kúfiski hefjist að nýju á Þórshöfn vorið 2000. Aðal- fundur HÞ verður haldinn 16. apríl og leggur srjórn félagsins til að hluthöf- um verði greiddur 5% arður. -gk LAUGADAGA KL.16:00 ÍSLENSKUR KVIKMYNDAÞÁTTUR! i OPIN OG OKEYPIS ÐAGSKRA FYRIR ALLAI! ! ic ic ir it

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.