Dagblaðið Vísir - DV - 20.03.1999, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 20.03.1999, Blaðsíða 6
6 LAUGARDAGUR 20. MARS 1999 útlönd William Walker ekki bjartsýnn á friö í Kosovo: Síðasta tækifær- ið hefur glatast Starfsmenn Öryggis- og samvinnustofnunar Evrópu í Kosovo voru sem óð- ast að búa sig undir brottför frá héraðinu í gær. Allir starfsmennirnir, 1400 talsins, halda áleiðis til Makedóníu i dag. stuttar fréttir 1998 vont ár I Síðastliðið ár var dönsku at- ; vinnulífi erfitt og mun um að | kenna fiármálakreppunni í Asíu ; ‘ og Rússlandi. Minni stuðningur Stuðningur almennings í Þýskalandi við Gerhard Schröder | kanslara og samsteypustjórn jafnaðarmanna og græningja hefur minnkað um eitt pró- sentustig frá því i síðasta mán- uði. Stjórnin nýtur nú stuðn- ings 41 prósents | en stjómarandstaðan hefúr bætt | við sig tveimur stigum og nýtur | stuðnings 42 prósenta. | Grunaður um íkveikjur Rúmlega þrítugur karlmaður frá Álaborg hefur verið úrskurð- aður i gæsluvarðhald vegna | gruns um að vera valdur að 46 jf íkveikjum á síðustu níu árum. Sprengjuárás afstýrt Lögregla í Pakistan hefur handtekið þrjá menn sem ætluðu | að sprengja sprengju á fundi þar I sem fbrsætisráðherra landsins ! var meðal ræðumanna. Kynferðislegt ofbeldi Frönsk stjómvöld hafa skýrt I frá því að á f'yrsta misseri yfir- f standandi skólaárs hafi verið framin 242 kynferðisafbrot í skól- I um landsins. í mörgum tilvikum i vom að verki hópar unglinga. Barnaklám upprætt Þýska lögreglan skýrði frá því í i gær að hún hefði upprætt 1 barnaklámhring á Netinu í kjölfar 1 samræmdra aðgerða í sjö löndum, K þar á meðal í Svíþjóð og Noregi. Börnin hálshöggvin I Pakistönsk ekkja og fjögur 1 böm hennar, sem var rænt í gær- : morgun, fundust síðar háls- höggvin. Ekki er vitað hverjir vom þarna að verki né hvaö þeim gekk til. Belgfarar að klára 1 Allt útlit er fyrirað loftbelgs- 1 faramir Bertrand Piccard og Bri- an Jones verði í dag fyrstir til að fljúga um- hverfís jörðina í loftbelg án viðkomu. Reiknað er með að þeir nái þessum merka I áfanga yfir Afrikuríkinu Márit- aníu um hádegisbilið í dag. Fækkað í hernum Svíar áforma að minnka her- aíla sinn um helming vegna minnkandi framlaga til vamar- I mála, að sögn sænsku fréttastof- ;; unnar TT. Grófu Goethe upp A-þýskir læknar og fomleifafræð- ingar grófu upp líkamsleifar skáldjöfursins Jóhanns von Goethe til þess að ganga frá beinagrind hans þannig að hún entist um aldur og ævi. Gröf Goethes í grafhýsi í borginni Weimar var opnuð að næt- urlagi árið 1970 og líkið fjarlægt úr kistunni. Þetta kemur fram í ný- fundinni skýrslu um málið. Allar leifar af holdi voru hreins- aðar af beinunum sem síðan voru meðhöndluð með rotvarnarefnum og komið á ný fyrir í kistunni þrem vikum síðar. Þetta var gert í tilefni af því að 250 ár vora frá fæðingu Goethes. Að sögn Reuters birti þýskt dagblað frétt um þetta. Blaðið sagði einnig að skýrsla fræðimann- anna sem önnuðust verkið hefði leg- ið í skjalasafni Goethesafnsins í Weimar í þau tæpu 30 ár sem liðin era, án þess að nokkur liti í hana fyrr en alveg nýlega. í skýrslunni kemur fram að Goethe hefur verið tæplega 170 sm á hæð. -SÁ William Walker, yfirmaður eftir- litssveita Öryggis- og samvinnu- stofnunar Evrópu (ÖSE) i Kosovo, sagði í gær að síðasta og besta tæki- færið til að koma á friði í héraðinu væri nú glatað. „Við höfum gert eins mikið og við getum þegar tillit er tekið til þess að við eram óvopnuð," sagði Walker í viðtali við fréttamann Reuters. Á meðan vora starfsmenn hans í óðaönn að troða alls kyns skjölum í pappírstætara og eyða skjölum úr tölvum höfuðstöðva eftirlitssveit- anna í héraðshöfuðborginni Prist- ina. Öllum 1400 eftirlitsmönnum ÖSE hefur verið fyrirskipað að hafa sig á brott frá Kosovo í dag. Eftir- litsmennirnir munu fara landleið- ina til Makedóníu. Friðarviðræðurnar um Kosovo fóru endanlega út um þúfur í París í gær þegar fulltrúar Serba neituðu að skrifa undir rammasamkomulag um framtíðarskipan mála í hérað- inu. Þar er meðal annars gert ráð fyrir víðtækri sjálfstjóm. Fulltrúar albanska meirihlutans hafa þegar skrifað undir samkomulagið. Serbar eiga nú yfir höfði sér loft- árásir Atlantshafsbandalagsins ef þeir láta sér ekki segjast. Stjómar- erindrekar sögðu í gær að ÖSE hefði ákveðið að flytja eftirlitsmenn sina burt til að koma í veg fyrir að þeir yrðu teknir í gíslingu og notað- ir til að fæla NATO frá því að gera árásir. Snjókoma í Kosovo i gær varð til þess að heldur dró úr bardögunum sem þar hafa geisað undanfama daga. Fréttir bárast þó af átökum á stöku stað. Wesley Clark, yflrmaður herafla Útlitið er dökkt hjá Paavo Lipponen, forsætisráðherra Finn- lands. Vonir hans um að komast klakklaust frá þingkosningunum á morgun minnka með hverjum tím- anum sem líður. Skoðanakannanir sýna að hann gæti tapað allt að 8 prósentum af fylgi sínu og fallið úr rúmum 28 prósentum í síðustu kosningum niður í 20 prósent. Það er afhroð og þýddi að jafnaðar- mannaflokkur Lipponens félli úr því að vera stærsti flokkur landsins niður í þiðja sætið. Spár segja að miðflokksmenn undir formennsku Eskos Ahos nái aftur foystunni í finnskum stjóm- NATO, sagði í gær að greinilegt væri að enn einn mannlegur harm- leikur væri í uppsiglingu í Kosovo vegna hemaðaraðgerða Júgóslava. málum en Aho varð forsætisráð- herra árið 1991, yngstur allra Finna. Lipponen tapar fyrst og fremst fylgi vegna viðvarandi atvinnuleysis í landinu, erfiðleika í landbúnaðin- um og vegna fjölmargra spilllingar- mála sem flokksmenn hans hafa flækst í. „Margir vildu auðvitað vita svar- ið við því hvað gerðist ef Lipponen og jafnaðarmenn töpuðu svo miklu að Lipponen segöi af sér. Ég hef ekki mikla trú á að hann hætti sem forsætisráðherra þótt hann tilkynni afsögn sína eftir kosningamar. Mál- ið er að hinir flokkamir í stjóm vilja halda honum," sagði Björn Mannson, ritstjóri Hufvustadsbla- dets í Helsinki, þegar DV bað hann Clark sagði að meira en sextíu þúsund óbreyttir albanskir borgar- ar hefðu flosnað upp frá heimilum sínum frá því í desember. að spá í hvað gerðist ef finnskir jafnaðarmenn og Lipponen byðu af- hroð í kosningunum. „Ég spái að ekkert breytist og að Lipponen sitji áfram en hálfvæng- stýfður eins og flokksbróðir hans, Göran Persson í Svíþjóð. Ja, nema næsti forsætisráðherra verði Sauli Niinistö," sagði Björn. í Finnlandi situr nú stjórn fimm flokka - svokölluð Regngoastjórn - sem und- ir forystu Lipponens hefur samein- að flokka yst til hægri og vinstri í finnskum stjómmálum. Finnar eiga að gegna formennsku í Evrópusam- bandinu, ESB, síðustu sex mánuði þessa árs og þá þykir undarlegt að hafa ESB-andstæðinginn Esko Aho á stóli forsætisráðherra. -GK Bretar ekkert uppveðraðir yffir Monicu | Monicu Lewinsky, fyrrum | lærlingi í Hvíta húsinu, hefur 1 ekki gengið sérlega vel að fá Breta til að kaupa ævi- sögu sína þótt hún hafi ferð- ast um landið !til að auglýsa bókina. Biætar hafa margir hverj- :: ir mætt í bókabúðimar þar sem s Monica áritar bókina, með Clinton-grímu fyrir andlitinu og meö vindil milli fingranna. Það ku meðal annars hafa orðið ? til þess að Monica fékk vægt I taugaáfall þegar hún sat og árit- aði í stórversluninni Harrods. Salan á sögu Monicu, þar | sem hún lýsir kynferðislegu | sambandi sínu og Clintons, hef- | ur gengið treglega, enda kostar | bókin á áttunda þúsund krónur út úr enskri bókabúð. Dumas neitar nýjum spilling- arásökunum Roland Dumas, fyrrum utan- 1 ríkisráðherra Frakklands, vís- | ar á bug nýjum ásökunum | Christine Deviers-Joncour, fyrrum hjákonu sinnar, um að | hafa misbeitt valdi sínu sem I ráðherra og notið góðs af mút- j um sem henni vora greiddar. Hjákonan fyrrverandi hélt | því meðal annars fram í sex ; klukkustunda yfirheyrslu hjá tveimur rannsóknardómuram : á miðvikudag að Dumas hefði verið vel kunnugt um að hún hefði keypt glæsiíbúð sína fyrir fé sem hún fékk ólöglega frá ol- iufélaginu Elf-Aquitaine. Hún sakaði Dumas um að hafa beitt sér fyrir að núverandi forstjóri Elf fengi starfið. Saksóknari hefur farið fram 1 á að rannsókn á máli Dumas og 1 ástkonunnar verði hafin á ný. Sextíu fórust í | sprengjutilræði í N-Ossetíu Að minnsta kosti sextíu | manns týndu lífi og á annað I hundrað særðust í sprengjutil- | ræði á markaðstorgi í höfuð- borg rússneska lýðveldisins I Norður-Ossetíu. Tilræðið er eitthvert hið mannskæðasta í Rússlandi eftir endalok Sovét- I ríkjanna. „Ég sá um tuttugu látna og I um eitt hundrað særða. Þetta | var hryllilegt að sjá. Glæpa- Imennimir sem komu sprengj- unni fyrir kusu að gera það þegar markaðurinn var fullur,“ sagði sjónarvottur í viðtali við | fi'önsku fréttastofuna AFP. Mikil ólga hefur verið í þess- um hluta Rússlands undanfarin misseri. Prodi eftur á lista hjá ESB Romano Prodi, fyrrum for- I sætisráðherra Ítalíu, nýtur 1 mests stuðnings þeirra sem nefndir hafa í verið sem t hugsanlegir I eftirmenn Jacques Sant- : ers í embætti | forseta fram- kvæmda- fi stjórnar Evr- I ópusambandsins. Prodi lýsti ; því síðan yfir í fyrsta sinn í gær aö hann gæti hugsað sér að taka við embættinu. Santer sjálfur hefur lýst ein- dregnum stuðningi við Prodi og ; Massimo D’Alema, forsætisráð- herra Ítalíu, hefur gert það ;; sömuleiðis. Kauphallir og vöruverð erlendis New York 9000 8500 8000 7500 7000 pSP 9987,62 Dow Jones 0 N Sykur 400 300 200 100 0 Loncion 6114,3 6000 5500 jW 5000 4000' FT-SE 100 S 0 N 202 2000 ■ 1500 1555 1000 - 500 . ' -V - '■ Hímmmhi $/t S 0 N D S 0 N C Frankfurt caaa 5013,62 DUUu 1 .. 4Uw 2000,: DAX-40 5 0 N D! Bertsín 95 okt. Tokvo 1517,92 /V Nikkol 0 N Hong Kong 10659,32 20000 15000 íoooo^^eapg#6 Hang Seng ?nrnr^ti Hráolía 160 ÍÉÉK‘ 150 170 20 4 cn 150 ;i /. io . ; io m 140 ■ . ., 1 130 WWJ 5 i 20 0 íí $/ - $/t s 0 N D tunnaS 13,66 0 N D Tspa Æsispennandi lokasprettur í finnsku þingkosningunum: Lipponen stendur illa - gæti haldið embættinu fyrir náð annarra flokka DV, Helsinki:
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.