Dagblaðið Vísir - DV - 20.03.1999, Blaðsíða 42

Dagblaðið Vísir - DV - 20.03.1999, Blaðsíða 42
LAUGARDAGUR 20. MARS 1999 viðtal Kvennahandbolti hefur verið á stöðugri uppleið og sú sem hefur verið mest áberandi er Guðríður Guðjónsdóttir, eða Gurrý i Fram. Hún er 37 ára og er búin að leika 9 með Fram svo lengi sem elstu menn muna og á að baki stórkostlegan fer- il sem íþróttamaður, hefur verið í handbolta í 27 ár, þar af 24 ár í meistaraflokki. Hún hefur 12 sinn- um orðið íslandsmeistari í hand- knattleik, 12 sinnum bikarmeistari, 11 sinnum Reykjavíkurmeistari og fimm sinnum íslandsmeistari utan- húss. Hún hefur einnig komið við sögu í knattspyrnunni og þá með Breiðabliki. Þar liggja að baki fjórir íslandsmeistaratitlar og þrír bikar- meistaratitlar. Auk þess lék hún fyrstu sjö landsleikina sem ísland „ lék í knattspymu í kvennaflokki. Iþróttaætt Guðríður er elsta dóttir hjónanna Guðjóns Jónssonar og Sigríðar Sig- urðardóttur. Guðjón var mikill íþróttamaður og lék bæði í knatt- spyrnulandsliðinu og handknatt- leikslandsliðinu. Sigríður var ekki síður mikill íþróttamaður, en hún spilaði handbolta með Val og lands- liðinu og var fyrsta konan sem kjör- in var íþróttamaður ársins. Guðríður var aðeins 14 ára þegar hún vann sinn fyrsta íslandsmeist- aratitil með Fram. Síðan hafa verð- launagripirnir hrúgast upp hjá henni og hún unnið 47 meistaratitla í handbolta og fótbolta. Skyldi húsið ekki vera fullt af verðlaunagripum? „Nei, það er bara einn bikar sem hefur fengið að vera uppi við. Það er bikarinn sem ég fékk þegar ég var valin íþróttamaður Reykjavíkur árið 1995. Hins vegar er fullt af myndum, styttum og klukkum með litlum áletruðum spjöldum sem ég hef fengið i gegnum tíðina.“ 27 ár í handbolta ' „Ég var tíu ára þegar ég byrjaði í handboltanum. Ég var lika í fim- leikum. En eftir tólf ára aldur var ég bara í handbolta á veturna og fót- bolta á sumrin.“ Það hefur ekkert togað í þig ann- að en íþróttimar? „Nei, ekki neitt. Ég var alltaf með mömmu og pabba á æfmgum, öll kvöld, og það kom aldrei annað til greina. Þetta er það sem ég hef feng- ist við.“ Systurnar eru þrjár og þær fóru allar í íþróttakennaraskólann á Laugarvatni. „Það ríkir gífurleg fjölbreytni í þvi hann hætti að spila í meistara- flokki, en núna æfir hann með „Old boys“ í Fram. Kynntust þið á vellinum? „Ég var nú búin að gjóa augunum á hann á vellinum, en við kynnt- umst nú bara á skemmtistað." Guðríður og Haukur eiga þrjú börn. Eru þau líka í íþróttum? „Já, tvö. Eitt er bara árs gamalt. Strákurinn minn er 13 ára og er í knattspymu með Fylki og stelpan er sjö ára og er byrjuð í handbolta hjá Fram.“ Hefurðu alltaf verið í Fram? „Ég flutti tíu ára upp í Breiðholt og þar var ég í ÍR með vinkonum mínum. Það var hins vegar dálítið strögl þar því að það vom vandræði með þjálfara. Þegar ég var 12 ára kynntist ég stelpum sem spiluðu með Fram, þannig að ég skipti bara. Og þar hef ég verið síðan.“ Eftirminnilegir titlar Hvaða titill er eftirminnilegastur? „Ég veit það ekki. Bikartitlarnir era alltaf mjög eftirminnilegir. Bik- arúrslitaleikurinn árið 1987 var mjög eftirminnilegur. Þá var ég þjálfari og við unnum FH. Við vor- um langt yfir mest allan tímann en glutruðum niður forskotinu, en skoruðum sigurmarkið þegar tíu sekúndur voru eftir. Eitt árið slasaðist ég tíu dögum fyrir bikarúrslit og missti af leikn- um. Það er mjög eftirminnilegt að hafa þurft að sitja á bekknum og geta ekki tekið þátt i leiknum. Evr- ópuleikimir era mér mjög eftir- minnilegir og voru mér gífurleg hvatning í minni handboltaiðkun. Fyrsti titillinn er líka mjög minn- isstæður. Það var árið 1976 og ég var fjórtán ára. Ég kom inn með dá- litlu trakki og spilaði gegn gömlum vinkonum mömmu. Það er alltaf jafn gaman að vinna titla og það var rosalega gaman að vinna bikarinn nú í febrúar. En þegar við unnum 12 íslandsmeist- aratitla á 15 áram var undir lokin engin taumlaus gleði eins og í ár. Núna tapaði maður áttum af gleði.“ Þrjátíu og eitthvað Ertu ekki að hugsa um að hætta? „Ég var náttúrlega hætt. Ég spilaði ekkert í fyrra. Við þessar eldri æfðum tvisvar í viku og sendum lið í aðra deild kvenna. Meistaraflokkshópurinn er frekar fámennur og þjálfarinn hefur nokkram sinnum kallað á okkur gömlu i æfingaleiki við hinar. „Þíið m Mlltni jafngtiman að vlnna Htlo oy |»aö víii u»f»ál<»i.ia gamari að vinnfl Þikarlrm mí i fobrúar, En þntjíir vlð urmum 12 Itslanrfíi- mfííBiiiifiiiiKr é 15 arum v«r uricth lokin óiigln taumlaus aiafti elns «g i fti Nmm tapflðl iriaður áiirmi -*>l (ii'íði • tiV inyiifllr HllflW Þflr *V Guðríður Guðjónsdóttir á að baki ótrúlegan íþróttaferil: fjölskyldunni,“ segir Guðríður hlæj- andi. „Mömmu langaði alltaf til að verða íþróttakennari en hún fór aldrei í neitt nám. Frá því ég var bam langaði mig alltaf til að verða íþróttakennari. Ég fór þvi í íþrótta- kennaranámið og systur minar, Hafdís og Díana, fóra líka. Við erum því þrjár systurnar að gera það sem mömmu langaði að gera.“ Þær systumar hafa allar spilað handbolta með Fram og leikið sam- an. Guðríður þjálfaði þær líka. Hún >segir að hún hafi kannski gert meiri kröfur til þeirra en annarra þegar hún þjálfaði þær. „Sumir segja að ég hafi stundum verið dálítið hörð við þær. En ég held að það hafi bara gert þeim gott,“ segir Guðríður og glottir. Maður Guðríðar er Haukur Þór .Haraldsson, handknattleiksmaður •hr Ármanni. Það eru nokkur ár frá Framsystur og foreldar: Guðríður, Sigríður Sigurðardóttir, Hafdís, Guðjón Jóns- son og Díana. Síðan fóru meiðsli að hrjá meistaraflokksstelpurnar og þá var kallað á okkur. Þá átt- um við bara að spila einn leik og hjálpa til í öðrum. En það er nú einhvern veginn svo að þegar maður hefur gefið litla fingur þá er öll höndin tekin. Það hefur lika gengið vel.“ Er þetta þá örugglega síð- asta tímabilið? „Það er alltaf síðasta tíma- bilið! Einu sinni var síðasta tímabilið hjá mér þegar ég var 29 ára og ólétt. Þá sagði ég að enginn skyldi geta sagt að þetta væri hún Gurrý í Fram og hún er þrjátíu og eitthvað. Mér fannst það al- veg hræðileg tilhugsun. Nú er ég að verða 38 og er enn héma.“ Þú ætlar ekki að verða Gurrý i Fram sem er fjörtíu og eitthvað? „Nei, það er ekki á stefnu- skránni!“ Gæti ekki kúplað mig út úr handboltanum Áttu eitthvert annað áhugamál en íþróttimar? „Mér finnst mjög gaman að fara í ferðalög og útiiegur. Á hverju sumri foram við inn í Veiðivötn og veið- um. Síðan er ég auðvitað í tveimur saumaklúbbum. En allt sem ég geri er mikið tengt íþróttum og fólkinu sem ég hef kynnst þar. Ég hef líka fylgt stráknum mín- um út um allt land á alls konar mót í fótbolta frá þvi hann var fimm ára. Lífið snýst mjög mikið um íþróttim- ar.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.