Dagblaðið Vísir - DV - 20.03.1999, Blaðsíða 58

Dagblaðið Vísir - DV - 20.03.1999, Blaðsíða 58
LAUGARDAGUR 20. MARS 1999 DV 70 Gissur Ó. Erlingsson Gissur Ólafur Erlingsson, þýðandi og fyrrv. umdæmisstjóri Pósts og síma, Krummahólum 1, Reykjavík, verður níræður á morgun. Starfsferill Gissur fæddist í Brúnavík í Borg- aríirði eystra. Hann lauk stúdents- prófi frá MR 1928, cand phil-prófi við HÍ 1930 og íoftskeytaprófi frá Loftskeytaskóla Landssímans í Reykjavík 1941. Þá er hann löggiltur dómtúlkur og skjalaþýðandi og hefur starfað við það frá 1933. Gissur var ritari og siðar fulltrúi hjá bæjarfógetanum í Vestmannaeyj- um 1931-39, var loftskeytamaður á skipum Eimskipafélags íslands og á togurum 194W3 og 1947-48, fulltrúi hjá Ríkisútvarpinu 1943-45 og ritstjóri Sjómannablaðsins Víkings og skrif- stofustjóri Farmanna- og fiskimanna- sambands íslands 1945. Gissur vann á radíóverkstæði Landssímans og talsambandinu við útlönd 1946-47 og var kennari á Eið- um 1948-65. Þá var hann stöðvarstjóri endurvarpsstöðvarinnar á Eiðum 1952-65, Pósts og síma í Neskaupstað 1965-70, á Siglufirði 1970-72 og um- dæmisstjóri Póst- og símastofnunar í Austurlandsumdæmi 1972-77. Gissur var umdæmisstjóri Rotary á íslandi 1975-76, fararstjóri fyrsta námsskiptahóps Rotary sem fór til annarra landa, og er Paul Harrys-fé- lagi í Rotary-hreyfmgunni. Gissur hefur þýtt hundrað fimmtíu og flmm bækur auk ýmissa annarra þýðinga. Isl., fissur kvæntist 12Æ. 1931 Mjallhvíti Margréti Jó- hannsdóttur, f. 22.10. 1911, d. 1971, húsmóður. Þau slitu samvistum 1942. For- eldrar Mjallhvítar voru Jó- hann Pétur Pétursson frá Sjávarborg í Skagafirði, sjó- maður í Reykjavik, og k.h., Jóhanna Júlíusdóttir hús- móðir. Börn Gissurar og Mjallhvítar eru Jóhanna Erlingsson, f. 16.1. 1932, ritstjóri Nýs lífs, búsett í Reykjavík, gift Jóni Sigurðssyni tónlistarmanni og eiga þau átta böm; Kristján, f. 1.2. 1933, símaverkstjóri og tónlistarkenn- ari á Eiðum, kvæntur Bjarneyju Bjarnadóttur húsmóður og eiga þau fjögur börn; Erlingur Þór, f. 2.3. 1934, véltæknifræðingur í Svíþjóð, kvæntur Erlu Hilmarsdóttur og eiga þau sex börn; Pétur, f. 17.5. 1935, togaraskip- stjóri í Reykjavík, var kvæntur Guðrúnu Mikaelsdóttur og eiga þau þrjú börn; Kristín, f. 17.4. 1938, hús- móðir á Seyðisfirði, gift Páli Vil- hjálmssyni skipstjóra og eiga þau fimm börn; Jón Örn, f. 23.9. 1939, bifreiðastjóri í Reykjavík, kvæntur Brynhildi Guðmundsdóttur og á hann sex börn. Gissur kvæntist 16.9. 1944 Valgerði Óskarsdóttur, f. 2.12. 1917, húsmóður. Foreldrar Valgerðar voru Óskar Guð- mundsson, húsamálari í Winnipeg, og k.h., Magnúsína Eyjólfsdóttir húsmóð- Kjördóttir Gissurar og Valgerðar er Auður Harpa, f. 14.1. 1951, sjúkraliði á Siglufirði, gift Steingrími Jónssyni, rennismið og eiga þau þrjú börn. Systkini Gissurar era Jón, f. 25.4. 1908, d. 29.6. 1941, vélstjóri í Reykjavík; Stefania, f. 22.4. 1910, hús- Gissur Ó. móðir í Kanada; Gunnþór- Erlingsson. unn, f. 10.8. 1911, d. 12.9. 1997, húsmóðir í Reykja- vík; Sveinbjörn, f. 28.3. 1913, d. 8.2. 1996, vélstjóri í Reykjavík; Þorsteinn, f. 21.7. 1914, rennismiður í Reykjavík; Soffia, f. 18.6.1916, d. 24.6.1916; Óli Fil- ippus, f. 11.7.1917, d. 14.12.1955, verka- maður í Reykjavík; Ásta Kristín, f. 12.6. 1920, grasalæknir í Reykjavík; Soffia, f. 24.9.1922, húsmóðir í Reykja- vík; Regína, f. 30.9. 1923, húsmóðir í Reykjavík; Einar Sveinn, f. 3.3. 1926, lengst af vörubílstjóri í Reykjavík, nú búsettur í Reykjavík. Foreldrar Gissurar voru Erlingur Filippusson, f. 13.12.1873, d. 25.1.1967, búfræðingur og grasalæknir í Reykja- vík, og k.h., Kristín Jónsdóttir, f. 11.7. 1881, d. 28.5.1934, húsmóðir. Ætt Erlingur var sonur Filippusar, b. og silfursmiðs í Kálfafellskoti, Stef- ánssonar. Móðir Erlings var Þórunn, grasalæknir og ljósmóðir Gísladóttir, b. á Ytri-Ásum í Skaftártungu, Jóns- sonar, bróður Eiríks, langafa sand- græðslustjóranna Páls Sveinssonar og Runólfs, fóður Sveins iandgræðslu- stjóra. Annar bróðir Gísla var Jón, langafi Ragnars í Smára. Móðir Þór- unnar var Þórunn, ljósmóðir Sigurð- ardóttir, b. í Steig í Mýrdal, Árnason- ar. Móðir Þórunnar var Þórunn ljós- móðir, langamma Steinunnar, langömmu Jóhönnu Sigurðardóttur alþm. Bróðir Þórunnar var Þorsteinn, faðir Ólafar, langömmu Erlends Ein- arssonar, fyrrv. forstjóra SÍS. Þórunn var dóttir Þorsteins, b. og smiðs á Vatnsskarðshólum í Mýrdal, Eyjólfs- sonar og k. h., Karítasar ljósmóður, stjúpdóttur Jóns Steingrímssonar eld- prests, Jónssonar, klausturhaldara á Reynistað, Vigfússonar. Móðir Jóns var Helga Jónsdóttir, biskups á Hól- um, Vigfússonar. Kristín var dóttir Jóns, b. á Gilsár- völlum í Borgarflrði eystra, Stefáns- sonar, bróður Einars, afa Valgeirs Björnssonar hafnarstjóra. Móðir Kristínar var Stefanía ljósmóðir Ólafsdóttir, b. á Gilsárvöllum í Borg- arfírði eystra, Stefánssonar. Móðir Ólafs var Steinunn, læknir og ljós- móðir, Þórðardóttir, b. á Finnastöð- um, Gíslasonar og k.h., Eygerðar Jónsdóttur pamfíls, systur Jóns, langafa Einars H. Kvarans. Móðir Stefaníu var Soffia, systir Elísabetar, langömmu Gunnars Gunnarssonar skálds. Soffia var dóttir Sigurðar, b. í Skógum í Öxarfirði, Þorgrímssonar og k.h., Rannveigar Skíða-Gunnars- dóttur, b., ættfóður Skíða-Gunn- arsættar, Þorsteinssonar. Valur Tryggvason Valur Tryggvason framkvæmda- stjóri, Hörgatúni 3, Garðabæ, verð- ur sextugur á mánudaginn. Fjölskylda Starfsferill Valur fæddist í Reykjavík og ólst þar upp. Hann lauk stúdentsprófi frá VÍ 1990. Valur starfaði hjá Almennum tryggingum hf. 1961-78, var fjár- málastjóri hjá Rafveitu Hafnarfjarð- ar 1979-81. Hann stofnaði Bókhalds- stofu Vals 1981 og hefur starfrækt hana síðan. Valur var félagsmaður í Hunda- ræktarfélagi íslands og sat í stjóm þess um nokkurra ára skeið og sat í tvö ár í stjórn handknattleiksdeild FH. Valur kvæntist 7.1. 1961 Sigríði Einarsdóttur, f. 26.9. 1943, rekstrar- stjóra. Hún er dóttir Einars Guð- mundssonar og Margrétar Ágústs- dóttur. Börn Vals og Sigríðar eru Valur Einar Valsson, f. 24.12. 1961, banka- fulltrúi hjá Sparisjóði Hafnarfjarð- ar, kvæntur Kristínu Ólafsdóttur, f. 10.7. 1962, hjúkranarfræðingi, og eru böm þeima Kjartan Ágúst og Sigrún María; Hildur Valsdóttir, f. 26.9.1964, leikskólaleiðbeinandi, gift Kristbimi Óla Guðmundssyni raf- virkjameistara en börn þeirra eru Arnar Björk, Kristín Eva og Krist- inn Óli; Gunnar Þór Valsson, f. 4.11. 1969, framkvæmdastjóri, kvæntur Ólöfu G. Magnúsdóttur, f. 20.11. 1973, húsmóður, og eru dætur þeirra Þórdis og Hildur Ýr; Tryggvi Öm Valsson, f. 14.12.1974, þjónustufulltrúi. Systkini Vals era Hilm- ar Öm Tryggvason, f. 2.11. 1932, málarameistari á Ólafsfírði; Gústaf Þór Tryggvason, f. 1.2. 1934, hrl. í Reykjavík; Auður Sjöfn Tryggvadóttir, f. 28.12. 1943, sérkennari í Reykjavík. Hálfbróðir Vals er Kristinn Tryggvason, f. 8.8. 1932, verkstjóri í Reykjavík. Foreldrar Vals voru Tryggvi Hjálmarsson, f. 17.8. 1906, d. 4.4. 1988, húsa og húsgagnasmiður í Reykjavík, og Auðbjörg Davíðsdóttir, f. 20.6. 1905, d. 28.5. 1959, húsmóðir. Tryggvi var sonur Hjálmars Péturssonar, sjómanns frá Patreksfirði, og Klásínu Eiríksdóttm-. Auðbjörg var dóttir Valur Tryggvason. Davíðs Ólafssonar, sjó- manns frá Vopnafirði, og Ingibjargar Benediktsdóttur. Valur og Sigríður taka á móti gestum í húsi Oddfellowa að Staða- bergi 2-4 í Hafnarfirði, sunnudag- inn 21.3. milli kl. 17.00 og 20.00. Elfar Berg Sigurðsson Elfar Berg Sigurðsson, kaupmaður og hljómlist- armaður, Efstakoti 6, Bessastaðahreppi, verður sextugur á morgun. Starfsferill Elfar fæddist á Patreks- firði og ólst þar upp. Hann lærði prentverk hjá Fé- lagsprentsmiðjunni og Iauk sveinsprófi 1960. Elfar Berg Sigurðsson. Elfar spilaði með Lúdósextett og var með eigin hljómsveit á árunum 1959-78 en spilar í dag með hljóm- sveitinni Lúdó og Stefán. Elfar var sölumaður hjá Bifreiðum og land- búnaðarvélum 1965-72, starfaði hjá Landsvirkjun 1972-74 og hefur síöan rekið eigin verslun í Hafnarfirði. Elfar hefur setið í stjórn sjálfstæöis- félagsins í Hafnarfirði, verið for- maður Kaupmannafélags Hafnarfjarðar og verið forseti Kiwanisklúbbsins Eldborgar í Hafnarfirði. Fjölskylda Elfar kvæntist 5.9. 1965 Guðfinnu Sigurbjörns- dóttur, f. 14.2. 1945, kaup- manni. Foreidrar hennar: Sigurbjöm Meyvantsson, sölumaður í Reykjavík, og Unnur Guðnadóttir, húsfreyja frá Stokkseyri, en þau eru bæði látin. Börn Elfars og Guöfinnu eru Unn- ur Berg, f. 30.3. 1966, ritari, búsett i Bessastaðahreppi, en sambýlismað- ur hennar er Guðgeir Magnússon, f. 21.9. 1964, sölumaður, og eignuðust þau eina dóttur, Guðfinnu Margréti, f. 11.2. 1998, d. 12.2. 1998; Bjarni Marteinn Berg, f. 20.7. 1969, flug- maður í Bessastaðahreppi en sam- býliskona hans er Berglind G. Libungan, f. 25.3. 1974, læknanemi og eiga þau eina dóttur, Ylfu Berg, f. 8.3. 1998. Foreldrar Elfars: Sigurður Jó- hannsson, f. 22.10. 1909, d. 1971, bíl- stjóri á Patreksfirði, og Bergljót Sturludóttir, f. 2.10. 1919, nú látin. Ætt Foreldrar Sigurðar voru Jóhann Bjarnason, trésmiður á Patreksfirði og síðar í Reykjavík, og k.h., Rósa Guðmundsdóttir húsmóðir. Foreldrar Bergljótar voru Sturla Hólm Kristófersson, b. á Tungu- múla á Barðaströnd og í Otradal í Arnarfirði og síðar verkamaður í Reykjavík, og k.h., Ólafía Kristín Sigurðardóttir. Sturla var bróðir Ei- ríks skipherra og Hákonar, alþm. i Haga. Sturla er sonur Kristófers, b. á Brekkuvelli, Sturlusonar, b. og smiðs í Vatnsdal, Einarssonar, b. í Vatnsdal, Einarssonar, b. og hrepp- stjóra í Kollsvík, ættfóður Kollsvík- urættarinnar, Jónssonar, bróður Amfinns, langafa Guðrúnar, móður Kristins Guðmundssonar ráðherra. Systir Einars var Helga, langamma Björns Jónssonar ráðherra, föður Sveins forseta. Helga var einnig langamma Ara Arnalds alþm., afa Ragnars Arnalds alþm. Móðir Sturlu var Margrét Hákon- ardóttir, b. á Hreggstöðum, Snæ- björnssonar, b. í Dufansdal, Páls- sonar, b. i Álfadal, Hákonarsonar, bróður Magnúsar, langafa Jóns for- seta. Páll var bróðir Gunnhildar, ömmu Friðriks Eggerts, afa Sigurð- ar Eggerts ráðherra. Friðrik var langafi Sturlu Friðrikssonar erfða- fræðings. Elfar verður að heiman á afmælisdaginn. Til hamingju með afmæ ið 20. mars 85 ára Jón Veturliðason, Hrafnistu, Hafnarfirði. 80 ára Björn Runólfsson, Hofsstöðum, Skagafirði. Leifur Anton Ólafsson, Njarðargötu 33, Reykjavík. Snorri Agnarsson, Meðalholti 4, Reykjavík. Stefán O. Magnússon, Álfalandi 4, Reykjavík. Þórður Vigfússon, Vesturbergi 60, Reykjavík. 75 ára Gunnlaugur Jón Ingason, Klettahrauni 3, Hafnarfirði. 70 ára Albert Karl Sanders, Hraunsvegi 19, Njarðvík. Ágúst Jóhannes Jónsson, Frostafold 22, Reykjavík. Ingvar Þorsteinsson, Markaskarði, Hvolsvelii. Lúðvík Davíðsson, Melagötu 5, Neskaupstað. 60 ára Hallbjöm Jóhannsson, Finnsstöðum II, Egilsstöðum. Vilhjálmur Þór Ólafsson, Kringlunni 87, Reykjavík. 50 ára Arndís Leifsdóttir, Grenilundi 7, Garðabæ. Birgir Jónsson, Veghúsum 11, Reykjavík. Dagný Pétursdóttir, Helgafellsbraut 6, Vestmannaeyjum. Ebba Skarphéðinsdóttir, Grænukinn 28, Hafnarfirði. Grímur Þ. Valdimarsson, Fjarðarási 15, Reykjavik. Halldóra Guðmundsdóttir, Viðarási 10, Reykjavík. Hjörtur P. Kristjánsson, Víðihvammi 29, Kópavogi. íris Edda Ingvadóttir, Laugarásvegi 45, Reykjavik. Jakob Ragnarsson, Áshlíð 9, Akureyri. Kristinn Magnússon, Kópubraut 13, Njarðvík. Matta Rósa Rögnvaldsdóttir, Laugarvegi 26, Siglufirði. Sveinn Guðmundsson, Karfavogi 39, Reykjavík. Þorbergur Þorsteinn Reynisson, Gauksrima 9, Selfossi. 40 ára Bjami Amþórsson, Drafnarsandi 2, Hellu. Gústaf Guðmundsson, Bárugötu 38, Reykjavík. Magnús Sigurjónsson, Miðholti 1, Mosfellsbæ. Margrét Þórisdóttir, Kjalarlandi 30, Reykjavík. María Guðmundsdóttir, Neðri-Hundadal, Dalabyggð. Sigríður Dóra Sverrisdóttir, Fagrahjalla 8, Vopnafirði. Sigurjón Magnússon, Borgarhlíð 9A, Akureyri. Þorgeir Guðjón Þorvaldsson, Smárabraut 2, Höfn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.