Dagblaðið Vísir - DV - 20.03.1999, Blaðsíða 36

Dagblaðið Vísir - DV - 20.03.1999, Blaðsíða 36
48 LAUGARDAGUR 20. MARS 1999 HVERJIR F A ÓSKARINN? ÓSKARSVERÐLAUNAHÁTÍÐ í HÁSKÓLABÍÓI AMERICAN HlSTORyX 1 lilnelning saving private ryan 11 lilnelningnr Sl IAKI SPF.AKK IX I.OVI: 13 lilnelningar Fylltu út seðilinn að neðan og skilaðu honum til okkar um leið og þú sérð Óskarsmyndirnar um helgina og þú gætir unnið FERÐ TIL LEIKARI í AOALHLUTVERKI □ Roberto Benigni - IIFEIS BEAUTIFUL □ Tom Hanks - SAVING PRIVATE RYAN □ lan McKellen - GODS AND MONSTERS □ Nick Nolte - AFFLICTION □ Edward Norton ■ AMERICAH HISTORYX LBKARI f AUKAHLUTVERKI l~~l James Coburn - AFFLICTION □ Robert Duvall - A CIVIL ACTION □ Ed Harris - THE TRUMAN SHOW □ Geoffrey Rush ■ SHAKESPUHÍIHLOVE I I Billy Bob Thornton - A SIMPLE PLAN LEIKKONAIAOALHLUTVERKI □ Cate Blanchett - ELIZABETH I I Fernanda Montenegro - CENTRAL STATION □ Gwyneth Paltrow - SHAKESPEAREIH LOVE □ Meryl Streep - ONE TRUE THING □ Emily Watson ■ HILAHYAHO JACKIE LEIKKONA i AUKAHLUTVERKI □ Kathy Bates - PRIMARY COLORS □ Brenda Blethyn - LITTLE VOICE n Judi Dench - SHAKESPEAREIH LOVE □ Rachel Griffiths ■ HILARYAHD JACKIE □ Lynn Redgrave - GODS AND MONSTERS Nafn: BESTILEIKSTJÓRI □ LIFEIS BEAUTIFUL - Roberto Benigni □ SAVIHC PRIVATERYAH- Steven Spielberg □ SHAKESPEAREIH LOVE- John Madden □ THETHIN RED LINE - Terrence Malick □ THE TRUMAN SHOW - Peter Weir BESTA HANDRIT BYGGT Á SÖGU □ GODS AND MONSTERS - Bill Condon □ OUT OF SIGHT - Scott Frank □ PRIMARY COLORS - Elaine May □ A SIMPLE PLAN - Scott B. Smith □ THE THIN RED LINE - Terrence Malick BESTA FRUMSAMDA HANDRIT I I BULWORTH - Warren Beatty & Jeremy Pikser I I LIFEIS BEAUTIFUL - Vincenzo Cerami og Roberto Benigni □ SAVIHG PRIVATE RKAil/ - Robert Rodat I I SHAKESPEAREIH LOVE- Marc Norman og Tom Stoppard □ THE TRUMAN SHOW - Andrew Niccol BESTA MYNDIN □ ELIZABETH □ LIFEIS 8EAUTIFUL □ SAVIHG PRIVATE RYAH □ SHAKESPEAREIH LOVE □ THETHIN RED LINE Sími: HASKOLABÍÓ &skarinn Það er óskaplegur heiður að fá gylltu styttuna í hendumar á ósk- arsverðlaunanótt. Allir dá þann sem heldur á styttunni, alla vega þessa einu nótt. Síðan er spumingin hvað verður um viðkomandi eftir einn dag, viku, mánuð eða ár. Leonard Maltin segir að það sé misjafnt eftir fólki en verðlaunin séu samt sem áður ákveðnar dyr sem opnast fyrir viðkomandi. Hvað gerist þá fer eftir einstaklingnum, tímasetningunni og heppni. Dagblaðið USA Today gerði óvís- indalega könnun á því hvemig stjörnum óskarsverðlaunanna reiddi af. Þeir sem vom undir smá- sjánni voru Tom Hanks, Nicolas Cage, Emma Thompson og Mira Sorvino. Getur hann gert þetta aftur? Fyrir tæpum áratug sáum við Tom Hanks í myndum á borð við Joe Versus the Volcano og The Bon- fire of the Vanities. Þær gengu illa og vom almennt ekki taldar mjög góðar og fengu dræma aðsókn. Á Afdrif óskarsverðlaunahafa: hlaut ekki náð fyrir augum kvik- myndaakademíunnar. Kannski saknaði hún breska framburðarins. Kvikmyndafræðingar segja að hún hafi, líkt og margir breskir leikarar, mjög góða leiktækni og auk þess persónutöfra. Hún hefur náð þeim merka árangri að leika bæði í amer- ískum kvikmyndum og á sviði í Bretlandi án þess að gefa nokkuð eftir. Fyrir utan óskarsverðlaunin sem Emma hlaut fyrir leik sinn í Howards End fékk hún einnig verð- laun fyrir handritið að Sense and Sensibility sem hún gerði upp úr sögu Jane Austin. Margir halda því fram að án ósk- arsverðlauna hefði Emma verið í mjög svipaðri stöðu og hún er nú. Sumir halda því þó fram að þau hafi opnað henni dyr að fjöldanum. Þeir hinir sömu vilja meina að hún eigi á hættu að fara í sama far og Meryl Streep og fæla frá þá áhorfendur sem vilja afþreyingu. Það sem læra má af Emmu er að óskarsverðlaunin veita fólki tæki- færi til að skrifa, framleiða og leik- stýra kvikmyndum. Á rangri leið Mira Sorvino kom, sá og sigraði með leik sínum í mynd Woodys Allens, Mighty Aphrodite, þar sem hún lék heimska vændiskonu. Þrátt fyrir að hafa komið sterk inn hefur hún ekki haft úr mörgu markverðu að moða síðan. Hún lék i Mimic, þar sem hún barðist við risakakka- lakka, The Replacement Kiilers og At First Sight. Kvikmyndasérfræðingar segja sumir hverjir að þetta sýni að ósk- arsverðlaunin skipti ekki öllu máli. Nokkrar slæmar myndir í röð sendi fólk aftur á byrjunarreit. Það eru margir með óskarsstyttu á hillunni þótt þeim takist vart að draga björg í bú. Talið er að hluti af vandræðum Miru byggist á því að hún fékk verðlaunin fyrir hlutverk heimskrar vændiskonu. Menn geti því ekki alveg séð hana fyrir sér í öðrum hlutverkum. Mcdtin segir þó að í henni búi mikið meira en hún fær tækifæri til að sýna. Af sögu Miru má læra að ungstimi ætti að taka að sér athygl- isverð og krefjandi hlutverk sem falia áhorfendum vel í geð. Bardagi við kakkalakka er ekki rétta leiðin. -sm Gulldrengurinn Tom Hanks. Nicolas Cage breytti óvænt um stefnu. Emma Thompson þarf ekki á ósk- arsverðlaunum að halda. eftir þeim komu myndir eins og Big sem urðu mjög vinsælar en fengu enga athygli óskarsverðlaunaaka- demíunnar. Síðan kom stökkiö úr B-flokki yfir í A-flokk. Hann fékk ósk- arsverðlaun árið 1994 fyrir magnað- an leik í kvikmyndinni Phila- delphia og árið eftir hlaut hann óskarinn fyrir hinn undurfurðulega Forrest Gump. Þær myndir komu Tom i hásal virtustu leikara þessar- ar aldar. Sumir segja að nú hafl Tom tæki- færi til að gera það sem hann lystir og það hefur hann gert að vissu marki. Hann hefur skrifað og leik- stýrt sjónvarpsþáttum sem hlotið hafa emmy-verðlaun auk þess sem hann skrifaði og leikstýrði kvik- myndinni That Thing You Do! Aðrir segja að verðlaunin hafl lagt á herðar honum þungar byrðar sem geri það að verkum að hann leyfi sér ekki eins mikið og hann hafi gert fyrir tíu árum eða svo. Sá lærdómur sem draga má af ferli Toms er að fjölmörg verðlaun geta gert menn virta en þau valda því að meiri væntingar eru gerðar til manna. Óvænt beygja Nicolas Cage fékk óskarsverðlaun fyrir leik sinn í Leaving Las Vegas árið 1996. Áður hafði hann meðal annars leikið i mynd Davids Lynch, Wild at Heart, sem framleidd var af Sigurjóni Sighvatssyni. Eftir að Nicolas hafði fengið styttuna gerðist dálitið merkilegt. Hann varð hasar- myndahetja. Frá því 1996 hefur Nicolas leikið i hverri hasarmyndinni á eftir annarri og nægir þar að nefna The Rock, Face/Off og Con Air. Þær hafa allar gengið mjög vel og er talið að það að hafa Nicolas í aðal- hlutverki þýði einfaldlega að mynd- in verði vinsæl. Þrátt fyrir að Nicolas hafl ein- beitt sér að því að leika í hasar- myndum og hafi að mestu sniðgeng- ið listrænni myndir þýðir það ekki að svo verði um alla framtíð. Marg- ir telja liklegt að þegar hann hafi fengið nóg í budduna muni hann aftur snúa sér að viðkvæmari og listrænni myndum. Af ferli Nicolasar Cage má læra að óskarsverðlaunahafar eru ekki endilega lokaðir inni í listrænum myndum en að stytturnar geta fært þeim góð hlutverk. Breytir litlu Emma Thompson fékk góða dóma fyrir leik sinn í Primary Colors en Mira Sorvino fór vitlausa leið.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.