Dagblaðið Vísir - DV - 20.03.1999, Blaðsíða 44

Dagblaðið Vísir - DV - 20.03.1999, Blaðsíða 44
LAUGARDAGUR 20. MARS 1999 JD*1 íT Það á ekki af Bar- bie að ganga þessa dagana. Hún er rétt byrjuð að fagna fer- tugsafmæl- inu þegar henni er gert að rýma húsnæði sitt. Hinu fræga Barbie-safni í Palo Alto í Kalifomíu hefur nefnilega verið úthýst og gert að loka ekki seinna en um miðjan aprU. Á safninu er að finna hvorki meira né minna en 21 þúsund eintök af dúkkunni frægu og eins og vænta má var bú- ist við miklum fjölda gesta vegna stórafmælisins. Safnið hefur verið í miðborg Palo Alto i fimmtán ár en verður nú að víkja fyrir veit- ingastað. Hvert og hvort safnið lif- ir áfram er enn óljóst og Barbie-að- dáendur verða að vera snarir í snúningum og sækja safnið áður en Barbie verður heimilUaus, að minnsta kosti um stundarsakir, þann 15. aprU næstkomandi. Bretar ætla á toppinn Bretar búast við að ferðamönn- um muni fjölga um tvær milljónir á næsta ári vegna hátíðarhaldanna við upphaf nýs árþúsunds. Síðast- liðinn föstudag settu stjórnvöld fram nýja áætlun sem er ætlað að koma Bretum í fyrsta sæti ferða- mannaiðnaðarins. Ferðamanna- iðnaðurinn er einn af stærri at- vinnuvegum landsins, veitir 175 þúsund manns vinnu og veltir 53 milljörðum punda á ári hverju. Á síðasta ári heimsóttu rúmar 25 mUljónir ferðamanna Bretland og það var í fimmta sæti yfir vinsæl- ustu löndin. Á undan komu Banda- ríkin, Frakkland, Spánn og Ítalía. I 1 1 Hjólreiðar árið 2000 Hjólreiðamenn geta hugsað sér gott tU glóðarinnar því á Jóns- messu árið 2000 verður opnuð 5000 kUómetra hjólreiðaleið þvert yfir England. Um er að ræða sérhann- aðar brautir þannig að hjólreiða- menn geti ferðast áhyggjulaust. Þetta mun þó aðeins byrjunin á gerð nets hjólreiðabrauta á Englandi. Með þessu vUja Bretar bjóða ferðamönnum næstu aldar upp á fullkomna og umhverfis- væna leið tU að ferðast um landið. Nánari upplýsingar um hjólreiða- netið er að finna á slóðinni sustrans.org.uk á Netinu. Meiri hætta á hjarta- áfalli Ferða- mönnum sem koma tU New York er 34% hættara við hjartaáfalli en ef þeir hefðu farið til annarra borga Bandaríkjanna. Þetta kemur fram í nýrri rannsókn sem var unnin við Kalifomíuháskóla í San Diego. Heimamenn í New York eru einnig í hættu, en 55% meiri líkur eru á að þeir fái hjartaáfaU en fólk í öðrum borgum. Áhættan minnk- ar hins vegar um 20% um leið og New York búinn yfirgefur borgina. Ekki kemur fram í niðurstöðum rannsóknarinnar hvað veldur, en streita er talin liklegasta skýring- in. í rannsókninni var tekið mið af öllum hjartaáfóllum sem leiddu tU dauða í New York á einum áratug. Alls létust 44 þúsund ferðamenn af völdum hjartaáfaUs á þeim tíma og tala borgarbúa var svipuð. Aspen í Klettafjöllum Coloradoríkis: Skíðastaður sem slær öllu við Skfðabrekkurnar í Aspen eru breiðar og skíðað er í skógi. DV-myndir GVA Neðstu lyfturnar á Snowmass-skíðasvæðinu. Stólarnir taka fjóra farþega og sjaldan myndast biðraðir. Upp með fjallinu má greina hvernig brekkurnar kvíslast í allar áttir. Lyfturnar í Aspen eru á móti sólu þannig að fólk sólar sig á leiðinni upp. í byrjun mánaðarins tók u.þ.b. 30 manna hópur íslendinga sig upp og hélt tU Aspen í Coloradoríki í Banda- ríkjum. Ferðin var á vegum ferða- skrifstofunnar Úrvals-Útsýnar sem hefur undanfarin tvö ár skipulagt hópferðir til skíðasvæðanna í Áspen. Flogið var til Minneapolis en þaðan er síðan tveggja og hálfs tíma flug til Aspenflugvallar sem er i aðeins tíu mínútna flarlægð frá hótelinu. Tilhlökkunin var mikil hjá hópn- um enda Aspen eitt frægasta skíða- svæði heims, auk þess að vera með- al þeirra stærstu. Það er heillandi andrúmsloft i þessum gamla silfurnámubæ sem mætir ferðamönnunum strax við komuna. Um sex þúsund manns búa í bænum og hafa atvinnu sína af ferðamennsku. Það er reyndar ekki há tala miðað við fjölda gesta en þús- undir skíðamanna dvelja jafnan í bænum. íslendingarnir dreifðust á nokkur hótel en undirritaöm- bjó á St. Morr- is Lodge sem býður einfalda gistingu og var vel staðsett. Hótelin standa við jaðra skíðasvæðisins og fólk get- ur valið um að ganga að morgni dags í neðstu lyftur Aspen Mountains eða taka strætisvagn yfir á önnur svæði. Skíðapassinn gildir í allar lyftur og að auki í strætistvagnana. Margt fleira er innifalið í skíðapassanum, s.s. vatn og drykkir, sólarvörn og ýmislegt sem er á vatnsbörunum víðsvegar í fiöllunum. Kennsla í lausamjöll Eitt af því sem greinir Aspen frá öðrum skíðasvæðum er hversu hátt staðurinn er yfir sjávarmáli. Bærinn sjálfur er í 2400 metra hæð yfir sjáv- armáli og hæsta lyftan fer í 3607 metra hæð. Háloftaveiki gerir stund- um vart við sig hjá nýkomnum skíðamönnum en bæjarbúar hafa ýmis ráð við því. Þegar skíðamenn koma á toppa fiallanna eru þeim til að mynda alltaf boðnir drykkir: cider, kakó eða vatn ásamt kexi. Það er mikilvægt að drekka allt að tvo lítra á dag til að sporna við hálofta- veikinni. Djúsbarirnir eru einkenn- andi fyrir þá miklu þjónustu sem veitt er hvarvetna á svæðinu. Þjón- ustan er hreint einstök á öllu svæð- inu og alls staðar starfsmenn reiðu- búnir að aðstoða fólk við hvaðeina. Gott dæmi um góða þjónustulund var til dæmis einn morguninn þegar hópurinn var kominn á toppinn og ljóst að mikil lausamjöll var í fiall- inu. Þá kom rauðklæddur starfsmað- ur svæðisins og bauð okkur ókeypis kennslu í skíðamennsku í lausa- mjöll. Við sem fáum sjaldan tæki- færi á íslandi til að skíða í slíku færi höfðum mikið gagn af kennslunni og lærðum nýja og skemmtilega hluti. Biðraðir fátíðar Framan af degi í Aspen er dag- skráin ekkert ósvipuð því sem ger- ist á skíðasvæðum Evrópu. Menn leggja venjulega í hann um hálfníu- leytið og koma aftur í hús um fiög- urleytið. Skíðabrekkurnar eru víðáttu- miklar og oftast umkringdar skógi. Skíðasvaeðin einkennast af mikilli leiðsögn sem sést til dæmis vel á Merkingar og vegpóstar eru afar fullkomnir í Aspen. Hægt er að lesa sér til um hvaðeina sem lýtur að því að eiga vel heppnaðan dag t skíða- brekkunum. fiölda merkinga og vegpósta víðs vegar í fiöllunum. Hægt er að lesa sér vel til áður en lagt er af stað nið- ur, auk þess sem menn geta nálgast leiðakort á ýmsum stöðum. Biðrað- ir í lyftur eru fátíðar nema kannski fyrst á morgnana. Fjölbreytnin er gríðarleg en á skíðasvæðunum fiór- um sem umkringja Aspen eru 270 kílómetrar af merktum skíðaleiðum og 45 lyftur sem geta flutt 20 þúsund manns á klukkustund. Sérútbúin svæði eru fyrir snjóbrettafólkið, þar sem hægt er að leika listir sínar á hólum og hæðum. Á einu svæðinu eru brettin alveg bönnuð en annars staðar eru þau í bland. Þá er víða að finna góða veit- ingastaði í fiöllrm- um þar sem hægt er að fá ágætan há- degisverð fyrir 10 til 20 dollara. Þingað í heita pottinum Heitir pottar eru við hvert hótel í Aspen og afar gott að svamla í heitu vatninu eftir langan skíðadag. ís- lendingarnir voru duglegir að nýta sér pottana og daglega þinguðu menn í pottinum og sögðu skíðasög- ur. Yfirbragð Aspen er nokkuð frá- brugðið því sem menn þekkja á evr- ópskum skíðastöðum þar sem Týr- ólastemningin er allsráðandi á kvöldin. Næturlífið er rólegra og óþekkt til dæmis að menn stormi á næsta pöbb í skíðaklossunum, drekki bjór og stígi dans. Kvöld- skemmtanir eru þó af ýmsum toga: kvikmyndahús, tónleikar, veitinga- barir að ógleymdum fiölda listgaller- ía sem mörg eru opin fram eftir kvöldi. í Aspen er að finna yfir hundrað veitingastaði og bari sem flestir eru mjög góðir. Matur er ekki eins dýr og ætla mætti og duga í kringum 70 dollarar fyrir hjón á dag. Þá er léttur hádegisverður og kvöldverður inni- falinn. Dýrtíð er miklu frekar að finna i fiölmörgum verslunum bæj- arins. Bíka og fræga fólkið Skíðaferð til Aspen er ógleyman- leg og aðbúnaðurinn slær öflu við. Skíðapassamir eru 20-30% dýrari en i skíðabænum Vail sem er í nágrenn- inu, enda vilja ferðaþjónustumenn í Aspen laða að ríka og fræga fólkið. Skíðabrekkurnar eru án vafa með þeim aOra flottustu í heimi, þjónust- an einstök og öU umgjörð eins og best verður á kosið. Aspen hefur löngum verið köfluð mekka skíða- mannsins og eftir níu daga dvöl á svæðinu er ekki annað hægt en að taka heilshugar undir þau orð. Hópurinn leggur af stað að morgni dags og stormar á næstu strætisvagna- stöð. Nauðsynlegt er að muna eftir sólvörninni, skíðapassanum og pening- um fyrir hádegisverði sem snæddur er á einhverjum fjallaveitingastaðanna. -GVA íslendingarnir nutu þess að liggja í heita pottinum við St. Morris Lodge og segja skíðasögur að loknum skemmtilegum degi í fjöllunum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.