Dagblaðið Vísir - DV - 20.03.1999, Side 2

Dagblaðið Vísir - DV - 20.03.1999, Side 2
2 LAUGARDAGUR 20. MARS 1999 &éttír Móöir Hjartar Snæs ánægö meö stóru krabbameinsaðgerðina í Lundi: Einstök aðgerð - hlakka til aö koma aftur heim, segir Hjörtur Snær í viötali viö DV „Ég er alveg í skýjunum. Best er að vita til þess að nú er þetta von- andi allt búið. Ég vona bara að Hjört- ur Snær þurfi aldrei að ganga aftur í gegnum það sem hann hefur þegar gert - þetta krabbameinsferli," sagði Guðlaug Magnúsdóttir, móðir Hjart- ar Snæs Friðrikssonar, 9 ára nem- anda í Fellaskóla í Breiðholti, sem gekkst undir óvenju mikla og tækni- lega krabbameinsaðgerð á þriðjudag í Lundi í Svíþjóð. „Ég hlakka dálítið til að koma heim,“ sagði Hjörtur litli þegar blaðamaður DV ræddi við hann í gær. „Hann var mjög eftir sig á mið- vikudag og fimmtudag,“ sagði móðir- in. Eins og fram kom í DV á fimmtu- dag var nær allur lærleggur og hné á vinstra fæti tekið í aðgerðinni. Þannig var 20 cm æxli fjarlægt. Fót- leggurinn var síðan græddur saman við beinendann uppi við nárann, og honum snúið við þannig að hællinn snýr nú fram - þannig verður hæll- inn sem hné og nýtist það drengnum mjög þegar hann fær gervifót. í hjólastól í gær „Hann situr hérna við hliðina á mér og er kominn í hjólastól," sagði Guðlaug, sem er 29 ára og á eitt ann- að barn, Benitu Dögg, 3ja ára, sem er hér heima hjá ömmu. Hjörtur Snær sagði blaðamanni að honum fyndist sænsku læknarnir og hjúkrunarfólk- ið eiginlega alveg jafn gott og fólkið á Landspítalanum. „Ég skil ágætlega það sem fólkið segir," sagði sá stutti og var heldur brattur miðað við að hafa gengist undir risaaðgerð á þriðjudag. Drengurinn er aðdáandi Manchester United og var búinn að frétta að liðið vann Inter Milano á miðvikudagskvöldið og dróst í gær á móti Juventus í næstu umferð. Guðlaug sagði að sænsku lækn- arnir væru mjög jákvæðir. „Þeir segja að framfarir og viðbrögð drengsins eftir aðgerðina loíl mjög góðu. Hann hefur eiginlega sýnt ótrúlegar framfarir. Þeir eru mjög ánægðir með hann og ekki kvartar Hjörtur yfir verkjum," sagði Guð- laug. Handbolti: ísland í 5. sætinu ;í DV, UddevaUa: íslendingar höfnuðu í 5. sæti á heimsbikarmótinu í hand- bolta í Svíþjóð eftir sigur á Eg- yptum, 27-25, í Uddevalla í gær. Egyptar höfðu eins marks forystu í hálfleik, 12-11, en í upphafi síðari hálfleiks náðu ís- lendingar yfirhöndinni og létu forystuna aldrei af hendi. ís- | lenska liðið lék í heild mjög vel og náði að fylgja eftir góðum sigri á Ungverjum á miðviku- S dag. IMörk íslands: Gústaf Bjama- son 8, Valdimar Grimsson 8/5, ÍDagur Sigurðsson 3, Róbert Duranona 2, Aron Kristjánsson 12, Bjaki Sigurðsson 2, Sigurður Bjamason 1, Sverrir Björnsson Sverrir lék þama sinn fyrsta landsleik. Hann kom inná þeg- ar 4 mínútur vom eftir og stóð sig mjög vel. Hann skoraði eitt mark og flskaði vítakast og þarna er svo sannarlega fram- tíðarlandsliðsmaður á ferð. Upphaflega átti ekki að spila um nema fjögur efstu sætin á mótinu en mótshaldarar skiptu um skoðun og létu spila um 5. sætið i gær. -JKS Á þessari mynd sést hvað gert hefur verið við vinstri fótlegg (til hægri) Hjartar Snæs. Lærleggurinn, þar sem æxlið var, var nær allur fjarlægður. Fótleggurinn, þ.e. nær allt fyrir neðan hné, var síðan græddur við beinendann við nárann og leggn- um snúið við. Þannig snýr hællinn nú fram og mun nýtast drengnum vel þegar hann notast við væntanlegan gervifót. Þetta er ótrúleg aðgerð sem ekki hefði verið hægt að framkvæma fyrir nokkrum árum. DV-myndir Björn Larsson Kannski heim í næstu viku „Það var verið að segja mér að við fáum kannski að fara heim á fóstudag eða laugardag í næstu viku,“ sagði Guðlaug, sem er ytra hjá drengnum með Geirfríði systur sinni á Háskóla- sjúkrahúsinu í Lundi. Þegar Hjörtur Snær kemur heim fer hann beint á Landspítalann aftur, þar sem hann hefur dvalið meira og minna í krabba- meinsmeðferð frá því í september. „Hann mun gangast undir eftir- meðferð vegna krabbameinsins, lyfja- meðferð sem á að drepa niður eftir- stöðvar meinsins ef eitthvert er,“ sagði móöirin. „Síðan er bara að taka stefnuna fram á við. Það verður erfltt fyrir drenginn að takast á við endur- hæfmgu til að ganga með gervifót. En ég er bjartsýn á framtíðina," sagði Guðlaug Magnúsdóttir. Allmargir hafa lagt hinni einstæðu móður með krabbameinssjúka dreng- inn lið, með því að leggja framlög á reikning Sparisjóðsins í Mjódd. Bankanúmerið er 1152, höfuðbók 05 og númerið er 403075. -Ótt Hjörtur Snær gekkst undir risaaðgerð á þriðjudag en var samt í gær orðinn það hress að hann var búinn að frétta að liðið hans, Manchester United, hefði sigrað Inter Milan á miðvikudagskvöld og dróst í gær á móti Juventus í næstu umferð. Móðirin, Guðlaug Magnúsdóttir, tekur utan um litla drenginn sinn í gær eftir hina erfiðu aðgerð. Hún er ekki síst ánægð nú í Ijósi þess að vonast er til að krabbameinið sé horfið. stuttar fréttir Viðvörun trillukarla Landssamband smábátaeigenda I sendi grásleppuveiðimönnum við- j vörun í gær, degi áður en grásleppu- ( veiðar hófust. Þar segir að markaðs- horfur fyrir söltuð grásleppuhrogn I séu afleitar fýrir komandi vertíð og í brýnt er fyrir grásleppuveiðimönn- ' um að hefja ekki undir nokkrum j kringumstæðum veiðar nema trygg : sala sé fyrir hendi á réttu verði. Nýr sýsiumaður Utanríkisráð- herra skipaði í gær i Jóhann R. Bene- diktsson sýslu- mann á Keflavíkur- j flugvelli, frá 1. apr- íl 1999 að telja. Jó- hann lauk embætt- f isprófi í lögfræði frá lagadeild Há- : skóla íslands árið 1987. Hagnaður Ármannsfells Hagnaður af rekstri Ármanns- ; fells hf. fyrir árið 1998 var tæpar 68 milljónir. Rekstrartekjur voru alls ; kr. 1.301milljón og rekstrargjöld án j fjármagnskostnaðar voru 1.214 milljónir. Þegar tekið er tillit til ijár- magnskostnaðar og óreglulegra liða ; er niðurstaðan sú sem að ofan er j greint. Viðskiptavefúr VB á Vísir. is sagði frá. Góður hagnaður Baugs Á árinu 1998 varð 510 milljóna kr. hagnaður af starfsemi Baugs hf. fyr- j ir skatta. Velta Hagkaups var 18,7 * mUljarðar. Tölvufyrirtækí hækka Tölvufyrirtæki hækkuðu talsvert j í verði á Verðbréfaþingi Islands í j gær. Skýrr hækkaði um 4,5% og var j gengi bréfa Skýrr 8,5 og hefúr aldrei j veriö hærra. Sama á við um gengi ! Nýherja sem var 13,5 og hækkaði j því um 3,6% í gær. Viðskiptavefúr * VB á Vísir. is greindi frá. Hagnaður Járnblendis Hagnaður af starfsemi íslenska I jámblendifelagsins hf nam 285 j milljónum króna á sl. ári en var 394 milljónir 1997. Rekstrartekjur fé- lagsins í fyrra námu 3.229 milljón- j um króna miðað við 3.537 milljónir Íárið áður. Lækkun rekstrartekna milli ára er 308 milljónir kr. og stafar hún af verðlækkun á kísil- , jámi og framleiðslutapi vegna orku- j skerðingar. Nýr í Flugleiðastjórn Á aðalfundi Flug- leiða í gær kom ; fram kom í ræðum Harðar Sigurgests- sonar stjórnarfor- manns og Sigurðar í Helgasonar fbr- j stjóra að rekstrar- j árið 1998 heföi einkennst af miklum ;; sviptingum en jafnframt að seinni j helmingur rekstrarársins 1998 hefði j verið einn sá besti í sögu felagsins. j Gunnar Jóhannsson framkvæmda- stjóri var kjörinn nýr i stjóm Flug- j leiða í stjóm Þorgeirs Eyjólfssonar sem gaf ekki kost á sér tft endur- j kjörs. Viðskiptavefúr VB á Vísir. is j sagði frá. Eggjaverð Undanfarið hefur verið offram- leiðsla á eggjum í landinu. Eggja- framleiðendur hafa lækkað verð til stónnarkaðanna og hafa óskað eftir þvi að neytendur fái að njóta verð- j lækkunarinnar. Stórmarkaðimir j hafa ekki sinnt þessari ósk eggja- ! framleiðenda. Nesbúið á Vatns- leysustömd hefur gefist upp á að fá j stórmarkaðina til að lækka útsölu- I verð til neytenda. Öryrkjar vonsviknir j Örykjabandalag j íslands lýsir yfir vonbrigðum vegna j þeirrar myndar sem forsætisráð- herra hefur kosið að draga upp af i: kjörum öryrkja og j að kjör þeirra séu almennt betri hér en á hinum Norðurlöndunum. Stað- j hæfingar þessar séu ekki aðeins j ijarri öllum sanni heldur nægir að vísa í sömu skýrslu til að sjá hver 1 fráleitur málflutningur hér er á ferð ; segir í ályktun ÖBÍ. -ÍBK MMMnMMMMMMMNNMMSUMMMMMMMI

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.