Dagblaðið Vísir - DV - 20.03.1999, Blaðsíða 30

Dagblaðið Vísir - DV - 20.03.1999, Blaðsíða 30
Á hvíta borðanum sem festur var við marglitan blómvöndinn stóð með gylltum stöfum: „Þú gleymist aldrei. Fyrirgefðu mér. Eiginmaður- inn þinn.“ Ýmsum sem þekktu ekki til þess sem gerst hafði fannst þetta falleg kveðja til látinnar konu en þeir sem vissu hvernig hún hafði látist voru margir á öðru máli, því konan var fórnardýr mannsins sem hafði samið kveðjuna. Og sumir gengu svo langt að hrista höfuðið og segja að áletrunin á borðanum væri hrein móðgun við hina látnu. En hvað var það nákvæmlega sem hin látna, Ingrid Dietmann, sem orðið hafði flmmtíu og fimm ára, átti að fyrirgefa manni sínum? Svarið við þeirri spurningu var að hann hafði ráðið hana af dögum, kyrkt hana með þvottasnúru, uns hann „heyrði brest“, og kveikt síð- an í íbúðinni þeirra. En hvers vegna hafði hann gripið til þessa ráðs, eða réttara sagt óráðs, maður sem var talinn vel efnaður og al- mennt í góðu áliti? Ekki er allt sem sýnist Margir þeirra sem þekktu til Dietmanns-hjóna áttu erfitt með að skilja það sem gerst hafði. Sú hlið sem sneri að kunningjum og vinum hafði lítið sagt um ástandið í hjóna- bandinu. íbúðin sem kom svo mjög við sögu þessa máls var tveggja hæða, í húsi við Primelveg í Halle í Þýskalandi. Á hæðinni fyrir neðan hana stundaði Joachim Dietmann störf sín en hann var verkfræðingur og ráðgjafi fyrirtækis sem lagði rör. Hann hafði þvi tvö störf og tvöföld laun. Og það fór ekki fram hjá þeim sem til hjónanna þekktu. „Dietmanns-hjónin eru moldrík," sagði fólk þegar talið barst að þeim. Og það hlaut að vera rétt því Ingrid Dietmann vann úti. Árum saman hafði hún starfað á gjörgæsludeild sjúkrahúss í Halle. Hún var tekju- há. Það sáu þeir sem komust í skattskrána. Hún hafði hins vegar lýst því yfír að hún hygðist draga sig í hlé eftir tuttugu og fimm ára starf en yfirstjórn sjúkrahússins bað hana að vera áfram því erfitt myndi verða að vera án hennar. Aðskilnaður að hluta Ingrid bjó á efri hæð íbúðarinnar. Stigi lá upp að vinnustofu hennar þar en á þessari hæð var einnig svefnherbergi hjónanna. Þar svaf Ingrid ein og hafði gert þau tuttugu og sjö ár sem þau hjón höfðu verið gift. Skömmu fyrir brúðkaupið hafði hún gert mannsefni sínu grein fyrir því að hún væri alls ekki dauf- gerð í rúminu og kynni að gera nokkuð harðar kröfur til hans, svo honum yrði dálítið brugðið. Og hon- um hafði brugðið dálítið en á frekar ánægjulegan hátt. Ingrid var sögð hafa verið nokkuð aðgangshörð við hann og viljað reyna margt nýstár- legt og það hafði Joachim fallið vel. Að þessu leyti hafði hjónabandið því verið báðum að skapi. En engu að síður kaus eiginkonan að sofa ein og út af fyrir sig. Svona lifðu þau árum saman og allt gekk vel. Þyrftu bæði að fara út í bæ á morgnana gengu þau hvort að sínum bíl og það fór ekki fram hjá nágrönnunum. „Þarna fara þessi ríku,“ var gjaman haft á orði. Minnkandi tekjur Þegar leið að örlagastundinni í lífi hjónanna hafði margt breyst. Tekjur Joachims voru ekki þær sömu og áður. En það vissu ná- grannarnir ekki. Þeir höfðu ekki hugmynd um að þær höfðu dregist mjög saman og fóru minnkandi. Það var orðið langt síðan hann hafði haft sömu tekjur og konan hans. Og nú var svo komið að miklu munaði. Reyndar svo miklu að Ingrid sagði honum að þar eð hún liti á hann sem fyrirvinnu heimilisins yrði hún að grípa til vissra ráðstafana og þær reyndust fólgnar í því að hún hleypti honum ekki lengur inn í svefnherbergið sitt. Joachim fór að halda fram hjá konu sinni. „Þrisvar sinnum var ég henni ótrúr,“ sagði hann í réttinum. En honum tókst að leyna framhjá- haldinu því hann leitaði kvenna úti í bæ. Það fór þó á annan veg þegar hann reyndi að bæta sér upp einlíf- ið á Vefnum. Það gerði hann heima hjá sér. Hann kallaði þar fram klámmyndir eftir því sem hann hafði löngun til. Nótt eftir nótt, meðan kona hans svaf í herbnerginu sem hann fékk ekki aðgang að, sat hann við tölv- una sina og virti fyrir sér naktar konur og sveitta, andstutta menn. „Finndu þér mellu" Það leið ekki á löngu þar til Ingrid komst að því hvers vegna maður hennar var svo oft vansvefta, en hann bar það greinilega með sér við morgunverðarborðið. „Þú ert öfuguggi," sagði hún loks við hann þegar hann fór að ræða samlífismál við hana og hvers hann óskaði á því sviði. „Þú ert ekki eðlilegur lengur. Ef þú heldur að ég fari að raka mig á vissum stöðum eins og þessar stelpur á Vefnum þá hefurðu al- rangt fyrir þér. Finndu þér mellu. Þá færðu það sem þú vilt.“ Kæmi hún að manni sínum við tölvuna eftir þetta sakaði hún hann um „að synda í óhreinu vatni“. „Það gerði mig bálreiðan," sagði hann síðar í réttinum. En meðan staðan var þessi fóru tekjur Joachims stöðugt minnkandi. Ingrid lagði hins vegar enn meira sparifé í bankann. En þar eð hann var fyrirvinnan gerði eiginkonan Borðinn með kveðjunni. kvöld voru þau hjón boð- in til kunn- ingja. Gest- gjafamir gátu ekki merkt að neitt væri að. Þvert á móti fannst þeim gestim- ir heldur þægilegir. Rætt var um fjármál, stór- viðskipti og annað sem eðlilegt gat vissar kröfur til hans. Joachim fór að öfunda konu sína af þeim tekjum sem hún hafði og sparifénu sem hún hélt því miður að of miklu leyti fyr- ir sig að hans mati. Sagt upp Samkomulag hjónanna um útgjöld var í meginatriðum á þá leið að þau deildu kostnaðinum með sér eftir föstum reglum. Þannig kom það til dæmis í hlut Joachims að greiða hús- leiguna. En þar eð tekjurnar vora orðnar litlar varð hann að taka lán til að geta staðið undir sínum hluta og þar kom að hann gat ekki lengur borgað húsaleig- una. Hann sagði konu sinni þó ekki frá því. Og einn daginn, þegar van- skilin voru orðin of mikil að mati leigusalans, barst bréf þar sem hjón- unum var gerð grein fyrir þvi að næstkomandi mánudag yrðu þau að rýma íbúðina. Daginn áður en þau áttu að flytja út sátu þau hjón við morgunverðarborð- ið, frekar fáskiptin að vanda. Ingrid Dietmann vissi ekki hvað til stóð daginn eftir. Ástæðan var sú að þegar póstmaður- inn kom var hún í vinnunni og því gat maður hennar val- ið úr þau bréf sem hann vildi ekki að hún sæi. Og af ástæðum sem óþarft er að skýra hafði hann ekki sagt orð um að þau væru að missa íbúðina. Rifrildi eftir kvöldboð Þetta sunnudags- „Það eina sem þú getur er að leita uppi naktar kerlingar á Vefnum,“ sagði hún hæðnislega. Er hér var komið var sem eitthvað gerðist innra með Joachim, eða svo skýrði hann frá síðar er hann rifjaði upp atburði þessa kvölds. Hann dró sig í hlé, en kona hans hélt upp á efri hæðina og fór að hátta. Uppgjörið Þar sem Joa-chim sat einn og beið næsta morguns, er hann yrði að standa reikningsskil þeirra gerða sem myndu gera þau húsnæðislaus, fannst honum sem hann væri kominn í von- lausa stöðu. Hvað var til ráða? Átti hann að fara til konu sinnar og segja henni hvemig komið var? Hvemig myndi hún bregðast við er henni yrði ljóst að þau væra á götunni? Eftir að hafa verið í þungum þönk- um um hríð var sem hann sæi enga leið aðra en þá að binda enda á lif þeirra beggja. Hann leitaði að þvotta- snúm, gekk upp á efri hæðina, að konu sinni þar sem hún lá í rúminu, brá snúrunni um háls hennar og herti að. „Ég tók á af öllum kröftum," sagði hann í réttinum. „Svo heyrði ég brest. Þá fór ég að tala við hana en hún svar- aði engu. Ég þreifaði á púlsinum en fann ekkert. Hún var dáin.“ Eldsvoðinn Um hríð virti Joachim líkið af konu sinni fyrir sér. Síðan ákvað hann að framkvæma síðari hluta áætlimarinnar og það gerði hann á mjög markvissan hátt. Hann fór niður Joachim Dietmann. talist í þessum hópi. En Joachim leið ekki vel þó hann léti á engu bera og vissi hvað beið næsta morgun. Kvöldboðin lauk á sömu nót- um og það byrjaði og þau hjón óku heim saman. En þegar þangað kom fór eiginkonan að gagnrýna mann sinn. Hún fór háðulegum orðum um hve tekjur hans hefðu minnk- að mikið, getuleysi hans almennt og sagði hann hafa brugðist í ílestu. í kjallara, en þar vissi hann af fimm lítra brúsa með dísilolíu. Hann fór með brúsann upp á neðri hæð ibúðar- innar, gekk þar milli herbergja og skvetti ohu á húsgögnin. Svo sótti hann eldspýtustokk og kveikti í. „Ég ætlaði mér að þurrka út öll spor og deyja sjálfur," sagði hann í réttinum. En Joachim Dietmann dó ekki. Slökkviliðsmenn raddu sér leið inn í brennandi húsið, fundu hann og tókst að koma honum í hendur sjúkraliða sem létu í skyndi aka honum á sjúkra- húsið sem Ingrid hafði starfað á. Þar var hann lagður á gjörgæsludeildina og þremur dögum siðar fékk hann meðvitund. Læknum og hjúkrunar- fólki sem starfað haíði með konu hans hafði tekist að bjarga lífi hans. Fyrir rétti í Halle var Joachim Diet- mann dæmdur í fjórtán ára fangelsi fyrir morð og íkveikju.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.