Dagblaðið Vísir - DV - 20.03.1999, Blaðsíða 35

Dagblaðið Vísir - DV - 20.03.1999, Blaðsíða 35
DV LAUGARDAGUR 20. MARS 1999 „Ég hef aldrei skilið það hugtak al- mennilega, ég tel þó ótrúlegt að ég sé slikur." Ungu Ijónin í pólitík - Á landsfundi voru mörg ung og grimm ljón. Sumir kvarta undan þessu unga og hugmyndaríka fólki og það er jafnvel slökkt á rafmagninu til þess í miðri ræðu. Sástu ekki sjálfan þig fyrir í þeim hópi? „Jú, dálítið. Og það minnti mig á að það var líka kvartað undan mér og mínum jafnöldrum. Ég viðurkenni að í stefnumálum er ekki mn eins auðug- an garð að gresja fyrir unga fólkið nú eins og þá. Það er búið að leysa svo marga hnúta. Þegar ég var ungur var svo margt ógert. En varðandi strák- inn sem skrúfað var fyrir á landsfund- inum þá var það ekki vegna þess sem hann sagði heldur vegna þess að með- an 1.500 manns voru að reyna að ljúka verkefhum þá var hann að lesa langa grein eftir sig. Aðgerðin hafði ekkert með skoðanir hans að gera. Mér fannst sjálfsagt að skrúfa fyrir það að fundarsköp væru þverbrotin og síendurteknum athugasemdum fund- arstjóra ekki sinnt.“ - En tillögur Heimdallar um mark- aðsbúskap virðast ekki ganga í gegn hjá flokknum? „Þeir hafa fengið miklu meiru ágengt en var hjá okkur í gamla daga og yfirleitt fmnst mér þessi hópur virkur og góður.“ - Á menntaskólaárunum þótti mönnum þú dálítið bleiklitaður í skoðunum, ertu kannski krati inn við beinið? „Ég held mönnum hafi þótt það vegna þess að ég var mikið í menning- armálum og mngekkst skáldahópa. Þá var ég hárprúður mjög, gerði tilraun til að vera bítill en það gekk ekki upp, hárið óx i vitlausar áttir, lét ekki að stjóm. En krati hef ég aldrei verið, ég er sjálfstæðismaður eins og allt mitt fólk.“ Þegar lögreglu er sigað á brunaliðið - En þú ert þó ekki frjálshyggju- maður? „Ja, nú kemur að því. Hvað er frjálshyggja? Geir Hallgrímsson var „Það var gauragangur í mér er ég var ungur borgarstjóri, 34 ára gamall, það fór taisvert fyrir manni þó. Þetta hefur eflaust lagast." fórum, dökk ský að hrannast upp, skilst manni, skuldasöfnun heimilanna glórulaus og eins skuldir erlendis? „Ég er ekki hræddur við framtíðina, nema helst ef við fáum vinstristjóm í vor. Þær springa allar á efnahagsmál- unum og þá hverfur fljótt allur ávinningurinn. Skuldir ríkisins fara núna hratt minnkandi, við höfum haldið að okkur höndum í fjárfestingum, sýnt ráðdeild og reynt að uppræta sórm í ríkiskerf- inu. Eitt sem gleymist í þessu sam- þingi, kannski bara einn eða tvo þing- menn? „Það yrðu miklar væntingar til flokksins i þeirri stöðu af hálfu flokks- manna og andspyman gegn honum hatrömm við slíkar aðstæður. Það getur verið erfitt hlutverk af vera með lítinn meirihluta á Alþingi." - Margir segja að þú hafir gott póli- tískt nef, en kannski spilaröu líka eft- ir eyranu? „Það má vera, en önnur lífifæri, svo sem augun og heilinn, koma vonandi við sögu líka...“ - Kannski ástríðupólitíkus að hætti Jóns Baldvins? af summn talinn frjálshyggjumaður. Albert Guðmundsson bauð sig fram gegn honum á landsfundi vegna þess að Geir væri ekki frjálshyggjumað- ur. Albert klauf síðan flokkinn vegna þess að hann var á móti ný- frjálshyggju. Hann var spurður hvað nýfrjálshyggja væri. Hann sagði á fundi í Odda að það væri þegar lög- reglu væri sigað á slökkviliðið. Það veit enginn hvaða hugmyndir þetta eru. Meðan frjálshyggja er trú manna á að leysa sín mál í frjálsum samskiptum sín á milli þá eru flestir frjálshyggjumenn. Þetta er notað svona sem skammaryrði og þá vænt- g ekki langrækinn. Það ir hefndarinnar í botn, vona að ég gæti mín á >V-myndir Hilmar Þór megi benda a aðra sem hafa fengið meira. Þeir mótmæla þvi ekki að hafa fengið betri kjör.“ - Er góð- ærið ekki bandi og er ekki mælt eða tek- ið i dæm- ið er eigna- aukningin erlendis, ýmsir sjóðir og fjárfestar eiga orðið eignir upp á 100 milljarða króna. Slíkt hef- ur aldrei gerst áður.“ - Ef þú berð saman að vera for- sætisráðherra í samsteypustjóm og að vera borgarstjóri í meirihluta sjálfstæðis- manna, hvort á betur við þig? „Mér fellur hvort tveggja vel. Það var reyndar sagt þegar ég fór í landsmálin að þar mundi ég rekast á vegg. Ég sá skrifað af vitrum mönnum að ég mrrndi aldrei endast í ríkisstjórn lengur en til haustsins vegna þess að ég væri svo vanur að ráða öllu. Þetta hefur ekki reynst rétt. Mér hefúr gengið vel að eiga samstarf við alþýðuflokksmenn og framsóknarmenn. Þó að þetta fólk sé ekki allt sátt við mig eins og gengur þá segir það yflrleitt að það hafi verið gott að vinna með mér.“ - Er það eftirsóknarvert fyrir Sjálf- stæðisflokkinn að fá meirihluta á viðtal 47 anlega af mönnum sem segja að ein- hver í Sjálfstæðisflokknum vilji jafn- vel að ríkiskerfið verði afnumið. Þess háttar frjálshyggjumaður er ég ekki, ef þú ert að spyrja að því, og þekki reyndar engan þeirrar skoðun- ar.“ - Ríkisstjóm þín með krötum 1991 til 1995 þótti mikil afreksstjóm en um margt umdeild. Núverandi rikis- stjórn með Framsókn er mun gæf- lyndari og settlegri. Hvernig metur þú verk þessara rikisstjórna? „Sú fyrri lenti í vissum hrakning- um og mótbyr. Kratarnir máttu ekki sjá míkrófón, þá láku mál út. Það urðu líka hrakningar af mannavöld- um, eins og þegar menn fóm að blása upp ofurtolla. Kalkúnalöppum var hleypt inn í landið í Keflavík með leyfi utanríkisráðherra sem við Friðrik urðum svo að stoppa hér í Reykjavík. Ég hefði farið úr ríkis- stjóminni ef ég hefði verið í sporum Jóns Baldvins. Hann gerði það ekki og þá sá maður að þetta var bara sýndaraðgerð. Ég sé fyrir mér núna, þegar Samfylkingin er komin, ef hún fer í ríkisstjórn, komin úr flórum flokkum, og hver þingmaður þar að auki búinn að vera í mörgum flokk- um, þá verður nú meiri dansinn á þeim bæ og gaman fyrir ykkur blaðamenn." - Ekki voruð þið Jón Baldvin bein- línis óvinir, eða hvað? „Það var mjög gott á milli okkar á þessum árum. Við erum hins vegar mjög ólíkir menn og höfðum ekki mikið samband utan ríkisstjórnar." - Samband ykkar Halldórs Ás- grímssonar er greinilega á öðrum nótum og þið ræðist mikið við. Haf- ið þið ekki rætt ykkar í milli um rík- isstj órnarsamstarf? „Við eigum mjög gott samstarf en við ákváðum að ræða ekki saman um framhaldið. Það verður gert eftir kosningar ef tilefni verður til.“ Vinskapur Davíðs og Þorsteins - Værirðu tilbúinn að láta forsætis- ráðherrastól fyrir áframhaldandi sam- starf við Framsókn? „Ég vO ekki kaupa samstarf ein- hveiju fyrir fram ákveðnu verði. Ég hef hins vegar sagt að við erum ekki að ganga til samstarfssamninga við aðra flokka og fullyrða fyrir fram að við ein- ir getum valdið þessu embætti eða hinu. Það væri hrokafull afstaða. En við verð- um auðvitað að hafa metnað til að hafa forystu sem stærsti flokkurinn." - Framsókn gæti komið illa út úr kosningunum? „Ég vona ekki, það væri ósanngjarnt og ekki gæfulegt fyrir þjóðina.“ -Er það eitthvað sem þú hefðir viljað - gera öðruvísi í þessari ríkisstjóm, eitt- hvert sérstakt mál sem þú hefðir viljað ná fram öðm fremur en náði ekki fram að ganga? „Auðvitað em mörg slík mál. En um leið og ég mundi nefna slík atriði væri ég farinn að tala um með hvaða hætti samtöl og samningar hafa átt sér stað í ríkisstjóminni um einstök mál. Það væri ekki sanngjamt. Aðalatriðið er að samstarfið hefur verið afar gott og ég hef ekki heyrt nokkurn ráðherra fara með styggðaryrði um annan ráðherra, hvorki prívat né opinberlega. Hér áður fyrr létu samherjar i ríkisstjómum skammimar dynja á samstarfsflokkn- um, þar hefur ekki ríkt mikill kærleik- ur.“ - Og innan þingflokksins hefúr ríkt eining en margir era á fóram eða fam- ir, tveir ráðherrar, og annar þeirra Þor- steinn Pálsson, sem var ekki í vinahópi þínum um skeið þótt æskuvinir værað. Saknarðu bessara samherja þinna? „Friðrik Sophusson er farinn og Þor- steinn fer senn, einnig Egill Jónsson og Ólafur G. Einarsson. Ég sakna þessara manna, þetta er hörkulið sem er að fara. Varðandi Þorstein æskuvin minn frá Selfossi þá slettist upp á vinskap okkar 1991 eins og gengur. Þó ekki meira en það að okkar samstarf í ríkisstjórn hef- ur verið án vandræða og stundum mjög . gott. Þorsteinn er afskaplega farsæfl maður i sínu ráðherraembætti og þú ert algjörlega öraggur með Þorstein í þing- inu með sín mál, hann hefur fulla yfir- sýn yfir þau og kann jafnframt hvert smáatriði. - Það er mikil eftirsjá að Þor- steini," sagði Davíð Oddsson forsætis- ráðherra. -JBP/sá/óbk
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.