Dagblaðið Vísir - DV - 20.03.1999, Qupperneq 34
LAUGARDAGUR 20. MARS 1999
34« yiðtal
Forsætisráðherrann vill ráttláta gagnrýni, ekki væmna jámenn:
Forsætisráðherra landsins
kemur á slaginu fjögur í
Ráðherrabústaðinn ásamt
aðstoðarmanni sínum til að
tala við DV. Davíð Oddsson
virðist á góðu flugi með
flokk sinn og þjóðarbúið og
hann leikur á als oddi, ný-
búinn að fá yfirgnœfandi
stuðning flokkssystkina
sinna eftir friðsaman lands-
fund Sjálfstœðisflokksins, og
ekki virðist þjóðarbúið illa
haldið. Eftir sársaukafullar
myndatökur er sest niður við
viróulegt sófaborð í stíl Lúð-
víks fjórtánda, dekkað kín-
versku hefðarpostulíni. Kaffi-
og tedrykkja hefst og við
hefjum spjalliö í þessu fal-
lega húsi Ellefsens hvalfang-
ara sem forðum stóð á Flat-
eyri og var flutt til Reykja-
víkur eftir að Hannes Haf-
stein keypti það á eina
krónu.
Davíð viðurkennir í spjalli
okkar að í sér eigist við tveir
kallar, stjórnmálamaðurinn
og listamaðurinn. Hann
kvartar ekki undan því sam-
býli, segist ekki taka sig
mjög hátíðlega sem listamað-
ur og rithöfundur. Hann
reyni hins vegar að vanda
sig sem mest við ritstörfin og
að árangurinn hafi eflaust
verið misgóður eins og geng-
ur. Á nýliðnum landsfundi
mátti heyra á ýmsum að þeir
óttuóust að Davíð hœtti senn
í pólitík og sneri sér að rit-
lÍStinni.
„Ég gæti vel hugsað mér að hætta
í pólitík og fara að sinna ritstörfum,
en það eru engin plön um slíkt,“
sagði Davíð. „Maður sér að menn
eru stundum að hætta of seint,“ seg-
ir Davíð, 51 árs.
- Þú værir varla byrjaður í
Heimdalli ef þú værir í Kína, leggj-
um við til.
„Þú segir nokkuð. Það er reyndar
víða í Evrópu sem menn byrja seint,
til dæmis Kohl. Churchill sá ég í
lexíkoni frá 1935 þar sem hann var
sagður fyrrverandi stjómmálamað-
ur.“
- En ef þú mundir hætta þetta
ungur, mundirðu kannski vilja taka
við hefðbundnu eftirstjórnmálastarfi
í lok ferilsins: sendiherra, banka-
stjóri eða forseti íslands?
„Forsetaembættið er setið og þarf
ekki að hafa áhyggjur af því. Ég
hugsaði um það starf og komst að
þeirri niðurstöðu að ég hentaði ekki
í starfið né heldur starfið mér. En
sendiherra eða bankastjóri? Nei, ég
hugsa ekki um slíkt.“
Heillastjarna Davíðs
- Ágætur sjálfstæðismaður orðaði
það svo að Davíð Oddsson hlyti að
vera fæddur undir heillastjörnu. Svo
vel gengi allt sem hann kæmi ná-
lægt. Ertu sérstakur lánsmaður,
Davíð?
„Þegar ég horfi til konunnar
minnar flnnst mér að ég sé það. En í
pólitíkinni hefur þetta verið upp og
ofan. Ég féll með félögum mínum í
borgarstjóm 1978 og var ekki bein-
línis kátur yfir því. Annað hefur
gengið betur.“
- Hvernig tilfmning er það að
koma frá landsfundi með það sem
kallað er rússnesk kosning? Er það
ekki beinlínis hættrdegt að vera
svona virtur og dáður?
„Já, ég fékk 97,27% atkvæða, svo
maður sé nákvæmur," segir Davíð
„Ég er kannski nokkuð minnugur en tel mi
er sagt að menn eigi ekki að teyga bik£
dreggjarnar kunni að vera varasamar. Ég
því.“ C
en ég man vel 1982, þá var ég í minni-
hlutanum, en skemmti mér þó kon-
unglega."
- En sérðu þig fyrir þér sem fagráð-
herra í ríkisstjóm Jóhönnu Sigurðar-
dóttur, fari svo að Framsóknarflokk-
urinn fari halloka i kosningunum?
„Nei, ég sé það ekki fyrir mér. Sam-
starf okkur Jóhönnu hefur reyndar
verið ágætt og reyndar var samstarf
hennar við mig stundum betra en við
aðra einstaklinga i ríkisstjóminni, og
þá er hennar gamli flokkur meðtal-
inn. Það er mjög gott á milli okkar Jó-
hönnu."
Fann ekki upp góðærið
- Davíð, menn taia mikið um góð-
ærið...“
„Ég tala nú ekki mikið um það. Ég
nota þetta orð ekki sjálfur, ég hef sagt
að okkur gangi betur en fyrr og að við
séum á réttri leið. Kannski hef ég not-
að orðið einu sinni eða tvisvar í
ógáti."
- Og þó segja margir að þú hafir
fundið upp góðærið sem hafi ekki
skilað sér til alira?
„Ekki fann ég það upp en varðandi
þetta má benda á að allar tölur sýna
að sá ábati sem orðið hefur í þjóðfé-
laginu hefur skilað sér til allra. Það
sem öryrkjar og aldraðir era að segja
er að þó þeir hafi á 3-4 árum fengið
15-17 prósenta kaupmáttaraukningu,
sem er það mesta sem orðið hefur, þá
unni minni. Og hundin-
um mínum, honum
Tanna, má ekki
gleyma," segir Davíð og
hlær við. Einhver fann
út að Tanni væri besti
ráðgjafi húsbónda síns.
Davíð segir Tanna við
góða heilsu - en kom-
inn á eftirlaun.
- Er ekki hættulegt
fyrir forsætisráðherra
að hafa eintóma já-
menn í kringum sig?
„Hann hefur það nú
ekki. Ég get nú nefnt
einn góðan mann sem
farinn er, vin minn
Magnús Óskarsson. Sá
lét mig nú aldeilis
heyra það ef honum lík-
aði ekki það sem ég var
að gera. En hann varði
mig út í frá. Magnús
var mikill Ráðhússand-
stæðingur í hjarta sínu
þegar við vorum að
byggja húsið. Hann
mátti samt ekki heyra
orðinu hallað á þá
framkvæmd, þá rauk
hann í andstæðinginn.
En mig barði hann auð-
vitað eins og harðfisk
fyrir alla þessa vitleysu
sem hann kallaði. En
það er misskilningur að
í kringum mig séu ein-
tómir jámenn. Ég á það
til að rífast við vini
mína af hörku en ég
hlusta líka á þá og tek
mark á þeim. Ég þoli
gagnrýni alveg þokka-
lega vel, vona ég, en
leiðist illkvittni, líka
það að lesa um mig sög-
ur og frásagnir, til góðs
og ills, sem ég kannast
ekki við. Eins finnst
mér óþægilegt að vera
hampað um of, ekkert
síður en þegar á mig er
hallað á ósanngjarnan
hátt. Ég hef ekki alltaf
sömu skoðun og aðrir á
eigin ágæti.“
fyrir manni þá.
Þetta hefur ef-
laust lagast."
- Störf borgar-
stjóra og forsætis-
ráðherra eru auð-
vitað gjörólík:
„Alveg gjöró-
lik. Bæði Gunnar
Thoroddsen og
Geir Hallgríms-
son sögðu hvor í
sínu lagi að ég
skyldi vera borg-
arstjóri eins lengi
og ég gæti, það
yrði skemmtileg-
asti tíminn sam-
kvæmt þeirra
reynslu. En mér
hefm- líkað vel
við bæði störfm."
með sinn kankvísa svip. „Ég held að
ég hafi verið látinn njóta þess að fólk
var ánægt með fundinn, ekki endi-
iega að ég sé svo virtur eða dáður. Á
síðasta landsfundi var ég með 90%
fylgi og fannst það gott, þar áður
með 78 og þar áður 52. Það hefur ver-
ið stígandi í þessu og ég kemst varla
hærra. En ég vil ekki segja að þetta
séu rússnesk kosningaúrslit því
Rússar voru að kjósa undir byssu-
stingjum."
- En þarna voru náttúrlega 2,73%
landsfundargesta ekki að kjósa
þig-v?
„Ég hafði nú ekki hugleitt það...,“
segir Davíð og hlær dátt.
- Það er sagt að þú sért góður vin-
ur vina þinna en óvinur óvina
þinna. Ertu langrækinn?
„Ég vona að það fyrra sé rétt en
ekki það síðara. Ég er kannski nokk-
uð minnugur en tel mig ekki lang-
rækinn. Það er sagt að menn eigi
ekki að teyga bikar hefndarinnar i
botn, dreggjarnar kunni að vera
varasamar. Ég vona að ég gæti mín
á því.“
Jámenn og
ráðgjafar
- Ýmsir eru
nefndir til sögu
sem helstu ráð-
gjafar þínir?
Hverjir eru þetta?
„Þegar vel
gengur vil ég
nefna sem flesta
en ef illa gengur sakast ég bara við
sjálfan mig. En það er fjöldi manna
sem ég tala við, misjafnt eftir því
hvað um er að vera. Ég hef mitt fólk
í ráðuneytinu og félaga mína í
flokknum og hóp þar að auki sem ég
ræði við, og ekki má gleyma kon-
„Ég þoli gagnrýni alveg þokkalega vel, vona ég, en leiðist illkvittni, líka það að iesa um mig sög-
ur og frásagnir, til góðs og ills, sem ég kannast ekki við. Eins finnst mér óþægilegt að vera
hampað um of, ekkert síður en þegar á mig er hallað á ósanngjarnan hátt.“
Ekki í eina sæng með
Jóhönnu, takk!
Talið berst að hugsanlegum niður-
stöðum kosninganna i vor.
„Ég get séð það fyrir mér að ef hér
yrði vinstristjóm með Samíylkingu
og Framsóknarflokknum, við einir í
stjómarandstöðu, þá væri þetta í lagi.
Taktu eftir að engin vinstri sfjóm hef-
ur setið heilt kjörtímabil. Ég sækist
ekki eftir að vera í stjórnarandstöðu
Leiklist aagnast
stjórnmálamanni
Davíð var um tveggja vetra skeið
leiklistarnemi hjá Ævari Kvaran.
„Þetta nám hefur gagnast mér mjög
mikið sem stjórnmálamanni og hefði
gagnast mér hvar sem væri, til dæm-
is við lögfræðistörf. Mér hættir til að
tala afar hratt en vegna leiklistar-
námsins kann ég að laga það en verð
að beita mig aga til þess. Mér líður
ekki illa á sviði, allir eru reyndar
með sviðsskrekk og ég flnn fýrir
honum, það era bara bjánar sem
hafa hann alls ekki. En þetta nám og
að kynnast starfinu í Leikfélagi
Reykjavíkur hefur allt hjálpað mér,
enginn vafi á því.“
- Þú hefur eignast landsföðurlegan
tón, er það afleiðing af leiklistarnám-
inu?
„Ef það er rétt þá gerist þetta með
árunum, menn spekjast og eru ekki
lengur uppnæmir fyrir smámunum.
Það var gauragangur í mér er ég var
ungur borgarstjóri, 34 ára gamall,
það fór talsvert