Dagblaðið Vísir - DV - 20.03.1999, Blaðsíða 61

Dagblaðið Vísir - DV - 20.03.1999, Blaðsíða 61
I>V LAUGARDAGUR 20. MARS 1999 gsonn 73 Tríó Ólafs Stephensens verður í Múlanum. Djassveisla í Múlanum Tónleikar tríós Ólafs Stephen- sens verða í Múlanum á Sóloni ís- landusi sunnudagskvöldið 21. mars kl. 21. Tríóið er skipað Guð- mundi R. Einarssyni trommuleik- ara, Tómasi R. Einarssyni bassa- leikara og Ólafi Stephensen pí- anóleikara. Félagamir ætla að leika hefð- bundna djasstónlist á sunnudag- inn. Auk þremenninganna kemur Óskar Guðjónsson tenórsaxisti fram á tónleikunum. Kór Akureyrarkirkju Á sunnudaginn kl. 17 mun Kór Akureyrarkirkju halda tónleika í kirkjunni. Ásamt kómum koma fram Michael Jón Clarke barítón- söngvari, Sigrún Arna Arngríms- dóttir messósópran og Douglas A. Brotchie orgelleikari. Boðunardagur Maríu er þenn- an dag og verða Maríubænir sungnar og orgelverk tengt degin- um verður leikið. Flutt verða kórverk eftir 16. _______________aldar tónskáld- in Palestrina Tonleikar og victoria, sænska tón- skáldið Otto Olsson, Arvo Párt, Þorkel Sigurbjömsson og Jón Leifs. í lok tónleikanna syngur kórinn sálm eftir Jakob Tryggva- son. Eyþór Ingi Jónsson er stjóm- andi kórsins. Andrea Gylfadóttir kemur fram með Kvennakór Reykjavíkur. Bíótónar Kvennakórs Reykjavíkur Bíótónar era hressilegir tón- leikar Kvennakórs Reykjavíkur sem haldnir verða í Loftkastalan- um sunnudaginn 21. mars og þriðjudaginn 23. mars kl. 20 og 22 bæði kvöldin. Dagskráin er létt og skemmti- leg. Flutt verða lög úr ýmsum kvikmyndum undir stjóm Sigrún- ar Þorgeirsdóttur. Meðal þeirra má nefna lög úr söngleikunum Greace og Oklahoma og kvik- myndunum My best Friend’s Wedding, First Wives Club, Di- amonds are a Girls best Friend auk syrpu laga Beach Boys. Einsöngvari er Andrea Gylfa- dóttir. Undirleikarar eru Þórhild- ur Björnsdóttir píanóleikari, Birgir Bragason bassaleikari og Ásgeir Óskarsson trommuleikari. Sviðsstjóri er Valgeir Skagfjörð. Miðar eru seldir hjá kórfélög- um og í Loftkastalanum. Snjókoma eða slydda í dag verður ----------- * , ------------ verður allra syðst austlæg átt, kaldi «601*10 I Qð§ en annars frost. eða stinnings- --------------------------------- Hiti verður á bil- kaldi, snjókoma inu 0 til 6 stig, eða slydda um sunnanvert landið, kaldast norðan til. en stöku él norðanlands. Frostlaust Veðrið kl. 12 á hádegi í gær: Akureyri úrkoma í grennd -4 Bergsstaöir léttskýjaö -9 Bolungarvík heiöskírt -4 Egilsstaðir -5 Kirkjubœjarkl. skýjaö 0 Keflavíkurflv. skýjaö 2 Raufarhöfn úrkoma í grennd -6 Reykjavík skýjaö -1 Stórhöföi alskýjaö 2 Bergen skúr 4 Helsinki þokumóöa 3 Kaupmhöfn skýjaö 6 Ósló skýjaö 3 Stokkhólmur 7 Þórshöfn úrkoma í grennd 1 Þrándheimur skýjaö 4 Algarve heióskírt 21 Amsterdam skýjaö 8 Barcelona Berlín alskýjaö 7 Chicago heiöskírt -2 Dublin skýjaö 10 Halifax skýjaö 3 Frankfurt skýjaö 9 Glasgoui léttskýjað 10 Hamborg skúr á síö.kls. 7 Jan Mayen skafrenningur -4 London skýjaö 10 Lúxemborg skýjaö 6 Mallorca léttskýjaö 18 Montreal alskýjaö 0 Narssarssuaq skýjaö 3 New York alskýjaó 4 Orlando þokumóóa 11 París skýjaö 10 Róm skýjaö 12 Vín léttskýjaö 8 Washington skýjaö 5 Fyrir krabbameinssjúk böm Sigrún Jónsdóttir söngkona og Ólafur Vignir Albertsson píanóleik- ari koma fram á tónleikum í Sel- fosskirkju á sunnudaginn kl. 17, í Vinaminni á Akranesi miðvikudag- inn 24. mars kl. 20.30 og í Laugar- neskirkju, Reykjavík, laugardaginn 27. mars kl. 17. Ágóði af tónleikun- um rennur óskertur til Styrktarfé- lags krabbameinssjúkra bama. Á tónleikunum mun tvíeykið flytja um 22 íslensk sönglög. Sigrún hóf söngnám hjá John Speight. Haustið 1993 innritaðist hún í Tónlistarskólann í Reykjavík og árið 1995 lauk hún 8. stigs prófi. Næstu tvö árin eftir það stundaði hún nám í burtfararprófsdeild skól- ans hjá Sieglinde Kahmann. Tónleikar Sigrún hefur m.a. komið fram sem einsöngvari í Messíasi eftir G.F. Hándel, hún kom fram á Myrk- um músíkdögum 1992 og tók þátt í uppfærslu Þjóðleikhússins á Valdi örlaganna eftir Verdi árið 1994. Sig- rún syngur nánast daglega við kirkjulegar athafnir. Ólafúr Vignir Albertsson lauk burtfararprófi frá Tónlistarskólan- um i Reykjavík árið 1961. Síðan stundaði hann framhaldsnám við Royal Academy of Music í London Sigrún Jónsdóttir söngkona. og hafði meðleik sem aðalgrein. Vignir komið fram með okkar Auk ótal tónleika hefur Ólafur helstu einsöngvurum. msma&m rnm mtmmm mmmmmMmmmmmmmmmmmmmmm mmmtmmm mmmmmmmmmmmmmmm m Myndgátan Sársauki Myndgátan hér að ofan lýsir athöfn. Frá sýningu á Bjarti. Langir leikhúsdagar Þjóðleikhúsið frumsýnir á sunnudaginn Sjálfstætt fólk eftir Halldór Laxness í nýrri leikgerð eftir Kjartan Ragnarsson og Sig- ríði Margréti Guðmundsdóttur. Leikritið skiptist i tvo hluta, Bjart og Ástu Sóllilju. Bæði verkin verða frumsýnd á sunnudaginn. Sami leikarahópur tekur þátt í báðum sýningunum, þó ekki í sömu hlutverkum. Það verður síðan fastur liður fram á vor að hafa langa leikhús- daga í Þjóðleikhúsinu, á sunnu- dögum og laugardögum, eins oft og hægt er. Verða þá bæði verkin sýnd hvort á eftir öðru með ~. ,----------tveggja tíma LeikhUS millibili. Um er --------------að ræða einstak- an viðburð í sögu leikhússins og hafa leikhúsunnendur sýnt þessu mikinn áhuga. Á löngum leikhúsdögum hefst fyrri sýningin klukkan 15 og lýk- ur klukkan tæplega 18. Síðari sýn- ingin hefst klukkan 20 og lýkur klukkan rúmlega 23. Leikhúskjallarinn verður opinn á milli sýninga og stendur leik- húsgestum til boða að snæða þar málsverð. Einnig verða veitinga- hús í nágrenni Þjóðleikhússins með leikhúsmatseðla i tilefni dagsins og ýmis spennandi tilboð: List og lyst í miðbænum. Nauð- synlegt er þó að panta borð með fyrirvara því stundum getur verið um að ræða nokkur hundruð leik- húsgesti.Sjálfstætt fólk verður þó eftir sem áður oftast sýnt á hefð- bundnum kvöldsýningum. Samfylkingin Samfylkingin í Reykjaneskjör- dæmi verður með hádegisverðar- fund í Tilverunni Hafnarfirði laug- ardaginn 20. mars kl. 12. Sex efstu menn Samfylkingar í Reykjanes- kjördæmi mæta og flytja stutta tölu og sitja síðan fyrir svömm. Þar koma--------------------- fram Rann- Samkomur veig, Guð-___________________ mundur Ámi, Sigríður, Þórunn, Ágúst og Jón. Alþýðuflokksfélag Hafnarfjarðar og Fjarðarlistinn standa fyrir þessari samkomu. Framtíð búsetu á íslandi Laugardaginn 20. mars mun rektor Háskóla íslands boða til op- ins málþings um framtíð búsetu á íslandi þar sem bæði innlendir og erlendir fræðimenn og fulltrúar at- vinnulífs, stjómmála, mennta- og menningarmála munu hafa fram- sögu. Málþingið fer samtímis fram í Hátíðasal Háskóla Islands í Aðal- byggingu og á ýmsum stöðum á landsbyggðinni. Dagskráin hefst kl. 9. Hún heldur svo áfram á sunnudaginn kl. 10. Gengið Almennt gengi LÍ19. 03. 1999 kl. 9.15 Eininq Kaup Sala Tollqenqi Dollar 71,650 72,010 69,930 Pund 116,580 117,170 115,370 Kan. dollar 47,210 47,510 46,010 Dönsk kr. 10,5370 10,5950 10,7660 Norsk kr 9,2750 9,3260 9,3690 Sænsk kr. 8,7990 8,8480 9,0120 Fi. mark 13,1690 13,2480 13,4680 Fra. franki 11,9370 12,0090 12,2080 Belg. franki 1,9410 1,9527 1,9850 Sviss. franki 49,0300 49,3000 49,6400 .' Holl. gyllini 35,5300 35,7400 36,3400 Þýskt mark 40,0300 40,2700 40,9500 ít. líra 0,040440 0,04068 0,041360 Aust. sch. 5,6900 5,7250 5,8190 Port. escudo 0,3906 0,3929 0,3994 Spá. peseti 0,4706 0,4734 0,4813 Jap. yen 0,609500 0,61320 0,605200 írskt pund 99,420 100,020 101,670 SDR 98,050000 98,64000 97,480000 ECU 78,3000 78,7700 80,0800 Símsvari vegna gengisskráningar 5623270
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.