Dagblaðið Vísir - DV - 20.03.1999, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 20.03.1999, Blaðsíða 16
 LAUGARDAGUR 20. MARS 1999 DV / versluninni Gullsporti í Brautarholtinu tekur á móti mér Ijóshœró stúlka, Hilde B. Hundstuen aö nafni. Hún segist eiga þrjú mótorhjól, tvœr kisur, páfagauk og kœrasta. Hún er eigandi verslunarinnar og haldin ólœknandi mót- orhjóladellu. Hilde kom til íslands frá Noregi árið 1992, þá tvítug að aldri. Hún hefur alla tíð haft áhuga á mótor- hjólum, en í Noregi varð hún að láta sér lynda að vera aftan á fák- um bróður síns og frænda. Hilde þekkti engan á íslandi þegar hún ákvað að koma hingað en segir að það hafi verið vinsælt í hennar vinahópi heima í Noregi að gera eitthvað öðruvísi en allir aðrir. Sumir fóru til Bandaríkjanna, Bretlands, Frakklands og Þýska- lands en hún sá auglýsingu um að það vantaði au-pair til íslands og ákvað að slá til. „Ég var hér í nokkra mánuði við að passa börn en fór svo heim til Noregs. Ég hafði þó eignast marga góða vini sem vildu endi- lega fá mig aftur til íslands og létu sig ekki muna um að útvega mér vinnu og húsnæði. Þegar ég hafði svo verið hér nokkurn tíma byrj- aði ég með strák,“ segir Hilde. Þar með voru öriög hennar ráðin. Enginn vildi stelpu í viúgerðarstarf „Ég vann á ýmsum stöðum, svo sem í Kjötmarki, í matvöruversl- un í Hafnarfirði og í fiskvinnslu úti á Granda. í tómstundum var ég alltaf að dunda mér í Hjólheimum við þetta helsta áhugamál mitt og fór síðan að vinna hér í Gullsporti. Ég eignaðist þó ekki verslunina fyrr en nú í janúar.“ Það er nóg að gera en Hilde er ein í versluninni. Hún segist þó fá mikla aðstoð frá öllum sinum vin- um, þeir skiptist á að koma og vera henni innan handar við af- greiðslustörf. í sumar verður hún þó að ráða starfsmann því salan nær hámarki á sumrin. Fólk kemur með hjólin sín og Hilde gerir sitt besta til þess að selja þau. Einnig verslar hún með leðurgalla og ýmsa fylgihluti sportsins. Á verkstæðinu er hún síðan að undirbúa hjólin fyrir sumarið en getur þó bara verið þar eftir klukkan sjö á kvöldin þegar hún hefur lokað verslim- inni. Hilde segir að hún hafi lært með tímanum að gera við. Auk þess stundaði hún nám í hjólavið- gerðum í heilt ár í Noregi. „Ég sótti um á átján stöðum úti en þar voru fordómarnir gríðar- legir,“ segir Hilde. „Mér var sagt að þeir vildu gjarnan ráða mig en Hilde B. Hundstuen er eígandi verslunarinnar Gullsport og haldin ólæknandi mótorhjóladellu, DV-myndir Hilmar Þór Mótorhjólin númer eitt, tvö og þrjú ekki væri hægt að bjóða kúnnun- um upp á að stelpa væri að gera við hjólin þeirra." Á dagatal með berum strákum Hún gafst að lokum upp á því að sækja um störf í Noregi og kom til íslands þar sem engum þykir und- arlegt að hún sé að selja og gera við mótorhjól. Hilde fer líka aUra sinna ferða á hjóli en hefur aldrei átt bíl. Hún viðurkennir að það sé stór- hættulegt að vera á mótorhjóli í glæpsamlegri umferð höfuðborgar- svæðisins en segist klæða sig og aka samkvæmt þeim hættum. Mótorhjólablöð liggja frammi í versluninni. Framan á þeim öllum eru fáklæddar eða óklæddar, itur- vaxnar stúlkur sem halla sér nautnalega fram á vélfáka. Fer þetta ekkert í taugamar á Hilde? „Jú, þess vegna fékk ég mér svona,“ segir hún hlæjandi og dreg- ur fram dagatal með fallegum hjól- um og stæltum, olíubornum strák- um. Líka fáklæddum. En eru margar stelpur sem hafa áhuga á mótorhjólum? „Það er harður kjarni, segir Hilde. „Margar koma og fara en við erum fimm sem höfum verið í þessu í mörg ár. Hjá mér eru mót- orhjólin áhugamál númer eitt, tvö og þrjú.“ -þhs „Mér var sagt að þeir vildu gjarnan ráða mig, en ekki væri hægt að bjóða kúnnun- um upp á að stelpa væri að
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.