Dagblaðið Vísir - DV - 20.03.1999, Side 16

Dagblaðið Vísir - DV - 20.03.1999, Side 16
 LAUGARDAGUR 20. MARS 1999 DV / versluninni Gullsporti í Brautarholtinu tekur á móti mér Ijóshœró stúlka, Hilde B. Hundstuen aö nafni. Hún segist eiga þrjú mótorhjól, tvœr kisur, páfagauk og kœrasta. Hún er eigandi verslunarinnar og haldin ólœknandi mót- orhjóladellu. Hilde kom til íslands frá Noregi árið 1992, þá tvítug að aldri. Hún hefur alla tíð haft áhuga á mótor- hjólum, en í Noregi varð hún að láta sér lynda að vera aftan á fák- um bróður síns og frænda. Hilde þekkti engan á íslandi þegar hún ákvað að koma hingað en segir að það hafi verið vinsælt í hennar vinahópi heima í Noregi að gera eitthvað öðruvísi en allir aðrir. Sumir fóru til Bandaríkjanna, Bretlands, Frakklands og Þýska- lands en hún sá auglýsingu um að það vantaði au-pair til íslands og ákvað að slá til. „Ég var hér í nokkra mánuði við að passa börn en fór svo heim til Noregs. Ég hafði þó eignast marga góða vini sem vildu endi- lega fá mig aftur til íslands og létu sig ekki muna um að útvega mér vinnu og húsnæði. Þegar ég hafði svo verið hér nokkurn tíma byrj- aði ég með strák,“ segir Hilde. Þar með voru öriög hennar ráðin. Enginn vildi stelpu í viúgerðarstarf „Ég vann á ýmsum stöðum, svo sem í Kjötmarki, í matvöruversl- un í Hafnarfirði og í fiskvinnslu úti á Granda. í tómstundum var ég alltaf að dunda mér í Hjólheimum við þetta helsta áhugamál mitt og fór síðan að vinna hér í Gullsporti. Ég eignaðist þó ekki verslunina fyrr en nú í janúar.“ Það er nóg að gera en Hilde er ein í versluninni. Hún segist þó fá mikla aðstoð frá öllum sinum vin- um, þeir skiptist á að koma og vera henni innan handar við af- greiðslustörf. í sumar verður hún þó að ráða starfsmann því salan nær hámarki á sumrin. Fólk kemur með hjólin sín og Hilde gerir sitt besta til þess að selja þau. Einnig verslar hún með leðurgalla og ýmsa fylgihluti sportsins. Á verkstæðinu er hún síðan að undirbúa hjólin fyrir sumarið en getur þó bara verið þar eftir klukkan sjö á kvöldin þegar hún hefur lokað verslim- inni. Hilde segir að hún hafi lært með tímanum að gera við. Auk þess stundaði hún nám í hjólavið- gerðum í heilt ár í Noregi. „Ég sótti um á átján stöðum úti en þar voru fordómarnir gríðar- legir,“ segir Hilde. „Mér var sagt að þeir vildu gjarnan ráða mig en Hilde B. Hundstuen er eígandi verslunarinnar Gullsport og haldin ólæknandi mótorhjóladellu, DV-myndir Hilmar Þór Mótorhjólin númer eitt, tvö og þrjú ekki væri hægt að bjóða kúnnun- um upp á að stelpa væri að gera við hjólin þeirra." Á dagatal með berum strákum Hún gafst að lokum upp á því að sækja um störf í Noregi og kom til íslands þar sem engum þykir und- arlegt að hún sé að selja og gera við mótorhjól. Hilde fer líka aUra sinna ferða á hjóli en hefur aldrei átt bíl. Hún viðurkennir að það sé stór- hættulegt að vera á mótorhjóli í glæpsamlegri umferð höfuðborgar- svæðisins en segist klæða sig og aka samkvæmt þeim hættum. Mótorhjólablöð liggja frammi í versluninni. Framan á þeim öllum eru fáklæddar eða óklæddar, itur- vaxnar stúlkur sem halla sér nautnalega fram á vélfáka. Fer þetta ekkert í taugamar á Hilde? „Jú, þess vegna fékk ég mér svona,“ segir hún hlæjandi og dreg- ur fram dagatal með fallegum hjól- um og stæltum, olíubornum strák- um. Líka fáklæddum. En eru margar stelpur sem hafa áhuga á mótorhjólum? „Það er harður kjarni, segir Hilde. „Margar koma og fara en við erum fimm sem höfum verið í þessu í mörg ár. Hjá mér eru mót- orhjólin áhugamál númer eitt, tvö og þrjú.“ -þhs „Mér var sagt að þeir vildu gjarnan ráða mig, en ekki væri hægt að bjóða kúnnun- um upp á að stelpa væri að

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.