Dagblaðið Vísir - DV - 20.03.1999, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 20.03.1999, Blaðsíða 12
12 fólk LAUGARDAGUR 20. MARS 1999 JU'V Að tæma batteríin Róbert Guðfinnsson, nýr stjómar- formaður Sölumiðstöðvar hrað- frystihúsanna, sagði frá því í síð- asta Helgarblaði þegar hann „tæmdi batteríin", eins og hann kallaði það, en slík vom átökin í starfi hans. „Eitt kvöldið sat ég fyrir framan sjónvarpið, sofnaði út af og vaknaði aftur tveimur timum síðar með 41 stigs hita.“ Hann var svo fluttur í of- boði með sjúkraflugvél suður til Reykjavíkur. Róbert tók á vanda- málinu og yfirvann það. Síðan hefur hann verið við góða heilsu. Svipað- ar sögur hafa heyrst af mönnum sem hafa borið mikla ábyrgð í starfi en ekki gætt að sér. Streita er algengt vandamál í öll- um starfsstéttum og hún getur or- sakað margvíslega andlega og lík- amlega kvilla. Fæstir brotlenda á þann hátt sem Róbert lýsir en það getur gerst ef fólk þekkir ekki hættumerkin. Það er heldur ekki einungis vinnan sem orsakar streituvandamál hjá fólki. Einkalíf- ið getur einnig verið flókið og erfitt að takast á við. Helgarblaðið ræddi við tvo sér- fræðinga, Pétur Pétursson yfirlækni og Guðbjörgu Lindu Rafnsdóttur fé- lagsfræðing, um streitu og kulnun í starfi. Fólk á það til að örmagnast í vinnunni. Það hlustar ekki á eigin líkama og tekur ekki tillit til sjálfs sfn. Þetta ber að varast. Sila Guðbjörg Linda Rafnsdóttir fálagsfræðingur: Kulnun í starfi Guðbjörg Linda segir að kulnun lýsi sér á þann hátt að áhuginn á starfinu fari dvínandi, fólk fyllist efasemdum um að það sé á réttri hillu og verði nei- kvætt gagnvart starfinu og starfsfélögunum, jafnframt því að verða sinnu- og kærulaust. Pátur Pétursson yfirlæknir: Sjálfsvirðingin er mikilvægust af öllu „Þó að vinnan sé erflð þá held ég að fólk ofkeyri sig frekar á frítíma sin- um,“ segir Pétur Pétursson, yfirlækn- ir á Akureyri, þegar hann er spurður hvort það sé mikið heilbrigðisvanda- mál að fólk ofkeyri sig á vinnu. „Fólk hefur tilhneigingu til að kenna vinn- unni um vandamál sem eiga orsakir í einkalífi þess. Ég held hins vegar að vinnan sé af hinu góða meðan hún er ekki flótti fólks að heiman. Það er líka hollt og gott að vera svolítið stressaður," segir Pétur. „Það ber vott um að maður sé samviskusamur og standi ekki alveg á sama um hvernig hlutirnir ganga fyr- ir sig. Langvinn áhrif streitu eru þó alvarleg og áhugaverð en við vitum mjög lítið um þau. Það sem einna mest hefur verið rannsakað eru áhrif á gyðinga sem lentu í útrýmingarbúð- um og lifðu af. Það fólk bar aldrei sitt barr. Einnig hafa bandarískir her- menn sem börðust í Víetnam sýnt svipuð einkenni. Margs konar áfóll einhvem tíma á ævinni geta fylgt fólki án þess að það hafi hugmynd um það.“ Pétur segir að síþreyta sé oft tengd verkjum en stundum aíleiðing af mjög erfiðri lifsreynslu. Langvinn streita og verkir magnist síðan upp og endi í þreytu. Dæmi þess séu til að fólk vinni yfir sig og við mikla vöðvaá- reynslu sé hægt að fá háan hita. Pétur segir að síþreytan sem hefur verið tal- að um í tengslum við vinnustreitu hafi þó ekkert með vinnu að gera. Sí- þreytan sé afleiðing af mjög lang- vinnri streitu. Illyrmisleg streita Geturðu nefnt streitueinkenni sem fólk ætti að taka alvarlega? Dr. Guðbjörg Linda Rafnsdóttir fé- lagsfræðingur vinnur að rannsóknum á svokölluðum félagslegum álagsþátt- um í vinnuumhverfinu. Guðbjörg Linda hlaut styrk hjá Rannsóknarráði íslands til þess að rannsaka áhrif tæknibreytinga á félagslega og and- lega álagsþætti í fiskvinnslu og ýms- um þjónustustörfum. Sjávarútvegs- stofnun HÍ og Vinnueftirlitið styrkja einnig þá rannsókn. Eitt birtingar- form félagslegra álagsþátta segir hún vera þegar fólk „brennur út“ í starfi. Þetta hefur verið kallað kulnun á ís- lensku. Kulnun er einn angi vinnu- streitunnar og gerir það að verkum að fólk gengur sér bókstaflega til húðar. Starfsmenn gefa of mikið af sér sjálf- um og geta ekki endurhlaðið rafhlöð- urnar, ef svo má að orði komast. Guðbjörg Linda segir að rannsókn- ir á kulnun hafi sýnt að þótt allir geti brunniö út í starfi þá séu tiltekin störf líklegri til að orsaka kulnun en önn- ur. í því sambandi má nefna störf sem eru andlega og félagslega krefjandi, ýmiss konar umönnunarstörf og þar sem viðfangsefnið er fyrst og fremst annað fólk. Einnig eru þeir í áhættu „Streita er langalgengasta ástæða þreytu. Líkamleg einkenni streitunn- ar fara eftir kynjum og kynþáttum, en Islendingar eru mjög gjarnir á að fá í magann. Þeir fá brjóstsviða og kökks- tilfinningu og oft er þá um magabólg- ur að ræða sem geta endað í magasári vegna mikillar magasýruframleiðslu. Einnig er hægt að fá hviðuverki hér og hvar um kviðinn. Þá er það ósjálfráða taugakerfið sem er komið í rugling og hringvöðvar fara í krampa, og það getur verið mjög sársaukafullt. Þetta getur átt sér stað í magaopi, vél- inda og ristli. Margir eru líka með kvikan ristil og fá kveisuverki með óreglulegum hægðum, ýmist hægða- tregðu eða niöurgangi. Þetta eru allt saman streitueinkenni, og að ógleymdum höfuðverkjum, sem eru spennuverkir, og vöðvaverkjum. Þeg- ar streitan er orðin mjög iUyrmisleg sem eru félagslega einangraðir í vinnu, þeir sem vinna vaktavinnu eða óreglulegan vinnutíma. Þar að auki eru ákveðnir þættir í öllum störfum sem viðkoma vinnuskipulaginu sem ýta undir kulnun starfsmanna. Þessir þættir eru margir og má þar nefna hlutverkaárekstra, skort á umbun, því ef einstaklingur ræður ekki yfir þáttum sem nauðsynlegir eru til að ná settu marki o.fl. Depurð, kvíði og þunglyndi Viðvörunarmerki segir Guðbjörg Linda að fólk finni best á eigin skinni. Áhuginn á vinnunni fari dvínandi, fólk fyllist efasemdum um að vinnan henti því og verði neikvætt gagnvart starfinu og starfsfélögunum, jafnframt því að verða sinnu- og kærulaust í starfi. Þar að auki getur þetta birst sem andleg og líkamleg óþægindi. Depurð, kvíði, síþreyta og þunglyndi eru einkenni sem fram geta komið, auk líkamlegra einkenna, vöðvabólgu, höfuðverks o.þ.h. Markmið þeirra sem stunda rann- eru velílestar vöðvafestur líkamans orðnar aumar. Svo eru hjartsláttar- köst og andnauðarköst sem koma fram á þann veg að fólki finnst það ekki ná djúpa andanum. Þetta eru sví- virðileg streitueinkenni.“ Áttu ráð til handa þeim sem þjást af streitu? „Hræðslan við einkennin veldur oft mikilli angist þar sem fólk heldur oft að um aðra sjúkdóma, jafnvel ban- væna, sé að ræða. Ég ráðlegg fólki að vera ekki að byrgja óttann með sjálfu sér og vera ekki mikið að brjóta á móti réttlætiskennd sinni. Sjálfsvirð- ingin er það mikilvægasta af öllu. Einnig er afar mikilvægt að setja sér ekki óraunhæf markmið. Maður á að gera áætlanir í samræmi við það sem maður ræður við. Og endilega ekki að vera að kenna öðrum um allt sem miður fer.“ -þhs sóknir á þessu sviði er að finna hvað veldur kulnun og öðru andlegu og fé- lagslegu álagi meðal starfsmanna. Þar sem rannsóknir hafa sýnt að orsakir kulnunar hafa oftast með skipulag vinnunnar að gera, en ekki einstak- linginn sem í hlut á, þurfa lausnirnar að beinast að vinnuskipulaginu. Guð- björg Linda segir að við íslendingar séum á eftir grannþjóðunum i rann- sóknum á þessu sviði. Ástandið sé þó væntanlega síst betra hér á landi þótt íslenska vinnueftirlitið hafi enn sem komið er engar tölur til að byggja á. Gögn danska vinnueftirlitsins benda til þess að þriðjungur allra launþega í Danmörku eigi við óþægindi að stríða sem rekja megi til andlegs og félags- legs álags á vinnustað. Þeir sem fara með vinnuverndar- mál innan Evrópusambandsins hafa látið félagslega áhættuþætti til sín taka og telja að vandamálið hafi farið ört vaxandi á síðustu árum. Nú sé svo komið að allt að 50% launþega eigi við vanlíðan að stríða vegna andlegra og félagslegra álagsþátta í vinnuum- hverfinu. Þeir vilja skera upp herör gegn því. -þhs Pétur Pétursson, yfirlæknir á Akur- eyri. Hann segir að hræðslan við streitueinkennin valdi stundum mik- illi angist þar sem fólk heldur oft að um aðra sjúkdóma, jafnvel ban- væna, sé að ræða. Hann ráðleggur fólki að vera ekki að byrgja óttann með sjálfu sér.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.