Dagblaðið Vísir - DV - 20.03.1999, Side 28

Dagblaðið Vísir - DV - 20.03.1999, Side 28
LAUGARDAGUR 20. MARS 1999 28 Vlðtdl -------------------------------------------------------------------- Hjalti Harðarson, verkfræðingur og uppfinningamaður: Rafknúinn smalahundur í Það er ekki á hverjum degi sem uppfinningamaður er í fréttum á Is- landi. Það er heldur ekki á hverjum degi sem uppfinningin lítur út eins og alvöru uppfmning. Hjalti Harðar- son verkfræðingur komst fyrir skömmu í fréttir fyrir að hafa fund- ið upp lítinn kafbát, djúpfar, sem mælir m.a. seltu, dýpi og hita og get- ur auk þess tekið vídeómyndir. í framtíðinni verður hægt að senda djúpfarið frá skipum til að finna fisk. Draumur skipstjórans gæti því verið í þann veginn að rætast. Með áhuga á fiskileitartækni Hvernig bar uppfmninguna að? „Ég hætti í vinnunni minni haustið 1996 og fór að velta því fyr- ir mér hvað mig langaði að gera. Ég notaði nokkra mánuði til þess að spá og spekúlera og datt í hug svona tæki.“ Af hverju einmitt þetta? „Ég stofnaði fyrirtækið Hugrúnu með bróður mínum árið 1982. Viö fengumst við umhverfismælingar í sjónum og framleiddum mælitæki fyrir það og seldum út um allan heim. Síöan hafði ég lengi haft áhuga á að kanna möguleika í fiski- leitartækni. Ég nota að hluta til reynslu frá Hugrúnarárunum.“ Takmarkað sjónsvið skipstjórans „Upphaflega hugmyndin var að nota þetta sem aðstoðartæki við veiðar; að skipin gætu notað þetta sem smalahund líkt og leitarmaður á fjöllum sendir hund til að kanna svæðið. Skipstjórinn er bundinn við tækin í brúnni og hefur ákveðið sjónsvið og sér við loðnu- og sildar- leit nokkra kílómetra í sjónum. Hann sér hins vegar lítið niður fyr- ir sig nema þá beint niður. Með nú- verandi fiskileitartækni er viss möguleiki á að greina stærð fiska og jafnvel tegund með vissum tak- mörkunum. Það er frekar óáreiðan- legt og í raun er ekki vitað hvað ger- ist niðri við botn. Það er fyrst og fremst byggt á reynslu hvaða fisk- tegund er á hverjum stað á hverjum tíma.“ Hversu langdrægt er djúpfarið? „Eins og það er í dag dregur það 30 kílómetra, 15 út og 15 til baka. Það mun aukast og í árslok vonast ég til þess að dragi 100 kílómetra." ári. Þar er ég í samstarfi við Sjávarútvegs- stofnun Háskól- ans og Hafró." íslensk þekk- ing í norskum tækjum Hjalti Harðarson verkfræðingur hefur undanfarin tvö ár starfað við hönnun á litlum kafbáti sem hann nefnir djúpfar og ef allt gengur eftir, geta auðveldað mönnum fiskveiðar. Djúpfarið er knúið með rafhlöð- um líkt og notaðar eru í nýjustu GSM-símunum. Hernaðarlegt gildi Hvemig hafa viðbrögðin við tæk- inu verið? „Þau hafa verið mjög góð. Menn eru mjög spenntir. Ég er þó ekki einn í heiminum með svona tæki. Þegar ég byrjaði undirbúnings- vinnu fyrir verkefnið kom í ljós að ýmsir eru að vinna með svipaðar hugleiðingar, þar á meöal háskólar í Bandaríkjunum, hafrannsókna- stofnanir og bandaríski sjóherinn. Herinn ætlar að nota litla mann- lausa kafbáta til að leita að tundur- duflum á grunnsævi. Þeir vilja ekki senda mannaða kafbáta eða skip í slíkar leitir og senda frekar fremur ódýrt tæki. Einnig ætla menn að nota kafbátana við grunnhafrann- sóknir og í sambandi við olíuiðnað. I olíuiðnaðinum er horft til þess að nota tækiö við að leita að oliuleka við leiðslur. Þau tæki sem ég komst á snoðir um eru flest nokkuð stærri en það sem ég gerði. Það minnsta var tveir metrar að lengd og það stærsta átta metrar eða lengra. Djúpfarið hefur því vissa sérstöðu. Það er lítið og meðfærilegt og eins manns tak. Fyrsta gerð djúpfarsins verður not- að við hafrannsóknir en nú þegar er byrjað að vinna að því að gera það nothæft við fiskirannsóknir og fisk- veiðar. Frumgerð að slíku djúpfari verður væntanlega tilbúin á næsta Hefurðu fengið einhver viðbrögð frá skipstjórum? „ Já, ég hef talað við nokkra skip- stjóra og þeir eru mjög áhugasamir. Þeir taka vel öll- um nýjungum sem geta nýst þeim og sjá ýmsa mögu- leika í djúpfar- inu.“ Tengistu hafinu á einhvem hátt? „Nei. Þetta vaknaði sem áhugamál hjá mér. Ég undrast það að það er mjög lítill eða enginn iðnaður á íslandi sem tengist neðan- sjávartækni og fiskileit. Það er tímabært að taka þátt í þróun á því sviði hér heima." Hjalti segir að flestöll þau tæki sem notuð eru við neðansjávarrann- sóknir séu keypt af Norðmönnum en hafi jafnvel verið þróuð og prófuð hér á landi. „Það hefur því verið flutt út heil- mikil þekking sem notuð hefur verið við að þróa tæki sem síðan eru seld til íslands." -sm mun í framtíðinni, DV-myndir Teitur „Pabbi er grúskari og radíóamatör og það held ég að sé ástæðan fyrir þvi að ég valdi rafmagnsverkfræði," segir Hjalti.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.