Dagblaðið Vísir - DV - 20.03.1999, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 20.03.1999, Blaðsíða 18
18 LAUGARDAGUR 20. MARS 1999 ffcygarðshornið Söguleg ræða Það þurfti að ganga dómur í sjálf- um Hæstarétti landsins um að til- högun kvótamála stríði gegn lands- lögum til þess að Davíð Oddsson ját- aði með semingi á landsfundi að „ekki væri sátt“ um stefnu ríkis- stjórnar hans í sjávarútvegsmálum. Undir sérstökum verndarvæng ríkis- stjórna Davíðs Oddssonar hefur átt sér stað mesta eignatilfærsla íslands- sögunnar, og nú hefur gengið dómur í Hæstarétti um að það fyrirkomulag að fyrirtæki og einstaklingar eigi óveiddan fisk við landið - og geti rukkað þá sem sjóinn sækja um toll - stangist á við þá lagagrein að fiski- miðin við landið séu sameign þjóðar- innar. Sjálf ríkisstjórn landsins er staðin að lögleysu í framkvæmd sinni á mesta hagsmunamáli þjóðar- innar og þá talar forsætisráðherrann varfæmislega um að ekki sé „sátt um málið“. Spurningar um lög og lögleysu - um réttlæti og ranglæti - eru orðnar að spumingum um „sátt“. Hvenær hefur aðallinn verið sátt- ur við að vera sviptur forréttindum sínum? Hvenær hefur ríkt „sátt“ um réttlætið? Þegar faOinn er dómur um að sú lagagrein að íslenska þjóðin eigi fiskimiðin kringum landið sé ekki orðagjálfur heldur lagagrein - hvað gerir leiðtoginn þá? Ver hann kerfið sem hann styður? Ver hann þá sam- félagsgerð sem þetta kerfi leiðir til? Útskýrir hann fyrir okkur efnahags- lega nauðsyn þess að miklir pening- ar safnist á fáar hendur, enda séu peningar ail þeirra hluta sem gera skal og best komnir í umsýslu mikU- hæfra einstaklinga sem sjá lengra fjöldanum og stjórnmálamönnun- um? Hamrar hann á því að römm stéttaskipting skapi nauðsynlegt jafnvægi og festu í þjóðarbúskapn- um? Bendir hann á að auðstéttir hafi ævinlega reynst blessun hverju sam- félagi: lyft menningarstigi þjóðanna með skilningsríkum stuðningi sín- um við listir og menningu, haft tU að bera þokka og glit sem „bregður svolitlum svip á lítið hverfi" og er séður og heyrður af almúga tU að ylja sér við á köldum dögum? Minn- ir leiðtoginn okkur á að svona sé nú einu sinni mannlífið, sumir verði undir en aðrir ofan á, fátækir hafi aUtaf verið á meðal vor og að því rík- ari sem þeir ríku verða þeim mun meiri líkur séu tU að molar hrjóti til fátæklinganna af gnægtaborði þeirra sem eiga hinn óveidda fisk í sjónum? Leiðir leiðtoginn okkur fyrir sjónir að affarasælast sé bara að nokkrar Qölskyldur eigi hreinlega fiskimiðin því einstaklingarnir gæti eigna sinna aUtaf betur en stjórnmála- mennirnir? Talar hann eins og sannfæringin býður honum? í stuttu máli: ræðir leiðtoginn um þá hugmyndafræði sem liggur að baki gjörðum hans? Nei. Hann viU ekkert mikið ræða þetta. ****** Ræðan á landsfundinum var nokkurn veginn svona: við höfum búið við framúrskarandi kerfi sem bæði hefur dregið úr ofveiði og eins skilað miklum verðmætum. En vondir menn með vélaþras hafa alið á úlfúð og hatri. Svo markvisst hef- ur þetta niðurrifsstarf verið að nú er svo komið að „ekki er sátt um mál- ið“. Þeir sem hæst hafa látið verða þá að koma með hugmyndir sem meiri sátt ríkir um. Sátt hverra? Það kemur ekki fram. Er það þjóðfélags- ástand hugsanlegt að aUir séu sáttir við aUt? Er það æskUegt? Samt var ræða Davíðs Oddssonar á landsfundi Sjálfstæðisflokksins nú á dögunum söguleg, hvað sem líður hinni vandræðalegu ályktun fundar- ins um sjávarútvegsmál. Eða kannski öUu heldur vegna hennar. Bæði ræða formannsins og ályktun fundarins sýna hik en ekki sigur- vissu, vörn en ekki sókn. Hvort tveggja leiðir afar skýrt í ljós vand- ræði flokksins í þessu máli, því þarna takast á hugmyndir aðalsins um áframhaldandi lénskerfi í sjávar- útvegi og svo hins vegar hugsjónir þeirra sem telja þann rétt heilagan að hver og einn geti stundað sjóinn upp á sína að vUd. Ef hin hefð- bundna sjálfstæðisstefna rúmast í einni setningu þá er það: Hver er sinnar gæfu smiður. Og á eftir þeirri trúarjátningu í hjarta sjálfstæðis- mannsins kemur næsta setning í beinu framhaldi: Þeir fiska sem róa. Nú hefur þessi stefna beðið skip- brot. Óheft sókn reyndist ekki leiða tU annars en óhjákvæmUegrar nið- urstöðu: aflabrests. Þeir fiska sem borga, mætti segja nú til dags. Spurningin er einungis hvert and- virðið rennur: tU þjóðarinnar eða tU aðalsins. Um það getur engin mála- miðlun orðið. Davíð Oddssyni mistókst það stóra ætlunarverk sitt að gera þjóðina sátta við að andvirð- ið rynni tU aðalsins, og viðurkenndi þann ósigur sinn í sögulegri ræðu á landsfundi Sjálfstæðisflokksins nú á dögunum. dagur í lífi W "í , i .. Frumsýningardagur í lífi Ólafs Hauks Símonarsonar: Vaknaði kl. 7 að venju. Frum- sýningardagur á Hatti & Fatti í Loftkastalanum. Skannaði Mogg- ann á meðan ég borðaði morgun- mat með syni mínum, Frey Gunn- ari, og yngri dótturinni, Unni Sesselíu. Eldri dóttir mín, Elín Sigríður, er á spítala og móðir hennar, Guðlaug María, svaf hjá henni þar. Freyr Gunnar og sú stutta, Unnur Sesselía, fóru í skóla, en ég í sund í Neslaug sem tekur fram öllum öðrum sundlaug- um. Synti mína 500 metra og kjaft- aði dálítið við fastagestina. Kominn heim kl. 9. Settist við tölvuna, tékkaði á póstinum, svar- aði tveimur bréfum og hellti því næst upp á kaffi. Guðlaug María eiginkona mín kom heim af spítal- anum en eftir einn kaiflbolia hélt hún til vinnu sinnar. Ég settist við tölvuna til að leggja drög að söng- dagskrá fyrir vini mína, Sigga Sig- urjóns, Öm, Pálma og Jóa stóra. Síminn hringdi hundrað sinnum. Hádegi. Síminn hringdi aftur hundrað sinnum. Drakk meira kaffi. Settist aftur við tölvuna og pikkaði fram eftir degi. Guðlaug birtist og við ræddum tilhögun kvöldsins. Gulla ætlaöi að koma á frumsýninguna með Unni Sessel- íu. Skrapp niður á Laugaveg að kaupa eitthvað smávegis í frum- sýningargjöf handa Þórhalli Sig- urðssyni leikstjóra en þetta var tí- unda leikrit mitt sem hann leik- stýrir. Fann loks spýtustrákinn Gosa með mislöng aukanef sem hægt er að skrúfa á. Skrapp upp á spítala að heimsækja Ellu mína en hraðaði mér svo heim enda klukk- an orðin fimm. Smellti mér í skárri fót og þaut vestur á Selja- veg í Loftkastalann. Þar var góöur andi, tilhlökkun og stuð. Við höfð- um þá trú eftir að hafa rennt tvisvar fyrir fullu húsi af krökk- um að þetta væri skemmtileg sýn- ing með vænan boðskap. Frumsýning fyrir fúllu húsi þar sem allir skemmtu sér nema Soff- ía Auður sem líklega hefur verið með magapínu. Þess vegna ætla ég að nota tækifærið og biðja hana að koma aldrei aftur inn á sýningu sem ég á hlut að með magapínu. Hún á að vera heima ef henni líð- ur illa. Eftir frumsýninguna var dálítil veisla en klukkan tíu fór Gulla upp á spitala til Ellu en ég heim að lesa fyrir Unni sem spurði hvort Hattur & Fattur væru raunverulega til. Unnur var sofnuð áður en ég gat svarað. Tal- aði við mæðgurnar í síma og óskaði þeim góðrar nætur. Las i hálftíma í Keltar á Islandi, en sofn- aði út frá bókinni. Ólafur Haukur segir frá miðvikudeginum 17. mars. Þá var söngleikur hans um Hatt og Fatt frumsýndur í Loft- kastalanum. Hér er hann baksviðs með Felix Bergssyni sem leikur Fatt f sýningunni. DV-mynd Hilmar Þór
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.