Dagblaðið Vísir - DV - 20.03.1999, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 20.03.1999, Blaðsíða 11
DV LAUGARDAGUR 20. MARS 1999 11 Raunsæi og réttar upplýsingar Trúnaður og traust verða seint ofmetin í viðskiptum, ekki síst viðskiptum með hlutabréf. For- senda þessa er að fyrirtækin og forráðamenn þeirra hagi upplýs- ingagjöf sinni þannig að þær veki ekki tortryggni og að framtíðar- sýnin sé skýr og öllum ljós. Gífurlegar og ánægjulegar breytingar hafa orðið á íslensku fjármálalífi undanfarin ár. Hluta- bréfamarkaður, sem í raun var óþekkt fyrirbæri hér á landi fyrir liðlega áratug, hefur myndast og slitið bamsskónum. Tugir þús- unda landsmanna hafa með bein- um hætti tekið þátt í því sem margir telja ævintýri og lagt sparifé sitt í hlutabréf. Þannig reyna almennir launamenn, sem aðrir, að ávaxta takmarkað spari- fé í fyrirtækjum, í trausti þess að upplýsingar sem veittar eru af for- ráðamönnum fyrirtækjanna séu réttar. Einmitt þess vegna hefur Verðbréfaþing íslands gert gang- skör að þvi að herða skyldur fyr- irtækja, sem eru skráð á þinginu, til að veita reglubundnar upplýs- ingar. Öllum má vera ljóst að fyrir- tæki í mikilli samkeppni munu ekki gera opinberlega grein fyrir öllum sínum málum í þaula en ákveðnar lágmarkskröfur þarf að uppfylla, líkt og Brynjólfur Bjarnason, forstjóri Granda, und- irstrikaði á fundi sem Búnaðar- bankinn verðbréf hélt í júní á liðnu ári. Þar sagði hann meðal annars: „Auk þeirra upplýsinga sem stjórnendur fyrirtækja, sem skráð eru á Verðbréfaþinginu, gefa samkvæmt reglum þá legg ég þunga áherslu á þá skyldu þeirra að fjalla um og gefa ætíð glöggar upplýsingar um stöðuna. Ef upp- lýsingarnar eru skýrar geta þátt- takendur á markaðinum áttað sig á stöðunni og lesið í. Því þurfa forsvarsmenn fyrirtækja að gæta hófs í yfirlýsingum sínum og ekki byggja upp ótíma- bærar væntingar með yfirlýsingum eins og: „Það er hjart- ara fram und- síðustu mánuðum. Síðastliðinn þriðjudag sendi fyrirtækið frá sér nöturlegar upp- lýsingar um rekstur og efnahag á liðnu ári. í heild varð liðlega 900 milljóna króna tap af reglulegri starfsemi en lækkun tekjuskatts- skuldbindinga og óreglulegar tekj- ur hjálpa fyrirtækinu nokkuð þannig að í heild varð tapið tæpar 670 milljónir. Vandi fyrirtækisins endurspeglast einnig vel þegar lit- ið er til þess að tap fyrir afskriftir var 214 milljónir og veltufé frá rekstri var neikvætt um 786 millj- ónir. Og til að undirstrika vand- ann enn frekar þá rýmaði eigið fé um 957 milljónir króna, eða um 80 milljónir króna á mánuði. Nú er það svo að fyrirtæki geta lent í hremmingum sem stjórn- endur verða að taka á - oft með róttækum aðgerðum. Til að auka möguleikana í glímunni við erfið- leikana er á stundum leitað til hluthafa og annarra sem kunna að vera tilbúnir til að leggja félag- inu fjárhagslegt lið. Slíkt er eðli- legt, enda allar nauðsynlegar upp- lýsingar uppi á borðum og skyn- samleg stefna til framtíðar tekin. Sú hefur ekki veriö reyndin hjá ÍS þótt margir bindi miklar vonir við að breytinga sé að vænta hjá nýjum forstjóra sem á glæsilega sögu í fyrirtækjarekstri. Framsækið fyrirtæki Sá er þetta ritar hefur fylgst nokkuð með ÍS síðustu ár, enda fyrirtækið framsækið og ferskir vindar léku um það á sama tíma og íhaldssemi virtist einkenna Sölumiðstöð hraðfrystihúsanna. Allt fram til 1997 gekk rekstur ÍS vel - hagnaður var þokkalegur, jafnvel góður. Áfallið kom 1997, þegar 310 Bjart- syni Laugardagspistill Óli Björn Kárason ritstjórí milljóna króna tap varð á rekstr inum, þar af 159 milljónir af reglu legri starfsemi. Framsókn fyrir tækisins var áhættusöm og skil aði greinilega ekki þeim árangri sem að var stefnt. En þrátt fyrir erfiðleikana 1997 voru forráða- menn ÍS bjartsýnir og í árs- skýrslu sem lögð var fyrir aðal- fund fyrir réttu ári sagði meðal annars: „Kaupin á Gelmer SA og uppbyggingin í Bandaríkjunum mun leiða af sér hækkun brúttó- tekna og væntanlega einnig aukna framleiðni og er vonast til þess að rekstur samstæðunnar nái jafnvægi og skili hagnaði á ár- inu 1998.“ í fréttatilkynningu frá félaginu var svo hnykkt á þessu og sagt: „Á þessu ári (1998) er reiknað með að reksturinn nái jafnvægi að nýju og að samstæðan skili um 150 milljóna króna nettó- hagnaði. Þá er reiknað með að velta samstæðunnar verði um 32 milijarðar króna.“ Hluthafar og eigendur gátu því veriö rólegir, enda greinilegt að erfiðleikarnir voru taldir tímabundn- ir. Annað átti eft- ir að koma í ljós. í ágúst er greint frá því að tap af reglulegri starfsemi fyrirtækis- ins hafi numið 225 milljónum króna en i heild varð 138 milljóna tap. Með öðrum orðum: Það hafði ekki tekist að koma böndum á reksturinn. ÍS sá enga ástæðu til að gefa út afkomuviðvörun, eins og skylda er, og raunar er hið sama að segja um Sölumiðstöð hraðfrystihúsanna þar sem rekstramiðurstaða fyrri hluta síð- asta árs var ekki i samræmi við áætlanir. Mestu vandræðin voru sögð vera hjá dótturfyrirtæki íS í Bandaríkjunum, Iceland Seafood Corp., sem þá hafði opnað nýja fiskréttaverksmiðju. Þetta kom flestum á óvart þar sem i árs- skýrslunni 1997 frá í mars sagði: „Hin nýja verksmiðja var form- lega tekin í notkun í október 1997 en þá var flutningi frá Camp Hill að fullu lokið.“ í útboðslýsingu í október sl. vegna hlutafjárútboðs kom fram að tap dótturfyrirtækisins hefði einnig verið mikið í júlímánuði en hefði síðan farið minnkandi. Hafa þessar upplýsingar reynst réttar? Ekki alveg. I fréttatilkynningu ÍS í þessari viku kemur fram að í heÖd hafi rekstrartapið á síðasta ári numið 668 milljónum króna: „ Ástæður þessa mikla halla má að 95 hund- raðshlutum rekja til erfiðleika í rekstri Iceland Seafood Cor- poration í Bandaríkjunum." Þetta þýðir að dótturfyrirtækið í Bandaríkjunum hafi tapað 631 milljón króna. (Ég ætla ekki að ræða hér um reikningsskilareglur og færslu á skattahagræði.) Að meðaltali nam tapið því nær 53 milljónum króna á mánuði á liðnu ári. Þetta gengur þvert á þær upplýsingar sem gefnar voru þegar sex mánaða uppgjör var kynnt á síðasta ári. Þar var tap Iceland Seafood sagt vera 125 milljónir á fyrri hluta ársins eða tæp 21 milljón á mánuði. í júlí var einnig mikið tap en síðan á tapið að hafa minnkað. Ef gengið er út frá því að meðaltap hafi verið jafnmikið í hverjum mánuði allt Þ e i r einstak- 1 i n g a r s e m fremstir standa í rekstri fyr- i r t æ k j a þurfa að búa yfir ákveðinni bjartsýni, án þess þó að hún blindi og komi í veg fyrir að raunsæi ráði orð- um og gerðum. Þetta á ekki síst við um þá sem stjórna fyrirtækjum sem leita eftir því að ein- staklingar láti áhættufé inn í reksturinn beint eða óbeint í gegnum lífeyrissjóði og aðra stofnanafjárfesta. Því miður er það svo að bjart- sýni hefur á stundum borið skyn- semina ofurliði og margt bendir til að það hafi einmitt gerst hjá forráðamönnum ís- lenskra sjávaraf- urða hf. (ÍS) á síðasta ár og milliuppgjörið sýndi kemur í ljós að í versta falli var reiknað með að hið bandaríska dótturfyrirtæki yrði rekið með 248 milljóna halla. Þetta voru þær upplýsingar sem hluthöfum voru veittar og allur hlutabréfamarkað- urinn gekk út frá. Það munar hvorki meira né minna en 383 milljónum króna á þessum upp- lýsingum og því sem raunin varð. Útboð og upplýsingar Það kom engum á óvart að stjórnendur ÍS skyldu telja nauð- synlegt að styrkja efnahag fyrir- tækisins á liðnu ári. í nóvember var efnt til hlutafjárútboðs og eins og venja er var útbúin sérstök út- boðslýsing þar sem allar helstu upplýsingar um fyrirtækið, fortíð þess og framtíð, eiga að vera tí- undaðar, auk þess sem allar upp- lýsingar um það sem haft getur áhrif á stöðu fyrirtækisins eru veittar. Kröfur um upplýsinga- skyldu sem gerðar eru til fyrir- tækja sem skráð eru á Verðbréfa- þing og sækjast eftir hlutafjár- framlagi eru skýrar og í flestu strangar. Þessar kröfur uppfyllti ÍS ekki. Föstudaginn 30. október var birt auglýsing í fjölmiðlum um hlutafiárútboðið þar sem fram kom að það hæfist 4. nóvember. Auglýsingu af þessu tagi verður að birta a.m.k. fiórum dögum fyr- ir útboð og jafnframt verður út- boðslýsing að liggja fyrir, undir- rituð af stjórn, endurskoðanda og umsjónaraðila. Degi eftir að auglýsingin birtist tóku hlutimir nýja stefnu því þá var tilkynnt að á stjómarfundi þann dag hefði verið ákveðið að forstjóri félagsins færi í ótíma- bundið frí til að taka við rekstri dótturfélagsins í Bandaríkjunum og Hermann Hansson, stjórnarfor- maður ÍS, tæki að sér aukin verk- efni hjá félaginu. Mánudaginn 2. nóvember sá framkvæmdastjóri Verðbréfa- þings sérstaka ástæðu til að ávíta stjórnendur ÍS og umsjónaraðila útboðsins: „Verðbréfaþing átelur vinnubrögð íslenskra sjávaraf- urða og umsjónaraðila hlutafiár- útboðs þeirra, Landsbanka Islands, í loka- undir- b ú n - ingu út- boðs- og s k r á n - ingarlýs- ingarinn- ar. Sama dag og út- boðs- og skráningar- lýsingin var birt opinber- lega kom stjórn ÍS saman og tók ákvarðanir og gaf yfirlýsingar sem breyttu í verulegum efnum þeirri mynd sem gefin hafði verið í lýsingimni." Hér verða ekki fleiri atriði rakin er varða þessa útboðslýsingu þó fleira megi tína til. ÖOum má hins veg- ar vera ljóst að raunsæi hefur ekki ráðið ferðinni né hafa réttar upplýsingar verið veittar. Hvern- ig hluthafar bregðast við á eftir að koma í Ijós á aðalfundi félagsins í komandi viku. í yfirlýsingu frá forráðamönnum ÍS síðastliðinn þriðjudag segir um framtíðar- horfur: „í rekstraráætlun samstæðunnar fyrir árið 1999 er gert ráð fyrir hagn- aði af reglulegri starf- semi.“ - •
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.