Dagblaðið Vísir - DV - 25.03.1999, Síða 7

Dagblaðið Vísir - DV - 25.03.1999, Síða 7
FIMMTUDAGUR 25. MARS 1999 7 sandkorn Fréttir Þið og við Á fundi íbúasamtaka Grafarvogs í vikunni mættu flestir þingmenn Reykjavíkur til aö hlýða á boðskap- inn. Greina mátti að kosningar eru i nánd og voru sumir kvíðnir þar sem þeir sátu fyrir svörum fulltrúa þeirra 15 þúsunda manna sem búa í meintu olnbogabarni Reykjavíkur. Sá geðprúði ráðherra viðskipta og iðn- aðar var þó einna glaðhlakka- legastur þar sem hann ávarpaði sveitungana og í ræðunni var við- kvæði hans gjarnan „við Grafar- vogsbúar". Hann benti á þing- mannahjörðina og sagði að allir, að honum og Guðmyndi Hallvarðs- syni undanskildum, ættu heima í vesturborginni. Mátti greina að ýmsum var lítið skemmt undir þeim glósum... Brynhildur í frí Svo sem Sandkom greindu frá á dögunum er sá ástsæli fréttamaður Stöðvar 2, Pétur Pétursson, á för- um til starfa hjá GSP-almanna- tengslum, eftir að hafa um árabil velkst um í ólgusjó alvörufjölmiðla. í skarð Péturs á Stöðinni kemur hinn sléttgreiddi fréttamaður, Ró- bert Marshall, sem fengið hefur fast- ráðningu. Nú mun annar þunga- vigtarfréttamaður vera á forum af Stöð 2. Sjálf drottningin, Brynhild- ur Ólafsdóttir, heldur nú á vegum Rauða krossins til hjálpar bág- stöddum í Hondúras. Vonir standa til að hún snúi til baka aftur eftir nokkra mánuði... Gaupi brillerar Söngvakeppni íslenska útvarps- félagsins var haldin á föstudags- kvöld í húsakynnum félagsins. Heimildarmanni Sandkorns á staðnum þótti mikið til keppninnar koma og þótti vert að geta sérstaklega frábærs söngs Eiríks Hjálmarssonar Bylgjumanns sem tók lagið Funny how Love Is, án nokkurs undirspils. En það var Gaupi, einnig þekktur sem Guðjón Guðmundsson, hinn skorinorði íþróttafréttamaður og leikjalýsandi, sem þótti óumdeilan- lega maður kvöldsins. Hann söng Try a Little Tendemess úr kvik- myndinni The Commitments og tókst það sem engum öðrum tókst, að fá alla tU að rísa úr sætum og syngja með. Reyndar þvældist ónefndur hóglífisguð eitthvað fyrir kappanum í söngnum þó að það hjálpaði við hópeflið í salnum. Fór svo að hann vermdi annað sætið... Slæm eftirlíking í nýlegu fréttabréfi frá Evrópu- sambandinu er stutt klausa um hvemig fáni sambandsins, þessi blái með stjörnunum, varð tU. Seg- ir að margar tUlögur um fána hafi borist inn á borð dóm- nefndar og hafi hún átt í töluverðu basli með að velja. Með- al tillagna, misfag- urra, var nánast eftirlíking af ís- lenska fánanum þar sem litlu fletimir vora reyndar minni og hvita röndin sem liggur lóðrétt að þeim stærri. Hörðum Evrópusam- bandssinnum hefði nú ekki þótt dónalegt hefði þessi tUlaga orðið fyrir valinu á sínum tíma. En um leið verður að viðurkennast að ekki er hún sérlega fógur á að lita, allra síst í augum íslendinga... Ásbjörn Björgvinsson hjá Hvalamiðstöðinni um DV-könnun: Sjóræningjaveiðar Ásbjörn Björgvinsson, forstöðu- maður Hvalamiðstöðvarinnar á Húsavík, sagði í samtali við DV vegna könnunar DV í gær um af- stöðu tU hvalveiða að hann hefði enga trú á því að þær yrðu hafn- ar að nýju. í könnun DV kom fram að 77,4 prósent vilja hefja hvalveiðar en andstaðan gegn veiðunum hefur vaxið frá síðustu könnunum blaðsins. „Ég er sann- færður um það eftir sem áður að þegar maður er spurður eins og í þessari könnun hvort maður sé hlynntur því að þær verði teknar upp þá verða að fylgja spuming- unni einhverjir möguleikar. Hvort menn geri sér grein fyrir því að það sé efnahagslega óhag- kvæmt eða hagkvæmt o.s.fiv. Mér flnnst eins og spurningin sé orð- uð: Ertu maður eða mús?“ Ásbjörn hefur enga trú á því að hvalveiðar verði hafnar við ísland Asbjörn að nýju. „Það ligg- Björgvinsson. ur ekkert á borð- inu í dag að það sé hægt að losna við þessar afurðir og á meðan við stöndum utan Alþjóða hvalveiði- ráðsins þá verður litið á svona veiðar sem sjóræningjaveiðar. Tillagan sem var samþykkt frá Alþingi er ekki með neinni dag- setningu og engin skotveiðileyfi hafa verið gefin út,“ sagði Ás- björn. -hb • 130w+65w+65w (2x27+27+27w RMS) HEIMABIO magnari • Stafrænt FM/MW/LW útvarp meö RDS oq 30 minnum • Fullkomiö Dolby ProLogic HEIMABÍÓ hljo&kerfi • Þriggja diska geislaspilari meb 30 minnum • Handahófsspilun á geislaspilara fyrir 3 diska • Tónjafnari meö popp, rokk, jass, bgm, klassík og flat • Dínamískur súper bassi • Tímastilling og vekjari • Tvöfalt DOLBY segulband meö síspilun (Auto Reverse) • Innstunga fyrir heyrnartól og hljóönema • Fullkomin fjarstýring CSiMl ÞRIGGJA DISKA GEISLASPILARI 270w+83w+83w (2x120+30+30w RMS) HEIMABIO magnari Stafrænt FM/MW/LW útvarp meö RDS og 30 minnum Fullkomiö Dolby ProLogic HEIMABÍÓ hljóökerfi Þriggja diska geislaspilari meö 30 minnum Handahófsspilun á geislaspilara fyrir 3 diska Tónjafnari meö popp, rokk, jass, bgm, klassík og flat Dínamískur súper bassi Tímastilling og vekjari Tvöfalt DOLBY segulband meö síspilun (Auto Reverse) Innstunga fyrir heyrnartól og hljóönema Fullkomin fjarstýring Umboðsmenn um land allt: oq qód kaupi Húnveininga. Hvammslairga. KF Húnveininga. Blúnduósi. SkagliiömgabúS. Sauðárkróki KEA. Oalvik Ijósgjalinn. Akureyii. KF Þingeyinga. Húsavik. Uið. Raulaihóln.AUSFURLANO: KF Héiaðsbúa. Egilsslóðum. VeisluninVik. Neskaugssiað. Kauplún. Vopnaliiði IF Vopnliiðiuga. Vopnatiiði. KF Héiaðsbúa. Seyðisfiiði Tumbiæðui. Seyðisliiði KF láskiúðsljaiðai, Fáskiúðslirði. HSK. Ojúpavogi. KftSI, Fliilii Hoinaluði. SUÐURLAHO Ralmagnsveiksiæði »H, Hvolsvelli. Mnslell. Hellu. Heimsiækni. Sellossi. KÁ. Sellossi. Rós. Porlákshóln. Bnmnes. Vesimannaeyjum. REYkJANES. Ralborg. Gnndavik. Rallagnavinnusl. Sig. Ingvaissonar, Garði. Rafmælli. Halnaihrði B ESTBUY. BiHi Umsjón Haukur L. Hauksson Netfang: sandkom @ff. is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.