Dagblaðið Vísir - DV - 13.04.1999, Page 37

Dagblaðið Vísir - DV - 13.04.1999, Page 37
DV ÞRIÐJUDAGUR 13. APRÍL 1999 37 l Olíumálverk Um síöustu helgi var opnuð sýn- ing á olíumálverkum eftir Einar G. Baldvinsson i baksal Gallerí Foldar, Rauðarárstíg 14. Einar G. Baldvins- son er fæddur í Reykjavík 8. desem- ber 1919. Hann stundaði nám í Handíða- og myndlistarskólanum árin 1942-45 og í Kunstakademiet í Kaupmannahöfn árin 1946-50. Þá fór hann í námsferðir til Frakk- lands, Ítalíu, Hollands, Belgíu, Nor- egs, Grikklands og Svíþjóðar. Einar G. Baldvinsson hefur haldið margar einkasýningar og tekið þátt í sam- sýningum hérlendis og erlendis. Verk hans eru í eigu helstu safna hérlendis. Sýningunni lýkur sunnu- daginn 25. apríl. Sýningar Myndir sem tengjast Hornströndum Bryndís Snæbjömsdóttir og Mark Wilson hafa undanfarið sýnt í Slunkariki á ísafirði. Á sýningunni eru litskyggnumyndir sem hægt er að virða fyrir sér utan frá götunni i glugga sýningarsalarins. Myndefni tengist Hornstrandaferð í lok júlí síðastliðið sumar. „Við gengum frá Veiðileysufírði i Homvík og niður í Reykjafjörð. Þaðan fórum við til baka í Þaralátursfjörð og til Hrafns- fjarðar. Við fengum þoku allan tím- ann og sáum enga fjallasýn eða bratta hamra en við urðum vör við þá í þokunni. Þetta var áhrifamikil ferð og vörður spiluðu stóran þátt í henni.“ Sýningin mun standa til 18. apríl. Að setia upp Fedru Sveinn Einarsson heldur fyrir- lestur sem hann nefnir Að setja upp Fedru á íslandi í dag í Alliance Francaise, Austurstræti 3 ann- að kvöld kl. 20.30. Fyrirlesturinn sem Sveinn flytur á ís- lensku en Ólöf Pét- ursdóttir þýðir á frönsku er í tilefni upp- setningar Þjóðleikhússins á Fedru í haust. ITC deildin Harpa ITC deildin Harpa heldur fund í kvöld kl. 20 að Sóltúni 20. Allir eru velkomnir. Sinawik, Reykjavík Sinawik, Reykjavík heldur fund í kvöld í Ársal Hótel Sögu kl. 20. Ræðumaður kvöldsins er Fanney Jónmundsdóttir. Samkomur Waldorfsuppeldis- fræði í kvöld kl. 20 heldur Ulrik Hofsöe fyrirlestur í Ráðhúsi Reykjavíkur um waldorfuppeldisfræði og þann andlega bakgrunn sem hún hvUir á. Fyrirlesturinn er liöur í sýningunni Hugur, hjarta, hönd sem nú stendur yfir í Ráðhúsi Reykjavlkur. Hattakvöld Svd. Hraunprýði heldur Vorgleði í húsi félagsins Hjallahrauni 9, í kvöld kl. 20.30. Ýmis skemmtiatriði. Blús á Gauknum í kvöld verður blúsinn í heiðri hafður á Gauki á Stöng. Það er hljóm- sveitin Blúsmenn Andreu með söng- konuna Andreu Gylfadóttur í broddi fylkingar sem ætlar að kanna stíl- brigði blúsins. Blúsmenn Andreu eru á sínu níunda ári og hafa verið í fram- varðarsveit blúsins hér á landi öll þessi ár. Hafa viðtökur verið góðar. í hljómsveitinni eru sjóaðir blúsmenn sem kunna ýmislegt fyrir sér. Auk Andreu eru í sveitinni Guðmundur Skemmtanir Pétúrsson, gítar, Jóhann Hjörleifsson, trommur, Haraldur Þorsteinsson, bassi, og Einar Rúnarsson, hljómborð. Blúsmenn Andreu skemmtu einnig á Gauknum í gærkvöldi. Annað kvöld og á fimmtudagskvöld er svo komið að hinni vinsælu hljómsveit Sóldögg að skemmta gestum á Gauknum. Bubbi á Fógetanum Annað kvöld heldur Bubbi Morthens tónleika á veitingastaðnum Fógetanum. Á dagskránni verða gaml- ir gullmolar f bland við nýtt og óút- komið efni. Tónleikarnir hefjast stundvíslega kluklían 22.00. Andrea Gylfadóttir fer fyrir sínum mönnum á Gauki á Stöng í kvöld. Edward Norton var tilnefndur til óskarsverðlauna fyrir leik sinn í American History X. Óskráða sagan American History X, sem Há- skólabíó sýnir, greinir frá ungunfV' manni og hvemig fjölskylda hans sundrast þegar hann fremur morð. Myndin er sögð frá sjónarhomi Dannys Vinyard (Edward Furlong). Hann lýsir bróður sínum, Derek (Edward Norton), sem hefur verið í einu allsherjar reiðikasti eftir að faðir hans var myrtur við skyldu- störf sín með slökkviliðinu. Við fylgjumst með hvernig afburðagáf- aður og duglegxn- drengur fyllist af svo miklu hatri og reiði að það end- ar með fangelsisvist. Þegar Derek kemur úr fangelsinu virðist aUt vera óbreytt. Kærasta hans viU V//////// Kvikmyndir Veðrið í dag Hvassviðri eða stormur Um 350 km austnorðaustur af land- inu er 998 mb lægð sem hreyfist suður. Heldur vaxandi 1037 mb hæð er yfir Grænlandi. 984 mb lægð er nærri kyrr- stæð yfir Norðursjó. Yfir Baffinslandi er 1016 mb lægð sem hreyfist austur. í dag verður norðan-stinningskaldi eða allhvasst, hvassviðri eða stormur austast á landinu. Éljagangur norðan- og austanlands en léttskýjað sunnan- lands. Minnkandi norðanátt og él norð- austanlands í kvöld en léttskýjað í öðr- um landshlutum. Frost 0 tU 5 stig, en 5 tU 10 stig i innsveitum í nótt. Á höfuðborgarsvæðinu verður norð- an-stinningskaldi í dag en norðvestan- gola í nótt. Dálítil él fram eftir morgni en síðan léttskýjað. Frost 0 tU 5 stig. Sólarlag í Reykjavík: 20.54 Sólarupprás á morgun: 06.01 Síðdegisflóð í Reykjavík: 16.46 Árdegisflóð á morgim: 05.03 Veðrið kl. 12 í gær: Akureyri úrkoma í grennd -4 Bergsstaóir skafrenningur -5 Bolungarvík Egilsstaöir -3 Kirkjubœjarkl. léttskýjaó -4 Keflavíkurflv. skýjaö -4 Raufarhöfn snjókoma -5 Reykjavík úrkoma í grennd -4 Stórhöföi léttskýjaö -4 Bergen rigning og súld 2 Helsinki skýjaó 0 Kaupmhöfn þokumóöa 5 Ósló snjókoma 0 Stokkhólmur 4 Þórshöfn snjóél á síö. kls. -1 Þrándheimur snjókoma 1 Algarve léttskýjaó 14 Amsterdam skúr 7 Barcelona léttskýjaö 11 Berlín skýjaö 8 Chicago léttskýjaö 6 Dublin skýjaö 4 Halifax snjókoma 1 Frankfurt rigning 7 Glasgow úrkoma í grennd 3 Hamborg þokumóöa 7 Jan Mayen léttskýjaó -3 London léttskýjaö 6 Lúxemborg skúr á síö. kls. 5 Mallorca léttskýjaö 15 Montreal léttskýjaö 2 Narssarssuaq rigning 4 New York heiöskírt 7 Orlando París skúr á síö. kls. 7 Vín rigning 8 Washingtonléttskýjaö 8 Winnipeg heiöskírt 6 hann enn þá, móðir hans einnig og Danny, litli bróðir hans, er aUshugar feginn að átrún- aðargoð hans er aftur komið heim til sín. En Derek er breyttur maður og viU ekkert hafa lengur með sína gömlu félaga að gera og hefur þvi skiljanlega miklar áhyggjur þegar hann sér að litli bróðir hans stefnir í alveg sama farið. Nýjar myndir í kvikmyndahúsum: Bíóhöllin: Payback 4,) Saga-Bíó: Jack Frost Bíóborgin: One True Thing Háskólabíó: A Civil Action Háskólabíó: Dóttir hermanns grætur ei Kringlubíó: Mighty Joe Young Laugarásbíó: Blast From the Past Regnboginn: Life Is Beautiful Krossgátan 1° 2° 4° 5« 6° 7° 8® D D 9° 0 D o 10° 11o 0 D □ 12° □ 13° o o 14o n 15“ 16o D D D 17o 0 . * 18° ° ° 19° D 20« o 21° ° Q 22o 0 D o Góð færð í nágrenni Reykjavíkur Góð færð er í nágrenni Reykjavíkur. Ófært er um Mýrdalssand vegna sandstorms. Holtavörðuheiði er ófær og var beðið með mokstur þar í morgun. Einnig eru Brattabrekka og Steingrímsfjarðarheiði ófærar. Verið var í morgun að moka frá Akureyri tfi Húsavíkur, þungfært var tfi Raufarhafhar og Færð á vegum ófært með ströndinni tU Vopnafjarðar. Ófært er á Mývatns- og Möðrudalsöræfum, Vopnafjarðarheiði, Fjarðarheiði, Fagradal, Breiðdalsheiði og við SkaftafeU. Gísli Valur Litli drengurinn á myndinni, sem er í fangi stóru systur, heitir Gísli Valur. Hann fæddist 8. desember síðastliðinn á Sjúkrahúsi Akraness. Við Barn dagsins fæðingu var hann 4330 grömm og 55 sentímetra langur. Systir hans heitir Eyrún María. Foreldrar systkinanna eru Marta Valsdóttir og Gísli Gísla- son og er fjölskyldan bú- sett í Ólafsvík. Lárétt: 1 tannstæði, 6 fyrstir, 8 brjál- sémi, 9 veiki, 10 fuglana, 13 rúUuðu, 14 heydreifar, 16 gáfaður, 18 orma, 20 svörð, 21 fífl, 22 kraftur. Lóðrétt: 1 hamingju, 2 kvæði, 3 kirtillinn, 4 tré, 5 sefar, 6 bardagi, 7 fæða, 11 hakan, 12 niska, 15 öngul, 16 óvirða, 17 fálm, 19 róta, Lausn á síðustu krossgátu. Lárétt: 1 þrá, 4 norp, 7 jata, 8 pól, 10 ós, 11 tugga, 13 skufia, 14 kæri, 16 ögn, 18 fang, 20 ný, 21 rit, 22 Ægir.,^ Lóðrétt: 1 þjó, 2 rask, 3 áttur, 4 naut- in, 5 op, 6 plat, 8 ógagni, 12 glögg, 13 skýr, 15 æfi, 17 nýr, 19 at. Gengið Almennt gengi LÍ nr. Eininn Kaup Sala Tollgenqi Dollar 72,820 73,200 72,800 Pund 117,600 118,200 117,920 Kan. dollar 48,800 49,100 48,090 Dönsk kr. 10,5870 10,6460 10,5400 Norsk kr 9,4010 9,4530 9,3480 Sænsk kr. 8,7780 8,8260 8,7470 Fi. mark 13,2320 13,3110 13,1678 Fra. franki 11,9940 12,0660 11,9355w. Belg. franki 1,9503 1,9620 1,9408' Sviss. franki 49,0300 49,3000 49,0400 Holl. gyllini 35,7000 35,9100 35,5274 Þýskt mark 40,2200 40,4700 40,0302 ÍL líra 0,040630 0,040880 0,040440 Aust. sch. 5,7170 5,7520 5,6897 Port. escudo 0,3924 0,3948 0,3905 Spá. peseti 0,4728 0,4757 0,4706 Jap. yen 0,603900 0,607500 0,607200 írskt pund 99,890 100,490 99,410 SDR 98,830000 99,420000 98,840000 ECU 78,6700 79,1500 78,2900*1' Símsvari vegna gengisskráningar 5623270

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.