Dagblaðið Vísir - DV - 20.04.1999, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 20.04.1999, Blaðsíða 15
ÞRIÐJUDAGUR 20. APRÍL 1999 15 Guggenheim-listasafnið í Bil- bao. Framúr- stefnu- arkitektúr Bhaldssemi gætir ekki í húsagerðarlist á íslandi þótt hefðbundin hús séu í meirihluta. Óvenjulegustu húsin á landinu tengjast ein- stökum hönnuðum. „Það eru svo sem ekki margir sem hafa lagt það fyrir sig að teikna þannig hús,“ segir Pétur H. Ármannsson arkitekt og á við kúluhús. Hann bendir á að Einar Þorsteinn Ásgeirsson sé brautryðjandi hvað þau varð- ar. „Hann byrjaði að kynna hugmyndir sínar á 7. áratugn- um. Þetta tengist framúr- stefnuarkitektúr sem var efst á baugi í Evrópu og Banda- ríkjunum á þessum tíma. Þá var geimaldartímabilið og hönnuðir voru að leita að bú- setuformi fyrir nýja tækniöld." Pétur segir að minna hafi farið fyrir slikum framúr- stefnuarkitektúr á síðustu árum þar sem fortíðarþrá hef- ur mótað smekk fólks. „Kúluhúsin voru tilraun í þá átt að koma með ódýrari lausnir heldur en hefðbundin hús með lóðréttum veggjum. Menn voru að leita tæknilegra leiða til þess að búa til ódýr- ara húsnæði með óvenjuleg- um formum." Pétur segir að þótt kúluhús- in geti verið ódýrari í bygg- ingu en önnur hús þá fylgi þeim ákveðin vandamál. „Það getur verið erfitt að gera á þau glugga- og hurðarop svo vel fari. Flestir innanstokksmun- ir fólks eru kantaðir og miðað- ir við að raðast inn í rétt- hymd rými.“ í byggingarlistasögunni hef- ur kúluformið verið notað til að auðkenna sérstakar bygg- ingar, svo sem kirkjur, helgi- staði og moskvur. „Þannig hafa þau öðlast ákveðna tákn- ræna merkingu. Hvolfþök úr gleri eru til dæmis á Perlunni og Árbæjarlaug. „Þar eru menn að blanda saman fleiri en einni gerð af burðarform- um.“ Pétur segir að kúluhús séu mjög vel til þess fallin að skera sig úr. „Annað hvort er að byggja heildstæða þyrpingu með svona húsum með óvenjulegu formi eða byggja þau á opnu svæði þar sem þau fá að njóta sín.“ í dag er tæknin orðin þannig að hægt er að byggja hús í nánast hvaða formi sem er. Gott dæmi um það er Gug- genheim-listasafnið 1 Bilbao á Spáni. „Þessi bylting er óskap- lega spennandi og getur haft mikil áhrif á form húsa í framtíðinni." -SJ Júlíus Matthíasson og Maríanna Haraldsdóttir búa í einu sárstæðasta húsi á landinu: Örn Falkner og Guðrún Bjarnadóttir búa í píramída: Form sem kallar á mystík Syðst í Hafnarfirði er að finna einn af nokkrum píramídum sem risið hafa víða á höfuðborg- arsvæðinu. Píramídinn, sem er í eigu hjónanna Amar Falkner, gullsmiðs og organista, og Guðrúnar Bjamadóttur garðyrkjufræðings, sker sig skemmti- lega úr í íbúðargötunni og nær sjáif- sagt athygh flestra sem þar eiga leið um. „Við erum búin að búa héma í tvö ár. Þetta er afskaplega gott hús að búa í en auðvitað em sumir hlutir flókn- ari í framkvæmd en væri í hefð- bundnu húsi. Það þarf að sérsmíða marga hluti, svo sem eldhúsinn- réttingar og fleira, sem annað fólk getur keypt tilbúið. Okkur finnst samt enginn mínus því okkur Hð- ur vel , h é r n a, “ segir Guð- r ú n Bjarna- dóttir. „ Við v o r u m nýbyrj- uð að leita að húsi þegar ég sá auglýsingu um að hér yrði opið hús. Mér hafði alltaf leikið forvitni á að vita hvemig þessir piramídar væra að innan. Við voram ekki fyrr komin inn fyrir dyr en við fórum að gefa hvort öðra oln- bogaskot; við kolféllum fyrir húsinu,“ segir Öm og bætir við að píramídaformið hafi alltaf verið sér einkar hugleikið. „Þetta form kallar á mystík og í göml- um sögum er píramídinn ávailt al- heimstákn," Öm. segir Þríhymingar allt íkring Húsið, sem er 200 fermetrar, er á þrem- ur hæðum og eðli málsins samkvæmt er sú neðsta stærst. Þar hefur Öm komið fyrir orgelinu sínu og þar verður í framtíð- inni byggö upp að- staða fyrir alla fjöl- skylduna. „Mörgum finnst þetta voðalega skrýtið hús og það er einhvem veginn þannig að —aðhvort lik- ir fólki við það eða Píramídaformið er óvenjulegt en fallegt son. þegar íbúðarhús eru annars vegar. Þennan píramída teiknaði Vffill Magnús- DV-mynd Hilmar Þór Fjölskyldan á þriðju og efstu hæðinni sem verður stofa i framtjðinni. Lengst til vinstri er Friðrik, Sölvi, Guðrún og Örn með Örnu í fanginu. DV-mynd Hilmar Þór ekki. Það er enginn millivegur. Sumir halda að píramídalagið sé mjög ópraktískt en við erum alls ekki á þeirri skoðun. Skipulag er náttúrlega öðravísi og kannski ekki eins mikið af skápum á efri hæðunum og væri í hefðbundnu húsi. í staðinn höfum við góðar geymslur á jarðhæðinni þannig að þetta kemur út á eitt,“ segir Öm. „Svo má ekki gleyma útsýninu sem er stórkostlegt. Keilir horflr á okkur og þríhymingsformið er allt í kring. Erla Stefánsdóttir áifasérffæðingur hefúr haldið því fram að á milli Keilis, Ás- fjalls og Hamarsins í Hafnarfírði sé mikil orka. Þetta svæði myndar þrí- hyming og píramídinn okkar er nokk- urs konar miðpunktur. Það er náttúr- lega ekki amalegt að búa við slíka orku,“ segir Guðrún að lokum. -aþ „Kunningi minn heyrði á tal tveggja manna. Annar sagði að húsið væri 800 fermetrar og bætti við að hann væri ekki að ljúga.“ Húsið er hins vegar 280 fermetrar með bílskúr. „Það virkar svo stórt út af þakinu.“ Hæð hússins er um 9 metrar. Á ýmsu hefúr gengið við byggingu hússins. „Það hefúr allt farið úrskeið- is sem hefúr getað farið úrskeiðis." Sumir segja að álfar eigi sökina. „Þótt ég sé ekki trúaður á álfa hefði manni getað dottið í hug að við höfum óvart byggt á stað þar sem þeir hafa verið fýrir. Iðnaðarmennimir sem vinna við húsið hafa sagt að þetta sé ekki eðlilegt." Eftir að flutt var inn hefúr þó ekkert borið á álfum né öðrum vættum. -SJ Alfahöllin Eitt sérstæð- asta hús á í s 1 a n d i stendur í hæð- inni við Klukku- berg í Hafnar- firði. Frá því það reis hefur það vakið það mikla athygli að ókunn- ugir hafa jafhvel stillt sér upp fyrir framan húsið og látið taka mynd af sér. „Þegar við vorum að byggja húsiö keyrði fólk fram hjá um helg- ar og horfði á okkur eins og fúrðudýr,“ segir Július Matthías- son bakari. Hann og kona hans, Maríanna Har- aldsdóttir, eru flutt á tvær neðstu hæðirnar. Sú efsta er enn óklárað. „Það var alltaf draumur minn að komast í Set- bergshverfi þannig að hann rættist að lokum. Mig langaði til að byggja uppi í hæðinni. Þess vegna byggði ég eitthvað sem var öðruvísi. Mér famist engin ástæða til að fá lóð þar sem væri erfitt að byggja og byggja þar ferkantaðan kassa.“ Hjónin höfðu samband við þrjá arkitekta. „Mér leist ekkert á það sem þeir vora að gera. Ég vissi hins vegar alltaf af VifLi Magnússyni og hafði veitt húsunum hans athygli fyrir skemmtilegan arkitektúr. Við báðum hann um að teikna eitthvað sem eng- inn ætti. Við sögðum við hann að það mætti vera svo frábragðið og skrítið í laginu að þegar menn keyrðu fram hjá fyrir neðan þá ættu þeir að horfa fúrðu lostnir upp í hlíðina og spyija hver hefði teiknað húsið. Þá sagði Víf- ill að menn spyrðu yfirleitt hver ætti „Mér fannst engin erfitt að byggja og ástæða til að fá lóð þar sem væri byggja þar ferkantaðan kassa.“ Suðræn áhrif er að finna í húsinu en áferðin á sumum veggjunum minnir á kalkaða veggi í Andalúsíu. Það var hugmynd múraranna. Hluti hússins utanhúss er klæddur alúsinki sem á ekki að ryðga. Grár lit- urinn á því á að halda sér. „Upphaf- lega ætlaði ég að hafa alúsinkið gyllt, gaflana bleika og gluggana vínrauða." Júlíus segir bleika litinn ekkert tengj- ast glassúmum á snúðunum og vínar- brauðunum en einu sinni bjuggu hjónin í bleikmáluðu einbýlishúsi. „Ég ætlaði einfaldlega að ganga fram af öllum. Vífli leist hins vegar ekki á hugmyndina." Júhus segir að ails konar ur séu g a n g ' h v a ð húsið varð- DV-mynd Teitur a r . sog húsið. Sannleikurinn er hins vegar að margir hafa bankað upp á og spurt hver teiknaði húsið.“ Lögð var áhersla á að húsið félli að um- hverfinu en það stallast niður hlíð- ina. „Það væri þess vegna ekki hægt að p 1 a n t a þessu húsi niður á jafnsléttu." Margir kalla húsið rúllutertuhúsið og hafa f huga að húsbóndinn er bakari. Rúlluterta var hins vegar ekki höfð í huga þegar húsið var teiknað. DV-mynd Teitur

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.