Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 29.04.1999, Qupperneq 21

Dagblaðið Vísir - DV - 29.04.1999, Qupperneq 21
FIMMTUDAGUR 29. APRIL 1999 25 um lenda í mótlæti og þurfum að undirbúa það vel. Stjómvöld verða að vera tilbúin að fórna einhverju og eyða miklum tíma í þetta mál. Vissulega óttast ég að einhver öfl. kunni að reyna að skaða okkur á einhvern hátt, en við verðum að standa á rétti okkar til að nýta auð- lindir sjávarins með skynsamlegum hætti. Hvalm éta mikla fæðu og era í samkeppni við okkar fiskibáta." Pétur Jónsson, Akranesi: Er stórtap í skoóanakönnun í kjördœmi þínu ekki áfellisdómur yfir þér? „í dag varð ég var við mikla já- kvæða strauma en auðvitað veit enginn hver úrslitin verða. Ég á marga góða stuðningsmenn hér á Austurlandi gegnum langan stjórn- málaferil. En því er ekkert að neita að ég hef verið mjög upptekinn mað- ur á þessu kjörtímabili og þurft að sinna mörgum mjög erfiðum málum sem hafa tekið tíma minn. Andstæð- ingar hafa haft á orði að ég sjáist ekki í kjördæminu. Þó hefur mér tekist að vera hér á fleiri fundum en margir aðrir. Þegar ég tek saman ferðir til útlanda á síðasta ári þá sýnist mér að ég hafi verið erlendis tvo til þrjá mánuði. Ég held að utan- ríkisráðherra komist ekki af með mikið minna en það.“ Stefán Kjærnested, fram- kvæmdastjóri Atlantsskipa: Hver er afstaóa ráöherrans gagnvart Atlantsskipum? Ætlar Framsóknar- flokkurinn aö drepa frumkvœói ís- lenskra frumkvööla í byrjun, vaxtar- broddana í þjóölífinu? „Við höfum ekki mótað neina stefnu gagnvart þessu félagi né öðr- um. Okkur ber að fara eftir þeim samningi sem við höfum gert við Bandaríkjamenn og gerður var í tíð annars utanríkisráðherra og lög- fræðiáliti bandarískra og íslenskra lögmanna. Okkar fólk í utanríkis- ráðuneytinu vinnur að málinu í samræmi við það.“ Þóroddur Þórarinsson, Reykja- vík: Hver er stefna Framsóknar- flokksins í málefnum þroskaheftra, sérstaklega meö tilliti til þeirra sem búa á endurhœflngardeildinni á Kópavogshœli? „Málefnum þroskaheftra hefur verið sinnt mikið á þessu kjörtíma- bili af hálfu félagsmálaráðuneytis- ins. Ráðherrann hefur mjög oft komið með þessi mál inn í ríkis- stjórnina og hún tekið vel í mála- leitanir hans. Ég get ekki svarað um málefni einstakra stofnana, er ekki nægilega kunnugur því, en ég tel afar mikilvægt að sinna þessum þjóðfélagshóp af kostgæfni. Mér finnst reyndar að margt sé vel gert og framfarir orðið en vissulega má hér betur gera.“ Milljarður Hjalti Sæmundsson, Hafnar- flrði: Sé bíl stolið í Hafnarfirði, eins og kom fyrir mig, hefur komiö í Ijós aö lögreglumenn í Hafnarfirói, Kópavogi og Reykjavík vinna ekki saman aö málinu. Hvaó finnst þér um slíkt? „Mér finnst ekki eðlilegt að lög- reglan vinni ekki saman að slíkum málum. Við erum ein þjóð í einu landi og verðum að ætlast til af lög- reglunni að hún vinni saman. Ég vil trúa því að hún geri það. Sé það ekki þannig er það ekki eðlilegt." Lárus Halldórsson, Reykjavík: Sá milljaröur sem þiö framsóknar- menn viljið veita til baráttu gegn flkniefnum. Hvernig á aö verja hon- um? „Við segjum í okkar stefnuskrá að við viljum verja honum til for- varna, meðferðarúrræða, til lög- gæslu og tollgæslu. Við teljum það hins vegar ekki mögulegt á þessu stigi að skipta því nákvæmlega heldur sé eðlilegt að þeir aðilar sem þarna er um að ræða verði beðnir að fara yflr það og koma með sínar skoðanir á því. Við viljum líka auka samstarf við félagasamtök í landinu og þær stofnanir sem vinna að þess- um málaflokki." Hafsteinn Sigurðsson, Reykja- vík: Ætlar Framsóknarflokkurinn aö afnema komugjöld í heilbrigöis- þjónustunni? „Nei, við höfum ekki viljað lofa breyta kerfinu muni það skipta sköpum fyrir þá staði sem þú nefn- ir. Við gerðum þá breytingu á síð- asta þingi að taka upp svokaflaðan byggðakvóta sem er að vísu lítifl, til að koma til móts við byggðarlög sem lenda í sérstökum vanda, eins og t.d. Breiðdalsvík. Það liggur fyrir að Breiðdalsvík mun fá úrlausn úr þeim potti. Hvort við aukum hann í framtíðinni verður tíminn að leiða i ljós, en ég tel að það komi vel til greina." Guðjón Atlason, Reykjavík: Hver er afstaóa Framsóknarflokks- ins til mannréttindamála útlendinga á íslandi, sérstaklega innflytjenda- fjölskyldna. „Við teljum okkur skylt að tryggja mannréttindi þeirra sem flytja til landsins. Við tökum á móti fólki ekki síst til að það geti notið eðlilegar mannréttinda og okkur er beinlínis skylt að að gera það í sam- ræmi við mannréttindasáttmála SÞ og það er stefna stjórnvalda." Jóhann Sigurðsson, Reykjavík: Hver er óskastjórn þín eftir kosning- ar og gœtiröu hugsaö þér aö starfa með Samfylkingunni? „Minn flokkur gengur óbundinn til þessara kosninga og við höldum öllum dyrum opnum. Ég er hins vegar ekki tilbúinn að fallast á mjög mikið af því sem Samfylkingin kem- ur fram með í efhahags- og atvinnu- málum. Ég er þeirrar skoðunar að ef stjómað yrði á þeim nótum þá yrði hér samdráttur og stöðnun og atvinnuleysi myndi aukast á nýjan leik. Ég er ekki tilbúinn að standa að því. Við viljum fyrst og fremst starfa á ábyrgan hátt.“ Hafsteinn Jónsson, Reykjanesi: Vill Framsóknarflokkurinn afnema sjómannaafsláttinn? „Nei, það hefur verið fjallað um það á okkar flokksþingum og það hafa slíkar skoðanir komið fram en niðurstaðan orðið sú að viðhalda þeirri sátt sem varð við sjómenn í þessum málum, m.a. í erfiðum kjarasamningum.“ 100% nýting Jón Amarson, Reykjavík: Er Framsóknarflokkurinnfylgjandi því aö maki geti nýtt skattaafslátt hins makans að fullu í staö 80% í dag? „Já, við höfum ályktað um það lengi og það er enn þá í okkar stefhuskrá fýrir þessar kosningar. Þetta kostar ekki mjög mikið, um 400 milljónir og ég tel að það sé ekki miklum erfíðleikum bundið þegar breytingar verða næst á sköttum að breyta þessu.“ Breytingar kvótakerf- is Hreiðar Sigmarsson, Reykja- vík: Þú ert einn af höfundum kvót- ans. Finnst þér ekki mál aö linni og aö lagfœra þurfl kerfiö eitthvaö svo staöir eins og Breiödalsvík og Seyóis- fjöróur fari ekki í auðn af því aó kvótinn safnast stööugt á fœrri hend- ur? „Ég er oft spurður spumingar sem þessarar og það er oft litið á mig sem þann sem skapaði þetta kerfi. Það er nú of mikið sagt. Að því hafa komið mjög margir og m.a. allir stjórnamálaflokkar í landinu nema Kvennalistinn. Það má segja að nánast á hverju einasta ári hafa átt sér stað einhverjar breytingar. Menn hafa gert þetta til að leita sem mestra sátta um málið. Við komum til með að gera breytingar á kerfínu eftir því sem menn telja unnt á hverjum tíma og að séu til hóta. Sumar þær breytingar sem gerðar hafa verið í nafni sátta hafa ekki all- ar verið til gagns. En þessa braut verða menn að feta áfram. Ég held að það sé ofsagt að með því að Hafsteinn Jónsson, Reykjanesi: Hver er stefna Framsóknar varðandi aðild aö Evrópusambandinu? „Við teljum mikilvægt að það sé opin umræða um þessi mál og það sé skylda stjórnmálamanna að taka þátt í þeirri umræðu. íslendingar eiga mikilla hagsmuna að gæta gagnvart ESB, ég hef sem utanríkis- ráðherra átt í góðu samstarfl við ESB og staðið fyrir því að auka tengslin við það, m.a. með Schengen-samningnum. Auðvitað skiptir mestu máli hvernig samn- ingum við gætum náð og eins og mál standa í dag er ólíklegt að við myndum ná samningum um sjávar- útvegsmál sem þjónuðu okkar hags- munum. Okkur ber hins vegar að fylgjast vel með þróun þessara mála.“ Einar Björnsson, Seltjarnar- nesi: Samkvœmt lögum um al- mannatryggingar frá 1935 þá miðuö- ust tryggingareglur viö einstaklinga en hjón eru skert um 66%. Eru þetta ekki brot á stjórnarskrá og mann- réttindum? „Nei, þetta eru ekki brot á stjórn- arskránni, en það er hins vegar e.t.v. annað með jafnréttissjónar- mið. Hugmyndin með almanna- tryggingakerfinu er fyrst og fremst að hjálpa þeim sem þurfa þess með. Þess vegna eru bætur skertar til þeirra sem hafa meiri tekjur en aðr- ir til að nýta bætur sem best. Ég er þeirrar skoðunar að þessi skerðing gangi oft og tíðum út í öfgar. Það liggur ljóst fyrir að þegar næstu breytingar verða á almannatrygg- ingum þá mun það mjög verða uppi á borðum að draga úr skerðingu bótanna. En það má aldrei ganga það langt að verið sé að hjálpa þeim sem hafa miklar tekjur." því. Komugjöldin era í sjálfu sér ekki stór liður eða 400 milljónir og það er virkt endurgreiðslukerfi til þeirra sem minna mega sín. Þetta er alltaf spuming um forgangsröðun. Það kostaði 400 mifljónir að hækka grunnlífeyri elli- og örorkulífeyris- þega síðast og við verðum alltaf að vega og meta hvort peningunum sé ekki betur varið til slíks, þ.e. að bæta hag þeirra sem minnst mega sín.“ Benedikt Kristjánsson, Hafnarfirði: Hvaö finnst þér um aö fangelsismála- kerfiö er búiö aö sleppa Franklín Steiner úr og stytta refsivist hans? „Ég þekki ekki til þess máls en veit að fangelsis- málayfirvöld hafa heimild- ir til að stytta refsivist manna eftir að þeir hafa afplánað hluta af sínum dómi og um það gilda al- mennar reglur. Ég treysti mér hins vegar ekki að dæma um þetta tiltekna mál. Ég þekki ekki nægi- lega til þess.“ Elías Stefánsson, Reykjavík: Viö erum aöilar aö stríósátökum á Balkanskaga. Er hœgt aö tryggja ör- yggi íslenskra borgara ef Serbar grípa til hermdarverka í ríkjum Atl- antshafsbandalagsins í hefndar- skyni? „Það er aldrei algjörlega hæ'gt að tryggja öryggi borgara í neinu ríki fyrir slíkum aðgerðum. Hins vegar hefur Atlantshafs- bandalagið rætt þessi mál ítarlega og í nýrri stefnu þess er gert ráð fyrir því að auka baráttuna gegn hryðjuverkum og glæpa- starfsemi og útbreiðslu fikniefna. Þessar aðgerðir í Júgóslavíu era af mannúð- arástæðum, til þess að hjálpa bágstöddu fólki og það liggur alveg fyrir að þegar í slíkar aðgerðir er farið þá fylgir því einhver áhætta." Stefán Arnarson, Dalvík: Ef viö œttum ríkisbankana sjálfir og þeir hafa haft svipaöar tekjur og undan- farin ár, er þá skynsamlegt að selja þá? „Við myndum sjálfsagt vilja selja þá ef við fengjum nægilega hátt . verð fyrir þá. Það er nú venjulega með viðskipti að þau eru spurning um verð, og verð mótast mest af því hverjar eru líklegar framtíðartekj- ur. Eignir eru lítils virði ef þær gefa lítinn arð og litlar tekjur í framtíð- inni, en ef má vænta mikilla tekna af þeim þá hefur það áhrif á verðið. Markmið stjórnvalda í sambandi við fjármálamarkaðinn hlýtur að vera að tryggja almenningi og fyrir- tækjum fjármagn á lágu verði og sem besta þjónustu fyrir sem lægst verð. Sem betur fer hefur tekist að undanfórnu að lækka vexti verulega v og það er það sem skiptir mig og þig mestu máli.“ Vorkenni Sverri Harpa Sigurðardóttir, Aust- fjörðum: Sverrir Hermannsson hef- ur sakaö þriöjung þingmanna um aó vera aöilar aö kvótabraski og þig sérstaklega. Hverju svararöu slíku? „Ég kenni í brjósti um Sverri Hermannsson. Ég er nú staddur hér í Homafirði og fyrir 30 árum stofn- uðu hér þrír dugmiklir einstakling- ar útgerðarfyrirtæki og vora þar faðir minn, bróðir og einn skip- stjóri. Þeir hafa verið duglegir sjó- menn og fyrirtækið hefur verið nokkuð traust. Þeir hafa nú gengið * til samstarfs við tvö fyrirtæki á staðnum og er mikil ánægja með það hér á Hornafirði að þetta sam- starf skuli hafa tekist og að þetta fólk reyni allt sem það getur til að halda þessum veiðiréttindum hér á staðnum og halda þar með uppi vinnu fyrir fólkið. Mér finnst það vera afar undar- legt að Sverrir skuli nota tækifærið til að ráðast sérstaklega á mína fjöl- skyldu. Ég veit ekki betur en að bróðir Sverris, sem er mikill dugn- aðar- og athafnamaður, Gísli Her- mannsson, sé í stjórn LÍÚ og mér dettur ekki í hug að ásaka Sverri vegna þess. Það er leitt til þess að vita að menn séu að reyna að færa stjórnmálin upp á þetta plan.“ Aðalsteinn Rúnar Björnsson, Reykjavfk: Nú hefur fólksflótti af landsbyggöinni veriö stöóugur, œtliö þiö aö snúa þessari þróun viö? „Við teljum það mjög mikilvægt en síðan er spurningin alltaf hvort okkur takist það. Við höfum gripið til aðgerða til að jafna aðstöðu fólks, aukið framlög til samgöngumála og einnig starfsemi ríkisins í sambandi við atvinnuþróunarmál. Það eru áform um að byggja upp stóriðju úti á landi og allt þetta gæti haft mikil áhrif. Ég tel hins vegar mikilvægt að menn ræði þessi mál með já- kvæðari hætti en verið hefur. Of mikið er talað um kostina við að búa í Reykjavík og gallana við að búa úti á landi, en i umræðuna vantar kostina við að búa úti á landi og gallana við að búa í Reykja- vík. Það er nú svo að hver er sinn- ar gæfu smiður og hamingjan er ekki búsett í Reykjavík." Jón Halldórsson, Reykjavík: Getur þaó, aö ekki sé útlit fyrir aó stóriója komi á Austurland, veriö skýringin á fylgistapi ykkar þar? „Ég held að engin slík einfóld «- skýring sé til. Það er ekki búið að kjósa og ég hef orðið var við það á ferðum mínum hér að Framsóknar- flokkurinn hafi hér sterka stöðu og ekki þurfi að hafa miklar áhyggjur af þessu. Þetta hefur þó ekki hjálp- að til. Okkur ber að taka tillit til umhverfismála en við verðum að muna að þessi mál snúast líka um byggðir og ekki síst um fólk. Stór- iðja á Austurlandi er engin forsenda fyrir byggð en hún er möguleiki sem menn sjá að gæti orðið að veru- leika. Ég heyri talsmenn Samfylk- ingar sérstaklega í Reykjavík segja I að fara þurfi í „annað" og „eitt- hvað“, en þær atvinnugreinar eru því miður ekki til. Við verðum að vera raunsæ og nota þau tækifæri sem við teljum að geti orðið okkur til góðs.“ -SÁ/KJA/aþ/ JBP/hlh

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.