Dagblaðið Vísir - DV - 01.06.1999, Blaðsíða 4
4
ÞRIÐJUDAGUR 1. JÚNÍ 1999
Fréttir
Réttarhöld í máli átta skipverja af Hvítanesinu fóru fram í Hafnarfirði í gær:
„Saklausum" skip-
stjóra gerð ábyrgð
- fyrir allt það magn sem enginn annar skipverja kannast við að eiga.
Tveir af fjórum Pólverjum af Hvítanesinu ganga inn í Héraðsdóm Reykjaness
í gær. Fjórði maðurinn fór til Póllands áður en lögreglan náði að yfirheyra hann.
DV-myndir Sveinn
Sú einkennilega staða er upp kom-
inn í smyglmálinu um borð í flutn-
ingaskipinu Hvítanesi í Hafnarfirði
fyrir skömmu er sú að skipstjórinn -
maður sem kom um borð í skipið í
síðustu höfn ytra - er látinn sitja
uppi með ákæru á hendur sér fyrir
mikið magn af áfengi sem aðrir skip-
í DÓMSALNUM
verjar hafa ekki viðurkennt að hafa
átt. Því er ljóst talið að maðurinn -
sem í raun er alls ekki talinn sekur
um smygl sem slíkt - á miðað við
ákæru yfir höfði sér sektir upp á vel
á aðra milljón króna. Það sem
ákæruvaldið hefur gert í málinu er
að ákæra skipstjórann og gera hann
ábyrgan aðila á meðan aðrir um
borð viðurkenna ekki að vera eig-
endur að smyglinu. Dómarinn mun
skera úr um hvort þetta stenst.
Um borð í Hvítanesi fundust um
1.100 lítrar af sterku áfengi og 240
lítrar af 96 prósent spíra. Játningar
hafa hins vegar ekki fengist fyrir
rúmum 300 lítrum af áfengi og öllum
spíranum.
“Ég er alveg saklaus af þessu máli
og kom þama hvergi nærri. Ég er
ekki ábyrgur og kom um borð í skip-
ið í síðustu höfn. Þess vegna vissi ég
ekkert hvað var í skipinu. En ég geri
mér grein fyrir ábyrgð minni í stöðu
skipstjóra," sagði skipstjórinn í rétt-
arhaldinu í gær.
Einn skipverji var
ekki yfirheyrður
Skipstujórinn og lögmaður hans
vörpuðu fram þeirri staðreynd að
einn af Qórum pólskum skipverjum
um borð í skipinu hefði ekki verið
yfirheyrður vegna smyglmálsins.
Hann hefði verið farinn utan þegar
lögreglurannsóknin hófst. Verjand-
inn sagði að hlutlæg ábyrgð geti ekki
hvílt á skjólstæðingi hans á meðan
rannsókninni í málinu hefði verið
áfátt. í raun var því látið að því
liggja að þess yrði freistað að fá
fjórða Pólverjann í yfirheyrslu.
Likur eru á að mál skipstjórans
verði klofið frá öðrum ákærðum
mönnum í málinu - sjö aðrir skip-
verjar eru ákærðir, þar af þrír Pól-
verjar sem einnig mættu fyrir dóm-
inn í gær. „Klofningurinn" mun
skýrast betur í dag. Málið stendur
því einfaldlega þannig aö sjömenn-
ingarnir viðurkenna allir sínar sekt-
ir og eiga von á niðurstöðu og dóm í
sínum máli eins og í hefðbundnum
játningamálum - það er tiltölulega
ágreiningslausum réttarhöldum.
Örn Clausen telur ekki vænlegt til
árangurs að senda mikið eftir fólki til
Póllands í yfirheyrslur á íslandi.
„Nema við gerum árás,“ sagði hann.
Jafnvel er búist við að dómur gangi
í þeirra máli á næstu 2-3 dögum.
Sektir þeirra verða að líkindum sam-
tals á þriðju milljón króna.
Mál skipstjórans er allt annars
eðlis - mál þar sem í raun
blásaklausum manni - er gert að
gangast í skipstjórnarlega ábyrgð
fyrir ótollafgreiddum varningi um
borð í fari hans. Þetta er greinilegt
prinsippmál. Verði málið klofið
þurfa Pólverjarnir þrír sem hér eru
staddir hins vegar að líkindum að
fresta för sinni til heimalandsins þar
sem þeir verða að bera vitni í máli
skipstjórans. Farbann yfir þeim var
framlengt til 14. júní í gær.
Við sækjum ekki
menn til Póllands
Um þær vangaveltur að „sækja“
fjórða Pólverjann og yfirheyra hann,
sagði Örn Clausen, verjandi þriggja
landa hans: „Ég held að við sækjum
ekki marga menn til Rússlands og
Póllands. Ekki nema við gerum inn-
rás,“ sagði lögmaðurinn.
Samkvæmt heimildum DV eru
ekki miklar líkur taldar á að þess
verði freistað að fá umræddan Pól-
verja til landsins. Samkvæmt frá-
sögn fulltrúa sýslumannsins í Hafn-
arfirði, sækjandans í málinu, var
framburðm- annarra sakborninga á
þá leið að umræddur Pólverji sem
lögreglan náði ekki að yfirheyra
hefði ekki tekið þátt í smyglinu.
Aðeins einn af framangreindum
sjömenningum af Hvítanesinu gerði
örlítinn ágreining um efni ákænmn-
ar. Honum er gefinn að sök tilraun
til smygls á 49,5 lítrum af áfengi „í
söluskyni". „Ég viðurkenndi aldrei
hjá lögreglu að hafa ætlað að selja
þetta,“ sagði hann og benti svo á að
áfengið hefði átt að vera til einka-
nota. Rökstuðningur hans var ein-
faldur: Hann drekkur mjög gjarnan
áfengi. Reyndar væru líka afmæli
framundan. Það var létt andrúms-
loftið í réttarsalnum þegar maðurinn
gerði grein fyrir afstöðu sinni til sak-
arefnanna.
Stjórnarsáttmálinn
- breyta fyrirkomulagi fasteignagjalda þannig
að skattstofninn endurspegli raunverðmæti fast-
eigna, án þess þó að sú endurskoðun leiði til
minni tekna fyrir sveitarfélög
- halda áfram einkavæðingu rikisfyrirtækja án
þess þó að ákveðið sé að selja Landssímann
- efna til víðtæks samstarfs við bændur um
hagræðingu í greininni án þess þó að draga úr
hlut bænda í niðurgreiðslum og styrkjum hins
opinbera
- skapa þjóðarsátt um fiskveiðistjómunarkerf-
ið án þess þó að breyta núverandi kerfi
- efla náttúruvernd með þvi að skapa sátt um
skynsamlega nýtingu auðlinda til orkufram-
leiðslu
- heija hvalveiðar án þess þó að hefja hvalveið-
ar strax
- halda upp á þúsund ára kristnitöku á næsta
ári
- auka hagvöxt og sparnað og laun og velferð
og atvinnu með markvissum hætti, með aðgerð-
um sem ekki stofna stöðugleikanum í hættu
- vera góð við alla
- ná árangri fyrir alla
- taka tillit til sérstakra stefnumála flokkanna
með það fyrir augum að efna þau, þegar tækifæri
gefst tU, í samræmi við það meginmarkmið að
þau raski ekki öðmm áformum ríkisstjórnarinn-
ar um að hrinda stefnumálum sínum í fram-
kvæmd.
Dagfari
Ríkisstjórn Sjálf-
stæðisflokks og Fram-
sóknarflokks mun
vinna áfram í anda
þeirra meginsjónar-
miða sem lýst er i
stefnuyfirlýsingum
þessara sömu flokka
síðastliðin fjörutiu ár.
Sérstök áhersla verður
lögð á að treysta undir-
stöður velferðar og
framfara og tryggja
þann stöðugleika sem
ríkt hefur frá því að
þessir tveir flokkar
tóku að sér að stýra
þjóðarskútunni.
Til að það megi
takast þarf eftirfarandi
að gerast:
- að Qölga í ríkis-
stjórn
- hækka laun alþing-
ismanna
- draga úr launa-
skriði á almennum markaði
- lækka skatta en gæta þess að ríkissjóður
verði ekki afgreiddur með halla
- lækka skuldir ríkissjóðs án þess þó að draga
úr þjónustu hins opinbera
- auka sparnað landsmanna með því að auka
kostnaðarvitund þeirra. Það verður meðal ann-
ars gert með hækkun á tryggingariðgjöldum sem
verða við það að breyta skaðabótalögum
- draga úr mismunun innan skattakerfisins og
lækka jaðarskatta án þess þó að það hafi áhrif á
tekjur ríkissjóðs
Ó, Jón ...
Stuðningsmenn Samfylkingarinn-
ar eru óðum að ná sér eftir heldur
dræmt gengi í kosningunum í síð-
asta mánuði. Næg verkefni eru fyr-
irsjáanleg þar sem stofnun jafnaðar-
mannaflokks og
samþjöppun liðsins
er væntanlega ofar-
lega á blaði. Á
þessum vettvangi
hefur nokkuð ver-
ið horft til Ingi-
bjargar Sólrún-
ar Gísladóttur
sem leiðtogaefnis
fyrir Samfylkinguna í kosningum
að Qórum árum liðnum. En það er
horft til fleiri en borgarstjórans. Að-
dáendur Jóns Baldvins Hanni-
balssonar, sendiherra í Was-
hington, þreytast seint á að koma
sínum manni inn í umræðuna.
Benda þeir réttilega á að hann sé
hálfnaður með sendiherratímabilið
vestra og muni snúa aftur, endur-
nærður og fullur orku, til að hrista
liðið saman fyrir kosningar ...
Að kunna reglurnar
Þeir sem horföu á útsendingu frá
leik íslands og Sviss í handboltan-
um gátu ekki annað en skemmt sér
yfir viðbrögðum
Þorbjörns Jens-
sonar landsliðs-
þjálfara í leikslok,
þegar útlit var
fyrir að íslend-
ingar kæmust
ekki áfram í
Evrópukeppn-
inni. Hundelti hann
dómarana um allt með skömmum
og kvartaði yfir því að hafa ekki
fengið heimadómara eins og hinir.
En betur fór en á horfðist. Eftir
mikla rekistefnu kom í ljós að ís-
lendingar höfðu þrátt fyrir allt
komist áfram og allir gátu farið
heim glaðir. Þessi málalok leiða
hugann hins vegar að því hvort
þjálfararnir ættu ekki að setja sig
betur inn í reglurnar og enn frem-
ur hvort íslendingar hefðu kannski
átt að vera með í öðrum keppnum
en setið heima þar sem enginn
kunni reglurnar...
Jeltsín er hér
Mikið umrót hefur verið í starfs-
mannahaldi Hafnarfjarðarbæjar frá
því nýr meirihluti tók þar við völd-
um undir forustu
Magnúsar Gunn-
arssonar bæjar-
sfjóra. Nú síðast
var félagsmála-
stjóra og aðstoð-
arfélagsmála-
stjóra sagt up
störfum og var
þeim gert að rýma
borðin sin ekki seinna en i gær. Frá
því nýr meirihluti tók við völdum
hafa hafa fimm háttsettir starfs-
menn Hafnarfjarðarbæjar fengið að
taka pokann sinn. Hér skal ekki lagt
mat á réttmæti þessara aðgerða en
gárungar í Firðinum litu til austurs
í kjölfarið og gáfu nefndum Magn-
úsi nafnbótina Jeltsín...
Hnémeiðsl
Það heto ekki farið fram hjá
þeim sem fylgjast með fótboltanum
að Valsmenn hafa ekki riðið feitum
hesti frá viðureign-
um sinum og er
falldraugurinn
þegar farinn að
valda leikmönn-
um, stuðnings-
mönnum og
þjálfaranum,
Kristni Bjöms-
syni, martröð. En það er nú einu
sinni þannig i fótbolta að óvildin í
garð andstæðinganna er oft meiri
en ástin á eigin liði. Þannig gætu
hnémeiðsl farið að gera vart við sig
meðal leikmanna og stuðnings-
manna Vals, ekki vegna átaka í
iþróttinni heldur vegna bænastunda
þar sem æðri máttarvöld eru beðin,
náðarsamlegast að koma i veg fyrir
að íslandsmeistaratitillinn fari í
vesturbæinn...
Umsjón: Haukur L. Hauksson
Netfang: sandkorn @ff. is