Dagblaðið Vísir - DV - 01.06.1999, Blaðsíða 10
10
ennmg
ÞRIÐJUDAGUR 1. JUNI 1999
Ballettdansmærin Mette Bodtcher, ein af myndum danska Ijósmyndarans Johns R. Johnsens á sýn-
ingunnl í Hafnarborg.
Nakin í rými,
berfætt á sviði
- spjall við dönsku ballettdansmeyna Mette Bodtcher
Konunglega leikhúsið í Kaup-
mannahöfn hýsir þrjár list-
greinar: leikhús, óperu og
ballett. Inn í móttökuna bak-
dyramegin liggur stöðugur straumur af
fólki og hefur gestur sem þar stendur og
bíður gaman af að reyna að ráða í hvaða
grein hver og einn stundi í húsinu. Þeir
sem koma inn með breiðu brosi og eiga
heiminn, horfa í augun á hverjum manni
í móttökunni og vænta þess að hann sé
að biða eftir þeim - það eru áreiðanlega
óperusöngvararnir. Þeir sem eru svolítið
lotnir í herðum, tuskulega klæddir, úfn-
ir um hárið og hugsi á svip eða beinlínis
viðutan - þeir gætu verið leikarar. En
ballettdansarana er enginn vandi að
þekkja úr hópnum. Fyrir það fyrsta eru
þeir mun laglegri en annað fólk og svo er
eitthvað sérkennilega meinlætalegt við
þá sem ekki einkennir aðra listamenn.
Blaðamaður DV gerir þessar mannfræði-
legu athuganir meðan hann bíður eftir
viðmælanda sínum, Mette Bodtcher,
sólódansara við Konunglega danska ball-
ettinn, í tilefni af þvi að tíu dansarar úr
ballettinum heiðra ísland með heimsókn
sinni i næstu viku og halda tvær dans-
sýningar í Þjóðleikhúsinu 2. og 3. júni.
Ég hef aldrei séð Mette á sviði en er ekki
í neinum vafa þegar hún kemur inn í er-
ilinn í móttökunni. Hún er undurfrið en
hefur líka þetta meinlætalega yfirbragð,
þvengmjó þrátt fyrir vöðvana, hárið
sleikt aftur og tekið í hnút í hnakkanum.
Við hlaupum upp á fimmtu hæð af þvl
lyftan er biluð - hún fer létt með þaö - og
setjumst í sófa í stóru og björtu þakher-
bergi. Tíminn er naumur, það er aðalæf-
ing á eftir á nýrri ballettsýningu sem
frumsýnd verður kvöldið eftir og Mette
er ekki alveg rótt.
75 nektarmyndir
Ég spyr fyrst hvers vegna þau séu á
leið til íslands og hún segir mér að upp-
haflega hafi hún verið beðin að koma ein
til að dansa á ljósmyndasýningu með
myndum af henni sjálfri sem verði opn-
uð í Hafnarborg 2. júní kl. 16. Þær tók
Daninn John R. Johnsen sem er víð-
kunnur fyrir ljósmyndir slnar. „Hann
var þá ljósmyndari Konunglega leikhúss-
ins og spurði mig einn daginn hvort ég
væri til í að dansa fyrir hann í stúdíói og
leyfa honum að taka af mér myndir,"
segir Mette. „Mér fannst hugmyndin í
sjálfu sér spennandi en hann vildi að ég
dansaði nakin svo að það tók mig ansi
langan tíma að gera upp við mig hverju
ég ætti að svara. Loks féllst ég á að reyna
og eftir tilraunamyndatöku sló ég til.“
John myndaði Mette við upphitun-
aræfingar og auk þess dansaði hún fyrir
hann Arabadansinn úr Hnotubrjótnum,
frjálsan dans og dans með spegli. Þau
unnu að þessu verkefni smám saman á
nokkrum árum og Mette fannst alltaf
erfitt að ná að slaka á eftir löng hlé. „Það
varð að ríkja alger trúnaður milli okk-
ar,“ segir hún. „En yfirleitt var þetta ekk-
ert stórmál, myndirnar eru hálflýstar og
ég var alltaf á hreyfingu og það sem kom
út úr þessu var mjög gott, fannst mér. En
einkennilegt var að fara á sýninguna hér
heima og sjá sjálfa sig í öllum stærðum
kviknakta á yfir 70 myndum - og sumar
í yfirstærð!“
Danskir dansarar
víðförlir
Sýningin Krop i erobret rum - sem hér
heitir Líkami í föngnu rými - var fjölsótt í
Kaupmannahöfn og hefur síðan farið víða,
meðal annars til Madrid, Brussel og Pól-
lands, og næst fer hún sem sagt til Hafnar-
fjarðar. En Mette fannst ekki nóg að fara ein
til íslands og stakk upp á því við flokkinn að
þau færu nokkur í hóp og sýndu dans á ís-
landi. Því var vel tekið og ætlar hópurinn
bæði að sýna nútímadans og klassískan ball-
ett, meira að segja einn ballett sem er sam-
bland af hvoru tveggja. Þetta er dans eftir
Peter Martins við fiðlukonsert Samuels Bar-
bers sem dansaður er af fjórum dönsurum,
tveimur klassískum og tveimúr nútima-
dönsurum. Fyrst dansa pörin saman inn-
byrðis en síðan skipta þau um dansfélaga og
Mette sagði að útkoman væri afar skemmti-
leg. Að öðru leyti er aðeins einn nútímaleg-
ur ballett á dagskránni, það er Mette sjálf
sem dansar berfætt við negrasálma spor eft-
ir Alvin Ailey. Klassísku dansarnir eru eftir
19. aldar danshöfundinn August Bournon-
vUle en stór hluti af hefð Konunglega danska
ballettflokksins eru dansar hans og ekki síst
þeir sem hafa skapað ballettflokknum heims-
nafn.
Þegar ég spurði Mette hvar hún mundi
raða flokknum sinum á heimsvísu hló hún
vandræðalega og sagðist alls ekki þora að
gera það. „En við förum víða og það er fylgst
vandlega með okkur. Dansarar frá okkur fá
tilboð hvaðanæva og verða stjörnur hjá
stærri flokkum," segir hún og hristir höfuð-
ið yfir þessum pælingum.
Sjálf lærði hún við ballettskóla Konung-
lega leikhússins frá því hún var 10 ára og
dansaði með flokknum í þrjú ár eftir loka-
próf. Þá bauðst henni staða við dansflokk
Johns Neumeiers í Hamborg og þar var hún
í fjögur ár. Af hverju ekki lengur? „Af því að
flokkurinn dansar eiginlega eingöngu verk
eftir Neumeier sjálfan og þó að mér finnist
gaman að dansa nútímadans þá hafði ég
fengið klassíska menntun og langaði til að
nota hana. Þess vegna kom ég aftur heim.“
Rauða þráðinn vantar
Síðan hún flutti heim á ný hefur hún eign-
ast mann, Gert Henning Jensen tenórsöngv-
ara, sem einnig starfar við Konunglega leik-
húsið, og soninn Emil sem er tveggja ára.
„Nú hef ég allt,“ segir hún ánægð, „góða
vinnu, góð hlutverk og góða fjölskyldu - er
hægt að biðja um meira?" Ég spurði Mette á
hvaða leið ballettflokkurinn væri eða hvort
hann stæði í stað og hún sagðist vona aö
hann væri á góðri siglingu inn í framtíðina.
„En því er ekki að leyna að hér hafa verið
miklir erfiðleikar undanfarin ár vegna tíðra
mannaskipta í stjórn flokksins," segir hún.
„Ballettmeistarinn sem nú er, Marina
Gielgud - fyrsta konan sem ég hef unnið hjá
- hefur verið ballettmeistari í tvö ár en
henni hefur ekki gengið vel og hún er búin
að segja upp. Það ríkir mikil spenna í hópn-
um eins og er af því að 8. júni - rétt eftir að
við komum frá íslandi - verður tilkynnt
hver verði nýr ballettmeistari. Við vitum
ekki einu sinni hverjir sækja um starfið því
langflestir báðu um nafnleynd.
En þrátt fyrir þessa erfiðleika hefur flokk-
urinn ekki staðið í stað,“ ítrekar Mette. „Það
er alltof margt hæfileikafólk í honum til
þess, fólk sem er í stöðugri þróun. En það
hefur vissulega vantað rauða þráðinn í þessa
þróun og við höfum verið dálítið öryggis-
laus, óviss um okkur. Okkur hreinlega
hungrar eftir ró og styrkri hendi sem er fús
til að vera með okkur lengi."
Að lokum hvatti Mette alla til að þyrpast
í Þjóðleikhúsið til að sjá danskan ballett -
jafnvel þótt þeir þyrftu að sofa í svefnpokum
á gangstéttinni í nokkrar nætur til að fá
miða! Prógrammið er spennandi og meðal
dansaranna eru auk Mette sú snjalla Silja
Schandorff og Johan Kobborg sem hefur þeg-
ið tilboð frá Konunglega ballettinum í
London og verður stjama þar næsta leikár.
-SA
Framsetning óvæntra
áreita
Við opnun sýningar á verkum Karels
Appels á Kjarvalsstöðum var veittur
styrkur úr Listasjóði Guðmundu S.
Kristinsdóttur frá
Miðengi. Þennan
sjóð stofnaði Erró
til minningar um
frænku sína sem
| alla tíð var helsta
stoð hans og stytta
á íslandi. Er hon-
: um ætlað að efla og styrkja listsköpun
* kvenna. Fyrsti styrkþeginn úr þessum
sjóði Vcir Ólöf Nordal myndhöggvari.
í þetta sinn hlaut styrkinn Finna
Bima Steinsson (á mynd ásamt Haraldi
Haraldssyni) sem í verkum sínum leggur
til grundvallar forsendur hugmyndalist-
ar og umhverfislistar. Einhverjir muna
sjálfsagt eftir tilraun hennar til að telja
og merkja Vatnsdalshóla eða gróðursetja
þúfur fýrir utan Kjarvalsstaði. í álits-
f gerð sjóðstjómar segir : „í verkum sín-
um beinir Finna Birna sjónum okkar að
3 samþættingu fortiðar og nútíðar í fagur-
: fræðilegri framsetningu óvæntra áreita
er grípa athygli okkar og vekja menn til
umhugsunar." Um árabil sat Finna
Birna einnig í Menningarmálanefnd
Reykjavíkur.
Stjóm sjóðsins skipa forstöðumenn
Listasafns Reykjavíkur, Listasafns ís-
| lands og Listasafnsins á Akureyri.
Ég lít í anda liðna tíð
Eitt af ástsælustu tónskáldum þjóðar-
innar, Sigvaldi Kaldalóns (1881-1946),
starfaði sem læknir í Nauteyrarhéraði
við ísafjarðardjúp um tíu ára skeið en
þar er einmitt aö finna Kaldalónið sem
hann kenndi sig við. Á þessu tímabili
samdi hann mörg af þekkt-
ustu lögum sínum.
Nú hafa aðdáendur og af-
komendur tónskáldsins tek-
ið sig saman um að reisa
honum minnisvaröa að Sel-
eyri við Kaldalón, með
Drangjökul sem bakgrunn.
Páll Guðmundsson mynd-
listarmaður frá Húsafelli vinnur að gerð
þessa minnisvarða, sem er höggmynd af
Sigvalda í fullri stærð þar sem hann sit-
ur við flygil sinn. Steinninn sem Páll
notar til verksins er engin smásmíði,
einir 2,30 metrar á breidd og 1,80 á hæð
og vegur um tíu tonn.
Eins og nærri má geta er kostnaðar-
samt að láta gera og flytja minnisvarða
af þessari stærð og því hefur verið
ákveðið að efna til sérstakra styrktartón-
leika í Víðistaðakirkju í Hafharfirði ann-
að kvöld, miðvikudag, kl. 20.30. Fram
koma Bergþór Pálsson, Signý Sæmunds-
dóttir, Garðar Cortes og Anna Margrét
Kaldalóns. Við píanóið er Ólafur Vignir
Albertsson og kynnir er Júlíus Vífill
Ingvarsson borgarfulltrúi.
Af dæmdri ást
Það er ekkert lát á tónleikum hér á
suðvesturhominu, þótt vor sé í lofti og
i kvöldin svo björt að menn verða viðþols-
lausir innandyra. Sigilður Jónsdóttir
I messósópran og Anha Snæþjörnsdóttir
píanóleikari halda tónleika í sal Tónlist-
! arskólans á Akranesi í kvöld kl. 20.30 og
{ endurtaka þá í Hafnarborg, Hafnarfirði,
j 4. júní kl. 20.30. Þær
stöllur hafa sett saman
afar metnaðarfulla efnis-
skrá sem snýst um
„dæmda ást“ og er þar
velt upp „mörgum hlið-
um þeirrar ástar sem
ekki fær leyfi til að lifa
og baráttunni við að
halda lífi í voninni". Við
sögu koma elskendurnir
Rómeó og Júlía, Orfeifur og Evridís og
fjöld óhamingjusamra ungra stúlkna, en
í lokin verður sungið lag Hjálmars H.
( Ragnarssonar (á mynd) Yfirlýsing, við
l texta Magneu J. Matthíasdóttur, sem
' segir af „bláköldu ástar-uppgjöri sjálf-
| stæðrar nútímakonu". Meðal annarra
tónskálda á efnisskránni em Atli Heim-
ir Sveinsson, Brahms, Gounaud,
Schubert, Fauré, Mozart og Gluck.
Umsjón
Aðalsteinn Ingólfsson