Dagblaðið Vísir - DV - 01.06.1999, Blaðsíða 36

Dagblaðið Vísir - DV - 01.06.1999, Blaðsíða 36
FRETTASKOTI0 SÍMINN SEM ALDREI SEFUR Hafir þú ábendingu eöa vitneskju um frétt, hringdu þá í síma 550 5555. Fyrir hvert fréttaskot, sem birtist eöa er notaö í DV, greiöast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotiö í hverri viku greiöast 7.000. Fullrar nafnleyndar er gætt. Viö tökum viö fréttaskotum allan sóiarhringinn. 550 5555 ÞRIÐJUDAGUR 1. JÚNÍ1999 Ekki tilefni stórhækkana „Skaðabætur vegna líkamstjóns hafa hækkað að undanfomu, bæði hvegna lagabreytinga og einnig vegna þess að laun hafa hækkað undan- farin ár. Ég tel hins vegar að því fari fjarri að vá- tryggingafélögin hafi sýnt fram á að þau þarfnist af þessum tilefnum þeirrar gríðarlegu hækkunar á tryggingaiðgjöldum sem þau hafa nú ákveðið," segir Jón Steinar Gunnlaugsson, hæstaréttar- lögmaður um 35-40% hækkanir bíla- tryggingum. „Mörg undanfarin ár hafa trygg- ingafélögin safnað gríðarlegum fiár- hæðum í skaðabótasjóði sem vaxið írdiafa með hverju ári. Bendir það til þess að afkoma greinarinnar hafi verið betri en reikningar þeirra hafa sýnt,“ sagði Jón Steinar. -hlh Evrovision: Alvarlegt ef lagið er stolið Christine Marchal, yfirumsjónar- (^maður Eurovisionsöngvakeppninnar, "*sagði við DV í morgun að vissulega væri það mjög alvarlegt mál kæmi það á daginn að sænska vinningslag- ið hefði ekki verið frumsamið. Hún sagði að það mundi hins vegar taka einhvem tíma að skera úr um hvort fregnir um slíkt ættu við rök að styðjast. „Við verðum að kanna þetta til hlítar. Við getum ekki bara trúað því sem kemur fram í fjölmiðlum. Reyndar er ég ekki viss um að þessar fregnir séu réttar. Sam- kvæmt minní reynslu hefði það upp- ,^|götvast fyrr ef lagið hefði ekki verið frumsamið,“ sagði Christine Marchal. Hún sagði á hinn bóginn að ef sænska lagið reyndist ekki frum- samið yrði gripið til aðgerða. -Ótt Fyrsti laxinn DV, Borgarfirði: Fyrsta laxi sumarsins var landað í morgun af Kristjáni Guðjónssyni, formanni stangaveiðifélagsins. Norðurá er fyrsta áin sem er opnuð og er þar enn mjög kalt. Kristján náði að næla sér í 15 punda hrygnu. Hann barðist við hana í 40 mínútur. -G.Bender/hvs ] ’ss m v \\ Sc* •":.<&*«£ m p ií-. { ; á'-"" \ f\. r i i ' iv I ir 1 »1 j jfl * r /J Halldór Björnsson t hópi félagsmanna Eflingar á stéttinni framan viö Áburöarverksmiöjuna í Gufunesi í morgun. Honum var meinaður aðgangur aö verksmiðjunni til aö funda meö sínum félagsmönnum. DV-mynd S Áburðarverksmiðjan: Eflingu bannaour aðgangur „Við munum ekki láta þessa ósvífnu framkomu eigenda Áburðar- verksmiðjunnar yfir okkur ganga,“ sagði Halldór Bjömsson, formaður stéttarfélagsins Eflingar, í samtali við DV á stéttinni framan við skrifstofu- byggingu Áburðarverksmiðjunnar í Gufúnesi í morgun. Halldór hugðist halda fund með starfsmönnum verk- smiðjunnar sem eru félagsmenn í Efl- ingu en var meinaður aðgangur að húsnæðinu í morgun. Hann hélt því fundinn með sínum mönnum á stétt- inni framan við húsið. Ástæða fundarins er sú að fjórum Eflingarmönnum, vaktavinnumönn- um, hefur verið sagt upp störfum hjá Áburðarverksmiðjunni en vélstjórar eiga að sögn Halldórs að yfirtaka störf þeirra. „Við teljum þetta ský- laust brot á þeim forgangsrétti sem við höfum til starfanna vegna þess að vélstjóramir eru ekki inni í gildandi vinnustaðasamningi. Verksmiðjan er auk þess að stefna öllu öryggi i voða vegna þess að hér er efnaverksmiðja sem þarf fulla gæslu,“ segir Halldór. -SÁ ^ Embættismenn í Hafnarfirði reknir og aðrir ráðnir: Akveðnar hreinsanir - segir Valgerður Halldórsdóttir bæjarfulltrúi Mikillar óánægju gætir vegna uppsagna á fimm af æðstu embættis- mönnum Hafnarfiarðarbæjar í kjöl- far skipulagsbreytinga meirihluta bæjarstjórnar. Umræddum embætt- ismönnum hefur ekki verið gefinn kostur á öðru starfi hjá bænum né vinnu við verkefni á vegum hans. Þeim hefur verið sagt upp með allt niður í tveggja daga fyrirvara, þá hafa þeir mátt taka saman pjönkur sínar og fara heim. Þessar tilfæring- ar, þ.e. starfslokasamningar, ráðn- ingar nýs fólks í störf hinna o.s.frv., kosta bæjarsjóð þegar á fiórða tug milljóna króna, að sögn Valgerðar Halldórsdóttur, bæjarfulltrúa minni- hlutans í bæjarstjórn Hafnarfiarðar. Margir viðmælenda DV i gær settu þá skoðun fram að skipulagsbreyt- ingar meirihlutans væru fólgnar í að breyta starfsheitum og segja tiltekn- um starfsmönnum upp og ráða nýja. Marta Bergmann, félagsmálastjóri Hafnarfiarðarbæjar síðan 1987, er ein þeirra fimm sem meirihlutinn hefur látið fiúka. Henni var tilkynnt síðdegis sl. fimmtudag að staða hennar hefði verið lögð niður með skipulagsbreyrtingum sem sam- þykktar hefði veriðí bæjarstjóm og bæjarráði. Síðan var henni lesið uppsagnarbréf. „Þessi túlkun á nýsamþykkttun skipulagsbreytingum, að leggja stöðu félagsmálastjóra niður, kom mér gjörsamlega á óvart og ég efast um réttmæti slíkrar aðgerðar," sagði Marta, sem kvaðst ekki vilja tjá sig frekar um málið á þessu stigi. Aðrir sem hafa verið látnir fara síðan nýr meirihluti bæjarstjórnar tók við stjórnartaumum í Hafhar- firði eru Þorsteinn Steinsson fiár- málastjóri, Jóhannes Kjarval skipu- lagsstjóri, Helgi Númason endur- skoðandi og Einar Ingi Magnússon aðstoðarfélagsmálastjóri. Hinn síð- astnefndi fékk sama uppsagnarfrest og Marta og átti að yfirgefa vinnu- staðinn í gær. Árni Þór Hilmarsson hefúr verið ráðinn í stað Mörtu. „Eg hef grun um að þarna séu ákveðnar hreins- anir, því þeir hafa ekki get- að tilgreint neinar ástæður fyrir uppsögnum fólksins, aðrar en skipulagsbreyting- ar. Það er meðhöndlað eins og sakamenn," sagði Val- gerður Halldórsdóttir. Hún sagði að bæjarstjóri hefði aldrei borið á móti að „hreinsanirnar" kostuðu um 40 milljónir. Biðlaun vegna þeirra þriggja sem fyrst var sagt upp hefðu verið um 17 milljónir, skv. svörum bæjarráðs. Biðlaun vegna Mörtu og Einars Inga yrðu um 10 milljónir. Á sama tíma hefðu nýráðn- ingar í stöðumar kostað um 10 milljónir króna og auglýsing- ar eftir fólki og ráðgjöf vegna ráðn- inganna kostað um 3 milljónir. Var- lega áætlað færi fiárhæðin vegna þessa í 40 milljónir. Marta Bergmann pakkaði saman á skrifstofu sinni í gær. Aöspurö hvaö hún hygðist taka sér fyrir hendur kvaðst hún ekki vita það nú en vera opin fyrir góðum tilboöum. DV náði ekki í Magnús Gunnars- son bæjarstjóra né Þorstein Njáls- son, formann bæjarráðs, vegna máls- ins. -JSS Veðrið á morgun: Skúrir á Suður- og Vesturlandi Á morgun verður austan- og suðaustanátt, víðast 3-5 m/s. Dá- litlar skúraleiðingar, einkum á Suðurlandi en einnig á Vestur- landi. Norðanlands og austan verður úrkomulaust og skýjað með köflum. Hiti verður á bilinu 3 til 10 stig, einna svalast á annesj- um norðan- og austanlands. Veðrið 1 dag er á bls. 45. Tölur viö vindörvar sýna vindhraða í metrum á sekúndu. STÓRSÝNING Bíla- og búvélasýningar ingvars Helgasonar og Bílheima um landið Á morgun miðvikud. 2. júní Varmahlíð................ 9-12 Sauðárkrókur............ 14-17 Ketilás (búvélasýning).. 19-21 Siglufjöróur (bílasýning).. 19-21 Bflheimar ehf. ScevarholOa 2a ■ Slmi S2S 9000 www.bilheimar.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.