Dagblaðið Vísir - DV - 01.06.1999, Blaðsíða 16
FUAOK CYAN uaabmt*
16
ÞRIÐJUDAGUR 1. JUNI1999
veggi án leyfis.
Svo mikil fíkn
Úðað
Litirnir úr úðabrúsunum mynda smátt og
smátt heild á veggnum. Graffiti er ævafornt
fyrirbæri þótt upphaflega hafi það verið
frábrugðið þeim myndum sem skreyta veggi
nútímans. Refsingar geta legið við að úða á
Nokkrir veggir í vesturbænum
státa af myndum eftir Orra.
Myndir eftir hann má þó finna
víðar. Hann er á hönnunarbraut í Iðn-
skólanum í Reykjavík. „Svo sér mað-
ur til hvað verður; hvort maður fari í
MHÍ eða grafíska hönnun."
Graffiti kom inn í lif Orra fyrir
þremur árum. „Ég fékk bakteríuna í
gegnum vini mína. Það er ekki mögu-
legt að hætta þegar maður hefur gert
þetta einu sinni. Þetta er svo mikil
fíkn. Ég get ekki beðið í langan tima
án þess að mála neitt. Ég sæki í þetta
endalaust. Þetta er líka svo skemmti-
legur heimur að það er ótrúlegt. Það
er alltaf eitthvað að gerast; einhver
aksjón og slúður í gangi.“
Hann segir líka skemmtilega
spennu í kringum graffíti. „Menn
verða að prufa þetta fyrst áður en þeir
geta farið að pæla í þessu. Það er leið-
inlegt hvað þetta er lítið viðurkennt.
Að þessi list er að stóru leyti byggð á
stöfum gerir hana ekkert síður merki-
legri en aðrar. Það er ótrúlegt hvað
gaman er að leika sér með þessa
stafi.“ Stafimir sem hann talar um
era yfirleitt aðalatriðið í myndunum.
„Ég geri alltaf mismunandi verk úr
sömu stöfunum."
Orri er spurður um áherslur í verk-
unum. „Ég geri eitthvað sem mig
langar að gera; bý til einhverja sér-
staka mynd sem ég fila. Mér finnst
innfyllingar í stöfum skipta miklu
máli en þá era stafirnir fylltir á
ákveðinn hátt. Hugmyndin er að ýkja
stafi rosalega en þeir veröa samt að
meika sens og halda einkenni sínu.“
Oft er abstrakt mynstur í myndunum.
„Svo eru stundum hip-hop tengdir
karakterar í þeim. Eða apar. Ég ein-
beiti mér þó mest að stöfum og þróa
minn eigin stíl.“ -SJ
Vill gleðja augað
„íslenskt graffiti kemur harla spánskt fyrir sjónir, slitiö úr félagslegu og menningarlegu samhengi líkt og stuzzi-
klæðnaðurinn og Malcolm X lambhúshetturnar."
DV-mynd Teitur
Ævafornt fyrirbæri
Hann er titlaður hönnuður í
símaskránni. Hann er hins
vegar ómenntaður sem slíkur
en vinnur við að hanna vefsíður.
Áður var hann virkur í graffitiheim-
inum en minna fer fyrir þeirri virkni
i dag. „Ég ætla ekkert að missa þetta
niður,“ segir Steinar V. Pálsson.
Hann kvittar undir myndimar með
nafninu Sharq. „Ég hef áhuga á að
graffa í framtíðinni. Seinna langar
mig til að fá aðstöðu þar sem ég get
málað á striga."
Hann kveðst hafa verið tólf ára
gutti þegar hann byrjaði að spreyja á
veggi. „Ég skoðaði fyrst veggi sem
eldri strákar höfðu gert og reyndi að
komast yfir blöð og bækur um
graffiti. Síðan kynntist ég strákum
sem voru að gera þetta og fór að
spreyja með þeim. Mér fannst þetta
spennandi. Þetta voru fallegir litir,
falleg form og fullt af orku. Þetta höfð-
aði bara til uppreisnargjarns ung-
lings.“ Hann segist hafa fengið fullt af
útrás við listsköpunina.
Fyrst spreyjaði hann á staði þar
sem ekki mátti spreyja og var því
málað jafnharðan yfir myndimar.
„Ég var svolítið blindur á eignir ann-
arra. En ég geri þetta ekki í dag. Ég
lyfti varla hendinni nema ég sé beð-
inn um það.“
í myndunum hans eru fígúrur og
stafir. „Ég spreyja allan fjandann sem
mér dettur í hug.“ Hann hefur m.a.
spreyjað á veggi tískuvöruverslana,
klúbba, skemmtistaða, kaffihúsa og
félagsmiðstöðva. „Bara you name it.“
Við listsköpunina leggur hann
áherslu á að gleðja augað. „Gleðja
annað fólk. Þetta er oftast nær haft
eins geggjaö og maður kemst upp
með.“ Hann segir að graffarar séu upp
til hópa hálfgeggjaðar fígúrur. -SJ
Graffiti er ævafomt fyrir-
bæri. ítalska orðið er
„graffito" og þýðir að rista
eða rispa. „Forn-Egyptar máluðu á
veggi og veggjamálun var einnig
algeng i Róm til forna en þessi
grein náði hápunkti á endurreisn-
artímanum með Michelangelo,"
segir Hannes Sigurðsson listfræð-
ingur. „Veggjakrot er náttúrlega
ótækt orð yfir þá iðju að mála á
veggi þótt margt af því sé pár.“
Það var ekki fyrr en eftir síðari
heimsstyrjöld sem myndlistar-
menn fóru að beina sjónum sínum
að graffiti sem lengst af hefur til-
heyrt utangarðsfólki. „Sumir, eins
og Diego Rivera, tóku upp á því að
mála á veggi. Hins vegar létu flest-
ir sér nægja að verða fyrir inn-
blæstri. Menn þóttust hafa fundið
hið upprunalega, einhvers konar
nútímalegt afsprengi hellamál-
verksins. í þessum hópi voru
kappar á borð við CY Twomly,
Antoni Tapies, abstrakt ex-
pressjónistinn Jackson Pollock og
Jean Dubuffet sem bjó til hugtakið
art brute (hrá list) og hreif m.a.
einn af okkar mönnum, Kristján
Davíðsson."
Stóra graffitibylgjan í listaheim-
inum stóð stutt yfir. Hún hófst í
New York á miðjum áttunda ára-
tugnum og reis hæst í verkum
Keiths Hearings og Jeans Michel-
Basquiat rétt áður en verðbréfa-
markaðurinn sprakk á Wall
Street.
„Svo virðist sem samfélagið leiti
eftir einhverju villtu og frum-
stæðu í góðæri en reyni að koma
hlutunum aftur í snyrtilega röð og
reglu strax og fer að halla undan
fæti. Þessi uppsveifla er nefnilega
samstlga annarri þróun sem var
nýja málverkið, nýi expressjón-
isminn eða villta málverkið eins
og Þjóðverjar kölluðu það og við
fórum ekki varhluta af. Basquiat
var götustrákur sem gerði sér það
til dundurs að spreyja á veggi þeg-
ar honum var skyndilega kippt
inn í gallerí og hann gerður að
ofurstjörnu."
Tilkoma spreybrúsanna mark-
aði tímamót í sögu graffiti en þeir
urðu ekki algengir í verslunum
fyrr en í byrjun áttunda áratugar-
ins. Grafflti tengist yfirleitt óald-
arflokkum, einkum innflytjendum
I Los Angeles og New York sem
eru að merkja sér yfirráðasvæði.
„íslenskt graffiti kemur þess
vegna harla spánskt fyrir sjónir,
slitið úr félagslegu og menningar-
legu samhengi líkt og Stuzzi-
klæðnaðurinn og Malcolm X lamb-
húshetturnar. Þetta var aðferð
ungra fátækra blökkumanna til að
skapa sér séreinkenni, hluti af að-
skilnaðarstefnu þeirra. Á hinn
bóginn er ekkert nema gott eitt
um graffiti að segja ef vel er að
verki staðið. Yfirvöld bæði hér
heima og erlendis hafa í seinni tíð
heimilað graffitilistamönnum að
vinna með ákveðna veggi. Það er
hins vegar hætt við því að þar
með fari frumkrafturinn fyrir lít-
ið.“
-SJ