Dagblaðið Vísir - DV - 01.06.1999, Blaðsíða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 01.06.1999, Blaðsíða 9
ÞRIÐJUDAGUR 1. JÚNÍ 1999 9 Utlönd Kosningasjóöur Afríska þjóöarráðisins: Hundruð milljóna frá Gaddafi Líbýuleiðtoga Stjórnarflokkurinn í Suður-Afr- íku, Afríska þjóðarráðið, hefur þeg- ið hundruð milljóna króna í kosn- ingasjóð frá Gaddafi Líbýuleiðtoga, að því er kemur fram í netútgáfu sænska blaðsins Dagens Nyheter. Samkvæmt upplýsingum frá stofn- uninni South African Institute for International Affairs hefur Afríska þjóðarráðið fengið um 15 milljarða íslenskra króna frá leiðtogum í ólýðræðislegum ríkjum og þar sem alvarleg mannréttindabrot hafa ver- ið framin. Leiðtogi Lýðræðisflokksins í Suð- ur-Afríku, Tony Leon, segir Afríska þjóðarráðið misnota aðstöðu sína. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Lí- býa gefur Afríska þjóðarráðinu fé. Þegar Winnie Mandela, fyrrverandi eiginkona Nelsons Mandela forseta, var ákærð fyrir aðild að morðinu á Stompie, 14 ára pilti sem fannst myrtur árið 1989 eftir að hafa verið heittur ofbeldi á heimili Winnie, greiddu Líbýa og Svíþjóð máls- kostnaðinn. Litið er á stuðning Gaddafis við Afríska þjóðarráðið sem lið í aukn- um áhuga hans á að komast til áhrifa í Afríku. Gaddafi er sagður orðinn þreyttur á að vera ekki tek- inn alvarlega í samfélagi araba. Nelson Mandela segist ekki yflr- gefa þá sem studdu Afríska þjóðar- ráðið í baráttunni gegn stjórn kyn- Nelson Mandela, forseti S-Afríku, biðlaði til hvítra kjósenda í gær. Fyrrverandi eiginkona Mandela, Winnie, lýsir því yfir í sjónvarpsviðtaii að hjónaband þeirra hafi verið blekking. Símamynd Reuter þáttaaðskilnaðarstefnunnar. í kosningaræðu í gær hvatti Mandela hvíta íbúa Suöur-Afríku til að einangra sig ekki með því að kjósa smáflokka. Litlu flokkarnir gagnrýna Afríska þjóðarráðið fyrir að hafa ekki tekist að bæla niður of- beldi og bæta efnahaginn. Mandela skoraði einnig á alla félaga í Afríska þjóðarráðinu að styðja Mbeki vara- forseta sem taka á við forsetaemb- ættinu eftir kosningamar á morg- un. Samtímis því sem kosningabar- áttan stóð sem hæst í gær láku út fréttir af viðtali ABC-sjónvarps- stöðvarinnar við Winnie Mandela sem birt verður í Bandaríkjunum í kvöld. íviðtalinu segir Winnie að hjónaband hennar og Nelsons Mandela hafi verið blekking og fæð- ing dætra þeirra tveggja tilviljun. Winnie sakar einnig fyrrverandi eiginmann sinn um að hafa yfirgef- ið dætur þeirra tvær þegar hann skildi við hana árið 1996. Mandela sagði fyrir skilnaðardómstólnum að eftir að hann var látinn laus 1990 eftir 27 ára fangelsisvist hefði Winnie aldrei komið inn í svefnher- bergi þeirra á meðan hann var vak- andi. Mandela kvæntist Graca Machel, fyrrverandi forsetafrú Mósambik, á áttræðisafmæli sínu í fyrra. Skýrslunni um færeyskt sjálf- stæöi seinkar Nefnd sem skipuð var til að fara ofan í kjölinn á sambandi Færeyja og Danmerkur með aukna sjálf- stjórn eyjanna að markmiði verður ekki tilbúin með hvítbók sína, eða skýrslu, þann 10. júní, eins og áform- að var. Högni Hoydal, varalögmaður Færeyja og ráðherra sjálfstæðis- mála, segir að þess í stað sé gert ráð fyrir að nefhdin ljúki störf- um 1. september í haust. Hann undirstrikar þó að það þýði ekki að samsvarandi frestun verði á áformum stjómarinnar um full- veldi. Seinkunina má að hluta til rekja til langvinnra verkfalla í Færeyjum í mars siðastliðnum. Þá hefur nefnd sem kanna átti þýðingu beins fiárstuðnings Danmerkur við Færeyjar fyrir færeyskt efnahagslíf beðið um lengri frest til að skila af sér. Hvítbókin verður tekin til umræðu í færeyska lögþinginu í september. Að því búnu ætlar landstjómin að hefia samninga- viðræður við stjórnvöld í Kaup- mannahöfn, í samræmi við sam- þykktir þingsins. Alls starfa sextíu manns í þremur nefndum við að skýra samband ríkjanna tveggja. Ein nefndin skoðar fiárhagsstuðn- ing Dana og þýðingu hans, önn- ur fiallar um stjórnunarleg tengsl landanna og þriðja nefnd- in skrifar hvítbókina sjálfa. Grand Cherokee Laredo '95, ek. 62 þús. km.Ásett verð 2.590.000. Tilboðsverð 2.390.000. Volvo 460 GLE '94, ek. 80 þús. km. Ásett verð 990.000. Tilboðsverð 890.000. Grand Cherokee Llmited '93, ek. 160 þús. km.Verð 2.200.000 Tilboðsverð 1.850.000 Opel Astra GL '97, ek. 47 þús. km. Ásett verð 1.090.000. Tilboðsverð 990.000. Cherokee Limited '91, ek. 150 þús. km. Ásett verð 1.290.000. Tilboðsverð 1.100.000. Peugeot 306.'98, bílaleigubíll, 5 d., ek. 30 þús. km. Ásett verð 1.190.000. Tilboðsverð 1.090.000. Plymouth Voyager 4x4 '93, ek. 95 þús. km. Ásett verð 1.790.000. Tilboðsverð 1.590.000. Peugeot 306. '98, bílaleigubíll, 4 d., ek. 30 þús. km. Ásett verð 1.190.000. Tilboðsverð 1.080.000. MMC Space Wagon 4x4 '93, ek. 120 þús. km. Ásett verð 1.230.000. Tilboðsverð 1.090.000. Mazda 626 '92, ek. 83 þús. km. Ásettverð 1.090.000. Tilboðsverð 830.000. Chrysler Saratoga '91, ek. 83 þús. km. Ásett verð 690.000. Tilboðsverð 590.000. Mazda 323 '89, ssk. Ásett verð 360.000. Tilboðsverð 290.000. BMW 518 i '90, ek. 93 þús. km. Ásett verð 990.000. Tilboðsverð 850.000. Peugeot 309 '92, ek. 93 þús. km. Ásett verð 490.000. Tilboðsverð 390.000. Peugeot Boxer sendill, turbo, dísil, '97, ek. 45 þús. km. Ásett verð 1.850.000. Tilboðsverð 1.750.000. Ford Transit pallbíll '95, dísil, ek. 60 þús. km. Ásett verð 1.490.000. Tilboðsverð 1.290.000. Bjóðum hagstæð lán til allt að 60 mán. IVEXTIR FRÁ 5%| Þú getur líka fengið Visa- eða Euro- raðgreiðslur. Opið virka daga frá kl. 9-18, laugardaga frá kl. 13-17. sunnudaga frá 13-16. F U NYBYLAVEGUR 2 • SIMI 554 2600 • OPIÐ VIRKA DAGA 9-18

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.