Dagblaðið Vísir - DV - 01.06.1999, Blaðsíða 23

Dagblaðið Vísir - DV - 01.06.1999, Blaðsíða 23
ÞRIÐJUDAGUR 1. JUNI 1999 35* DV Sviðsljós Kara Noble spæld yfir að vera ekki boðið í brúðkaup Sophie og Játvarðs: Seldi nektarmyndina til að ná fram hefndum Kara Noble ætlaði ekki að láta Sophie Rhys-Jones komast upp með að bjóða henni ekki í brúðkaup þeirra Játvarðs prins í sumar. Kara skyldi ná fram hefndum. Og það tókst henni með því að selja bresku æsiblaði ber- brjósta mynd af prinsessunni tilvon- andi, henni og konungsQölskyldunni allri til sárrar armæðu. Breska slúðurblaðið People greindi frá þessu á sunnudag og hafði eftir kokki nokkrum, Andrew Nunn, sem Kara tældi upp í rúm með sér og sagði frá öllu í hita ástarleiksins. „Hún var foxill yfir því að henni skyldi ekki hafa verið boðið. Hún vildi ná fram hefndum," sagði Andrew kokkur í viðtali við People. Bresku æsiblöðin eru þó ekki sam- mála um raunverulega ástæðu þess að Kara ákvað að selja myndina af Sophie þar sem sést í annað brjóstið á henni. Sunday Mirror hélt því fram á sunnudag að Kara hefði selt myndina til að eiga fyrir skuldum, en ekki til að hefna sín á henni, eins og People og aðrir fjölmiðlar höfðu haldið fram. Mirror greindi frá því að Kara skuldaði rúmlega eina milljón í skatt og hefði farið meira en þijú hundruð þúsund krónur fram úr á heftinu. Myndina seldi hún hins vegar fyrir meira en tíu milljónir króna. Vinir Köru sögðu Mirror að stúlk- an hefði átt 1 hinu mesta basli með að greiða af glæsiíbúð sinni i Lundúnum og að hún hefði lifað langt um efni fram. Hún mun meira að segja hafa lýst því fyrir einum vina sinna hvem- ig hún þurfti að berjast með kjafti og klóm til að losa sig við eldri skatta- Ætlaði Kara Noble sér að eyðileggja framtíðarhamingju Sophie Rhys-Jones og skuld upp á þrjár milljónir króna. En Játvarðs prins með því að selja nektarmyndina eða var hún bara að redda sér núna er hún atvinnulaus og komin til úr fjárhagskröggum? Ameríku. Gwynnie lætur vel að Benny Sundur, saman, sundur, sam- an. Enginn virðist vita hvort skötuhjúin Gwyneth Pal- trow og Ben Affleck eru enn saman eða hvort þau eru bara góðir vin- ir, eins og þau segja sjálf frá. Frægir slúðurdálkahöfundar í Ameríku leiöa að því getum að Gwynnie og Benny séu enn sam- an og byggja það á því að stúlk- an hefur látið vel að piltinum norður í Kanada þar sem hann er að leika í kvikmynd um jóla- ræningja og annað illþýði. Pernilla var stjörnuóstyrk Sænska kvikmyndaleikkonan Pernilla August viðurkennir að hafa verið dálítið óstyrk þegar hún átti að leika móður Darths Vaders í nýjustu Stjörnustríös- myndinni hans Georges Lucas- ar. Annars var hún mjög lukku- leg með hlutverkið. „Þetta var lítið hlutverk en mikilvægt," segir Pernilla Aug- ust himinlifandi. Breska ofurfyrirsætan Naomi Campbell brá sér til Líbanons um helgina og tók þar þátt í tískusýningu í höfuðborginni Beirút. Naomi sýndi meðal annars þetta fallega demantabrjóstahald eftir líbanska hönnuðinn Paolo Banja. Charlotte vill gifta sig strax Charlotte Nilsson, sigur- vegarinn í Evrópsku söngvakeppninni, hefur í nógu að snúast þessa dag- ana. Hún fór beint til Jórdaníu eftir keppnina á laugardagskvöld vegna gerðar sænsks sjónvarps- þáttar. Á morgun heldur Charlotte til London þar sem hún kemur fram í sjónvarps- þætti og ræðir við enskan plötuút- gefanda sem hún hefur þegar gert samning við. Hún segir samninginn góðan og vonast náttúrlega til að græða. En helst af öllu langar hana bara til að stússa í þvottahúsinu núna og slappa af. Og þó. Það er eitt sem Charlotte myndi heldur vilja gera. Og það er aö gifta sig. Strax í dag. Og eignast hrúgu af krökkum. Kærast- inn hennar, Nicola Ingrosso, var með henni í heila viku í Jerúsalem. Hann fór einnig með til Jórdaníu en ætlar að sitja heima þegar Charlotte fer til Evrópu til þess að ræða frekari samningagerðir. Charlotte er söngkona sænsku danshljómsveitarinnar Wisex og ætlar að syngja með henni á laugardaginn. George Michael hjálpaði Geri úr kreppunni Fyrrverandi Kryddpían Geri Halliwell segir í júníhefti tímaritsins US Magazine að það hafi verið George Michael sem hafi huggað hana í fyrra þegar þegar hún yfirgaf Kryddpíurnar. Michael veit sjálfur hvernig það var að vera einangraður. Hann hafði verið gómaður á opinberu salerni vegna ósæmilegrar hegðunar. „Ég var einmana og hann sýndi mér mikla hlýju,“ segir Geri í viðtalinu. Blaðberar óskast Grafarvogur: Álfaborgir Vaettaborgir Dofraborgir Dvergaborgir Vesturbær: Kvisthagi Tómasarhagi Ægisíða Breiðholt: Hólahverfi Holtin: Bolholt Skipholt Stangarholt Stórholt Upplagður göngutúr fyrir heimavinnandi. Sumar á Suðurlandi. Skemmtun og afþreying fyrir alla fjölskylduna er meðal þess efnis sem Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir, biaðamaður DV, ætlar að fjalla um í aukablaði um Suðurland. Auglýsendum er bent á aö hafa samband viö Gústaf Kristinsson, sími 550 5731, netfang: gk@ff.is eða “ Selmu Rut Magnúsdóttur, sími 550 5720, netfang: srm@ff.is pöSurlaSi Miðvikudaginn 9. júní mun aukablað um Suðurland fylgja DV.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.