Dagblaðið Vísir - DV - 01.06.1999, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 01.06.1999, Blaðsíða 14
14 ÞRIÐJUDAGUR 1. JÚNÍ 1999 Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaöur og útgáfustjóri: SVEINN R. EVJÓLFSSON Framkvæmdastjóri og út^áfustjóri: EVJÓLFUR SVEINSSON Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ÓLI BJÖRN KÁRASON Aðstoðarritstjóri: JÓNAS HARALDSSON Auglýsingastjóri: PÁLL ÞORSTEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift: ÞVERHOLTI11, 105 RVÍK, SÍMI: 550 5000 FAX: Auglýsingar: 550 5727 - RITSTJÓRN: 550 5020 - Aðrar deildir: 550 5999 GRÆN númer: Auglýsingar: 800 5550. Áskrift: 800 5777 Stafræn útgáfa: Heimasíða: http://www.skyrr.is/dv/ Vísir, netútgáfa Frjálsrar fjölmiðlunar: http://www.visir.is Ritstjórn: dvritst@ff.is - Auglýsingar: auglysingar@ff.is. - Dreifing: dvdreif@ff.is AKUREYRI: Strandgata 25, sími: 462 5013, blaðam.: 462 6613, fax: 4611605 Setning og umbrot: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Filmu- og plötugerð: ÍSAFOLDARPRENTSMIÐJA HF. - Prentun: ÁRVAKUR HF. Áskriftarverð á mánuði 1900 kr. m. vsk. Lausasöluverð 170 kr. m. vsk., Helgarblað 230 kr. m. vsk. DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgialds. Heybrókaþjóð Biskup hefur sett séra Örn Bárö Jónsson af sem ritara kristnihátíðamefndar í kjölfar bréfs frá forsætisráðherra um fræga smásögu Amar, „íslenska fjallasölu hf.“, og bætir gráu ofan á svart með orðhengilshætti um, að hann hafi ekki vikið Erni úr ritarastarfinu. Biskupinn hefur með þessu sýnt landlægan undir- lægjuhátt, sem einkennir marga þá, sem þurfa að eiga samskipti við forsætisráðherra, enda virðist sá síðar- nefndi fremur en ekki hvetja til slíkrar framgöngu, svo sem sjá má af nótuskrifum hans í ýmsar áttir. Eins og aðrir íslendingar á biskupinn erfitt með að gera greinarmun á eðlilegum boðskiptum í lýðræðisþjóð- félagi og tilskipunum þeim, sem einvaldskonungar gáfu út fyrir nokkrum öldum. Eins og margir aðrir skelfur hann, þegar hann heyrir forsætisráðherra nefndan. í gær birtist í DV lesandabréf frá íslendingi, sem hef- ur búið þrjá vetur í Bretlandi og nefnir ýmis dæmi um misjafnt stjórnarfar hér og þar. Endar hann grein sína á orðunum: „íslendingar geta lært mikið af Bretum, því þeir búa við lýðræði í flestum greinum.“ Við búum við stjórnskipan, sem við höfum ekki unnið fyrir eða ræktað, heldur fengið flutta inn. Bretar eru and- stæða okkar að þessu leyti. Þeir ræktuðu með sér lýð- ræði á löngum tíma í baráttu við konungsvaldið og fluttu það síðan með sér til annarra enskumælandi ríkja. Norðurlandabúum, öðrum en íslendingum, hefur tek- izt öðrum þjóðum betur að tileinka sér lýðræði og haga sér eftir innihaldi þess. Það sést bezt af því, að ráðherr- ar taka ábyrgð á ráðuneytum sínum og segja af sér, ef ráðuneytið verður uppvíst að gerræði. Hér segir enginn af sér, enda ber enginn ábyrgð á neinu. í stað réttra boðleiða er stjórnað með símtölum og nótum að hætti forsætisráðherra. Þetta hentar þjóð, sem er ekki mynduð af frjálsum borgurum, heldur þegnum, sem skríða hver um annan þveran fyrir yfirvaldinu. Bráðum verður gengið fram hjá góðum umsækjendum um starf forstjóra flugstöðvarinnar á Keflavíkurvelli. Þá verður stýrimennska hjá stórfyrirtækjum og alþjóða- stofnunum einskis metin í samanburði við flokksskír- teini annars, sem á skattsvik og skjalafals að baki. Hin séríslenzka útgáfa lýðræðis er eins konar ráð- herralýðræði, þar sem tíu eða tólf smákóngar eru ein- ræðisherrar hver á sínu sviði, framleiða út og suður til- skipanir, svonefndar reglugerðir, og láta hagsmunaaðila viðkomandi sviðs reyna að keppa um hylli sína. Þetta endurspeglast í þeim þáttum atvinnulífsins, sem tengdust eru ríkiskerfinu. Þannig færði stjórn Kaupfé- lags Þingeyinga Kaupfélagi Eyfirðinga mjólkursamlag á silfurfati, þótt sala þess á frjálsum markaði hefði hindr- að umtalsvert Qárhagstjón þingeyskra bænda. í öllum tilvikum komast stórir og smáir kóngar upp með það, sem þeir eru að gera, af því að íslendingar eru upp til hópa heybrækur, afkomendur fólks, sem kynslóð- um saman var kúgað af sýslumönnum og stiftamtmönn- um og var síðan gefið frelsi á dönsku silfurfati. Ef brezkir ráðherrar og aðrir áhrifamenn höguðu sér eins og íslenzkir starfsbræður, yrðu hreinlega uppþot þar í landi. Hér muldra menn í barm sér, en gera ekkert í málinu og kjósa síðan kúgara sína aftur á fjögurra ára fresti. Spillingin er þjóðinni sjálfri í blóð borin. Þegar biskupinn fær skjálfta af lestri orðsendingar frá stórkónginum og tekur að sér skítverk fyrir hann, er hann aðeins að fylgja fordæmi þrælaþjóðarinnar. Jónas Kristjánsson Þýska þjóðin varð að gjalda brölts Hitlers dýru verði, lýðræðisríkin hjálpuðu þeim í uppbyggingu og iýðræðisstarfi. Ætli að það verði ekki eins í Serbfu og Kosovó? í rústum í Belgrad. Nagar níðhöggur í Gylfaginningu segir að þriðja rót asks Yggdrasils, (trés lífsins), sé (g)nöguð af Níð- höggi. Svo er einnig í lýðræðisríkjum; þau lifa með frels- inu og þola það að rætur þess séu nag- aðar af andstæðing- um lýðræðisins, dýrkendum alræð- isafla. Stöðug um- ræða um málefni samtímans og gagn- rýni er nauðsynleg og holl í meira lagi; enda er hún eitt af einkennismerkjum lýðræðis. Naflaskoðun er nauðsyn- leg öllum lýðræðisstofnunum, einnig Nato. Þáttaskil Stríðsglæpadómstóll UN í Haag gaf 27.5. út ákæru á hendur Milocevic forseta ásamt fjórum öðrum æðstu embættismönnum Serbíu fyrir glæpi í Kosovo. Til stendur að fara einnig nánar ofan í stríðsglæpi Serba í Króatíu og Bosníu, en fyrir liggja nokkrar ákærur á hendur mönnum eins og Karadcic og Mladic fyrir glæpi i Srebrenica og víðar. Talið er að 200 þúsund manns hafi týnt lífi í Bosníu og stór hluti þeirra hafi orðið þjóðernishreinsunum að bráð. Sameinuðu þjóðirnar brugðust hrapallega í þeirri deilu (M.Neumann menntamálaráð- herra Þýskalands, Spiegel 18. 1999). Þá stóð Milocevic uppi sig- urreifur eftir Daytonfundinn. Hann telur sig geta leikið sama leikinn nú. Það er engin furða að sumir vilji að sami háttur verði nú við hafður. Rússneska utanríkis- ráðuneytið og Tsjemomyrdin bmgð- ust ókvæða við dómin- um. „Vesturveldin áttu ekki að gera þetta. Það gerir samninga alla erfiðaril" Eiga ekki dómstólar að vera sjálf- stæðir? Þetta minnir á hóp íslenskra alþingis- manna, sem mótmæltu kvótadómi Hæstaréttar i árslok 1998 vegna þess að þeir töldu hann ganga gegn lands- byggðinni! Eftirleiðis verða væntanlega allir sem sekir eru ákærðir af dómstóli UN, hvort sem það kynni að hafa einhverja pólitíska þýðingu eða ekki. Guði sé lof. 60 þjóðarmorð hafa verið framin síð- an 1945. Sagnfræðingar og háifir slíkir Samúð okkar er köld gagnvart fjarlægu volæði (E.Gibbon). Sumir sagnfræðingar eða í þykjustu slík- ir, hafa að undanfornu reynt að árétta ýmis grimmdarverk unnin gegn Serbum með því að nefna, að þeir hafi verið reknir út úr Krajina í Króatíu, en þó án þess að skýra frá verknaði þeirra sjálfra í Vucovar og víðar. Dómar í stríðs- glæpum eiga ekki að fara eftir manngreiningaráliti. Með því að minnast á Ústhasja I Króatíu (fas- istahreifing) eða ýkja þýðingu Þjóðverja 1941 og síðar í vanda- málum á Balkanskaga nú, gefa menn ekki út nein sakleysisvott- orð fyrir Serba eða auka samúð með þeim. Ekki verður betur séð en að Milocevic sjálfur og stuðnings- menn hans séu nú mestu þjóðem- isfasistamir á Balkanskaga, til tjóns fyrir alla og ekki síst Albana og Serba sjálfa. Stórserbiufasismi er búinn að geysa allt of lengi. Því miður þekkist engin önnur leið til að bæla niður grimmúðug alræðis- völd en að úthella blóði, sem bitn- ar ekki síst á saklausum almenn- ingi. Þýska þjóðin varð að gjalda brölts Hitlers dýru verði; en það voru lýðræðisríkin sem síðar hjálpuðu þeim í uppbyggingu og lýðræöisstarfi. Ætli að það verði ekki eins í Serbíu og Kosovo. Er samúðin pólitísk? Sumir hafa skrifað heilu blaða- greinarnar eða fleiri i einskærum æsingi út af sprengiárásum án þess að votti fyrir samúð með Al- bönum; það er eins og finna megi fnykinn af dekri á gömlum og úr- eltum alræðiskerfmn svo og hug- myndafræði. Gunnar Eyþórsson blaðamaður telur sig vita út í hörgul hvernig mál standa á Balkanskaga og hvernig þeim lyktar! „Dómarinn" í leiknum er nánast búinn að flauta leikinn af. Nato er búið að tapa! Daginn eftir að síðasta kjall- aragrein hans birtist dró yfirdóm- arinn í Haag upp rautt spjald fyr- ir Milocevic. Stríðið á Balkanskaga nú er að vissu leyti eins og skák. Menn geta í byijun valið upphafsleiki, en svo á andstæðingurinn alltaf leik á milli og þá breytast áætlanir. Nato hefur markmið en ekki ákveðna leikjaröð í huga og hjá lýðræðis- stofnunum taka áætlanir stöðug- um breytingum. Það er styrkleiki en ekki veikleiki. Jónas Bjarnason Kjallarinn Jónas Bjarnason efnaverkfræðingur „Sumir hafa skrifað heilu blaða- greinarnar eða fleiri í einskærum æsingi út af sprengiárásum án þess að votti fyrir samúð með Albönum; það er eins og finna megi fnykinn af dekri á gömlum og úreltum alræðiskerfum svo og hugmyndafræði. “ Skoðanir annarra Miðlægur gagnagrunnur „Miðlægur gagnagrunnur á heilbrigðissviði er umdeilanleg hugmynd en fullkomlega verð allrar at- hygli og umræðu. En aðferðin við að þröngva henni upp á íslensku þjóðina með vægast sagt hæpinni lagasetningu, í andstöðu við vísindasamfélagið hér og erlendis, var heimsluleg. Hún hefur leitt af sér klofning í tog vísindasamfélagi, sem ekki verður bættur um fyrirsjáanlega framtíð... Kannske er það af hinu góða að umræðan hefur leitt til endurmats á þessu viðhorfi en ljóst er að héðan í frá verður það ekki jákvæðara." Árni Björnsson í Mbl. 30. maí. Bein kosning ráðherra „Fjölmiðlunin hefur lagst á eitt að magna upp þá dellu að ráðherrar séu kosnir í beinum kosningum og ekki ber á öðru en að flokksforingjar og þing- flokkar séu farnir að að vera hallir undir þá skoð- un... Samkvæmt okkar stjórnkerfi hafa allir alþing- ismenn sömu réttindi og skyldur, hvort sem þeir eru kjörnir í fámennum kjördmum eða fjölmennum....Ef pólitíkusar og þeir sem fjalla opinberlega um stjóm- mál ætla að halda áfram að magna þann misskiln- ing, sem hér er minst á, væri hreinlegra að breyta stjómarskránni og kjósa ráðherra í beinum kosning- um.“ Oddur Ólafsson í Degi 29. maí. Einkavæðing fyrir fáa? „Ríkisstjómin setti sér það markmið fyrir fjórum árum, i upphafi kjörtímabilsins, að ganga til verka með skipulögðum hætti að breyta rekstrarformi nokkurra ríkisfyrirtækja, auka sjálfstæði þeirra á markaði og selja hlutafé öðmm... Með einkavæðing- unni hefur ríkisstjómin eflt mjög þann hlutabréfa- markað, sem hér hefur verið að mótast, og gert þátt- töku almennings í atvinnulifinu að veruleika...Það er hins vegar alvarlegt umhugsunarefni í tengslum við einkavæðingu hvemig hægt er að koma í veg fyrir að hver eignin á fætur annarri lendi í fárra manna höndum og þá í vaxandi mæli sömu aðila í þjóðfélaginu." Úr forystugreinum Mbl. 30. maí.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.