Dagblaðið Vísir - DV - 01.06.1999, Blaðsíða 17

Dagblaðið Vísir - DV - 01.06.1999, Blaðsíða 17
ÞRIÐJUDAGUR 1. JÚNI 1999 * 17 Á vorin rennur tími landvarðanna upp. Þá tekur hópurfólks Sumarstarf sveitina „Það er gaman að eiga þátt í að kynna fólki náttúruna og þegar vel gengur er þetta mjög gefandi starf,“ segir Glóey Finnsdóttir um landvaiðarstarfið sem hún hef- ur innt af hendi síðastliðin níu sumur. DV-mynd E.ÓI I landvörslu í níu sumur: Gott að kom- ast úr ys borgarinnar Eg átti ekki langt að sækja áhugann á landvarðarstarf- inu því báðir foreldrar mín- ir og bróðir hafa verið í þessu. Ég hef líka alltaf verið mikil útivist- arkona og þetta kom því af sjálfu sér,“ segir Glóey Finnsdóttir laganemi sem hefur undanfarin átta sumur unnið við landvörslu í Skaftafelli, Mývatnssveit og á Þingvöllum þar sem hún vinnur þessa dagana. Um mitt sumar ætlar Glóey svo að færa sig um set í Friðland að Fjallabaki, meö aðsetur í Landmannalaugum. „Landvarðarstarfið hefur breyst síðustu árin og til dæmis hefur fræðsluþátturinn aukist á kostnað verklegra framkvæmda, sem færst hafa til annarra aðila. Landverðir þurfa að búa yfir mikilli þekkingu á náttúrunni; svo sem jarðfræði og náttúru- fræði. Við bjóðum upp á göngu- ferðir og almenna fræðslu. Það er gaman að eiga þátt í því að kynna fólki náttúruna og þegar vel gengur er þetta mjög gefandi starf,“ segir Glóey. Ferðamennirnir eru misjafnir eins og þeir eru margir og segist Glóey almennt ekki gera upp á milli þeirra. „Þeir eru auðvitað misvel upplýstir en málið er að taka öllum með opnum huga. Upp til hópa er þetta prýðisfólk en því miður vilja vera svartir sauðir innan um og þeir fá alltaf mestu athyglina." Glóey segir auðvelt að verða háður starfinu en því miður sé þetta aðeins sumarstarf enn sem komið er. „Eins og ég er mikið borgarbam að vetrinum þá get ég ekki hugsað mér að eyða sumrinu innilokuð í Reykjavík. Það er mér mikilvægt að komast úr ys borgarinnar þar sem ég get unnið úti í fallegu umhverfi yfir sumarið, segir Glóey og viður- kennir aö vissulega sé róman- tískur ljómi yfir starfinu. „Þetta er fyrst og fremst þjónustustarf og það á vel við mig. Ég hef gam- an af fólki en það er líka nauð- synlegt þannig að í mínum aug- um eru plúsarnir yfirgnæfandi við þetta starf,“ segir Glóey Finnsdóttir. -aþ sig upp og heldur upp til fjalla eða í þjóðgarðana þar sem dvalið er sumarlangt. Tilveran hitti þrjá landverði á dögunum og spurði þá út í starfið. á Friðrik Dagur Arnarson: Hlakka alltaf til að komast ■^etta hlýtur að vera hugsjón því ■^annars myndi maður ekki standa í þessu. Verkefnin i Mý- vatnssveitinni eru óþrjótandi og ég vil leggja mitt af mörkum til þess svæðis þar sem ég ólst upp,“ segir Friðrik Dagur Amarson sem hefur unnið við landvörslu í Mývatnssveit síðan árið 1983. Á vetuma er Friðrik kennari í Kvennaskólanum og þegar Tilveran haföi samband við hann á dögum var prófum lokið og stutt í að hann skipti um starfsvettvang. „Ég hlakka alltaf til að komast í sveitina og eins og fyrri ár þá bíður manns ær- inn starfi fyrir norðan. Við höfum því miður ekki heilsársstarfsmann og þess vegna vilja verkefnin safnast upp,“ segir Friðrik Dagur. Frá því Friðrik Dagur hóf land- vörslu hefur starfið tekið miklum stakkaskiptum. „Það hefur verið mik- il þróun i starfinu. Áður fólst þetta að mestu í eftirliti og að gæta þess að fólk bryti ekki reglur. í dag byggist starfið aðallega á fræðslu og umhverf- istúlkun sem felur í sér að aðstoða fólk við að upplifa náttúruna á nýjan hátt.“ Börnin til fyrirmyndar Slæm umgengni ferðamanna, eink- um íslenskra, hefur stimdum orðið fréttaefni en Friðrik Dagur segir slíkt ekki algengt lengur, nema kannski eftir verslunarmannahelgi. „Bömin eru til sérstakrar fyrirmyndar í þess- um efnum og skólakerfið augljóslega farið að skila árangri. Fólk er líka orðið meðvitaðra um umhverfið og þar með kröfuharðara varðandi þessa hluti. Kjörorð nútímalandvarðarins er fræðsla - þekking - virðing - vernd. „Það er alltaf skemmtilegt þegar maður getur gefið ferðamanninum góðan tíma,“ segir Friðrik Dagur. DV-mynd E.ÓI „Það er okkar hlutverk að þjóna ferðamanninum og efla væntumþykju • • • • §11 - A þessum tima er farid ad draga nokkud ur ferdamannastraumnum og eg get att stundir einn med sjaifum mer,“ segir Kari. DV-mynd PÖK hans á landinu. Það er oft gaman að sjá hversu hissa fólk verður þegar það áttar sig á að við landverðirnir bjóð- um fræðslu í spjallformi án endur- gjalds. íslendingamir mættu hins veg- ar vera duglegri að nýta sér hinar ýmsu gönguferðir sem eru í boði hjá okkur í Mývatnssveitinni," segir Frið- rik Dagur. Þeir skipta tugum þúsunda ferða- mennirnir sem heimsækja Mývatns- sveit á hverju sumri og háannatíminn getur verið strembinn. „Við þyrftum að vera miklu fleiri en fjárskortur háir þessari grein tilfinnanlega. Miklu bjargar að við eigum gott sam- starf við sveitarbúa. Það er alltaf skemmtilegast þegar maður getur gef- ið sér tíma með ferðamönnunum og þegar vel tekst til í þeim efnum er markmiðinu náð," segir Friðrik Dag- ur Arnarson. -aþ Kári Kristjánsson, landvörður í Hvannalindum: Víðerni landsins líka fallegt Að vera einn á fjöllum er verulega ljúft. Ég ætla að vinna í Hvanna- lindum í ágúst og það er ekki laust við að ég sé þegar farinn að hlakka til. Hvannalindir og Askja eru með rómantískari stöðum sem ég hef komið á og birtan í ágúst engu lík. Á þessum tíma er líka farið að draga nokkuð úr ferðamannastraumnum og ég get átt nokkrar stundir einn með sjálfum mér,“ segir Kári Kristjánsson sem alla jafna starfar við námskeiða- hald hjá Vinnueftirliti ríkisins en síð- astliðin tiu sumur hefur hann haldið tO fjalla og annast landvörslu í Herðu- breiðarlindum, Öskju og nú Hvanna- lindum. Kári segir ómetanlegt að skipta um umhverfi og hlaða batteríin fyrir vet- urinn. Hann er þó ekki alveg einn talsvert af ferðamönnum er enn á ferðinni á þessum tíma og þeir ætla í Kverkfjöll staldra gjarnan við hjá Kára í Hvannalindunum. „Það er auðvitað alltaf gaman að hitta ferðamenn, ekki síst þá sem eru fróðir um staðhætti. Ég reyni líka að leiðbeina fólki eftir bestu getu en það er hlutverk landvarðarins að kenna fólki að upplifa náttúruna. Svo fylgist ég grannt með umgengninni í friðlandinu og oftast er hún í góðu lagi.“ Hvannalindir eru gróðurvin í auðn- inni sem Kári telur raunar ekki vera auðn. „Mér hefur lengi fundist vanta dálítið upp á skilning fólks á því að náttúran er annað og meira en grænn gróðurinn. Víðerni landsins með fjöl- breytilegum jarðmyndunum, dýralífi og kyrrð er líka failegt og ég er viss um að ef fólk lærði að meta fegurðina sem ríkir á þessum stöðum þá myndi virðing fyrir landinu fyrst vakna fyr- ir alvöru,“ segir Kári. -aþ

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.