Dagblaðið Vísir - DV - 01.06.1999, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 01.06.1999, Blaðsíða 11
ÞRIÐJUDAGUR 1. JÚNÍ 1999 11 Fréttir Sturla Böðvarsson, nýr samgönguráðherra í DV-yfirheyrslu: Víðtæk sátt um veggöng Halldór Blöndal, forveri þinn í embœtti, lofaói Sigifirdingum og Ólafsfirdingum jarðgöngum milli bœjanna. Ætlarðu að efna þaó loforð? „Það hefur verið um það rætt að vinna að mati á þörf fyrir jarðgöng í landinu. Ég lít svo á að það hafi ekki verið gefm nein loforð. Engin niðurstaða eða ákvörðun hefur leg- ið fyrir. Hins vegar er mér alveg ljóst að það er mat forvera míns að Siglfirðingar þurfi mjög á því að halda að fá þessa samgöngubót. Ég mun að sjálfsögðu fara mjög vand- lega ofan í málið á sama hátt og ég tel að á Austfjörðum verði að skoða jarðgangagerð mjög rækilega. Ég veit um vilja þingmanna beggja þessara kjördæma og mun reyna að taka fullt tillit til hans. Hin vegar er mér ljóst að þetta eru svo stór verk- efni að málið verður ekki leyst nema um það náist víðtæk sátt inn- an stjórnarflokkanna. Það er mitt verkefni núna að finna leið til þess að sú sátt náist.“ Hvaða verkefni að öðru leyti telurðu að eigi að hafa forgang i vegaframkvœmdum? „Vegaáætlun liggur fyrir og ég legg áherslu á að framkvæmdir samkvæmt henni haldi áfram. Ef við byrjum hér innan höfuðborgar- innar þá er verið að vinna að breikkun Vesturlandsvegar og teng- ingu við Grafarvoginn. í Vestur- landskjördæmi er verið að vinna að Borgarfjarðarbraut sem var mjög umdeild framkvæmd á sínum tíma. Enn fremur er þar unnið að Vatna- leiðinni og ýmsum áfóngum á Vest- fjörðum og Norðausturlandi. Ég mun tryggja það eins og hægt er að fjármagn verði tryggt til þess að halda þessum framkvæmdum áfram samkvæmt áætluninni sem fyrir dyrum stendur að endurskoða." Þú nefndir Vatnaleiðina. Er hún ekki umdeild út frá umhverf- issjónarmióum? „Ég tel ekki að hún orki tvímæl- is. Hins vegar er með þá fram- kvæmd eins og langflestar vega- framkvæmdir að það þarf að fram- kvæma umhverfismat. Það hefur verið gert og skipulagsyfirvöld þurfa að taka afstöðu til þess. Ég tel að Vegagerðin hafi unnið mjög vandlega og vel að öllum undirbún- ingi verksins. Þegar farið hefur ver- ið yfir málið á ég von á að það náist samkomulag um framkvæmdina." Ertu sjálfur fylgjandi þvi að vegur verði lagður þarna? „Já, það er ég og Alþingi hefur tekið afstöðu til þess í vegaáætlun þannig að það eru fyrst og fremst mjög áhugasamir aðilar um nátt- úruvernd sem mér sýnist að vilji ganga mjög langt.“ Mönnum er tiðrœtt um tvöföld- un Reykjanesbrautar? „Það er einungis gert ráð fyrir tvöfóldun hluta Reykjanesbrautar í gildandi vegaáætlun en ég geri ráð fyrir því að frekari framkvæmdir séu meðal þeirra mörgu verkefna sem meta þurfi og forgangsraða" Núfer 85-90% bilaumferðar á landinu fram á höfuðborgar- svœðinu. Skýtur það ekki skökku við að samgöngubœtur á svœð- inu sitji á hakanum og jafnvel sé sérstakt bensingjald sett á þegar nauðsynlegar úrbœtur eru loks gerðar? „Þiö verðið að líta til þess að ann- ars vegar er um að ræða þjóðvegi, Sturla Böðvarsson samgönguráðherra. samgöngukerfii alls landsins sem tengir saman hafnir og byggð ból. Hins vegar er um að ræða gatna- kerfi í þéttbýli. Ef við lítum á höfuð- borgina og aðra þéttbýlisstaði þá er það þannig að sveitarfélög byggja upp gatnakerfi...“ En hluti gatnakerfisins þar er jafnframt hluti þjóðvegakerfis- ins. „Það er rétt og ég tel raunar að það sé gengið mjög langt hvað það varðar. Ef við tökum dæmi þá var Nýbýlavegurinn i Kópavogi hluti þjóðvegakerfisins. Jafnframt því að ríkið borgaði þennan þjóðveg þá hafa væntanlega verið tekin gatna- gerðargjöld af þeim íbúum sem bjuggu við götuna. Þarna spilar saman annars vegar uppbygging þjóðvegakerfisins og hins vegar uppbygging gatnakerfis á höfuð- borgarsvæðinu sem tilheyrir íbúum þess og er hluti af eðlilegum kostn- aði sveitarfélags. Ég tel að það hafi náðst mjög gott samkomulag milli höfuðborgarsvæðisins og lands- byggðarinnar þegar þær leiðir voru ákveðnar sem eru partur af þjóð- vegakerfinu." Viltu auka framlög til reið- vega?“ „Ég hef ekki uppi nein sérstök áform um það.“ Er eðlilegt að fé til reiðvega- framkvœmda sé tekió úr vega- sjóði þar sem ekki eru greiddir vegaskattar af reiðhestum? „Þetta er hluti umferðarinnar. Við reynum að taka tillit til gang- VHRHEVRSlft Stefán Ásgrímsson Haukur Lárus Hauksson andi vegfarenda og hestamenn hafa væntanlega sannfært stjórnmála- menn og þá sem stýra vegamálum í landinu um að þetta sé eölilegt og ég hef engar athugasemdir við það.“ Telurðu að það eigi að fœra Reykjavikurflugvöll ? „Ég mun ekki beita mér fyrir því að færa Reykjavíkurflugvöll en mun reyna að hafa áhrif á það að æfinga- flugið verði flutt og önnur lausn fundin fyrir það.“ Einhver sérstök? „Nei, en það er verið að skoða málið. Ég hef þegar kynnt mér það lítillega en mun fara betur yfir það á næstunni og beita mér fyrir því að úr verði bætt. Telurðu aó það eigi að halda uppi nokkurs konar byggðaflugi rikisstyrktum flugsamgöngum til staða þar sem ekki borgar sig að halda úti áœtlunarflugi til á venjulegum markaðsforsendum? „Slíkir styrkir hafa verið mjög takmarkaðir en ég tel að það komi til greina ef sérstakar aðstæður krefjast en hef að öðru leyti ekki skoðað málið sérstaklega." Það er þensla og hœtta á verð- bólgu. Getur samgönguráðuneyt- ið hœgt á framkvœmdum til aó draga úr þeirri hœttu og auka sparnað rikisins? „Vegaframkvæmdir eiga sér lang- an aðdraganda og þau verk sem nú eru í gangi eru langflest verk sem boðin hafa verið út fyrir löngu og eru samningsbundin þannig að það er mjög erfitt að hægja á fram- kvæmdahraðanum nema með flókn- um samningum við verktaka. Ekk- ert slíkt er á döfinni en það þarf auðvitað að hafa þetta í huga. „ Í stjórnarsáttmálanum segir að undirbúa eigi sölu á Lands- simanum. Á að selja hann eða ekki og hvernig verður sölunni háttað ef af henni verður? „Stjórnarsáttmálinn segir að þetta skuli undirbúið. Það verður að gera sér grein fyrir því að það er verið að innleiða frelsi á fjarskipta- markaði. Nú er það alveg klár stefna ríkisstjómar Sjálfstæðis- flokks og Framsóknarflokks að reyna að selja ríkiseignir, ekki síst þar sem um er að ræða samkeppni við einkaaðila og það gildir um Landssímann. Landssíminn er hins vegar mjög flókið fyrirtæki sem ræður dreifikerfi um allt landið sem önnur fyrirtæki byggja ekki upp si svona. Síðan er um að ræða þá þjón- ustu sem aðrir geta annast, það er að segja með aðgangi inn á fyrr- nefnt kerfi. Vegna þess hve flókið fyrirtækið er viljum við fara var- lega í því að selja það. Það er ein- dreginn vilji stjórnarinnar að und- irbúa málið og meta stöðuna en taka ekki ákvörðun um hvenær og hvernig fyrr en undirbúningi er lok- ið. Á þessu stigi vil ég því ekki nefna neinar tímasetningar.“ Eru skiptar skoðanir um dreifi- kerfi Landsimans, hver eigi það? Er það fyrirtœkið sjálft eóa er það þjóðin í heild, eins og hún á t.d. þjóðvegina? „Það liggur alveg klárt fyrir að Landssíminn á dreifikerfið." Hvað með Ijósleiðarann sem NATO lagði? Hvort var hann lagður fyrir Landssimann eða þjóðina? „Þama fer þetta sarnan." Á sama hátt og rikið leggur bil- vegi um landió, œtti það ekki að greiða á svipaðan hátt fyrir raf- rœnni umferð um simalínur og Ijósleiðara eins ogfyrir bilaum- ferð og œtti rikið ekki að greiða fyrir þvi að Internetsamband við aðrar heimsálfur um Cantat sœstrenginn sé eins gott og það gœti verið? „Það má segja að svo sé. Allir flutningar um strengina em hluti þeirra verkefna sem Landssimanum hefur verið falið. Þegar kemur að því að selja Landssímann kemur upp sú spuming hvort það eigi að skipta honum upp og halda einhverju eftir og reka áfram á vegum ríkisins, eða selja hann í heilu lagi með kvöðum og skilyrðum að aðgangi annarra o.s.frv. Um þetta hefur ekki náðst niðurstaða og við þurfum að finna hana. Ætlarðu að beita þér fyrir því að bandbreidd eða burðargeta i internetsamskiptum við aðrar heimsálfur verði fullnýtt og ríkiö greiðifyrir þessa tegund umferðar og kosti samgönguœðarnar á sama hátt og þegar það leggur vegifyrir bíla. „Ég tel að það sé skylda samgöngu- ráðherra sem hefúr fjarskiptamál á sinni könnu að þessar umferðaræðar verði byggðar upp í samræmi við þarfir notenda að svo miklu leyti sem fjármagn leyfir. Þetta er eitt af því sem ég mun skoða.“ Landssiminn hefur yfirburða- stöðu á simamarkaðnum. Ætlarðu að stuðla að þvi að samkeppnis- staða annarra símafyrirtœkja verði jafnari. „Ég vil stuðla að því að raunhæf samkeppni ríki. Jafnframt er það skylda mín að tryggja að eign ríkisins í Landssímanum gufi ekki upp með þvi að öðrum fyrirtækjum verði veitt- ru aðgangur að því að nýta eignir hans án þess að eðlilegt gjald komi fyrir afnotin. Það er eitt verkefna fram undan að búa til samninga fyrir þessi fyrirtæki um aðgang að síma- kerfinu í landinu gegn réttlátu gjaldi. Þennan gullna meðalveg verður að finna. Það er ekki eðlilegt að önnur fyrirtæki fái ótakmarkaðan aðgang að því að nota flutningskerfi Landssím- ans án þess að greiða eðlilega fyrir það. Það er grundvallaratriði." Lausaganga búfjár á vegum er gamalt bitbein bœnda og Vega- gerðar. Hún er til mikils ama auk þess að vera stórhœttuleg. „Ég tel að það sé mjög mikilvægt að finna lausn á þessu og Vegagerðin leggur í mikinn kostnað við að girða með vegum. Það er brýn aðgerð vegna slysahættu, en ég tel að það verði jafnframt að endurskoða lög- gjöfina um lausagöngu búfjár til þess að koma í veg fyrir þessa slysa- hættu..“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.