Dagblaðið Vísir - DV - 01.06.1999, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 01.06.1999, Blaðsíða 8
8 ÞRIÐJUDAGUR 1. JÚNÍ 1999 Útlönd Sendimenn flykkjast á fund Milosevics Júgóslavíuforseta: Kannao hvort friðar- merkin eru reykur einn Gestkvæmt verður hjá Slobodan Milosevic Júgóslavíuforseta á morgun þegar erlendir sendimenn koma þang- að til að kanna hvort eitthvað sé að marka friðarmerki sem berast nú frá Belgrad eða hvort júgóslavnesk stjórnvöld séu enn einu sinni að kasta ryki í augu andstæðinganna. Herflugvélar Atlantshafsbandalags- ins (NATO) héldu hins vegar áfram að varpa sprengjum af miklum móð á skotmörk vítt og breitt um Serbíu, meðal annars á höfuðborgina Belgrad þar sem rafmagnslaust varð að mestu i nótt. Ráðamenn Evrópusambandsins ákváðu í gær að senda Martti Ahtisa- ari Finnlandsforseta með Viktori Tsjernomyrdín, sendimanni Rúss- landsstjómar, á fund Milosevics í Belgrad á morgun. Sáttasemjararnir eiga að kynna sér hvort Júgóslavíu- forseti sé eitthvað að draga í land. Breitt yfir lík fólks sem féll í loftárás flugvéla NATO á heilsuhæli í Serbíu í gær. Ahtisaari hittir þá Tsjernomyrdín og Strobe Talbott, aðstoðarutanríkis- ráðherra Bandaríkjanna, í Bonn í dag. Þeir ganga síðan allir á fund Gerhards Schröders Þýskalandskanslara áður en Finninn og Rússinn halda til Belgrad. Júgóslavneska fréttastofan Tanjug skýrði frá því snemma í morgun að júgóslavnesk stjórnvöld hefðu sent bréf til þýskra stjórnvalda þar sem þau fallast á friðarskilmálana um Kosovo sem átta helstu stórveldin hafa sett. Að sögn Tanjug fallast Júgóslavar á að lið frá Sameinuðu þjóðunum verði í Kosovo. Bréfið frá Belgrad, sem var skrifað af Zivadin Jovanovic utanríkisráð- herra, er enn eitt merkið sem stjórnin í Belgrad hefur sent frá sér að undan- förnu um að hún féllist á tillögur G-8 hópsins þar sem Rússar eiga meðal annars fulltrúa. Tillögur G-8 ganga ekki jafnlangt og kröfur NATO. Robin Cook, utanrikisráðherra Bretlands, sagði að Milosevic yrði ekki boðið að þrefa um skilmála NATO. Jamie Shea, talsmaður NATO, sagði í gær að árásum, sem sagðar eru hafa orðið tugum óbreyttra borgara að bana, hefði verið heint að lögmæt- um hernaðarlegum skotmörkum. Júgóslavneskir íjölmiðlar segja að meira en fimmtíu borgarar hafi fallið í árásum síðustu tveggja daga, meðal annars á heilsuhæli í bænum Sur- dulica í sunnanverðri Serbíu og á íbúðarblokk í Novi Pazar. Meira en 900 þúsund Kosovo-Alban- ir hafa flúið heimili sín eða verið hraktir á brott frá því loftárásirnar hófust í marsiok. Án verndar NATO munu þeir ekki snúa aftur heim, að því er Albanirnir segja sjálfir. Hagstœö kjör Ef sama smáauglýsingin er birt undir 2 dálkum sama afsláttur Palestínskt barn, með hendurnar í járnum, heldur á lofti mynd af föður sínum sem situr í ísraelsku fangelsi. Efnt var til mótmælaaðgerða á Gaza í gær þar sem þess var kraflst að ísraelar létu palestínska fanga lausa. Fullyrt er að 2200 Palestínumenn séu enn í fangelsum ísraelsmanna. Lögreglumoröingi skotinn í bakið af annarri auglýsingunni. oW mll/í hirfíu Smáaugiýsingar i 550 5000 Lögreglan í Stokkhólmi skaut i gær meintan lögreglu- morðingja, Jackie Arklöv, í bakið í úthverfinu Tyresö. Arklöv særðist ekki lífshættulega. Hann var óvopnaður en lögregl- an taldi sér stafa ógn af honum er hann hreyfði sig snögglega. Tveir menn liggja nú með skotsár á sjúkrahús- um í kjölfar þriggja daga leitar lögreglu að banka- ræningjunum þremur sem hafði fengið leyfi frá fangelsi 27. maí til þess að leika í leikriti eftir Lars Noren. í leikritinu er fiallað um jákvæð viðhorf fanga til nasisma. Olsson er sjálfur nýnasisti. Arklöv var 19 ára þeg- ar hann gerðist málaliði Króata í stríðinu í Bosn- íu-Herzegóvínu. Hann var dæmdur fyrir stríðs- glæpi og sat í fangelsi. Andreas Axelsson, sem særðist við sjálft Jackie Arklöv. Símamynd Reuter myrtu tvo lögreglumenn í Kisa síð- bankaránið, er kennari í tölvufræði. astliðinn fóstudag. Þriðja mannsins, Hann er nýnasisti eins og Olsson. Tonys Olssons, er enn leitað. Hann Stuttar fréttir dv Israelar gera árás ísraelskar orrustuþotur gerðu loftárásir á meintar húðir Hiz- bollah-skæruliða í suðurhluta Lí- banons í morgun. Nokkrum stundum áður réðust skæruliðar á vopnaða stuðningsmannasveit ísraels og drápu einn mann. Umbótamaður í Moskvu Boris Jeltsin Rússlandsforseti fól í gær umbótamanninum Vikt- or Khrístenkó embætti fyrsta varaforsætis- ráðherra lands- ins eftir harð- vítuga baráttu á bak við tjöldin. Hlutverk hans verður að sjá um fiármálastefnu landsins. Khrístenkó kemur í stað umbóta- mannsins Zadornovs sem hætti eftir aðeins þrjá daga í embætti. Meiri árásir í Kasmír Indverjar héldu áfram loftárás- um sínum á uppreisnarmenn í Kasmír í morgun, sjöunda daginn í röð. Rændu kirkjugestum Hermenn í Kólumhíu leita dyr- um og dyngjum að marxískum uppreisnarmönnum sem halda enn 60 kirkjugestum í gíslingu. Uppreisnarmenn rændu um 140 manns í Cali í gærmorgun en um áttatíu var sleppt fljótlega. Stjórnin á uppleið Vinsældir samsteypustjórnar mið- og vinstriflokkanna í Belgíu hafa aukist upp á síðkastið, ef marka má skoðanakannanir. Belgar ganga að kjörborðinu eftir tvær vikur tæpar. Öcalan í glerbúri Abdullah Öcalan, leiðtogi skæruliða Kúrda, sagði í glerbúri sínu fyrir rétti á fangaeyjunni Imrali í gær að hann gæti bundið enda á baráttu aðskiln- aðarsinna ef lífi hans yrði þyrmt en hótaði miklu blóðbaði ef hann yrði sendur í gálgann. Öcalan er fyrir rétti fyrir landráð vegna uppreisnar Kúrda í suð- austurhluta Tyrklands. Safnamenn ganga Starfsmenn franskra safna, sem eru í verkfalli, ætla að fara í mót- mælagöngu um París á morgun og krefiast fleiri starfa. Tróðust til bana Að minnsta kosti 54 létu lífið og 100 slösuðust í troðningi í göng- um í miðborg Minsk í Hvíta-Rúss- landi á sunnudagskvöld. Díoxín í eggjum Belgísk yfirvöld hafa bannað sölu á eggjum og kjúklingum eftir að allt of mikið magn af díoxíni, sem getur valdið krabbameini, fannst í þessari vöru. Látnir fjúka Búist er við uppsögnum í orku- málaráðuneytinu í Bandaríkjunum í kjölfar upp- götvunar á kjamorkunjósn- um Kínverja. „Það hefur verið skortur á sam- skiptum. Menn hafa verið óhæf- ir í starfí sínu. Öryggi var ekki talið mikilvægt," segir Bill Richardson orkumála- ráðherra. Hann fær nú i vikunni skýrslu um skort á öryggi við kjarnorkurannsóknarstofuna í Los Alamos í Nýju-Mexíkó. Misheppnuð herferð Herferð víetnamskra yfirvalda gegn vændi hefur misheppnast, Það hefur nefnilega komið í ljós að meirihluta viðskiptavina vændiskvenna er opinberir starfs- menn.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.