Dagblaðið Vísir - DV - 01.06.1999, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 01.06.1999, Blaðsíða 6
6 ÞRIÐJUDAGUR 1. JÚNÍ 1999 Viðskipti Þetta helst: ... Viðskipti á Verðbréfaþingi 1.245 m.kr. ... Húsbréfaviðskipti 530 m.kr. ... Bankavíxlar 477 m.kr. ... Mjög lítil hlutabréfaviðskipti á Verðbréfaþingi. ... Mest með bréf Samherja 20 m.kr. ...Tryggingamiðstöðvarinnar 9 m.kr. ... Gengi bréfa breytist lítið ... Úrvalsvísitala hækkar um 0,07%. ... Hækkun bifreiðatrygginga hækkar neysluverðsvísitölu: Neysluverðsvísitala hækkar um 0,5% ef spár rætast Neysluverðsvísitala hækkar um 0,5% á ársgrundvelli vegna hækk- unar á bifreiðatryggingum sem tryggingafélögin kynntu fyrir helgi. Þetta er byggt á lauslegu mati þeirra sérfræðinga sem stunda verðbólguspár og með því að skoða hlutdeild bifreiðatrygginga í neyslu- verðsvísitölunni. Ef þessi spá reyn- ist rétt getur þetta haft víðtækar af- leiðingar, þó svo að þær komi ekki fram strax. Hagstofa íslands er þessa dagana að gera neyslukönn- um fyrir maí og þessi hækkun mun ekki koma fram í henni. Því mun áhrifa þessarar hækkunar ekki gæta í vísitölutryggðum fjárskuld- bindingum strax. Vægi trygginga í heild sinni er um 2,5% í neysluverðsvísitölunni og bifreiðatryggingar vega þar um 1,6%. Það þýðir að ef miðað er við 36% hækkun bifreiðaiðgjalda fáum við um 0,5% hækkun á vísitölu neyslu- verðs. Gráa svæðið liggur í því hvemig og hvenær þetta kemur inn í vísitöluna. Aukin verðbólga Samkvæmt verðbólguspám Seðla- bankans verður verðhólga á þessu ári 2,8% frá ársbyrjun og 2,4% milli ársmeðaltala. Inni í þeim tölum var ekkert gert ráð fyrir neinni hækkun á tryggingum. Hagfræðingar Seðla- bankans sögðu í samtali við DV í gær að að næsta verðbólguspá bank- ans kæmi út í ágúst og þá yrðu áhrif þessarar hækkunar komin betur fram en þeir vildu að svo stöddu ekki tjá sig frekar um málið. íslandsbanki birti fyrir helgi nýja verðbólguspá sem gerði ráð fyrir að verðbólga á árinu yrði 3,4% og ykist um 2,6% milli ársmeðaltala. Þetta er nokkm hærra en Seðlabankinn gerði ráð fyrir en þess ber að geta að íslandsbanki gerði ráð fyrir nokkurri hækkun á tryggingum þó svo að þessi hækkun sé mun meiri. Að sögn forsvarsmanna íslands- banka er þessi hækkun meiri en þeir áttu von á og líklegt sé að þeir muni endurskoða verðbólguspána fljótlega í ljósi þessara nýju tíðinda. Neytendasamtökin hissa Forsvarsmenn Neytendasamtak- anna hafa lýst yfir miklum áhyggj- um af þessum hækkunum. Jóhann- es Gunnarsson formaður segist ótt- ast að þessar hækkanir geti ýtt af stað verðbólguhjólinu og að hækk- animar geti orðið undanfari frekari hækkana á öðmm sviðum. Forsvarsmenn tryggingafélag- anna taka allir í sama streng og segja þessar hækkanir vera óljúfa nauðsyn sem til sé komin vegna nýrrar skaðabótalöggjafar. Enn fremur hafa bílatryggingar gengið frekar illa undanfarið og er hluti hækkunarinnar til kominn vegna þess. Hins vegar verður að hafa ákveð- inn fyrirvara á þeirri spá sem hér er birt. Töluverð óvissa er fólgin í þeim en þó em flestir sérfræðingar sammála um að hækkun neyslu- verðsvísitölunnar geti orðið í kring- um 0,5%. -BMG Kaupfélagið hreppti Brúar- torgslóðina DV, Borgarbyggð: Bæjarstjóm Borgarbyggðar sam- þykkti á aukafundi í fyrrakvöld að ganga til viðræðna við Kaupfélag Borgfirðinga um hyggingarsvæði sunnan Brúartorgs í Borgamesi sam- kvæmt fyrirliggjandi deiliskipulagstil- lögu um það svæði og með fyrirvara um nauðsynlegan kynningarferil skv. skipulagslögum. Jafnframt samþykkti bæjarstjóm að unnið verði að áfram- haldandi skipulagi fyrir aðra þá aðila sem sótt hafa um lóð á þessu svæði en það em Baugur, Skeljungur, sem sótt hefur um stækkun á lóð, Borgarverk og hópur rekstraraðila í Borgarnesi. Mjólkursamlag KS: Hagnaður 30 milljónir 1998 DV, Skagafiröi: Mjög góð útkoma varð á rekstri Mjólkursamlags Kaupfélags Skag- firðinga á síðasta ári og Snorri Ev- ertsson mjólkursamlagsstjóri segir stöðu samlagsins sterka. Hagnað- urinn varð um 30 milljónir og af honum fá bændur greiddar tæp- lega 20 milljónir í uppbót á innlegg sín á síðasta ári, en þau voru þau mestu í sögu Mjólkursamlag Skag- firðinga, 9 milljónir, 638 þúsund lítrar. Innleggið jókst um 6,11% milli ára eða um 555 þúsund lítra. Að sögn Snorra Evertssonar mjólkursamlagsstjóra hefur búun- um fækkað á síðustu árum en jafn- framt hafa þau stækkað. Bændur hafa verið að auka við sig í kvóta og hefur kaupfélagið hvatt bændur til að fara þessa leið til hagræðing- ar og jafnframt aðstoðað þá að hluta til við það. Mjólkurframleiðsla á svæði MKS hefur vaxið ár frá ári síðan 1992. Innleggjendur hjá Mjólkur- samlagi KS í dag eru 96 talsins og að sögn Snorra þar margir stórir, en stærsta mjólkurbúið í firðinum í dag mun vera Keldudalsbúið í Hegranesi með 186.000 lítra kvóta. Sem kunnugt er hafa afurða- stöðvar hér í nágrenninu verið að í viðræðum um samstarf, en KS hefur ekki sýnt þeim viðræðum áhuga. Aðspurður sagði Snorri Ev- ertsson að það þýddi samt ekki það að forráðamenn MKS væru ekki að velta málum fyrir sér og huga að framtíðinni, þó svo að þeir sæju ekki hag í því að taka þátt í viðræðum, SAH, KEA og KÞ. -ÞÁ viðslcipta- molar Breytt Úrvalsvísitala Ný samsetning Úrvalsvísitölunn- ar verður kynnt í síðasta lagi 10. júní. Samkvæmt grófri áætlun sér- fræðinga Kaupþings munu 5 ný fyr- irtæki koma inn í vísitöluna en þau eru Fjárfestingarbanki atvinnulífs- ins, Landsbankinn, Búnaðarbank- inn, Tryggingamiðstöðin og Olíufé- lagið. Síldarvinnslan, Hraðfrystihús Eskiíjarðar, Jámblendifélagið, SR- mjöl og Vinnslustöðin munu í stað- inn detta út úr vísitölunni. Evran í sögulegu lágmarki Evran er nú lægri en nokkm sinni fyrr og hefur hún fallið um 11,4% gagnvart dollar frá áramótum. Lækk- unin nemur 4,5% gagnvart íslensku krónunni. Hans Tietmeyer, banka- stjóri Þýska seðlabankans, sagði að gripið yrði til aðgerða til að styrkja evrana en margir sérfræðingar telja að svo verði ekki. Stóraukin erlend verð- bréfaviðskipti Það sem af er þessu ári hafa viðskipti með erlend verðbréf aukist mjög hér á landi. Sérfræð- ingar Kaupþings hf. benda á að á fyrstu fjórum mánuðum ársins hafi erlend verðbréfaviðskipti numið 37 milljörðum króna. Það er um 80% miðað við sama tíma- bil í fyrra en þá námu viðskiptin aðeins 20 milljörðum. Níu milljóna tap hjá Landmælingum DV, Akranesi: Níu milljónaa króna tap varð af rekstri Landmælinga íslands á sið- asta ári, samanborið við 5,3 millj- óna króna hagnað árið 1997 og 10 milljóna króna tap árið 1996. Tekj- ur af sölu korta minnkuðu um 6 milljónir á milli ára eða um 4,5% og alls urðu tekjur stofnunarinnar með framlagi ríkissjóðs 172 milljón- ir. Framlag ríkissjóðs hækkaði úr 92 milljónum í 129 milljónir eða um 44%. Heildargjöld stofnunarinnar voru 181 milljónir og var því rekstrartap af starfseminni 8,9 milljónir. Laun og tengd gjöld hækkuðu um 12 milljónir, húsnæð- iskostnaður 12 milljónir, eignakaup meðal annars vegna flutninga stofnunarinnar upp á Akranes um 16 milljónir. Útistandandi við- skiptakröfur voru 3,9 milljónir í árslok. í reikningunum stofnunar- innar er ekki tekið tillit til birgða eða birgðabreytinga. -DVÓ

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.