Dagblaðið Vísir - DV - 01.06.1999, Blaðsíða 22

Dagblaðið Vísir - DV - 01.06.1999, Blaðsíða 22
ÞRIÐJUDAGUR 1. JÚNÍ 1999 .434 Hringiðan______________________ i>v Foreldrafélag ísaksskóla stóð fyrir vorhátíð á laugardaginn. Farið var fylktu liðl frá skólan- um niður á Miklatún þar sem nemendur, foreldrar og kenn- arar eyddu saman deginum. Systurnar Sara Dögg og Alex- andra Jóhannsdætur, Hildur Haraldsdóttir og Steinunn Pétursdóttir kíktu aðelns í stof- una sína áður en haldið var í skrúðgönguna. Smáslydda hafði ekki áhrif á góða skapið hjá Hönnu Tryggvadóttur og systkinunum Gunn- ari og Gerði Guðjóns- börnum, nemendum ísaksskóla. Þau voru á leiðinni niður á Miklatún þar sem foreldraféiaglð var búlð að skipuleggja vorhátíð. Samhliða opnun á tveimur sýningum á Kjar- valsstööum á laugardaginn var veitt viður- kenning úr Listasjóði Guðmundu S. Kristjáns- dóttur frá Miðengi. Sjóðinn stofnaði Erró til minningar um frænku sína, Guömundu, og er honun ætlað það hlutverk að styrkja listsköp- un kvenna. Að þessu sinni hlaut viðurkenn- inguna Finna Birna Steinsson sem hér tekur víð henni úr höndum forstöðumanns Lista- safns Akureyrar, Haralds Inga Haraldssonar. Stefán Hlynur Karlsson, Máni Fannar Eiðsson og Áslákur Ingvarsson skemmtu sér hið besta á vor- skemmtun for- eldrafélags ís- aksskóla á laugardaginn. Hér eru þeir fé- lagarnir í skrúð- göngu um það bil að komast inn á Miklatún. Heiðar Austmann, út- varpsmaður á Fm 957, rabbar við þá fé- lagana Hreim og Njál úr hljómsveitinni Land og synir. Rétt áður höfðu drengirnir úr sveitinni tekið lag- ið fyrir gesti á sýn- ingunnl Lífstíll ‘99 í Laugardalshöllinni á laugardaginn. Á laugardaginn gafst fólki tækifæri til að rifja upp feril Árna íbsens. Þá var haldið ritþing í Gerðubergi um verk þessa vlnsæla leikrltahöfundar. Gunnar Helgason leikur hér eitt af hlutverkum sem Árni hefur skapað. Háv- ar Sigurjónsson, Hlín Agnarsdóttir, Árni íbsen og Sveinn Einarsson fylgjast með töktum leikarans. Hafi menn dreymt um að ganga upp að altarinu með fegurðardrottningu íslands þá mundi hún líta nokkurn veglnn svona út. Hér er feguröardrottning l's- lands 1999, Katrín Rós Baldursdóttir, í brúðarkjól í tískusýningu á stórsýning- unni Lífstni ‘99 á laugardaginn. DV-myndlr Hari Auður Laxness og Ásta Eiríks- dóttir hlýða á ræðuhöld við opn- un sýningar Kareis Appels á Kjarvals- stöðum á laugardag- inn. Einnig var opniö sýning á úrvali verka úr eigu safnsins sem og afhent viðurkenning úr listasjóði Guðmundu S. Kristjánsdóttur. 25 ár eru liðin frá stofnun Hólabrekkuskóla. Á laugar- daginn gafst gestum og gangandi tækifæri tll þess að rifja upp þennan aldarfjórðung. Andri Andrésson, Helgi Hafsteinsson, Hjálmar Jónsson, Loftur Birgis- son og Sigurður Örn Eyjólfsson kíkja á fornaldar- tölvubúnaö sem eitt sinn var það besta í bransanum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.