Dagblaðið Vísir - DV - 01.06.1999, Blaðsíða 5

Dagblaðið Vísir - DV - 01.06.1999, Blaðsíða 5
ÞRIÐJUDAGUR 1. JÚNÍ 1999 5 dv Fréttir 66° N-Sjóklæöageröin: Hættir á Skaganum DV, Akureyri: 66“ N-Sjóklæðagerðin hefur ákveðið að hætta allri starfsemi sinni á Akranesi en efla um leið starfsemi sína á Akureyri sem hófst í ársbyrjun. Á Akranesi hefur fyrirtækið framleitt vinnufót í tæpan ára- tug og hafa starfsmenn að und- anfórnu verið þar 24 i 19 stöðu- gildum. Forsvarsmenn fyrirtæk- isins segja þá ákvörðun að hætta starfsemi á Akranesi óhjá- kvæmilega. 66” N-Sjóklæðagerðin keypti framleiðsluvélar þrotabús Foldu hf. á Akureyri í ársbyrjun og hóf framleiðslu þar skömmu síðar. Forsvarsmenn fyrirtækisins segja reynsluna sýna að tækja- búnaðurinn henti starfseminni afar vel en framar öðru sé það fyrirtækinu mikilvægt að margir fyrrverandi starfsmenn Foldu hafi ráðist tU starfa hjá fyrirtæk- inu sem njóti þekkingar þeirra og reynslu. Nú hefur verið tekið á leigu 1.300 fermetra húsnæði Landsbankans á Gleráreyrum og þar hefst starfsemi í sumar. -gk Norðurland eystra: Fangelsi vegna líkamsárásar DV, Akureyri: Reyknesingm- á þrítugsaldri hefur í Héraðsdómi Norður- lands eystra verið dæmdur fyr- ir að ráðast á tæplega tvítugan Reykvíking í heimavist VMA á Dalvík. Ákærði sló Reykvíkinginn i andlitið með bjórflösku og sparkaði síðan í hann með þeim afleiðingum að sá sem fyrir árásinni varð hlaut sár á enni og gagnauga auk annarra áverka. Ákærði viðurkenndi sök sína við yfirheyrslur og bar við „almennu fyllerís- rugli". Hann var dæmdur í 3 mán- aða fangelsi og til greiðslu 87.450 króna bóta en frekari bótakröfum á hendur honum var vísað frá því lögmaður kæranda rökstuddi ekki þær kröfur. Við ákvörðun refsingar var litið til þess að árásin var afar fólskuleg og þess að ákærði hefur ítrekað gerst sek- ur um líkamsárásir og þótti ekki hægt að skilorðsbinda dóminn. -gk Sauðárkrókur: Skortur á íbúðarhúsnæði DV, Akureyri: Talsverður skortur mun nú vera á íbúðarhúsnæði á Sauðár- króki og vilja sumir meina að ástandið sé þannig að hægt sé að tála um vandræði í því sam- bandi. Einhver fólksfjölgun hefur orðið á Sauðárkróki þá mánuði sem af eru árinu, en það eitt og sér er ekki talið skýra aukna eft- irspum umfram framboð á hús- næði. Að vísu er bent á að at- vinnulifið í bænum hafi gengið ágætlega ef frá er talinn rekstur skinnaverksmiðjunnar Loð- skinns, en þar hefur fólki fækk- að jafnt og þétt undanfarin miss- eri og allt eins talið líklegt að til lokun verksmiðjunnar komi áður en langt um líður. -gk 200 torina þorskkvóti Tboði fyrir klukkan 16:00 í dag. Nú ber vel í veiði því 1. vinningur í Víkingalottóinu er þrefaldur og getur farið yfir 150 milljónir króna! Fyrir þær má kaupa 200 tonna þorskkvóta. (Viðmiðunarverð á kíló: 750 kr.) Ekki missa af þessu einstaka tækifæri - þeir fiska sem róa! ( ATH! Aðeins|^3kr. röðin Maldur 1. vinningur f|L MlKlL VIN N A • / þágu íþrótta, ungmenno og öryrkjo

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.