Dagblaðið Vísir - DV - 01.06.1999, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 01.06.1999, Blaðsíða 15
ÞRIÐJUDAGUR 1. JUNI 1999 15 Samkynhneigð og trú Að greina illt frá góðu Afstaða þeirra byggir eingöngu á því að þeir hafa fundið einhvern stað í Biblíunni sem þeim hefur tekist að túlka þannig að ekki sé æskilegt að karlmaður leggist með Samkynhneigðir í Frakklandi krefjast réttar til að giftast. I nokkrum löndum Miðausturlanda eru við völd öfgafullir trú- arhópar. Hópar þessir hafa verið mjög áber- andi og okkur hefur reynst auðvelt að for- dæma þá af því að þeirra trú er eilítið öðruvísi en okkar þótt margt sé líkt, enda eru trúarbrögðin sprottin af sama meiði. Við lít- um gjaman á land okkar sem friðsælt og gott og að slíkar öfgar sem valda stríði og hörmungum annars staðar finnist ekki hér. í löndunum sem við horfum þannig á _______ með gestsaugum og sjáum allt sem miður fer býr fólk sem er i grunninn ekkert frá- brugðið okkur. Árás á mannréttindi Menn eiga oft erfitt með að finna galla í eigin fari en auðvelt er að fordæma aðra. Æsa má ís- lendinga upp þannig að úr verði ein múgsál sem hugsar ekki, það sanna dæmin. Öfgafullir trúarhóp- ar fara stækkandi hér. Tilefni þessara skrifa er að tals- menn kristilegs framboðs hafa haft móðgandi orð í frammi gagn- vart samkynhneigðum og kalla þá kynvillinga í sjónvarpi, orð sem löngu er aflagt vegna móðgandi innihalds þess. Þetta gera þeir þótt slíkt sé hegningarlagabrot - í Jesú nafni. Mannréttindaákvæði sem þetta ákvæði hegningarlaga stafar frá er sprottið upp úr kærleiksboðskap Krists. Það að ætla að meina mönnum af sama kyni, sem fella hugi saman og vilja stofna heimili, að njóta i þvi sambandi sama rétt- ar og fólk af gagnstæðu kyni sem er í sömu stöðu er árás á mann- réttindi og þannig i mínum huga í andstöðu við þennan kærleika. Kjallarinn öðrum karlmanni sem kona væri. Ég virði það fullkom- lega að þeir gæti sín sjálfir að gera þetta ekki. Um túlkun þessarar setningar fyrir þá sem eru þannig af Guði gerð- ir að hugur þeirra hneigist eingöngu til einstaklinga af sama kyni gegnir öðru máli. Ég tel að Guð hafi gefið okkur vit til að greina illt frá góðu og það er ekki okkar sem ekki erum þannig skapað- ir að taka siðferði- lega afstöðu fyrir þá sem búa við allt önn- ur skilyrði en við. Ef við setjum persónu af gagn- stæðu kyni í stað persónu af sama kyni og setjum okkur þannig í spor samkynhneigðra þá gæti ég ekki hugsað mér lífið án sam- bandsins viö eiginkonuna. Get ég Jón Sigurgeirsson, héraðsdómslögmaður þá dæmt annan sem er samkyn- hneigður frá því að njóta langvar- andi ástarsambands við einstak- ling sem endurgeldur ást hans? Biblían er full af andstæð- um Biblían er ekki samfelldur boð- skapur heldur fúll af andstæð- um. Hver sem er getur fundið stoð fyrir for- dóma sína þar. Með því að segja að allt sem i Biblíunni stendur sé heii- agt og megi ekki gagnrýna, mynda stjórn- málafl sem hef- ur það að mark- miði að nota Biblíuna sem lagabókstaf og velja sjálfir þær setningar sem henta hverju sinni eru menn að beita hræðilegum aðferðum til þess að koma öfgum sínum á framfæri. Að sömu menn geti staðið fyrir framan alþjóð og tengt þessa stefnu sina kærleiksboðskap Jesú Krists stríðir svo á móti mínum trúarskoðunum að ég líki því við argasta guðlast. Samkynhneigðir hafa ekki kosið að svara þessum árásum sjálfir, mér vitandi. Árás á mannréttindi er ekki einkamál þeirra. Jón Sigurgeirsson „Þaö að ætla að meina mönnum af sama kyni, sem fella hugi saman og vilja stofna heimili, að njóta í því sambandi sama réttar og fólk afgagnstæðu kyni sem er í sömu stöðu er árás á mannréttindi og þannig i mínum huga í andstöðu við þennan kærleika.“ Aldraðir deyi eignalausir Menn hreinlega tárast við um- hyggju þá og hjartagæsku sem Búnaðarbanki sýnir öldruðum skyndilega og sett er fram á svo hjartnæman hátt og með svo und- ursamlegri hugulsemi og skilningi á hvað kemur gömlu fólki best. En sé grannt skoðað kemur í ijós að bögull fylgir skammrifi og að um- hyggjan byggist á því að aldraður einstaklingurinn hafi náð að eign- ast íbúð á æviferlinum. Lífsþægindalán Bankinn hafði gert sér ljóst það sem stjómvöld hverju sinni vita ekki, að aldraður fyrrverandi verkamaður getur ekki framfleytt sér og sínum sómasamlega á elli- styrk, jafhvel þó hann sé með lág- launa lífeyrissjóðsgreiðslur. Hann hefur ekki þessar dágóðu eftir- launa- og lífeyristekjur upp á tæpa hálfa miljón eins og fyrrverandi bankastjóri orðaði svo hógvær að hann hefði. Nýlega kom auglýsinga- eða upplýsingablað þar sem Búnaðar- banki bauð öldruðum lífsþæginda- lán. Blað þetta kom í kjölfar aug- lýsingaflóðs í sjónvarpi þar sem öldruð hjón vom sýnd bjóða til veislu þar sem gleði og samneyti við annað fólk var gert möguiegt með aðstoð bankans. Það er að segja, þau voru að gera hluti sem allt gamalt fólk á að geta gert öðruhvom án þess að setja heimili sitt að veði. Bankinn býður öldruðum að lifa um efni fram í takmark- aðan tíma sem að sjálfsögðu fer eftir hvað fólk nær að verða gamalt og verð- gildi íbúðar. Fyrir fátækt gamalt fólk er um eyðslulán að ræða og áhyggjumar myndu ekki láta á sér standa. Þegar fólk þarf að taka lán til að borga lán, eða fær mánaðarlegar líf- eyrisgreiðslur í formi lána að verðgildi íbúðar, fer lífs- munstrið að riðlast. Vextir frádregnir og viðlagðir að sjálf- sögöu. Ég er svo illa innrættur að halda því fram að bankinn sé fyrst og fremst að gera þetta fyrir sjálf- an sig og hann láti sig litlu varða afleiðing- ar slíkra lána fyrir heilsuhraust, langlift fólk síðasta hluta æf- innar og allan kvíð- ann sem kann að fylgja. Hugmynd borgastjórans Upphaflega átti Ingibjörg Sólrún Gísladóttir þá hugmynd að snjallt væri að fá gamalt fólk til að taka lán út á íbúðir sínar og bera uppi kostnað af framfæri sínu. í raun var og er verið að segja gamla fólk- inu að éta út eignir sínar svona allra síðustu ár ævinnar, menn fari hvort sem er ekki með neitt með sér. Borgarstjórinn átti kannski ekki við að þannig væri hugsað en hvemig sem málið er útfært er meiningin auðskilin og yfirvaldið var ekki með aðrar hug- myndir að bættum hag aldraðra. Aldraðir hafa ratt brautina til betra lífs fyrir eftirkomendur sfna og lagt á sig mikla vinnu og eiga nú að uppskera van- þakklæti, dulbúna eignaupptöku sem framin er á ísmeygi- legan hátt og höfðað til skynsamlegrar nýtingar á eftirstöðv- um ævistarfs. Að eiga eigin íbúð viðheldur reisn fólks, vellíðan og öryggi. Fólk vill ekki deyja allslaust og það bygg- ist ekki á að fara með eitthvað eða ekkert, heldur á sjálfsviröingu sem skilningsvana stjómvöld og gráðugir einstakling- ar gefa lítið fyrir. Aldraðir eiga frekar að fá ráð og aðstoð til að halda heimilum sín- um skuldlausum og sanngjaman líeyri en að brjóta þá niður með alls kyns klækjum, atvinnurekstri sem byggist á að hafa af þeim og þjónustuibúðaokri. Aldraðir eiga ekki að vera atvinnutækifæri, þeir era í reynd atvinnurekendur þeg- ar um þá er hugsað. Albert Jensen „Að eiga eigin íbúð viðheldur reisn fólks, vellíðan og öryggi. Fólk vill ekki deyja allslaust og það byggist ekki á að fara með eitthvað eða ekkert heldur á sjálfsvirðingu sem skilningsvana stjórnvöld og gráðugir einstak• lingar gefa lítið fyrir.u Kjallarinn Albert Jensen trésmiður Með og á móti Bílatryggingar hækka um 36-38% í kjolfar nýrra skaðabótalaga hafa tryggingafólögin akveðið að hækka bif- reiðatryggingar um 36-38%. t>etta gera þau, að sögn, til að mæta kostnaðar- auka sem veröur vegna nýrra skaöa- bótalaga. Auk þess hefur afkoma bíla- trygginga veriö slæm undanfaríð. Þetta getur haft í för meö sór aukna verð- bólgu því að meðaltali mun kostnaöur á hvem bíl í landinu aukast um 11.000 krónur. Forsvarsmönnum neytenda þyk- ir þetta fulimikil hækkun en trygginga- félögin segja þetta þungbæra nauösyn. Óljúf aðgerð Það er afar vont að vera í forsvari fyrir fyrirtæki sem neyðist til að hækka kostnað eins mikið og óhjákvæmilegt er til viðskipta- vina sinna eins og raun ber vitni vegna bif- reiðaiðgjalda í dag. Skaðabótalögin sem sett voru á Alþingi nú nýverið hafa þau áhrif að slysabætur til þeirra sem slasast í umferöarslysum munu hækka um 38% miðað við það sem bætumar voru fyrir 1. mai síðast- liðinn. Afkoma bílatrygginga hefur enn fremur veriö mjög slæm und- anfarið og þetta saman útskýrh' þá hækkun sem almenningur þarf að bera. Hækkunin er því ekki öll vegna skaðabótalaganna heldur einnig vegna slæmrar afkomu í bílatryggingum almennt. Okkur er það afar óljúft að standa fyrir þess- um hækkunum en við þessu er ekkert að gera. Hér er um lagalega kerfisbreytingu að ræða sem var á hendi löggjafans. Gunnar Felixson, forstjóri Trygglnga- miðstöðvarínnar. Jóhannes Gunnars- son, formaður Neytendasamtak- anna. Slæmt ef verðbólguhjól- ið fer af stað Sem betur fer höfum við til skamms tíma búið við mjög stöðugt verðlag. Þetta hefur þýtt að neytendur fylgjast miklu betur með verðlagi en áður. Að sjá tveggja stafa tölu hækkun skýtur skökku við og maður spyr: Var þetta virki- lega tilgangur löggjafans að bil- tryggingar myndu hækka svo mikið sem raun ber vitni? Ég óttast það að tryggingafé- lögin séu með þessu að stimpla inn tölu sem margir aörir munu hafa til hliösjónar í sínum verð- hækkunum. Það væri mjög slæmt fyrír neytendur að að sjá verðbólguhjólið æða af stað á nýjan leík. Ég tel að þama séu skrýtnir hlutir á ferðinni. Menn verða að leggja hér spilin á borðið og sýna þá útreikninga sem liggja að baki þessum hækkunum og yfir- farast af óvilhöllum aðUa. Við ætlum að skoða þetta mál vel og Samkeppnsistofnun ætti að gera það og í raun allir neytendur því allir bíleigendur verða að kaupa sér ábyrgðartryggingu. -BMG Kjallarahöfundar Athygli kjallarahöfunda er vakin á því að ekki er tekið við greinum í blaðið nema þær ber- ist á stafrænu formi, þ.e. á tölvu- diski eða á Netinu. DV áskUur sér rétt tU að birta aðsent efni á stafrænu formi og í gagnabönk- um. Netfang ritstjómar er: dvritst@ff.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.