Dagblaðið Vísir - DV - 29.06.1999, Page 2

Dagblaðið Vísir - DV - 29.06.1999, Page 2
2 ÞRIÐJUDAGUR 29. JÚNÍ 1999 Fréttir Nathan & Olsen stefndi endurskoðunarskrifstofu sinni og krafðist fjárbóta: Situr uppi meö 25 milljóna fjárdráttartap - Qölskipaður dómur sýknaði endurskoðendurna og vísaði á ábyrgð fyrirtækisins Endurskoðunarskrifstofan Price- waterhouseCoopers ehf., sem sá um ársreikninga fyrir Nathan & Olsen hf. á árunum 1992-96, ber ekki bótaábyrgð á því að gjaldkera félagsins tókst að draga sér 32 milljónir króna á tímabil- inu. Þetta er niðurstaða flölskipaðs dóms Héraðsdóms Reykjavíkur eftir að Nathan & Olsen hf. stefndi endur- skoðunarskrifstofu sinni, sem félagið hafði keypt vinnu af um áratuga skeið, í kjölfar þess að tugmilljóna flár- dráttur komst skyndilega upp árið 1996. Nathan & Olsen tókst að- eins að fá 7 af 32 milljónum króna endurgreiddar sem gjaldkerinn, kona, dró sér. Konan gegndi stöðu gjaldkera og hafði hún notið mikils trausts um árabO hjá Nathan og Olsen. Eftir að flárdrátturinn hafði komist upp var hún kærð til lögreglu. Reyndar hafði það vakið talsverða at- hygli fram að því að konan hafði borist talsvert á. Hún var reyndar einnig for- maður starfsmannafélagsins og var vin- sæl og virk í félagslífl. Fjárdráttarkonan gat ekki greitt Málið var rannsakað, konan viður- kenndi brot sín greiðlega og var hún síðan dæmd í 2ja ára fangelsi. Henni var jafnframt gert að greiða 25 milljón- ir króna, þá fjármuni sem sem þá stóðu eftir af Qárdráttarupphæðinni. Þrátt fyrir aðfor og gjaldþrotaskipti að búi konunnar fengust aðeins 7 milljón- ir greiddar. Þegar Qárdrátturinn komst upp urðu samstarfsslit hjá Nathan & Olsen og PricewaterhouseCoopers ehf. Álit óvilhallra endurskoðenda þann 9. febr- úar 1998 var á þá leið að konan hefði notið nær ótakmarkaðs trausts, bæði Nathans & Olsens og endurskoðenda þeirra en innra eftirlit hefði verið af PricewaterhouseCoopers. Sýknað. veikt í ýmsum atriðum. Aðhald og eft- irlit með gjaldkeranum, konunni, hefði verið ofmetið. Nathan & Olsen ákvað að stefna endurskoðunarskrifstofunni til fé- bótaábyrgðar. Skrifstofan hefði ekki staðið í stykkinu varðandi endur- skoðun með hliðsjón af fjárdrættin- um. Reyndar hafi komið fram í bréf- um endurskoðunarskrifstofunnar til Nathans & Olsen að gerðar hefðu verið kannanir á innra eftirliti - sú endurskoðun og könnun hefði ekki gefið tilefhi til sérstakra athuga- semda. Nathan & Olsen lögðu áherslu á það í stefnu að gjaldkeri fé- lagsins hefði ekki skilað afstefmning- um til endurskoðandans í tæka tíð eins og hann tók sjálfur fram í skýrslu til fé- lagsins. Eftirliti var ábótavant Héraðsdómur Reykjavíkur, sem var skipaður tveimur héraðs- dómurum og ein- um dómkvöddum endurskoðanda, taldi að leitt hefði verið í ljós að innra eftirliti hjá Nathan & Olsen hefði verið ábótavant hvað varðar um- • sjón og eftirlit með störfum konunnar - þrátt fyrir að hún hafi ítrekað skilað afstemningum bæði seint og illa og að- eins hluta þeirra við hvert uppgjör. Samt hefði það verið látið gott heita, ekkert hefði verið brugðist við þar sem konan var „störfum hlaðin". Dómur- inn bendir einnig á að framkvæmda- stjóri Nathans & Olsens hafi vitað af því að konan skilaði ekki afstemning- um ítrekað fyrir gerð ársreikninga. Jafnframt er tekið fram að í lögum um hlutafélög komi skýrt fram að félags- stjóm skuli annast um að nægilegt eft- irlit sé með bókhaldi og meðferð gár- muna félagsins. -Ótt Nathan og Olsen hf. Ber sjálft ábyrgð. Biðin eftir Bónusi á enda DV, ísafjaröarbæ: „Við höfum fengið æði margar áskor- anir frá íbúum héma á svæðinu um að opna Bónusverslun hér á ísafirði og svo þegar okkur bauðst hentugt húsnæði ákváðum við að slá til,“ segir Jóhannes Jónsson, kaupmaður í Bónusi. Á laugardaginn opnaði Bónus versl- un á ísafirði og kom strax mikill fjöldi viðskiptavina frá þéttbýlisstöðunum á norðanverðum Vestfjörðum tO að gera innkaup í hinni nýju verslun. Húsmæð- ur á svæðinu flykktust í nýju verslun- ina með vonarglampa í augum. Víst er að mikil viðbrigði urðu hjá mörgum þeirra að hafa í fyrsta sinn aðgang að vörum á hinu fræga „Bónusverði". „Það er mikill munur á verðinu hér. Það á eftir að verða mikil kjarabót að fá Bónus hingað enda höfum við beðið lengi,“ segir Elinóra Guðmundsdóttir, húsmóðir á Flateyri, sem var með þeim fyrstu sem komu í nýju verslunina. Vestfirðingar hafa ítrekað kvartað yfir háu vöruverði og hefur verið bent á það sem þátt í fólksflótta af svæðinu. „Við stefnum á að halda sama verði hér og í öðrum verslunum okkar. Á móti flutningskostnaði hingað vegur að húsnæði er miklu ódýrara hér,“ segir Jóhannes í Bónusi. -GS „Það er mikil kjarabót að Bónusi hingað, enda höfum við beðið lengi eftir þessu,“ sagði Elinóra Guðmundsdóttir, húsmóðir á Flateyri, sem var meðal fyrstu viðskiptavina. DV-mynd GS Nýtt öflugt sjávarútvegsfyrirtæki á Vestfjörðum: Öllu starfsfólki íshúsfélagsins sagt upp Stjómir Hraðfrystihússins hf„ Gunnvarar hf. og íshúsfélags ísfirð- inga hf„ sem er dótturfélag Gunnvarar hf„ hafa skrifað undir viljayfirlýsingu um sameiningu félaganna. Stefnt verð- ur að því að ljúka samruna íyrir 1. september nk. og að félagið fari á aðal- lista VÞÍ fyrir áramót. Um nokkurt skeið hefur verið unnið að sameiningu félaganna í eitt fyrirtæki sem verður með öflugri sjávarútvegsfyrirtækjum landsins. Kvótastaða hins sameinaða félags verður 13 til 14 þúsund þorskígildistonn. Ætlunin er að endur- skipuleggja reksturinn og selja eignir sem ekki nýtast félaginu, þannig að skuldastaða félagsins verði viðunandi. íslandsbanki hf. - F&M er þátttak- andi í sameiningu félaganna og keypti í gær 18,85% hlut í Hraðfrystihúsinu hf. og 67% hlut í Gunnvöm hf. Aðrir hluthafar í Gunnvöm em Kristján Jó- hannsson og Jóhann Júlíusson. Með kaupum á þessum hlutum fær íslands- banki - F&M tæplega 40% eignarhlut í hinu sameinaða félagi en hefur þegar selt af þessum bréfum er nemur 20% eignarhlut í hinu sameinaða félagi. Kaupendur að þeim hluta em að jöfnu Þormóður rammi - Sæberg hf. og Rán- arborg ehfi, sem er félag í eigu Þor- steins Vilhelmssonar. íslandsbanki - F&M stefnir að því að selja sinn eign- arhlut síðar meir. Öllum sagt upp Til hagræðingar verður vinnsla bol- fisks sameinuð á einn stað í húsi Hrað- frystihússins hf. og starfsfólki þar íjölgað. Fiskvinnslu verður því hætt í húsi íshúsfélagsins hf. og starfsfólki þar vafr sagt upp störfum í gær. í beinu framhaldi verður hluta þess starfsfólks boðið störf hjá Hraðfrysti- húsinu hf. á næstu vikum. Til að greiða fyrir þeim ráðningum mun Hraðfrystihúsið hf. fækka lausráðnu starfsfólki og þeim sem aðeins hafa starfssamninga fram á haustið. Félögin þrjú em öil með starfsemi í ísafjarðarbæ auk þess sem rækju- vinnsla er í Súðavík. Sameiginleg velta var um 3,4 milljarðar króna á síðast- liðnu ári. Hagnaður Hraðfrystihússins hf. var 179 m.kr. 1997 og 40 m.kr. á sið- asta ári. Hjá samstæðu Gunnvarar hf. og dótturfélaga var tap bæði þessi ár, 61 m.kr. 1997 og 100 m.kr. 1998. Rekstr- artap hefur verið hjá íshúsfélaginu hf. mörg undanfarin ár. -bmg Stuttar fréttir i>v Vilja bráðabirgðalög Samband ís- lenskra sveitarfé- laga hefur faiið fram á að ríkis- stjómin setji bráða- birgðalög til þess að tryggja rétt starfs- manna fyrirtækja Rauða hersins á Vestíjörðum til atvinnuleysisbóta á meðan fyrirtækin em í greiðslustöðv- un. Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, for- maður samtakanna, leggur málið fyr- ir félagsmálaráðherra i dag. Skyttur dæmdar Tvær gæsaskyttur hafa verið dæmdar í héraðsdómi Norðurlands eystra í 30 daga fangelsi, skilorðs- bundið til tveggja ára. Mennimir skutu tæplega 60 helsingja og nokkr- ar heiðargæsir í Vatnsdal í maí. RÚV greindi frá. Enginn verðugur Dómnefnd sem hefur umsjón með úthlutun bókmenntaverðlauna Hall- dórs Laxness hefur komist að þeirri niðurstöðu að ekkert þeirra hand- rita sem send vom inn verðskuldi að hljóta verðlaunin. Flestir orönir hluthafar Nær 100% þátttaka var í nýafstað- inni sölu hlutafjár í EJS til starfs- manna fyrirtækisins og tóku 148 starfsmenn þátt í útboðinu. í boði var u.þ.b. 10% af heildarhlutafé fyrirtæk- isins og seldist það allt. Stjóm EJS hefur ákveðið að sækja um skráningu á hlutabréfamarkað ftrir árslok 2001. Viðskiptablaðið greindi frá. Deilt um afréttinn Páll Lýðsson, bóndi og sagn- fræðingur, segir að í lögum um þjóðlendur komi fram nýr skiln- ingur á hugtak- inu afréttur. Það virðist ekki leng- ur vísa til eignarréttar á ákveðnu landsvæði heldur einungis afnota- réttar. RÚV greindi frá þessu. Stórlaxasumar Á síðasta ári veiddust tæplega 40.300 laxar hér á landi. Árið í fyrra var mjög gott í alla staði eftir tvö mjög mögur ár á undan er færri en 30.000 laxar veiddust hvort árið. Veiðimenn búast við góöu veiðisumri en upphaf þess lofar góðu. Ekkert deiliskipulag Lögformlegt deiliskipulag er ekki til fyrir hluta höfuðborgarinnar. Ef það hefði verið til hefði mátt koma í veg fyrir mikið af þeim ágreiningi um nýbyggingar sem verið hefúr að undanfómu samkvæmt ffétt RÚV í gær og DV fyrir hálfu ári. Bændagisting Ferðaþjónustubændur hafa eytt hátt í 800 milljónum í fjárfestingar á síðustu fimm árum. RÚV greindi ffá því að þó svo að meðlimum Ferða- þjónustu bænda hafi ekki flölgað hafi gistirúmum fiölgað um górðung og em núna 2500. 200 þúsund á dag Samkvæmt verðlista Sportveiði- blaðsins yfir laxveiðiár landsins er Laxá á Ásum sú dýrasta. Þar kostar stöngin 200 þúsund krónur á dag á dýrasta tímabilinu. Vigdís verðlaunuð Evrópustjóm al- heimssamtaka kvenskáta WAGGGS (World Association of Girl Guides and Girl Scouts) hefúr ákveð- ið að veita Vigdísi Finnbogadóttur fyrrverandi forseta verðlaun sem konum era veitt fyrir að hafa skarað fram úr og náð ein- stæðum árangri í þágu kvenna. Ríkið sýknað Ríkið hefur verið sýknað af kröf- um tveggja fyrrverandi starfsmanna Landsbankans. Þeir höfnuðu starfi hjá bankanum eftir að hann var gerður að hlutafélagi því þeir töldu að það myndi skerða réttindi þeirra sem opinberra starfsmanna. Þá kröfðu þeir ríkið um ýmsar launa- tengdar greiðslur sem þeir töldu sig eiga inni. -SÁ

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.