Dagblaðið Vísir - DV - 29.06.1999, Side 10
10
ÞRIÐJUDAGUR 29. JÚNÍ 1999
Spurningin
Hver er uppáhaldshöf-
undurinn þinn?
Anna Nordal afgreiðslukona:
Enid Blyton.
Ásgrímur Högnason, eldri borg-
ari: Halldór Laxness.
Smári Kristjánsson leigubílstjóri:
Það er Kiljan.
Stefán Stefánsson húsasmiður:
Laxness, ekki spuming.
Marinó Eymundarson prentari:
Allistair Maclean.
Lesendur
NATO notaði geisla-
virk vopn í Júgóslavíu
- segja bréfritarar í Bandaríkjunum í bréfi til blaðsins
Mæður og börn í þjáningunum í Kosovo. í Júgóslavíu voru geislavirk vopn
notuð í loftárásum á Serba, fullyrða bréfritarar.
Selma Þórunn Káradóttir og
Ólafur Þór Magnússon, í Madi-
son, Wisconsin, og Þórdís Björk
Sigurþórsdóttir, Pleasant HiU í
Kaliforníu, skrifa:
Lítið sem ekkert hefur verið fjall-
að í íslenskum fjölmiðlum um þau
geislavirku vopn sem Bandaríkja-
her (NATO) notaði í loftárásum á
Júgóslavíu.
Hér í Bandaríkjunum er ekki
mikið fjallað um málið en þó birtist
á forsíðum helstu bandarískra dag-
blaða fyrir skömmu að Pentagon
hefði viðurkennt að nota svokölluð
„DU“ vopn (Depleted Uranium,
sneytt úran) í árásinni á
Júgóslavíu.
Sneytt úran er afgangsefni sem
verður til þegar verið er að auðga
úran til notkunar i kjarnavopn og
kjarnorkuver. Bandaríski herinn
notar sneytt úran í sprengjuodda til
að sprengjukúlur komist betur í
gegnum brynvarnir. Ef sprengju-
kúla úr sneyddu úrani fer í gegnum
stál brennur úranið og sendir eitrað
geislavirkt úran-ildi frá sér út í and-
rúmsloftið sem ryk og reyk. Þegar
menn anda rykinu að sér og taka
það inn í líkamann verður það
hættulegt heilsu þeirra og lífi.
(Heimild: National Gulf War Reso-
urce Center).
Sneytt úran var fyrst notað í írak
árið 1991. Víst þykir að beint sam-
band sé á milli notkun þess og hás
hlutfalls hvítblæðis, fæðingargalla
og vöggudauða bama í írak. Einnig
hafa margir þeirra bandarísku her-
manna er tóku þátt í Persaflóastríð-
inu orðið alvarlega veikir og hefur
Sigrún Reynisdóttir hringdi:
Fyrir bráðum mánuði síðan lenti
ég í slysi, axlarbrotnaði, og var rek-
in heim til mín af slysadeildinni
þótt ég sé eldgömul. Ég er komin í
hóp þeirra mörgu sem hafa lent í
þessu. Ég var gjörsamlega ósjálf-
bjarga héma heima. Ég var héma
heima í tvo daga, gat ekki þvegið
mér eða skipt um föt og gat engan
veginn verið fyrir kvölum, það var
svo sárt að liggja.
En á slysadeildinni gat hjúkran-
arfræðingurinn ekkert fyrir mig
gert og spurði ekki um aðstæður
mínar heima. Gamalmenni væm
Kona í Reykjavík hringdi:
Einkennilegt fyrirtæki í borginni
heitir Bílastæðasjóður Reykjavíkur.
Ég lenti í því að fyrirtækið sem ég
ætlaði að fara í við Laugaveginn
var flutt í hús neðar við götuna. Ég
var búin að kaupa miða sem maður
setur í gluggann. Nú, ég færði mig
neðar og lagði við mæli. Ég taldi
mig eiga talsverða „inneign" hjá
þessu ágæta fyrirtæki okkar borgar-
anna, setti miðann í gluggann
þannig að stöðumælavörðurinn
gæti séð með eigin augum að ég ætti
inneign.
Þegar ég kom að bílnum var hins
m.a. mælst úran i þvagi þeirra og
sæðisvökva.
Vinsamlegast aðstoðið okkur við
að upplýsa sem flesta um þetta um-
hverfisslys á Balkanskaga sem átti
að heita friðarstríð. Ef þið viljið
styðja þetta málefni, sendið þá bréf-
send heim svona á sig komin, ég
yrði að tala við heimflislækninn
minn. Auðvitað fékk ég kvalastill-
andi lyf, en þá tók ekki betra við, ég
virðist hafa ofnæmi fyrir slíku, mig
svimaði af lyfinu, fyfltist öryggis-
ieysi og varð óglatt. Auðvitað átti ég
að vera á spítala meðan það versta
gekk yfir. Ég spurði hvort spítalinn
bæri ekki ábyrgð á mér, en mér var
sagt að svo væri ekki.
Nú eru það fleiri en ég sem hafa
þessa sögu að segja.
Nú er ég með þá hugmynd að
stofna samtök fólks sem á rétt á að
njóta heilbrigðiskerfisins en fær
vegar komin sekt á rúðuna, undir-
rituð af þessu sama ágætis fyrir-
tæki. Ég talaði við þá á skrifstof-
unni. Þeir voru afai- liðlegir og
ið áfram tfl vina og vandamanna.
Nánari upplýsingar um sneytt
úran er t.d. hægt að finna á:
www.gulfweb.org/ngwrc
(National Gulf War Resource Cent-
er).
það ekki, eins og í mínu dæmi. Kerf-
ið er að mörgu leyti gott, en mann-
legi þátturinn verður út undan.
Ekki það að það er gott fólk sem
vinnur á sjúkrahúsunum, það era
stjómmálamennimir sem skammta
naumt, skera niður og spara og
halda að þeir séu að spara fé. Það er
mikill misskilningur. Fólk bíður
áram saman, brotnar niður og ver-
ið er að búa tfl enn meiri og enn
dýrari sjúklinga.
Símar Sigrúnar eru 587 5801 og
698 5998. Þangað getur fólk
hringt og borið saman bækur sín-
ar við Sigrúnu.
sögðu að það eina í stöðunni fyrir
mig væri að borga fyrir brot mitt.
Finnst fólki þetta ekki óliðlegt og
óeðlilegt?
Ingibjörg Sólrún
kjörinn leiðtogi
Villijálmur Alfreðsson lagði orð
í belg um leið-
togamál Sam-
fylkingar:
í DV þann 21.
júní birtist
ágætisbréf, „Jón
Baldvin á að
koma heim“ og
var frá Einari
krata. en ég
verð að _segja
það að ísland
verður að hafa
bæði sterkt og
skilningsríkt
fólk á erlendum
vettvangi. Hvað
varöar leiðtoga-
efhi Samfylkingarinnar hefði ég
haldið að Ingibjörg Sólrún Gísla-
dóttir væri kjörin sem leiðtogi.
Reykjavíkurflug-
völl á Reykjanes
Suðurnesjabúi hringdi og vildi
Reykjavíkurflugvöll suður eftir:
Hugmynd Jóhönnu Þórarins-
dóttur í DV um flutning Reykja-
víkurflugvallar er góð. Þarna er á
ferðinni hagsýn húsmóðir, og á
þær«igum við ævinlega að hlusta.
En kannski er hægt að bæta við og
benda á að Suðurflug er með
ágæta farþegaafgreiðslu á Kefla-
víkurflugvelli, sem gæti hiklaust
annað öllu innanlandsflugi. Gamla
flugstöðin er að ég held á verra
svæði og húsið kannski ekki
heppilegt. En þetta ættu menn að
skoða betur.
RÚV lengir og
bætir kvöldin
Jóhannes Guömundsson hringdi:
Nýju fréttatímamir hjá Ríkisút-
varpinu, útvarpi og sjónvarpi, eru
mjög til bóta. Ég hef tekið eftir því
að eftir að fréttatímarnir voru
flutti fram um klukkutíma verður
manni miklu meira úr kvöldinu.
Núna getm' maður lesið bækur,
farið út, jafnvel á völlinn eða i
heimsóknir eða gert eitthvað þarf-
legt heima við. Áður datt maður
ofan í eitthvert sjónvarpsefni,
sama hversu ómerkflegt það var,
og kvöldin urðu að engu. Núna fer
maður út og gerir eitthvað af viti.
Kossar frétta-
mannsins ekki
til fyrirmyndar
Ásdís hringdi og lýsti yfir van-
þóknun á kossum til sölu:
Ég var að koma heim frá útlönd-
um og las þá í DV eftir sautjándann,
að Gísli Marteinn sjónvarpsmaður
hefði selt kossa til ágóða fyrir Rögn-
una, knattspymufélag sem ég hef
nú aldrei heyrt um. En varðandi
þessa kossa frá þessum sæta strák,
þá er þetta ekki í lagi. Það vita all-
ir um smithættuna sem svona skap-
ar. Þetta á hann ekki að gera.
Partur af plotti
að bola
Guðmundi frá
Þórarinn hringdi í kjölfar
frétta af forstjórastöðu Lands-
símans:
„Þessar fréttir af því að Þórar-
inn Viðar Þórarinsson komi í for-
stjórastól hjá Landssímanum fara
afar illa í fólk. Sjálfur er ég eldheit-
ur sjálfstæðismaður, en ég get ekki
tekið hverju sem er af mínum
mönnum, allra síst svona yfir-
troðslu yfir ágætan framkvæmda-
stjóra sem hefur starfað stutt en
náð frábærum árangri. Manni
skilst að þetta sé allt partur af
plotti, að flokkurinn eigi að eignast
Landssímann ásamt Hagkaupsfam-
ilíunni.
Varðandi Vinnuveitendasam-
bandið sé ég að talað er um Óskar
Magnússon í embætti, trúlega nýju
samtakanna sem byrja í haust. Mér
líst vel á það, Óskar er afar hæfur
maður, og óvenju tillögugóður.
Samtök vanræktra sjúklinga
- fórnarlamb hyggst stofna félag til að þrýsta á heilbrigðisyfirvöld
Bílastæðasjóður lætur
ekki eiga inni hjá sér
- engin miskunn hjá Magnúsi ef ekki er borgað
Sektarmiði var kominn undir rúðuþurrkuna, þrátt fyrir „inneign“ ökumanns.
Ingibjörg Sólrún
nægir að mati
bréfritarans,
Jón þarf þá ekki
að koma heim.