Dagblaðið Vísir - DV - 29.06.1999, Side 13
ÞRIÐJUDAGUR 29. JUNI 1999
13
Fólki fórnað fýrir
ódýrari fataleppa
Innkaup á ódýrum vörum frá Asíu hafa tvær hliöar, önnur er ágæt, hin af-
leit, eins og lesa má í grein Jóhannesar Björns.
Líkt og fyrirboði
efnahagshruns lá þykk-
ur mökkur yfir stórum
hluta Asíu sumarið
1997. Nýlega mældu vís-
indamenn mengun yfir
Indlandshafl sem slær
öll fyrri met og undir-
strikar enn einu sinni
hættuna sem fylgir því
að flytja framleiðsluna
til landa sem hika ekki
við að eitra umhverfið
ef það skilar þeim
gróða i augnablikinu.
Mökkurinn yfir Ind-
landshafi er á stærð við
Bandaríkin (hundrað
sinnum stærri en ís-
land) og rís í tíu þúsund
fet. Hann á upptök sín í
Kína og nágrenni.
Réttlausar ungar konur
Það skiptir litlu máli hvar mað-
ur verslar nú á dögum, flestir hlut-
ir virðast koma frá Asíu og þá sér-
staklega Kína. Tölur frá National
Labor Committee (NLC) í Banda-
ríkjunum sýna að Kínverjar seldu
1.000.000.000 (þúsund milljónir)
flíkur til landsins á fyrstu 10 mán-
uðum 1997, eða fjórar á hvern
íbúa. Kínverskar fataverksmiðjur
minna meira á fangelsi en vinnu-
stað. Þær eru í
ómerktu húsnæði,
faldar á bak við
stálgrindur og
vinnuaflið er undir
smásjá allan sólar-
hringinn. Sautján
ára stúlkur eru
ráðnar í sauma-
skapinn og reknar
þegar þær ná 26 ára
aldri. Hvemig geta
26 ára stúlkur verið
of gamlar eftir að-
eins 9 ára starf við
að sauma gallabux-
ur og annan tísku-
fatnað á Vestur-
landabúa? Þessar
réttlausu konur
vinna 7 daga vik-
unnar, oft til mið-
nættis, fyrir að meðaltali um 15
kr. á tímann, sofa 15 saman í her-
bergi og borða þunnan hrísgrjóna-
velling í flest
mál. Verkalýðsfé-
lög em bönnuð
og þær eru tafa-
laust reknar ef
þær ræða um að-
búnaðinn við
nokkurn mann.
Það er líka slá-
andi að verk-
smiðjuþrælar í
Asíu, konur á
besta aldri, virðast nær aldrei
eignast böm.
Saumað fyrir draumaverk-
smiðju Disneys
NLC (netsíða www.nlcnet.org)
bendir líka á önnur hrikaleg
dæmi. Konur í Kína sem vinna 70
tíma á viku við að sauma Kathie
Lee handtöskur fá um 1000 krónur
í mánaðarlaun. Níu til tólf ára
börn í Bangladesh fá innan við
Qórar krónur á tímann við að
sauma skyrtur fyrir risafyrirtæk-
ið Wal-Mart og em barin þegar
þau gera mistök. Konur á Haíti fá
4 kr. fyrir hverja flík sem drauma-
framleiðandinn Disney selur fyrir
1500 kr. í E1 Salvador fá ungar
stúlkur 10 kr. fyrir hverjar galla-
buxur sem þær sauma fyrir GAP-
keðjuna.
Allir tapa
Þegar öllu er á botninn hvolft þá
er þetta ekkert annað en kapp-
hlaup um að ná botninum sem
fyrst. Stórfyrirtækin bjóða út
verkefni á stöðum þar sem fólki er
misboðið og umhverfíð eyðilagt.
Vinnandi fólk á Vesturlöndum get-
ur ekki keppt við þræla sem hægt
er að kasta út eftir nokkur ár og
því ríkir víða varanlegt atvinnu-
leysi. Færri borga tekjuskatta á
Vesturlöndum og stjórnvöld
bjarga sér fyrir hom með þrálát-
um niðurskurði til skóla- og heil-
brigðismála. Næst er talað um að
skerða laun fólks og frítíma. Allt
gerist þetta á sama tíma og aukin
tækni ætti að hafa stórbætt kjör
almennings.
Velferð einstaklingsins og
verndun náttúrunnar eru aldrei á
dagskrá þegar valdaklíkan í Kína
eða verksmiðjueigendur víðast í
Asíu taka ákvarðanir. Sem dæmi,
þegar Yangtze-stíflan í Kina rís, þá
fara heimili 1,3 milljóna einstak-
linga sem stunda landbúnað undir
vatn og algjör örbirgð blasir við
þessu fólki. Takmarkaðri hjálp frá
hinu opinbera hefur hingað til
verið stolið af embættismönnum á
svæðinu en margir þeirra keyptu
valdastöður gagngert til þess að
geta grætt á þeim persónulega. Er
ekki mál að taumlausri fríverslun
við þessa óvini vinnandi fólks og
náttúru heimsins linni?
Jóhannes Björn Lúðvíksson
Kjallarinn
Jóhannes Björn
Lúðvíksson
rithöfundur
„Kínverskar fataverksmiðjur
minna meira á fangelsi en vinnu-
stað. Þær eru í ómerktu húsnæði,
faldar á bak við stálgrindur og
vinnuafíið er undir smásjá allan
sólarhringinn.“
Er glöggt gests augað?
Nýlega birtist í Morgunblaðinu
viðtal við Peter Luff, formann
landbúnaðarnefndar breska þings-
ins, en landbúnaðarnefndin var á
ferð til þess að kynna sér fiskveiði-
stjórnun hér á landi. Öll þekkjum
við varfæmi erlendra stjómmála-
manna þegcir þeir þurfa að fjalla í
fjölmiðlum um stjórnvaldsaðgerð-
ir i öðrum löndum. Nefnd þessi
ferðast um mörg lönd til þess að
kynna sér málin.
Formaðurinn fór að mörgu leyti
lofsamlegum orðum um fiskveiði-
stjórnun íslendinga en ljóst var þó
að hann hafði efasemdir um
ákveðna þætti. Eftir
nokkra ígrundun segir
hann: „Að þessu athug-
uðu er tæpast hægt að
yfirfæra kerfið óbreytt á
breska fiskveiðistjórn-
un. Vissa agnúa yrði að
sníða af því.“
Hann nefnir áhyggjur
sínar vegna áhrifa
óhefts framsals á
smærri byggðir, vegna
þess hve nýliðun er erfið í kerfinu
og ræðir um brottkast afla sem
vandamál.
Hann komst að þeirri niður-
stöðu, eins og reyndar flestir ís-
lendingar, að aflamark á einstakar
tegundir, kvóti, sé viturlegt. Mér
fannst sem hann gagnrýndi kerfið
kurteislega og lesa mætti milli lín-
anna verulegar efasemdir og raun-
ar sagöi hann að óbreytt kerfi
gengi ekki á Bretlandi.
Gagnrýnisatriði
Á íslandi eru helstu gagnrýnis-
atriðin fleiri en Bretinn nefnir. í
fyrsta lagi hvemig kvótanum er
úthlutað. Markaðsöflin verða að
ráða meiru, frjálsa samkeppni
verður að innleiða. í öðra lagi er
það óöryggisástand sem kerfið
kallar fram hjá byggðunum óvið-
unandi. f þriðja lagi felur framsal-
ið í núverandi mynd í sér óeðli-
lega eignayfirfærslu, svo mikla að
menn verða líklega að fara aftur
til svarta dauða til þess að finna
hliðstæður. í fjórða lagi er nýliðun
óeðlilega lítil í kerfinu. í fjóröa
lagi telja margir málsmetandi
menn að brottkast sé verulegt
vandamál. Oll þessi atriði má laga,
sum án mikilla erfiðleika, en önn-
ur þurfa nokkurra ára aðlögun.
Vonir margra um úrbætur glædd-
ust þegar forsætisráðherra bauð
velkomnar í umræðuna allar hug-
myndir til bóta. Vandinn er sá að
við erum að falla á tíma á máli
skákmanna. Menn eru óðum að yf-
irgefa greinina með ævintýralegar
fúlgur, sem útgerðin og komandi
kynslóðir verða að standa undir.
Nýliðun og markaðsöfl
Sagan kennir okkur að stöönun
verður óhjákvæmi-
lega í grein þar sem
unga kynslóðin
kemst ekki að með
frumkvæði sitt og
hugmyndir. Nýir
menn, ný fyrirtæki
og nýjar hugmyndir
eru undirstaða fram-
fara. Stöðnun at-
vinnugreinar í fóst-
um farvegi ber dauð-
ann í sér til langs
tíma litið. Úthlutun
fiskveiðiheimilda
með pólitískum að-
ferðum eða að-
ferðum fram-
kvæmdavalds-
ins ber til langs
tíma með sér
óheyrilega mis-
munun. Hér verða markaður-
inn og samkeppnin að taka
við. Á 5-10 árum verða menn
að aðlaga þetta úthlutunar-
kerfi markaðslögmálunum.
Stöðu byggðanna verður að
tryggja og þó þeim verði gert að
setja kvóta sinn á markað, geta
þær sett skilyrði um löndun.
Samkeppni og lýðræði
í hinum síbreytilega heimi okk-
ar, þar sem allt er á hverfanda
hveli i stöðugt hraðari framrás,
eru tvær grunnhugmyndir að
vinna á í veröldinni. Annars vegar
frjáls samkeppni og hins vegar
lýðræði. Fleiri og fleiri lönd taka
upp markaðskerfi í efnahagslífi
sínu og fleiri og fleiri lönd taka
upp lýðræði í stjómarháttum sín-
um. Það sýnir sig að
framþróunin er örust,
lífskjörin best og
frelsið mest þar sem
þessar grannhug-
myndir eru i öndvegi.
í fiskveiðistjórnun
okkar verður mark-
aðskerfið að taka við.
Við töpum tíma og
heftum frumkvæði í
landinu ef við drögum
það. Frjálst framsal
veiðiheimilda er lyk-
ilatriði, en þjóðin á
réttinn og byggðimar
geta sett skilyrði um
löndun.
Af skoðanakönnun-
um má ráða að meiri
hluti þjóðarinnar vill
breyta þessu kerfi.
Fulltrúalýðræðið virðist ekki ráða
við nauðsynlegar breytingar. T.d. í
upplýsingamálum er það á eftir og
megnar ekki að móta stefnuna.
Menn kjósa á þing fulltrúa sinn en
hann bregst allt öðru vísi við en
kjósandinn vill. Þær raddir verða
æ sterkari sem vilja þróa lýðræð-
ið. Með nútíma tækni má auðveld-
lega leita beint til þjóðarinnar í
fleiri og fleiri málum, þjóðarat-
kvæðagreiðasla er auðveld. Vel
má hugsa sér að menn beri á sér
tölvu í framtíðinni og unnt sé að
leita til þjóðarinnar í einum vett-
vangi til þess að skera úr málum.
Hlutverk stjórnmálamannanna
mun breytast. Því ekki að vísa
fiskveiðistjórnunarmálinu meira
til þjóðarinnar?
Guðmundur G. Þórarinsson
„í þriðja lagi felur framsalið í nú-
verandi mynd í sér óeðlilega
eignayfirfærslu, svo mikla að
menn verða líklega að fara aftur
til svarta dauða til þess að finna
hliðstæður. “
Kjallarinn
Guðmundur G.
Þórarinsson
verkfræðingur
Meö og
á móti
Blanda Sjónvarpið og
Stöð 2 saman fréttum og
auglýsingum?
Kári Waage, markaðs- og auglýs-
ingastjóri sjónvarpsstöðvarinnar
Skjás 1, hefur kært Ríkissjónvarpið
og Stöð 2 til útvarpsréttarnefndar.
Hann sakar stöðvarnar um að
blanda saman auglýsingum og frétt-
um en skv. útvarpslögum er það
óheimilt. í 4. grein laganna, lið C,
stendur: „Óheimilt er að skjóta aug-
lýsingum inn í útsendingu á guðs-
þjónustu eða trúarlegri dagskrá,
fréttum eða fréttatengdum
dagskrárliðum..."
Jafnt yfir
alla
„Ég held að það þurfi ekki að
túlka þessi lög
fyrir einn eða
neinn. í frétta-
þætti Stöðvar
2, 19-20, tel ég
þau þverbrot-
in. Þetta er
klukkustund-
ar fréttaþáttur
með mörgum Karj Waage, mark-
auglýsingahlé- aös- og auglýsinga-
um, auk kost- sti°ri Skjas
unar á veður-
fréttum. Rök mín varðandi frétt-
ir og veðurfréttir Ríkisútvarps-
ins eru veikari en um það má ef-
laust deila hvort aðalfréttatím-
inn og veðurfréttatíminn séu
sami þátturinn en tilvitnunin í
framhaldið í lok aðalfréttatim-
ans gefur sterklega til kynna að
um einn og sama þáttinn sé aö
ræða. Ég er ekki að mæla lögun-
um bót, enda margt í þeim sem
má endurskoða, og ég er ekki á
móti því að hafa auglýsingar í
fréttaþáttum. Hins vegar verða
lögin að ganga jafnt yfir alla. Út-
varpsréttarnefnd taldi að Skjár
1 hefði brotið lög um þýðingar-
skyldu í þætti Davids Lett-
ermans, eftir að einhver sá sér
hag í því að kæra, og var þáttur-
inn tekinn af dagskrá. Ef ein
grein útvarpslaga skal virt þá
verður að virða hinar líka og sú
er ástæðan fyrir kæru minni.
Einnig vildi ég vekja athygli
landsmanna á þeim lögum sem
gilda um útvarp og sjónvarp á
íslandi."
Augljóst
mál
„Við blöndum ekki saman
fréttum og
auglýsingum.
Fréttatíman-
um okkar er
lokið þegar
auglýsingarn-
ar birtast. í
enda frétta-
tímans er
keyrður upp
nafnalisti
þeirra er
unnu að hon-
um og þá liggur enginn vafi á
því að fréttatíminn er búinn.
Veðurfréttirnar eru sérdag-
skrárliður. Ég man ekki eftir
því að fréttamennimir hafi ver-
ið að ítreka það að fólk ætti að
horfa á veðurfréttirnar. Þegar
kemur að þeim er fréttastofan
löngu búin að kveðja. Þetta er
eins augljóst og nokkur hlutur
getur verið.“ -hvs
Bogi Agústsson,
fróttastjóri Sjón-
varpsins.
Kjallarahöfundar
Athygli kjallarahöfunda er
vakin á því að ekki er tekið við
greinum í blaðið nema þær ber-
ist á stafrænu formi, þ.e. á tölvu-
diski eða á Netinu. DV áskilur
sér rétt til að birta aðsent efni á
stafrænu formi og í gagnabönk-
um.
Netfang ritstjórnar er:
dvritst@ff.is