Dagblaðið Vísir - DV - 29.06.1999, Qupperneq 25
ÞRIÐJUDAGUR 29. JÚNÍ 1999
33
Myndasögur
Veiðivon
co
m
cö
>-t
r-H
i—H
E3
>H
CO
co
• l-l
o
=0
co
,0
}—I
Pl
<
"CÖ
J
Ö)
O
(Ö
co
kH
Það er frekar kuldalegt enn þá við sumar veiðiárnar en þessi mynd var tek-
in við Hallá á Skaga fyrir fáum dögum. Ána verður brátt farið að opna veiði-
mönnum.
DV-mynd G.Bender
Þverá í Borgarfirði:
500. laxinn
veiddist í gær
Þverá í Borgarflrði er langfeng-
sælasta veiðiá landsins þessa dag-
ana en í gærmorgun veiddist 500.
laxinn í henni. Stærsti laxinn er
enn þá 22 pund þar um slóðir.
Norðurá í Borgarfirði kemur
næst með um 300 laxa en síðan
Blanda með 250 laxa.
í Rangánum hafa veiðst um 30
laxar en veiðin fer ekki á fulla ferð
þar fyrr en eftir mánaöamót. Það
verður spennandi að sjá í hvaða
sæti hún verður þetta sumarið.
Veiðimaður sem var að veiða í
Blöndu á föstudaginn veiddi tvo 19
punda laxa.
Umsjón
GunnarBender
„Veiðin gengur vel og núna var
500. laxinn að veiðast. Þetta hefur
heldur betur tekið kipp,“ sagði Jón
Ólafsson, einn af leigutökum Þver-
ár í Borgarfirði, en Þverá er á
toppnum.
„Margir hafa veitt vel og smá-
laxinn er að koma í ríkari mæli en
áður. Veiðin í Kjarrá er líka fin,“
sagði Jón enn fremur.
menn eru byrjaðir að fá hann
meira,“ sagði Óli Johnson í gær er
við spurðum um stöðuna í Leir-
ársveitinni.
„Það voru margir laxar i Lax-
fossinum, líklega um 100-120 fisk-
ar. í morgun veiddust 7 laxar og
hann er 18 pund, sá stærsti. Þetta á
eftir að lagast þegar fiskurinn er
ekki á sama staðnum," sagði Óli.
Afætusúpa í Laxá á Ásum
„Þetta var rosalegt í Laxá, það
var lítið annað en afæta og aftur
afæta um alla á. Maður var ekki
fyrr búinn að beita og setja út í en
öngullinn var hreinsaður," sögðu
veiðimenn sem voru að koma úr
Laxá á Ásum með tvo laxa, annan
5 pund en hinn 12.
„Maður þarf mikið af maðki til
að standa í þessum ósköpum. Það
er lax í ánni en ekki mikið. Þegar
við vorum að hætta komu laxar í
Dulsana en þeir tóku mjög illa,“
sögðu veiðimennimir í lokin.
Júni hefur ekki alltaf gefið mik-
ið í Laxá á Ásum en júlí þeim mun
meira. Enda er stækkandi straum-
ur og þá er aldrei að vita hvað
skeður þegar laxinn er annars veg-
ar. Það vita veiðimenn.
Aðalatriðið er að taka nóg af
maðki með sér i Ásana eða bara
veiða með flugunni. Hún gefur oft
vel.
Aðeins að glæðast í Laxá í
Leirársveit
Hún hefur gengið rólega, lax-
veiðin í Laxá í Leirársveit, en áin
hefur gefið 50 laxa. Veiðin byrjaði
rólega og hefur verið róleg, en um
helgina lifnaði hún aðeins við.
„Mér sýnist þetta vera að koma
eitthvað, alla vega hefur laxinn
farið upp úr Laxfossinum og dreift
sér fyrir ofan. Það þýðir að veiöi-
ÞÍN FRÍSTUND .
-OKKAR FAG
INTER
SPORT
Bíldshöföa 20 • 112 Reykjavík « 510 8020
• www.intersport.is