Dagblaðið Vísir - DV - 10.07.1999, Qupperneq 10

Dagblaðið Vísir - DV - 10.07.1999, Qupperneq 10
10 LAUGARDAGUR 10. JÚLÍ 1999 JL3'~%F #rattar Auk þess að borga tekjuskatta fer stór hluti tekna í óbeina neysluskatta: Hér á landi er stundum sagt í gamni að það séu aðeins þrír til fjórir menn sem skilji skattkerfið okkar fullkomlega. Hvað svo sem er til í því þá er ljóst að fæstir hafa yfirsýn yfir öll sín skattamál og í heild sinni er skattkerfið flókið. Tekjuskattur er yfirleitt efst á baugi hjá venjulegu fólki því þar finnur fólk harðast fyrir skattvaldi stjórnvalda. Jaöaráhrif í skattkerf- inu er sívinsælt umræðuefni og svo virðist sem allir séu af vilja gerðir tO að draga úr þeim. Hins vegar er annar þáttur í skattamálum sem mun minna ber á í umræðu. Það er hátt hlutfall óbeinna skatta, eins og virðisaukaskatts, vörugjalda, tolla og þess háttar. Einnig má minnast á bifreiðagjöld, hundaleyfisgjöld og margt fleira. Allt eru þetta eitt form skatta. í raun má segja að það sé sama hvað við gerum, ef einhver viðskipti eða innkaup eiga sér stað fer eitthvað í kassa rikissjóðs eða sveitarfélaga. Borgum meiri óbeina skatta Sköttum má skipta í tvær gerðir. Beinir skattar leggjast á tekjur eða eignir manna og rýra þannig ráð- stöfunartekjur þeirra. Óbeinir skatt- ar rýra hins vegar kaupmátt ráð- stöfunartekna með því aö verðlag hækkar. Á íslandi er um 75% af tekjum ríkissjóðs aflað með óbein- um sköttum. Þetta er mun hærra hlutfall en þekkist í nágrannalönd- um okkar og eru ástæðumar sögu- legar, meðal annars vegna stöðu ís- lands á landakortinu. Óbeinir skatt- ar eru; innflutningsskattar, virðis- aukaskattur, launaskattur, bifreiða- skattur, einkasöluskattur, fasteigna- skattur, aðstöðugjöld, jöfnunarsjóð- ir og fleiri. Beinir skattar hins veg- ar tekjuskattur, eignaskattur, lög- bundin félagsleg gjöld og útsvar. Af hverri krónu sem við öflum krefjast skattyfirvöld síns hluta. DV-mynd GVA * Obeimr skattar Meöal mánaöartekjur: 200.000 kr. Meöal ráöstöfunartekjur: 205.912 kr. Neysiuflokkur Hlutfall Útgjöld á mánuði Þar af skattur Matur og drykkjarvörur 17,0 % 34.821 4.276 Áfengi og tóbak 3,3 % 6.736 2.994 Föt og skór 5,6% 12.092 2.380 Húsnæði, hiti og rafmagn 17,5 % 36.225 7.129 Húsgögn, heimilisbúnaður o.fl. 5,4 % 11.109 2.186 Heilsugæsla 3,1 % 6.290 0 Feröir og flutningur 17,7 % 36.455 8.413 Póstur og sími 1,7 % 3.412 671 Tómstundir og menning 13,2 % 27.061 5.325 Menntun 1,0 % 2.049 0 Hótel og veitingastaðir 5,2 % 10.730 2.112 Aðrar vörur og þjónusta 9,2 % 18.932 3.726 Alls 100 % Samtals 205.912 39.211 Ríkið í hlutverki Hróa hattar Tilgangur skattheimtu er ekki að- eins að afla tekna fyrir ríkissjóð. Skattkerf- inu er líka ætlað að vera tæki höndum stjómvalda til að stuðla að tekjujöfnun í þjóðfélaginu. Verkalýðs- hreyfingin hef- ur lagt mikla áherslu á þetta at- ■ ; riði og telur tekjujöfnun vera mikið réttlætisatriði. Hins vegar er mjög erfitt að svara í hverju réttlát tekjudreifmg er fólgin. Er réttlæti til dæmis fólgið í þvi að taka af þeim sem Meðalráðstöfunartekjur Tekjur á mán. 150.000 kr. 200.000 kr. 250.000 kr. 300.000 kr. IT^ meira mega sín og afhenda hinum? Is- lenska skattkerfið hefur tekið að sér hlutverk Hróa hattar, skattleggur þá sem meira mega sín og endurdreifir fénu eftir sínu höfði og þeim réttlætis- sjónarmiðum sem við lýði eru hverju sinni. Um þetta hlutverk ríkisins rikir sátt. Hins vegar er fram- kvæmdin þung í vöfum og torskilin. Besta leiðin til að átta sig á réttlæti/ranglæti : skattkerfisins er að skoða dæmi. Hvergi friður Skattbyrði heimilanna er háð tekjum þeirra. Beinir skattar, eins og tekjuskattur, eru tekjutengdir en á móti vega barna- og vaxtabætur. Af þeim sökum geta menn með ólíkar tekjur haft svipaðar ráðstöfunartekjur vegna tekjujöfnunarsjónarmiða skatt- kerfisins. Ef tekið er dæmi um hjón sem vinna bæði úti og eru með sam- tals 200.000 kr. á mánuði, 5 milijóna króna húsnæðisskuld og tvö börn, annað yngra en 7 ára, þá bera þau nei- kvæða skattbyrði. Þá vega barna- og vaxtabætur þyngra en staðgreiðsla skatta og meðalráðstöfunartekjur þeirra á mánuði eru 206 þúsund krón- ur. Ef sama dæmi er tekið um hjón þar sem önnur eru með samtals 250.000 kr. en hin 300.000 kr. á mánuði kemur í ljós að hjónin með lægri laun- in hafa hærri meðalráðstöfunartekj- ur. Hér eru það hin illræmdu jaðará- hrif skattkerfisins sem leika suma illa. Óbeinir skattar leggjast hins vegar jafnt á alla. Lauslega má áætla að um 20 prósent af ráöstöfunartekjum okk- ar, eftir að tekjuskattur hefur verið hirtur, fari í óbeina skatta. Þetta fer að vísu eftir neyslumynstri einstakra heimila, því einstakir þættir af einka- neyslu manna bera mismunandi skatta. Þannig borga þeir sem nota mikið af ráðstöfunartekj- um sinum í áfengi og tó- bak hærri óbeina skatta en aðrir því fáar neysluvörur eru skattlagðar eins hressilega. í töflunni er hægt að sjá lauslegt mat á því hversu mikið íjöl- skylda með 200.000 krónur í mánðarlaun þarf að borga í óbeina neyslu- skatta. Þarna sjáum við skýrt að þó svo að skattur- inn sé sífellt að verki um mánaðamót þá er hann á eftir aurunum okkar allan daginn og í hvert skipti sem við opnum veskið. Skatturinn lætur okkur því hvergi í friði. Faldir skattar Ein gerð af óbeinni skattlagningu hefur litla sem enga umfjöllun fengið og margir átta sig alls ekki á því aö um sé að ræða skattlagningu. Það er felst í því óbein skattlagning á íbúa þéttbýlis þegar fyrirtæki eða stofnan- ert annað en óbeinir skattar sem leggjast á neyendur með óbeinum hætti. Það má því með sanni segja að skattmann vofi ævinlega yfir okkur og láti til sín taka út af öllum aðgerð- um okkar. Eru skattar héir hér? Skatthlutfallið sjálft er ekki mæli- kvarði á hversu háir skattar eru raun- verulega. Tekjuskattshlutfallið er 38,34 prósent en alls ekki heppilegur mæikvarði því persónuafsláttur og tekjutenging skatta gegnir lykilatriði. í alþjóðlegum samnaburði er skatt- byrði hér á landi tiltölulega lág, í sam- anburði við þau lönd sem við berum okkur helst við, að minnsta kosti hvað tekjuskatta snertir. Virðisauka- skattur hér á landi er hærri en viðast hvar en kaupmáttur ráðstöfunartekna hér á landi er mikill og hefur aukist mun meira en þekkist hjá þeim þjóð- um sem við berum okkur helst við. Þrátt fyrir að staða okkar i alþjóð- legum samanburði sé nokkuð góð er ekki þar með sagt að allt sé í himna- lagi. Ástæðan er sú að þetta flókna skattkerfi sem við búum við mismun- Tekjuskattsbyrði eftir tekjum á mánuði 30% 20% 10% 0% -10% -20% 20,5% -3,0 % -30% Tekjur á mán. -20,7 % 150.000 kr. 200.000 kr. 250.000 kr. 300.000 kr. fgga ir eru þvingaðar, af löggjafanum, til að selja vöru sína og þjónustu á sama verði alls staðar á landinu. Kostnaðar- verð bensíns er tvímælalaust hærra víða úti á landi og því jafngildir verð- jöfnun óbeinni skattlagningu á íbúa þéttbýlis. íbúar þéttbýlis eru þannig að halda niðri bensínverði á lands- byggðinni. Sömu rök eiga við um póstburð, rafrænan gagnaflutning og símtöl. Þrátt fyrir að virðisaukaskattur á matvæli sé lægri en á öðrum vörum eru fleiri gjöld og skattar á matvæli. Okkur íslendingum er meinaöur að- gangur að ódýrum erlendum matvæl- um og því tapa neytendur með því að borga hærra verð en nauðsynlegt er. Því eru innflutningshöft og tollar ekk- ar fólki á margan hátt og mikill vafi leikur á hvort kerfið sé sanngjarnt. Einnig spilar inn í myndina að óbein- ir skattar hér á landi eru mun meiri en í nágrannalöndum okkar. Þetta hefur þau áhrif að afkoma hins opin- bera er að stórum hluta háð neyslu manna og fyrirtækja, en ekki tekjum þeirra, þó svo að nokkurt samhengi sé þarna á milli. Þegar öllu er á botninn hvolft má segja að skattar séu óskemmtileg nauðsyn. Allir þurfa með beinum eða óbeinum hætti að leggja sitt af mörk- um í sameiginlega sjóði landsmanna og með sanni má segja að það sé hvergi friður fyrir skattayfirvöldum. -bmg

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.