Dagblaðið Vísir - DV - 15.07.1999, Side 16

Dagblaðið Vísir - DV - 15.07.1999, Side 16
16 FIMMTUDAGUR 15. JÚLÍ1999 -------------nmmm------------ Jóhann Páll Valdimarsson var andvaka og grúskaði á Netinu: Ferðalagid ódýrara - tilboð á vefnum í ferðir, gistingu og bílaleigubíl „Ég er nýkominn frá Frakklandi og nú ætla ég aö fara til Mílanó og vera við Gardavatnið í viku. Ég sá allt sem tengist þessum ferðum og pantaði á Netinu,“ segir Jóhann Páll Valdimarsson, starfsmaður hjá Máli og menningu. Jóhann er einn þeirra sem nýta Netið mjög mikið þegar kemur að ferðalögum. „Ég er í netklúbbi Flugleiða og þar eru mörg tilboð á ferðum. Það eru lausu sætin í vélunum hjá þeim en mér flnnst mjög gott verð á þeim auk þess að oft fær maður að vita þetta með góðum fyr- irvara. Ég hélt fyrst að fyrirvarinn væri mjög lítill en þarna er oft eins til tveggja vikna fyrirvari, t.d. viku fyrirvari fyrir Mílanó-ferðina. Ég var samt nýkominn frá Frakklandi þannig að ég ætlaði ekki að fara neitt meira í sumar. Mér leist rosa- lega vel á ferðina en fyrst ætlaði ég ekki að fara neitt. Gat ekki sofnað Svo náði ég ekki að sofna eitt kvöld þannig að ég fór upp og kveikti á tölvimni til að skoða svæðið i kringum Mílanó á Netinu. Þegar ég fór að sofa var ég búinn að leita eft- ir tilboðum frá nokkrum hótel- um við Garda- vatnið og athuga með bílaleigubíl. Svo vaknaði ég um morguninn og þá voru nokkur hótel búin að svara. Ég ákvað að panta gistingu í gömlum kastala á svæðinu og nótt- in kostaði með hálfu fæði 5000 krón- ur fyrir okkur hjónin. Sjálf ferðin kostar 16.000 krónur en dýrasta far- gjald til Egilsstaða er um 15.000 krónur þannig að ekki er þetta dýrt. Við hjónin ákváðum að skella okk- ur, þetta var of freistandi til þess að sleppa því,“ segir Jóhann Páll. Ferða- forrit „Ég pant- aði forrit á geisladisk sem heitir Autoroad Euroupa. Forritið sýnir alla Evrópu og er með kort af öllu svæðinu. Þetta hjálpar manni að ferðast. Maður slær bcira inn upp- hafsstað og á stetnir a, hvaða stöðum stoppað er á og hvað maður vill stoppa lengi á hverjum stað. Forritð flnnur þá bestu leiðina og segir upp á hár hvemig er best að ferðast. Hægt er að prenta út kort og texta sem gerir þetta nokkurn veginn imbahelt. Ég sló inn leiðina frá MOanó tU Gardavatnsins og þá kom tölvan með kort af leiðinni og sagði í texta hvað ég ætti að fara langt á hverjum vegi. Það er ekki hægt að klúðra þessu. Ég athugaði með að láta discount-taxi (afsláttar- leigubíll) frá MUanó keyra okkur fram og tU baka en það var ódýr- ara að taka bílaleigubíl. Ég fann hann auðvitað á Netinu," segir Jóhann. „Ég hef aldrei lent í neinum vandræðum með neitt af þeim ferðum sem ég hef pantað af Netinu. Ég nota líka Netið til þess að lesa mér til um stað- ina og sögu þeirra. Ég panta líka bækur um staðina af Netinu. Frakk- landsferðin sem ég fór í síðast var mjög skemmtileg. Ég var rétt hjá landamærum Spánar og Frakklands og er þetta einn skemmtilegasti hluti Frakklands. Ég hafði pantað gistinguna á Netinu en ég fór líka á veitingastaöi sem ég hafði lesið um og séð á Netinu. Það eru mörg skemmtileg svæði sem ekki eru inn- an alfaraleiðar en eru mjög skemmtileg engu að síður. Það er enginn vandi orðið að skoða svæði sem þessi auk þess að hægt er að panta gistingu og fleira í gegnum Netið. Margir ferðaklúbbar Ferðaklúbbar á Netinu eru mjög margir og ég. er meðlimur í net- klúbbi Flugleiða. Ég er lika i ferða- klúbbi í New York sem er gríðar- lega stór. Þar er hægt að nálgast tU- boðsferðir margfalt ódýrara heldur en boðið er hér heima. Ef maður fær póst frá netklúbbi Flugleiða og þar er ódýrt flug tU New York get ég athugað heimasíðu ferða- klúbbsins i New York og fundið góð tflboð. Þar er ávaUt mikið af ódýrum ferðum hingað og þangað, t.d. er hægt að fara í mjög ódýra skemmtisiglingu á Karíbahafinu. Allt snýst þetta um að reyna að fá fólk tU þess að panta í rými sem ekki hef- ur selst og því er oft útsölu- i ■ verð,“ segir Jóhann PáU - EIS Jóhann Páll Valdimarsson notar Netið mikið þegar hann ferðast. Hann er ný- kominn frá Frakklandi en hann skipulagði alla þá ferð í gegnum Netið. Núna er hann að fara til Ítalíu og allt sem tengist ferðinni hefur hann pantað í gegnum Net- ið. DV-mynd E.ÓI. Tilboð I allt ferða- tengt á Netinu Flugfargjöld eru ódýrust þegar pantað er í gegnum Netið. Samt þarf að panta með skömmum fyrirvara sem hentar ekki öllum. Ferðaskrifstofum á Internetinu hefur tjölgaö gríðarlega undanfarin ár. Margar ferðaskrifstofur starfa eingöngu á Netinu og margar stórar eru famar að færa sig mikið inn á Netið. Ferðir sem ekki seljast eru oft boðnar netverjum á margfalt lægra verði heldur en almennt er en oft er skammur fyrirvari til þess að panta. Flugleiðir er með sér net- klúbb þar sem meðlimir fá tölvu- póst með ýmsum tilboðum. Um er að ræða sæti sem ekki er búið að panta í og eru þetta oft ekki skipulagðar ferðir. Ekki þarf að borga neitt fyrir að vera í klúbbnum en þaö þarf að skrá sig á Netinu. íslensk netferðaskrif- stofa íslensk ferðaskrifstofa, Norðurferðir, starfar eingöngu á Netinu. Hóf ferðaskrifstofan starfsemi fyrir rúmum tveimur árum. Var upphaflega hug- myndin sú að sameina allt í sambandi við stangveiði á einn stað en það hefur undið upp á sig og er nat.is risavefur með á milli fimm til sex þúsund síður. Vefurinn hefur allar ferðaupplýsingar um allt sem tengist ferðalögum á íslandi. Hægt er að velja bæjarnöfn og þar kemur upp allt sem tengist bænum. Tökum Vestmannaeyjar sem dæmi. Ef valið er Vestmannaeyjar koma upp ýms- ar valmyndir eins og hótel, afþrey- ing, söfn og hvað eina sem kemur Eyjum við. Einnig er hægt að fá upplýsingar um allar ferðir til og frá Eyjum hvort sem er með flugvél eða Herjólfi. Hægt er að nálgast tímaáætlanir auk þess að hægt er að bóka flug. Tilbúnar ferðaáætlanir Nat.is er einnig á ensku. Hægt er að panta flug með Flugleiðum í gegnum Netið hvaðan sem menn eru. Það er hægt að nálgast ferðaá- ætlanir fyrir útlendinga og t.d. er hægt að finna áætlun um hvemig hægt sé að keyra hringveginn á 10 dögum. Dögunum er lýst og hvað sé hægt að gera á hverjum degi. Hægt er að finna ýmsa afþreyingarmögu- leika á Netinu og fólk erlendis get- ur pantað ýmsa afþreyingu ásamt gistingu í gegnum tölvupóst. „Hundruð heim- sókna daglega" „Við fáum mörg hundruð manns daglega í heimsókn á síðurnar okk- ar. Sumir eru bara að forvitnast meðan aðrir gera heilu ferðaáætlan- imar og panta feröir, gistingar og fleira,“ segir Birgir Sumarliðason. „Hægt er að fá kort af öllum stöðum og fólki er ráðlagt hvaða beita virk- ar best í hverju vatni, svo nákvæm- ur er vefurinn. Þetta er samt í þró- un og margt á eftir að verða enn betra. Við eram komnir með til- boðssíðu þar sem mörg fyrirtæki bjóða upp á ferðir, þjónustu og ýms- ar vörar á mjög góðum kjörum. Viö höfum allt sem til þarf á síðunni okkar. Fólk þarf bara að fara á www.nat.is og þar er hægt að finna allt sem tengist ferðamálum," segir Birgir, sem ætlar sér stóra hluti með Veflnn í framtíðinni. -EIS _iðHriBBnvm Frá Mývatni.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.