Dagblaðið Vísir - DV - 17.07.1999, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 17.07.1999, Blaðsíða 8
8 LAUGARDAGUR 17. JÚLÍ 1999 JjV fréttaljós____________________________________________________________ Vestfirðingar eiga heimsmet í byggðaröskun: 75 prósent innfæddra flúin - aðeins fjórðungur fæddra Vestfirðinga býr á heimaslóðum Búa utan Vestfjaröa I Búa á Vestfjörðum Atvinnumál á Vestfjörðum hafa verið mikið í umræðunni undan- farnar vikur. Ein afleiðing af fækk- un atvinnutækifæra er brottflutning- ur fólks af svæðinu. í dag eru marg- ir sem íhuga að yfirgefa Vestfirði og fjölmargir hafa horfið á braut undan- farna mánuði. Þrátt fyrir annálaða frjósemi virðist sem fæðingar á Vest- fjörðum séu langt frá því að halda í við fækkunina. Ef skoðaðar eru tölur í þessu sam- hengi kemur ýmislegt merkilegt i ljós. í blaðinu Ný menntamál, 2. tbl., 1999, er . velt upp athyglisverðum staðreyndum. Þar er vitnað í könn- un sem Stefán Ólafsson prófessor gerði og nær yfir tímabilið frá 1960-1992. Könnunina gerði hann fyrir Byggðastofnun og kom hún út í viðamikilli skýrslu 1997. Þar kemur fram að árið 1992 bjuggu aðeins 33% núlifandi fæddra Vestfirðinga á heimaslóðum en 67% höfðu þá flutt á brott. Samkvæmt tölum Hagstofu ís- lands voru ibúar Vestfjarða árið 1960 alls 10.507. Árið 1970 hafði þeim fækkað í 10.050, en í uppsveiflu átt- unda áratugarins fjölgaði þeim hins- vegar á ný og voru árið 1980 samtals 10.479. Árið 1990 var aftur farið að síga á verri veg en þá töldust vera 9.798 íbúar á Vestíjörðum, þar af 328 útlendingar. Um síðustu áramót var þessi tala kom- in niður í 8.601, þar af voru 610 útlendingar, og hafði íbúum því fækkað í heild- ina það sem af er þessum ára- tug um 1.197. Þetta samsvar- ar því að nær allir íbúar Þing- eyrar, Flateyrar og Suðureyrar hefðu flutt brott síðan 1990. Stef- án Ólafsson seg- ir að með tilliti til vaxandi hlutfalls útlend- inga á Vestfjörðum sé staða inn- fæddra Vestfirðinga jafnvel enn verri en tölur gefl til kynna og brott- flutningur hafi stöðugt aukist síð- ustu árin. Enn fækkar íbúum Ekkert lát virðist vera á brott- flutningi frá Vestfjörðum samkvæmt nýjustu tölum Hagstofu íslands um flutning fólks fyrstu 6 mánuði þessa árs. Þar kemur fram að 73 íbúar hafa flutt brott af svæðinu umfram þá sem flutt hafa til Vestfjarða. Fækk- unin er langmest í ísafjarðarbæ, eða 68 manns. Hins vegar hefur fjölgaö á sama timabili um 8 í nágrannabæn- um Bolungarvík og um 21 í Tálkna- firði. Höfuðborgarsvæðið sogar Norður- land eystra nýtur þó hins vafasama heiöurs að vera i efsta sæti á lands- vísu hvað brottflutning varðar fyrstu 6 mánuði þessa árs. Þar er fækkun- in, samkvæmt tölum Hagstofu, 172, en höfuðborgarsvæðið hefur dregið til sín 1.160 nýja íbúa. Miðað við að fjöldi útlendinga á svæðinu hefur nær tvöfaldast á sl. 8 árum, má sjá að íbúum sem fæddir eru á Vestfjörðum hefur fækkað enn meira en beinar íbúatölur segja til um. í dag má þvi leiða líkum að því að af núlifandi fæddum Vestfirðing- um búi aðeins um 1/4 þeirra enn á Vestfjörðum. Það þýðir að 75% inn- fæddra Vestfirðinga hafa flutt í burtu. Þetta er að öllum líkindum Evrópumet i byggðaröskun, ef ekki heimsmet. Jafnvel stórflótti stríðs- Fréttaljós Hörrður Kristjánsson hrjáðra íbúa í Kosovo-héraði í Júgóslavíu slær varla það met. Mestir tilflutningar Byggðaröskun á íslandi er nú mun hraðari en þekkist í nágranna- löndum okkar og munar þar miklu. Sem dæmi búa um 58% íslendinga á höfuðborgarsvæðinu á móti 17-26% íbúa annars staðar á Norðurlöndun- um. Þar hefur þróunin líka verið sú að stórir þéttbýliskjamar á lands- byggðinni hafa verið að eflast til mótvægis við höfuðborgarsvæðin, ólíkt því gerist hér á landi. Deilt um orsakir Mjög skiptar skoðanir eru á orsök- um búferlaflutninganna hér á landi. Þar hafa menn reynt að skilgreina vandann og nýjast í þeim efnum er 20 síðna skýrsla Stefáns Ólafssonar prófessors sem hann skilaði Byggða- stofnun nú í Núlífandi fæddir vestfirðingar byrjun maí og ber heitið Byggðavand- inn og nýja byggðastefhan. Stefán sagðist í þeirri skýrslu m.a. benda á helstu galla sem laga þyrfti í nýrri byggða- stefnu sem nú er unnið eftir. Þar kemur fram að ef fram fer sem nú horfir muni veikar byggðir hreinlega hrynja. í öllum reiknilíkönum er gert ráð fyrir áframhaldandi hnign- un. Nýja byggðastefnan, sem hugsuð er til að stöðva þessa þróun, gerir ráð fyrir að aukið fé verði veitt til nýsköpunar og eflingar atvinnuþró- unarfélaga, eflingar menntunar, nið- urgreiðslu húshitunarkostnaðar, fríðinda til námsmanna, til vega- mála, uppbyggingar stóriðju, bygg- ingar menningarhúsa og ýmislegs fleira. Þá er þar líka gert ráð fyrir „sérstökum aðgerðum fyrir jaðar- byggðir sem verða fyrir röskun og þar sem útgerð á í vanda“. Allt eru þetta fögur fyrirheit en þau úrræði virðast hrökkva skammt til að snúa dæminu við á Vest- fjörðum. Reyndar verð- ur ekki annað séð en stjórn- völd hafl þeg- ar strikað sér- tæku aðgerð- irnar út úr nýju byggða- stefnunni. Vaxandi áhyggjur heimamanna á neikvæðri þróun byggðar á svæðinu hafa leitt til mikillar og oft á tíðum heitrar og jafnvel hatrammrar um- ræðu um þessi mál. Háværust hefur umræðan verið um kvótamál og stefnu ríkisstjórnarinnar í þeim efn- um. Þær umræður hafa á hinn bóginn ekki leitt til vitrænnar niður- stöðu og enn síður til þess að dæminu hafi verið snúið við. Þekkingarsókn Ýmislegt hefur þó verið gert til góðs og má þar t.d. nefna um- bætur í skólamálum, sérstaklega á fram- haldsskólastigi með beinni tengingu við há- skóla á Akureyri og í Reykjavík. Þá hefur nýtt Þróunarsetur vak- ið vonir um að hægt verði að skapa fleiri störf á rannsóknarsviði og hátækniiðnaður hef- ur náð nokkurri fót- festu. Ferðamál hafa líka átt auknum skiln- ingi að mæta á Vest- fjörðum og sá geiri skapar nú æ fleiri krón- ur til samfélagsins. Ferðamennska sem at- vinnugrein er þó mjög bundin við sumarmán- uðina og skapar því enn sem komið er til- tölulega fá heils árs störf. Þetta eru líka svið sem liggja frekar ofarlega í gerð vest- firsks samfélags. Eftir stendur að grunnurinn undir öllu saman er afar veikur og hefur líklega aldrei verið jafnótraustur og einmitt þessa dagana. Sá grunnur hefur frá örófi alda byggst á því sem sjórinn hefur gefið af sér. Sama undirstaðan Þó mikil tækniþróun hafi átt sér stað, sem skapað hefur mörg störf á Vestfjörðum, verður ekki séð að neitt geti komið í stað sjávar- útvegs í þessum lands- hluta í næstu framtíð. Það hlýtur því að verða niðurstaðan að allra leiða verði að leita til að tryggja undirstöðu hins vestfirska veru- leika, nefnilega sjávar- útveginn. Hvernig það verði best gert skal ósagt látið en eitt er víst að þar greinir Heimsmet í byggðarröskun -þróun byggðar á Vestfjörðum síðan 1960 11.000 10.507 10.479 10.500 .„. Fjöldi manns víða um land er nú í þeim sporum að þurfa að pakka saman og flytjast búferlum. Þessi mynd af fólki sem er að flytja tengist þó ekki beint efni greinarinnar. DV-mynd GVA 10.000 9.000 tvra; 1960 1970 1980 1990 menn nú heiftarlega á um leiðir. Svo heiftarlega að í einu stærsta útgerð- arfyrirtækinu, Básafelli hf. á Vest- fjörðum, hafa menn í háum stjórnup- arstöðum mátt taka pokann sinn vegna deilna um leiðir við að lag- færa bága stöðu fyrirtækisins. Líf- róður er nú róinn á mörgum vígstöðvum vestra en að sögn stjórnenda gengur hann allur út á að halda undirstöðuat- vinnugreinunum gangandi. Ekki þarf að rekja baráttusögu Rauða hersins hér og nýbúið er að ákveða endalok bolfisk- vinnslu i frystihúsi á ísafirði sem fyrrum var eitt það stærsta á landinu. Á þessari Eyri við Skutulsfiörð stefnir í endalok bolfiskvinnslunnar og vagga rækjuvinnslu á íslandi er ekki svipur hjá sjón. Mikil gerjun er í kringum Hraðfrystihúsið hf. I Hnífs- dal og þar er unnið að hagræðingu 1998 sem varla verður gerð öðruvísi en að fækka skipum og selja eignir. Svona mætti áfram telja. Ef staðan er metin blákalt út frá stöðu sjávarútvegsfyrirtækja á svæð- inu má flestum vera ljóst að botnin- um er enn ekki náð. Sértækar að- gerðir til bjargar Vestfirðingum liggja ekki á borðinu og ráðherrar ríkisstjórnarinnar hafa þvertekið fyrir að slíkt verði gert. Á sama tíma eru sveitarfélög á borð við Vestur- byggð og ísafiarðarbæ nánast komin á gjörgæslustig. Vestfirðingar verða því enn um sinn að svamla í úfnum sjó og spurningin snýst, um það hvort og hvar þeir ná að landi. Allt ýtir þetta enn frekar undir það að innfæddum íbúum haldi áfram að fækka. -HKr.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.