Dagblaðið Vísir - DV - 17.07.1999, Blaðsíða 10
10
LAUGARÐAGUR 17. JÚLÍ 1999 DV
tffatgæðingur vikunnar
Ont
REVIVAL
DANBERGehf
Skúlagötu 61 sími 562 6470
Óla B. Magnúsdóttir, matgæðingur á Seyðisfirði:
Er mikiö í eldhúsinu
- og hef mjög gaman af því
Ola B. Magnúsdóttir hefur mjög gaman af því að taka á móti gestum og elda
fyrir þá. Það eru nokkur ár síðan hún hætti að elda tvær heitar máltíðir á dag
fyrir fjölskyldu sína. DV-mynd Jóhann
1 litil flaska kjöt-og grillolía
1 dl chilisósa
1/2 dl góð sojaolía
2 hvítlauksrif, marin
pipar úr kvöm eftir smekk
„Þessu er öllu blandað saman og
smásletta sett á botninn á góðu plastí-
láti með loki. Botninn er hulinn með
kjöti, svo er dressing sett á kjötið og
svo koll af kolli. Lokinu er þrýst vel á
og loftæmt. Þetta þarf svo að standa í
kæli í 2-3 sólarhringa og síðan grillar
húsbóndinn kjötið enda er hann
miklu betri á grillinu en ég. Um leið
og kjötið er grillað er timjan stráð yfir
það.
Kjötið er svo borið fram með bök-
uðum kartöflum eða heimalöguðu
kartöflusalati og hrásalati að auki.
Sósa er alltaf til þess að bæta góða
máltíð en hana velur hver eftir sinum
smekk. Mér finnst best að hafa tvo
daga til umráða til þess að gera góða
sósu úr súpukjötsbitum steiktum í
ofni ásamt lauk og gulrótum."
Salat
„Iceberg eða annað gott kál er rifið
niður. Með því set ég tómata, flysjaða
gúrku þunnt skorna, þunnt skorinn
lauk og rauðlauk, papriku, blá vínber
og ókryddaðan fetaost. Góða salatsósu
er hægt að gera með því að blanda
%kert vesen
saman 2-4 msk. ólifuolíu, 1-2 msk. af
vatni, 1-2 tsk af hvítvínsediki og smá-
vegis af sítrónusafa auk pipars og salt
úr kvöm eftir smekk.“
Heilsubrauð að vestan
Óla lætur fylgja með uppskrift að
heilsubrauði sem er „ættað vestan úr
ísafjaröardjúpi" en uppskriftina að
því fékk hún hjá gamalli frænku eig-
inmannsins. Hún segir það gott með
flestöllum mat, ekki síst reyktum sil-
ungi.
3 1/2 dl hveiti
31/2 dl heilhveiti
1 dl hveitiklíð
2 msk. haframjöl
2 msk. sykur
2 msk. lyftiduft
1 tsk. salt
2 1/2 dl súrmjólk
2 1/2 dl mjólk
hnefi af rúsínum, ekki nauðsynlegt.
„Þessu er öllu blandað saman og
gott er að blanda þurrefnunum saman
fyrst. Svo er deigið sett í aflangt með-
alstórt form en það þarf að sjálfsögðu
að smyrja fyrst. Brauðið er bakað
neðst í ofni í 1 kist. við um 180 gráða
hita. Ég legg bökunarpappír yfir
deigið fyrstu 20 mínúturnar en það
kemur í veg fyrir að skorpan losni frá
brauðinu þegar það er tekið úr form-
inu. Best er að láta það kólna á rist.“
Þetta hljómar mjög spennandi og
það er ekki laust við það að blaðamað-
ur flnni fyrir hungri þegar Óla lýsir
kræsingunum. En á hvern skorar Óla
sem næsta matgæðing? „Ég skora á
þýskan vin minn sem er farandsmið-
ur í Reykjavík og þekktur fyrir frá-
bæra eldamennsku. Ég veit að hann
bregst ekki lesendum blaðsins." -þor
Tilvalinn laugardagshádegisverður:
Pavloa
Jarðarberjafrómas
Frekar einföld kaka en er 1
betri dagsgömul. Hægt er að
breyta henni með þvl að hafa
annan botn.
Svampbotnar
4 stk. egg
150 g sykur
100 g hveiti
50 g kartöflumjöl
1 tsk. lyftiduft
Frómas
250 g jarðarber
1 msk. sykur
1 msk. sítrónusafí
6 stk. matarlím
2 1/2 di rjóníi
Þeytið vel saman egg og sykur, (
sigtið þurrefni saman við og bland-
ið saman með sleikju.
Seljið í tvö lausbotna 26 cm
form, bakið við 230 gráður í 8-10
mín.
Maukið 3/4 af jarðarberjunum í I
blandara, blandið sykri og
sítrónusafa saman við, leysið upp
matarlímið og blandið saman við, |
saxið niður afganginn af jarðar-
berjunum og blandiö saman ásamt
þeyttum rjómanum. Setjið í spring-
form og hafið efri botninn aðeins
minni þannig að hann hverfi. Setj-
ið frómasiö ofan á neðri botninn,
setjið næsta botn og svo þaö sem
eftir er af kreminu. Kælið i ca 3 5
tíma.póa yrfir nótt---------
Uppskriftirnar eru fengnar frá
Nýkaupi þar sem allt hráefni í
þær fæst.
Matgæðingur vikunnar er að þessu
sinni ðla B. Magnúsdóttir, búsett á
Seyðisfirði, en hún er þekkt fyrir það
að hafa gaman af að elda og dunda sér
í eldhúsinu. „Mér er sagt að ég sé mik-
ill matgæðingur en ég læt aðra dæma
um það. Ég hef gaman af því að fá fólk
í mat enda er ég mikil félagsvera og
vil hafa fólk í kringum mig. Mér er
líka sagt að ég sé mikið í eldhúsinu og
það getur vel verið. Ég er fædd og
uppalin í sveit og þar var alltaf fullt af
fólki þannig að ég þekki varla annað.
Það eru nokkur ár síðan ég hætti að
elda tvisvar á dag enda er það
kannski ekki nauðsynlegt."
Óla lætur lesendum i té uppskrift
sína að að úrbeinuðu lambalæri sem
hún marinerar með eigin sósu.
Marinering a la Úla
Ferskt og fljótlegt sesarsalat
Marengs sem er einstaklega
bragðgóður með ávöxtum sem
gera tertuna ferska og sumar-
lega. Kjörin sem sumarterta.
Botnar
8 stk. eggjahvítur
500 g sykur
1 1/2 tsk. edik
1/2 tsk. vanilludropar
1/2 tsk. salt
Rjómakrem
2 dl rjómi
3 msk. flórsykur
1/2 tsk. vanilludropar
ferskir ávextir eftir smekk
Þeytið eggjahvítur og bætið
sykri, ediki, salti og vanilludrop-
um saman við. Þeytið þar til syk-
ur er vel uppleystur og marengs-
inn orðinn stífur.
Smyrjið á plötu og bakið við 1
100 gráður í 2 klst. Slökkvið á I
o&inum og látið kólna í honum. §
Þeytið rjóma og blandið flór-
sykri og vanilludropum saman
við. Setjiö ofan á tertuna og
skreytiö meö alls konar ávöxtum ;
og berjum.
Með hækkandi sól og léttari
klæðnaði fylgir ósjálfrátt léttara
mataræði. Jafnvel þó að sólina og
sumarfötin vanti vill fólk borða
öðruvísi mat yfir hásumarið. í hug-
um okkar er sumar þó að veðurguð-
imir séu á öðru máli.
Sesarsalat stendur alltaf fyrir
sínu og það er kjörið til dæmis í há-
degisverðinn um helgar þegar fólk
vill leyfa sér eitthvað aðeins betra
án þess að hafa of mikið fyrir því
eða að Vísareikningurinn rjúki upp
úr öllu valdi. Það er í senn fljótlegt
og einfalt.
í salatið þarf stóran salathaus, 30
ml sólblómaolíu, 1 hvítlauksrif,
tvær brauðsneiðar skomar í bita og
40 g parmesanost. Með salatinu er
salatsósa og i hana þarf tvö egg, 90
ml ólífuolíu og 1 hvítlauksrif.
Sósuna er mjög auðvelt að gera,
eggjarauðurnar eru einfaldlega
þeyttar með ólífuolíunni og press-
að hvítiauksrifið er svo hrært með.
Skerið salatið og setjið í skál.
Brauðteningarnir eru gerðir
þannig að olía er sett á pönnu og
hvítlauk og brauðbitunum er bætt
við. Brauðið er svo steikt í 2-3
mínútur eða þangað til að það er
orðið fallega brúnt og stökkt. Ríflð
Sesarsalat er létt og gott og hentar vel í hádegisverð um helgar þegar fólk
vill fá sér eitthvað aðeins betra án þess að kostnaðurinn rjúki upp úr öllu
valdi.
svo helminginn af parmesanostin-
um og bætið við sósuna. Rétt áður
en salatið er borið fram skal setja
sósuna út á það og rífa helminginn
af ostinum yfir og hella brauðten-
ingunum út á salatið.
Allt í allt ætti ekki að taka meira
en tíu mínútur að útbúa þetta ljúf-
fenga salat og það má svo gera það
enn betra með því að hafa nýbakað
brauð með því. Einfaldara gæti
það ekki verið. -þor
Nykaup
fúii irni fctaklrii inn f}ýf
Nýkaup
Par stftn ferskleíkinn býr
Spergilkálssalat
- salat sem getur ýmist
verið heil máltíð eða með-
læti með kjöti eða fiski
Fyrir fjóra
3 hausar spergilkál, sneiddir
2 bakkar smámaís
2-3 stk. rauð paprika
1 stk. kúrbítur
4 stk. vorlaukur
> 6 msk. kóríanderlauf, söxuð
1 bakki baunaspírur
; 4 msk. sesamfræ
100 g engiferrót
Mild soja- og chilisósa
1 dl matarolía
1/2-dl ólífuolía
1/2 dl rauðvinsedik
1/2 dl sæt sojasósa
1 msk. sæt kjúklingachilisósa
(Sweet Chili for Chicken)
salt og pipar úr kvörn
Skerið engiferina í strimla og
i djúpsteikið. Sjóðið spergilkálið í
> léttsöltu vatni í 4 mín.
í Kælið og blandið síðan saman
■ við önnur hráefni. Sesamfræin
snöggbrúnuð á heitri, þurri pönnu
og stráð yfir salatið. Sósimni hellt
yfir. Djúpsteiktu engiferstrimlamir
lagðir yfir um leið og borið er fram.
Mild soja- og chilisósa
Öllum efnunum blandað saman í
i skál. Látið standa í 3-4 tíma fyrir
: notkun.
Risarækjur og
smokkfiskur með
papriku- og kórí-
andersósu
Fyrir íjóra
12 stk. risarækjur
1 stk. smokkfiskur (heill bolur)
4 stk. belgbaunir
1 bakki baunaspírur
3 msk. ólífuolía
salt og pipar úr kvörn
Papriku-og kóríandersósa
2 msk. chilisósa
1 stk. kjúklingteningur (Knorr)
1 stk. rauð paprika
1 msk. ferskur engifer
2 dl sojasósa, sæt
3 msk. tómatsósa
4 msk. söxuð kóríanderlauf
Kljúflð smokkfiskinn eftir endi-
löngu, fletjið út og hreinsið. Skerið
í hann grunnar rákir þvers og
kruss, síðan í 1 cm breiða strimla
langsum. Brúnið í snarpheitri olíu,
bætið þá risarækjum, belgbaunum
og baunaspírum saman við og
steikið í 1-2 mínútur. Bragðbætið
með salti og pipar. Borið fram með
I papriku- og kóríandersósu.
(Papriku- og kóríandersósa
Byrjið á að baka papriku í 200
gráða heitum ofni þar til húðin
byrjar að brenna. Þá er paprikan
flysjuð og kjarninn fjarlægður úr
henni. Maukið síðan paprikuna
ásamt öðru hráefni (nema kóríand-
erlaufum), setjið í pott og sjóðið við
vægan hita í 10 mínútur. Fleytið
ofan af sósunni og bætið kóríander-
laufunum saman við.
Berið fram með grófu brauði.
Uppskriftirnar eru fengnar frá Nýkaupi
þar sem allt hráefni í þær fæst.