Dagblaðið Vísir - DV - 17.07.1999, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 17.07.1999, Blaðsíða 15
LAUGARDAGUR 17. JULI 1999 15 / Evrópumenn og Bandaríkja- menn eru miklir mátar enda hagsmunir þeirra að mestu sam- eiginlegir. Þeir mynda eins kon- ar íjölþjóðafjölskyldu skyldra ríkja. Fjölskyldudeilur geta þó komið upp þar eins og þekkist í bestu fjölskyldum. Eitt slikt deilumál hefur verið áberandi undanfarna mánuði milli Evr- ópusambandsins og Bandaríkj- anna, þ.e. sala á svokölluðum erfðabreyttum matvælum. Bandaríkjamenn standa framar- lega í þessari kúnst og vilja að vonum flytja afurðir sínar út. Evrópumenn hafa þráast við og vilja hömlur og sérmerkingar á þessar vörur. Bandaríkjamenn svara þessu fullum hálsi og hóta vinum sínum í austurátt tollum og þvingunum alls konar í stað- inn. Feitir úr hófi fram Þannig hefur þetta staðið lengi. Vera kann að stjórnendur Evrópurikjanna telji erfðahættu matvælin ekki eins góð til neyslu og þau sem ekkert hefur verið átt við. Það getur átt við um jarðargróður þann sem seld- ur er beint til neyslu eða hefur verið notaður sem fóður fyrir sláturdýr, svo ekki sé nú minnst á fikt við samsetningu dýranna sjálfra. Þó það sé óábyrgt og byggist ekki á skriflegum heim- ildum er þó líklegast að Evrópu- menn setji það helst fyrir sig að þeir vilji ekki verða eins og Bandaríkjamenn í laginu. Alkunna er að margir Banda- ríkjamenn hafa, í velmegun und- anfarinna áratuga, fitnað úr hófi fram. Fjarri lagi er að alhæfa eitthvað um heila þjóð og allra síst svo fjölmenna sem Banda- ríkin. Hinu er ekki að neita að gestur sem ferðast hefur bæði um ríki Evrópu og ríki í Vestur- heimi sér fljótt mun. Talsvert fleiri Bandaríkjamenn virðast glíma við offitu en sjáanlegt er í Evrópu. Þó er þróunin án efa sú sama. Aukin velmegun íbúa, breytt líferni og mataræði verða til þess að íbúarnir fitna. Það þarf ekki að fara út fyrir land- steinana til þess að sjá merki þessa. Frakkar, ítalir og fleiri Evr- ópuþjóðir leggja mikið upp úr útlitinu og telja sig gjarnan öðr- um glæsilegri. Ekki skal fullyrt um það né heldur hvort þeir lifi heilbrigðara lífi en aðrir. Það er sjálfsagt eins misjafnt og menn- irnir eru margir. Við samanburð á þjóðum vestan- og austanhafs fer þó vart á milli mála að Bandaríkjamennirnir hafa vinn- inginn í ummáli. Hamborgararassar Pistilskrifari eyddi á dögun- um nokkrum góðviðrisdögum í Bandaríkjunum. Ekki veitti af eftir heldur vætusama og kalda tíð heima. Bandaríkjamenn voru að vanda góðir heim að sækja. Þeir eru flestum öðrum þjóðum þægOegri í umgengni, kurteisari og viðmótsþýðari í öllum sam- skiptum, hvort heldur er í versl- unum, veitingahúsum eða á göt- um úti. Það er án efa þáttur í uppeldi og aga Bandaríkja- manna að koma vel fram við ná- unga sinn. Þetta finna þeir sem sækja þá heim. Af þessu viðmóti gætu íslendingar ýmsilegt lært enda margir þumbaralegir úr hófl fram. Hvort erfðabreytt matvæli fiti fólk óhóflega skal ósagt látið eða hvort þar er um að kenna hreinu ofáti. Alþekkt er þó að tala um hamborgararassa á fólki sem lif- ir langtímum saman á hraðrétt- um sem vinsælir urðu í Banda- ríkjunum en hafa síðan breiðst út um allan heim. Slíkt fólk er síðrassa og um margt sérkenni- legt í sköpulagi. Þannig verður kviður oft siginn ekki síður en rassinn. Horfi maður á þessa einstaklinga í prófíl er erfitt að segja til um hvað snýr aftur og hvað fram nema að horfa bein- línis á stefnu nefsins. Lendamiklar og kviðdrjúgar Það hlýtur að vera erfitt að vera mjög feitur. Líkaminn er stöðugt að burðast með allt of mikið hlass. Það reynir óhóflega á hjarta, lungu og ganglimi. Þá hefur offítan oft áhrif á sálartetr- ið sem verður til þess að hinir digru fyrirverða sig fyrir ástand- ið. Sem betur fer tekst mörgum að sigrast á aukakílóunum með breyttu mataræði og líkams- rækt. Það vakti hins vegar at- hygli sveitamanns ofan af ís- landi hve of feitir Bandaríkja- menn virtust taka þessu líkams- ástandi sínu létt. Þar kann að valda nokkru hversu margir eru í þessu standi. Konur jafnt sem karlar klæddu sig, að mati sveitamannsins, nokkuð glanna- lega miðað við ástandið. Kynin voru gjarnan bæði á stuttbuxum og bol, enda heitt í veðri þessa ljúfu sumardaga. Þá virtist litlu skipta þótt leggir niður úr buxun- um væru á við filsfætur og magi og rass nánast út úr bol og bux- um. Hálsinn virðist hverfa við þessar aðstæður og því er svo að sjá sem höfuðið sitji á herðunum. Laugardagspistill Jónas Haraldsson aðstoðarrítstjárí Meðfædd forvitni um mann- skepnuna og allt hennar stand var vakin. Ósjálfrátt tók skrifar- inn út líkamsvöxt fólks sem fór hjá í manngrúa stórþjóðarinnar. Karlarnir voru margir gríðarleg- ir um sig miðja og fótleggir digr- ir. Konur ýmsar voru stórar frá toppi til táar, kálfasverar, lenda- miklar, kviðdrjúgar, brjóstastór- ar og undirhakan kórónaði sköp- unarverkið. Nýtt afbrigði Sýnir þessar og umhverfi allt urðu til þess að gamall lærdóm- ur í mannfræði skólaáranna rifj- aðist upp. Gat það hugsast að fyrir aug- unum á okkur væri að verða til nýtt afbrigði mannskepnunnar, allt stærra um sig? Var þetta ekki þróunarkenningin holdi klædd? Maðurinn hefur lengst af verið allur heldur á lengdina og mjór, svona í laginu eins og tannstöngull. Þannig er fólkið enn í þeim ríkjum sem lítt eða ekki hafa kynnst kynbættum matvælum og velmegun. Nú- tímafólkið vex á hinn veginn. Það verður breiðara hvar á skrokkinn sem litið er. Náttúran lætur nefnilega ekki að sér hæða. Allt hefur tilgang. Hver tegund er sköpuð þannig _að hún eigi sér afkomuvon og geti variö tilvist sina með ein- hverjum hætti. Líkami einstakra tegunda lagast að þörfum henn- ar, hvort sem það er kviðpoki kengúrunnar eða langur háls gíraffans. í þessum mannfræði- rannsóknum þóttist ég sjá þróun á útliti mannsins. Maðurinn hef- ur flust frá víðáttum gresjunnar inn í þéttbýlar borgir. Þar kom- ast menn ekki fyrir til lang- frama nema líkaminn aðlagist breyttu umhverfi. Lendapallur Nú kann það að hljóma undar- lega að aðlögun náttúrunnar felist í þvi að stækka líkamann í þrengslunum í stað þess að minnka. Svo er þó ekki miðað við þessar frumathuganir á breyttri lögun fólks i velmegun- arþjóðfélagi. Það sem veldur mestum vanda í borgarsamfélagi nútimans eru samgöngurnar. Bílamergðin kemst ekki lengur fyrir og allt er í bendu. Því mun bílasamfélagið líða undir lok og maðurinn verður að treysta á sjálfan sig en sleppa hjálpartækj- unum. Þess sáust greinileg merki á fólki vestra að það er að þróast í þessa átt. Lendar þeirra sem lengst eru komnir í þróun- inni eru svo miklar að þar er að myndast pallur sem sjáanlega verður til margra hluta nytsam- legur þegar fram líða stundir. Það er því að verða til eins konar skut- eða skúffufólk, sér- hannað til flutninga. Einfaldast er að taka bíla til viðmiðunar. Þeir lendabreiðu mynda stall að aftan, ofan við rófubeinið, og verða því i laginu eins og mann- legir skúffubilar eða „pickup" eins og það heitir á útlensku. Þegar þróunin hefur náð lengra hjá þessum hluta fólks má nota pallinn til flutninga, hvort sem það er á matvælum eða öðru smálegu til daglegs brúks. Stóri maginn og þungu brjóstin að framan halda síðan nauðsynlegu jafnvægi svo hinn breytti mannslíkami verði hæfari til burðar. Fæturnir þróast með sama hætti og verða breiðari og burðarmeiri. Mögulegar villigötur Þar sem mannfræðinám pistil- skrifara var aðeins hluti annars er hugsanlegt að hann hafi lent á villigötum í rannsóknum sínum á sumardögum vestanhafs. Það er því annarra sem lengra eru komnir í fræðunum að hrekja kenninguna um þessa þróun mannkynsins. Þá er heldur eng- in vissa fyrir því að kenningin sé innlegg í yfirstandandi mat- væladeilur Evrópu- og Banda- ríkjamanna. Það má jafnvel halda því fram að niðurrigndur skrifari frá íslandi hafi alls ekki þolað alla þessa sól vestra. Hún hafi hreinlega villt honum sýn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.