Dagblaðið Vísir - DV - 17.07.1999, Blaðsíða 30
38
Giftingaivottorðið,
takk!
Ferða-
j langar í
íjarlæg-
um lönd-
I um geta
lent í ýmsu. Dæmi eru um það í
Sádi-Arabíu, íran og öðrum ís-
iömskum löndum að ógift pör
hafi verið krafin um giftingar-
vottorð eða önnur haldbær sönn-
unargögn þegar þau óska eftir að
fá að deila hótelherbergi í fríinu.
Ástæðan fyrir þessu er sú að ís-
lömsk lög banna ógiftum pörum
að deila hótelherbergi. Sagan
hermir að lítið þýði fyrir fólk að
grátbiðja hótelstarfsmenn um að
gera undantekningu ...
|
Nýr vínskemmti-
garður í Bretlandi
Bretar settu í vikunni á stofn
fyrsta skemmtigarðinn í heimin-
um sem helgaður er víni. Hann
nefnist Vinopolis en nafnið út-
leggst „borg vínsins". Hann kost-
aði tæplega
2,7 milljarða
króna. Garð- |
inum var
valinn stað-
ur á milli
Southwark
Cathedral og
Heimsleik-
húss
Shakespe-
ares við bakka Thamesárinnar í .
London. Eigendur skemmtigarðs-
ins búast við 400.000 gestum á
ári. Vinopolis var tólf ár í bygg-
ingu og eitt af þvi sem vínáhuga-
fólk getur gert sér til dundurs í [
garðinum er að fara í skoðunar-
ferð um vínekrur heimsins og
„fljúga“ í þotu um vinberjalend-
ur Ástralíu. Gestimir geta jafh-
vel litiö inn i smökkunarherberg-
ið í garðinum gegn 10 punda
gjaldi. Þetta er þó aðeins byrjun-
in því eigendur garðsins hafa í J
bígerð að stofna fleiri víngarða
og ætla bráðlega að hefjast handa
í New York og Tokyo.
Bannað að skemma
frímerki
Völd konungsdæmisins í Bret-
landi eru víðfeðm. Samkvæmt
breskum lögum er bannað að
eyðileggja þarlend frímerki þar
sem það er glæpur gegn sjálffi
drottningunni. Refsa má fyrir
slíkt með sektum. Ef ferðalangar
leggjast í enn alvarlegra glapræði
- að gera eitthvað á hlut svan-
anna sem synda á Thamesánni -
getur það haft alvarlegar afleið-
ingar þar sem þeir era taldir ein
af eignum konungsveldisins. Við
því getur jafnvel legið fangelsis-
vist.
Dmllupollar
bannaðir
Singapúr er
frægt fyrir
stranga lög-
gjöf. Þar er
bannað að
henda rusli á
almannafæri
og flestir
ferðalangar passa sig vel á því að
fara ekki yfír götuna á rauðu
ljósi. Færri vita að ef ferðamenn
leigja sumarhús til nokkurs tíma
eru þeir ábyrgir fyrir stöönu eða
fúlu vatni á landinu sem þeir
hafa til leigu. Þessi lög voru sett
í Singapore til að koma í veg fyr-
ir sjúkdómsfaraldra en uppeldis-
stöðvar moskítóflugna, sem eru
miklir smitberar, eru t.d. í
drullupollum. Sektin getur
numið allt að 1000 Bandaríkjadöl-
um. -HG
LAUGARDAGUR 17. JÚLÍ 1999
Gönguferð í sumarfríinu:
Gengið um þrönga fjallstíga Pýreneafjalla
Gönguferðir í útlöndum eru að
ryðja sér til rúms hérlendis eftir að
hafa veriö tiltölulega lítið nýttur
ferðakostur. Úrval-Útsýn hefur boð-
ið upp á ferðir sem þessar um
þriggja ára skeið og er farið til
margra ólíkra staða, svo sem Mall-
orca, Toscana og Pýreneafjalla.
Ferðimar eru yflrleitt vikulangar
og henta því fólki sem vill reyna
eitthvað nýtt án þess að taka of
mikla áhættu.Yfirleitt eru hóparnir
ekki stærri en 25-30 manns og æski-
legt er að menn séu í góðri þjálfun
þó að göngurnar séu yfirleitt ekki
erfiðar. Leiðsögumaður ferðanna og
frumkvöðull þeirra er göngugarpur-
inn Steinunn Harðardóttir.
Fjallstígar í Pýreneafjöllum
Ferð um Pýreneafjallgarðinn er
ævintýri líkust þar sem gengið er
um tvo þjóðgarða Spánverja. Lands-
lagið kemur sífellt á óvart með fjöl-
breytileika sínum og gönguleiðirnar
eru margbreytilegar. Til dæmis er
gengið í litlum ffamandi þorpum
eftir gömlum þjóðleiðum og eftir
þröngum steinlögðum götum.Hér er
miðað við að ganga 10-18 kílómetra
á dag.
Á göngu um Mallorca
Þessi ferð er sérlega spennandi,
ekki síst fyrir þær sakir að gist er í
pílagríma-
klaustrinu Lluc
og í strandbæn-
um Puerto Soll-
er sem er undir
hæsta fjalli eyj-
arinnar, Puig
Major. Helgasti
staður Mallorca
er Lluc en flestir
íbúar eyjarinn-
ar fara í píla-
grímsferð þang-
að einu sinni á
ári. í þessari
göngu er meðal
annars fetað í
fótspor smygl-
ara sem smygl-
uðu vamingi frá
Frakklandi til
Soller og þorp-
Stórskorið en gróðursælt landslagið heillar íslensku ferðalangana.
Áð í fallegri fjallshlíð í Pýreneafjöllum.
anna þar í kring.
Fagurt fjall-
lendi
Toscana
Eitt best varð-
veitta leyndar-
mál ttalíu er af
mörgum talið
Norðvestur-
Toscana en þar
blasir hvarvetna
við stórbrotin
fjallasýn. í
göngu um
Toscanafjallend-
ið er gengið um
þrjá þjóðgaröa
og dvalist er
Puntatodalnum,
„Alpadalnum"
Ferðalög eru ekki öll skipulögð
með kjarnafjölskylduna í huga.
Sumir ferðast einir og getur það
einnig gilt um böm. Slíkar ferðir
valda foreldrum oft miklum áhyggj-
um af öryggi bamanna og við því
hafa fyrirtæki í ferðaþjónustu
bmgðist. Víða um heim er nú í boði
fylgdarþjónusta fyrir böm á aldrin-
um 5-12 ára sem fara t.d. að heim-
sækja frænku eða frænda í útlönd-
um í sumarfríinu.
Edda Guðmundsdóttir, sölufull-
trúi hjá Flugleiðum, segir að Flug-
leiðir bjóði foreldrum bama sem
þurfa að ferðast ein fylgdarþjónustu
og er verðið 2000 kr„ hvort sem
komið er með eitt eða fleiri böm.
„Þegar foreldrar eða forráðamenn
bamsins koma með það upp á flug-
völl geta þeir fylgt því alveg upp að
hliðinu þar sem gengið er inn í flug-
vélina. Þar taka flugfreyjur á móti
baminu og hafa auga með því á
meðan á fluginu stendur. Barnið
fær sæti nálægt afdrepi flugfreyj-
anna þannig að þær geta aðstoðað
það betur en ella. Þegar á leiðar-
enda kemur er barnið sett í hendur
þess sem tekur á móti því en flug-
freyjurnar hafa meðferðis greinar-
góðar upplýsingar um viðkomandi
og heimilisfang hans. Barnið er
aldrei yfirgefið án þess að sá sem
tekur á móti því framvísi skilríkj-
um sem staðfesta hver hann er.
Flugfreyjan er honum til halds og trausts, enda er strákur
áhyggjuleysið uppmálað á leið sinni til útlanda.
Þessi þjónusta á að vera alveg pott-
þétt,“ segir Edda.
En hvað er gert til að hafa ofan af
fyrir börn-
unum? „Það
er svo sem
engin
skemmti-
dagskrá í
gangi en
þegar fleiri
en eitt barn
er í vélinni
eru þau
gjaman höfð
hlið við hlið
svo þau geti
haft félags-
skap hvort
af öðru.
Flugfreyj-
urnar fylgj-
ast líka vel
með þeim.“
Edda segir
að þónokk-
uð sé um að
foreldrar
notfæri sér
þessa þjón-
ustu. „Svo
er líka hægt
að panta sér-
stakan fylgd-
armann með
barninu en
þá verður að panta fyrir hann sæti
i vélinni eins og fyrir aðra farþega.“
-HG
Einsömul böm á flakki um heiminn
— fylgdarþjónusta er ódýr
og Apennínatjallgarðinum. Punta-
todalurinn er umlukinn háum fjöll-
um og þar rikir ffiðsældin ein en í
Apennínafjallgarðinum ríktu forð-
um stigamenn sem stjórnuðu því
hverjir fóru um héraðið og þar er
gist á afskekktu bóndabýli.
Skipulagðar göngur í útlöndum
em tvímælalaust kostur fyrir þá
sem vilja eitthvað öðmvísi en sækja
samt sem áður í sumarsólina. Það
er tilvalin leið til þess að kynnast
landi og menningu að ganga um
sveitir þess og fjöll og göngurnar
eru því í senn lærdómsríkar og
spennandi. -þor
Langjökull
heillar
Langjökull ehf. verður með
dagsferðir frá Reykjavík á Lang-
jökul frá júlímánuði til ágústloka
í sumar en verð á mann er 9900
kr. Ferðimar eru famar daglega
og fyrst stoppað á Þingvöllum.
Gengið er um Almannagjá og
saga svæðisins sögð. Þaðan verð-
ur haldið áfram á Kaldadal en
stórkostlegt útsýni er á leiðinni.
Kaldidalur er á milli tveggja
jökla þannig að ferðalangar geta
virt fyrir sér hálendið. Næst er
áð í skálanum Jaka á Langjökli.
Þar aðstoðar starfsfólk Langjök-
uls ehf. ferðalanga við undirbún-
ing á hápunkti ferðarinnar en
hann er klukkutímaferð um
jökulinn á vélsleðum. Þá liggur
leiðin til Húsafells þar sem há-
degisverðar er neytt. Klukkan
þrjú síðdegis er haldið áleiðis að
Hraunfossum í Hvítá og eftir án-
ingu þar er ekið að Deildartungu-
hver en hann er vatnsmesti hver
í Evrópu. Þá er haldið til baka til
Reykjavíkur um Borgarfjörð og
Hvalfjörð. Alls tekur ferðin 8-10
tíma. -HG