Dagblaðið Vísir - DV - 17.07.1999, Blaðsíða 33

Dagblaðið Vísir - DV - 17.07.1999, Blaðsíða 33
JDV LAUGARDAGUR 17. JÚLÍ 1999 imm 41 v Fram undan... 17. Akureyrarmaraþon <***) Hefst kl. 12:00 á íþróttavellin- um á Akureyri. Vegalengdir: 3 km skemmtiskokk, einn flokk- ur; 10 km og hálfmaraþon með tímatöku. Flokkaskipting, bæði kyn: 13-15 ára (10 km), 16-39 ára (hálfmaraþon), 40-49 ára, 50-59 ára, 60-69 ára og 70 ára og eldri. Verðlaun fyrir þrjá fyrstu í hveijum flokki. Ailir sem ljúka keppni fá verðlauna- pening. Útdráttarverðlaun. Upplýsingar UFA pósthólf 385, 602 Akureyri. 24.„LaugavegurinnV) Hefst kl. 08:00 við skálann í Landmannalaugum og endað við skálann í Þórsmörk. Til vara er 25. júli ef veður er óhagstætt á hlaupdag. Vega- lengd: Um 55 km með tíma- töku. Flokkaskipting, bæði kyn: 18-29 ára, 30-39 ára, 40 ára og eldri konur, 40-49 ára, 50-59 ára, 60 ára og eldri karlar. All- ir þátttakendur sem ljúka hlaupinu fá skjöld og háskóla- bol. Verðlaun fyrir þrjá fyrstu einstaklinga í karla- og kvenna- flokki og fyrsta sæti í hverjum flokki. Verðlaun fyrir þrjár fyrstu sveitir í sveitakeppni. Útdráttarverðlaun. Upplýsing- ar á skrifstofú Reykjavíkiu maraþons í síma 588 3399. 29.Ármannshlaup(***) Hefst kl. 20:00 við Ármanns- heimilið, Sigtúni. Vegalengdir: 3 km og 10 km með tímatöku. Flokkaskipting, bæði kyn: 18 ára og yngri, 19-39 ára, 40-49 ára, 50 ára og eldri. Verðlaun veitt fyrir fyrstu þrjú sætin í heildina og fyrsta sæti í hverj- um flokki. Sveitakeppni, 3 í sveit. Allir sem ljúka keppni fá verðlaunapening. Upplýsingar: Grétar Ámason í sima 553 9595 og Katrín Sveinsdóttir í síma 562 0595. 31. Barðsneshlaup <**) Hefst kl. 09:00 við Barðsnes sunnan Norðfjarðarflóa og end- að við sundlaugina í Neskaups- stað. Vegalengd: um 27 km með tímatöku. Farandbikar veittur fyrir besta árangur. Upplýsing- ar Ingólfúr S. Sveinsson í síma 588 1143, Jóhann Tryggvason í síma 477 1762 og Rúnar Gmm- arsson í sima 477 1106. Ágúst B.Sri Chinmoy 5 km (***) Hefst kl. 20.00 við Ráðhús Reykjavíkur. Vegalengd: 5 km með tímatöku. Flokkaskipting ákveðin síðar. Allir sem ljúka keppni fá verðlaunapening. Upplýsingar gefúr Sri Chin- moy maraþonliðið í síma 553 9282. 8. Fjöruhlaup Þórs (**) Hefst kl. 19.00 við Óseyrar- brú. Skráning fer fram við íþróttamiðstöð Þorlákshafnar og lýkur kl. 18.15. Boðið er upp á að hlaupa eða ganga, annaö hvort 4 lun eða 10 km eftir fjörusandinum frá Óseyrarbrú aö íþróttamiðstöð Þorláks- hafnar. Flokkaskipting bæði kyn: 12 ára og yngri (4 km), 13-14 ára, 15-39 ára, 40-49 ára, 50 ára og eldri. Allir sem ljúka hlaupunum fá verðlaunapen- ing og sigurvegarar sérstaka viðurkenningu. Jón H. Sigur- mundsson í síma 483 3820, fax 483 3334 og Ingi Ólafsson í síma 483 3729. Laugavegshlaupið, milli Landmannalauga og Þórsmerkur, 24. júlí: Margir bestu hlauparar landsins meðal þátttakenda Nú er aðeins vika þar til Lauga- vegshlaupið fer fram en í hugmn margra hlaupara er það hápunkt- ur ársins. Laugavegurinn er hlaup á milli Landmannalauga og Þórs- merkur, um 55 km vegalengd. Of- urmaraþonhlaup af þessu tagi hafa verið mjög í sviðsljósinu á síðustu árum erlendis og njóta mikilla vinsælda. Laugavegurinn er farinn að spyrjast út erlendis því búist er við a.m.k. 20 erlendum keppendum í hlaupið að þessu sinni. Sá fjöldi bætist við um 70 ís- lendinga og þvi útlit fyrir að kepp- endur verði yfir níu tugir í ár. Laugavegurinn var haldinn formlega í fyrsta sinn árið 1997 og var framkvæmd hlaupsins í hönd- um Reykjavíkur maraþons. Það ár voru keppendur 49 talsins en í fyrra komu 79 hlauparar í mark. Því er um mikla fjölgun að ræða éir frá ári og sér ekki fyrir endann á þeirri þróun. Ótrúlegir tímar hafa náðst á Laugaveginum. Stórfelld bæting Fyrir allnokkrum árum fóru að berast fregnir af skálavörðum sem tekist hafði að fara Laugaveginn á 9-10 tímum. Það þótti góður árang- ur á þeim tíma. Allnokkru síðar hlupu Þorsteinn og Guðmundur Hannessynir Laugaveginn á rúm- um 8 tímum. Stuttu síðar spreytti hópur ÍR-inga sig á leiðinni og í þeim hópi var Sveinn Ernstsson sem bætti metið verulega þegar hann fór þessa leið á 6:32 klst. Það þótti mikið afrek sem menn bjugg- ust við að erfitt yrði að bæta. Rögnvaldur Ingþórsson setti hins vegar glæsilegt met á fyrsta árinu sem hlaupið var formlega haldið af hálfu Reykjavíkur mara- þons (1997) sem enn hefur ekki ver- ið slegið. Rögnvaldur hljóp þessa vegalengd á 5:19:54 klst. sem er ótrúlegur tími. Daði Garðarsson kom þá annar í mark á tímanum 5:27:13 klst. en það er enn þá næst- besti timi sem náðst hefur í hlaup- inu. Bryndís Emstsdóttir á bestan tíma kvenna, 5:44:26 klst. Steinar Jens Friðgeirsson, sem sigraði í hlaupinu í fyrra, á þriðja besta tímann, 5:27:29 klst. Steinar verður meðal keppenda í hlaupinu í ár og hefur æft af kappi fyrir hlaupið. „Ég er í ágætisformi fyrir þetta hlaup og hef lagt rækt við æflngar. Það er efst í huga mér að bæta minn eigin tíma í hlaupinu en síð- an verður það að ráðast hvort ég get bætt tíma Daða eða Rögn- valdar. Það er nú einu sinni þannig að árangur í hlaupi sem þessu er ávallt háður veðri og vindum og því er nauðsynlegt að fá góðar aðstæður til þess að mögu- leiki sé á að bæta tímann," segir Steinar. Ljóst er að Steinar fær verðuga keppni frá nokkrum af bestu hlaupurum landsins. „Ég veit af tveimur úrvalshlaupumm sem verða með að þessu sinni. Amald- ur Gylfason, sem á fjórða besta tímann frá upphafi, verður með og sömuleiðis Bjartmar Birgisson (sem á sjötta besta tímann). Bjart- mar er í mjög góðri æfingu um þessar mundir. Hann hefur náð mjög góðum tímum í hlaupum að imdanförnu eins og til dæmis Fjallaskokki ÍR á dögunum og Blá- skógaskokkinu í byrjun júlímánað- ar.“ Því til viðbótar má nefna að Jóhann Ingibergsson mun eflaust veita þeim verðuga keppni. „Ég veit því miður ekkert um þá út- lendinga sem koma hingað í hlaup- ið, þar eru óþekktar stærðir á ferð,“ segir Steinar. Á flestra færi Þeir eru fjölmargir sem gætu Verðiaunahafar í Laugavegshlaupinu f fyrra, Arnaldur Gylfason, Steinar Jens Friðgeirsson og Agúst Kvaran. hugsað sér að taka þátt í Laugavegs- hlaupinu en hafa hingað til ekki talið sig vera í nægilegu formi til þess að ljúka þrautinni. Staðreyndin er sú að það ættu allir að geta spreytt sig á Laugaveginum sem eru í þokkalegu formi. Það er hægt að ganga rösklega og skokka til skiptis á þessari leið en það tekur um 10-11 tíma alls. Ef keppa þarf að góðum tíma er nauðsynlegt að vera í góðu langhlaupaformi. Vel er hægt að æfa sérstaklega fyrir Laugaveginn. Al- menn maraþonáætlun dugar í flest- um tilfellum. Siðan er upplagt að æfa sig á erfiðum brekkum. í því sambandi má nefna að Esjugöngur eru í tísku en þær eru famar einu sinni í viku. Gæta verður þess að fyrsti áfangi leiðarinnar er brattastur og þar með erfíðastur. Frá Landmannalaugum og upp í Hrafntinnusker er um 400 metra hækkun á 10 km sem er ansi drjúgt fyrir menn í lélegri æfingu. Þeir sem eru óvissir um getu sína ættu að gæta þess að fara ekki of hratt á þeim kafla. Síðan er mikil- vægt að þrauka á leiðinni frá Emstr- um þegar langt er liðið á hlaupið. Þá vilja lærin oft verða þung, sérstak- lega eftir að komið er yfir Þröngá. Drykkjarstöðvar eru við Hrafn- tinnusker, Álftavatn og Emstrur en þar verða orkudrykkir og bananar í boði. Þessar stöðvar er nauðsynlegt að nýta til hins ýtrasta. Að auki er gott að hafa drykki í belti og nóg af orkugeli. Þar að auki má mæla með saltögn í filmuhylki eða söltum drykk í einum brúsa. Vökvatap í hlaupi sem þessu er mjög mikiö og salttapið getur gert hlaupara mátt- litla og dómgreindarlausa þegar á líður. Steinar Jens Friðgeirsson var spurður hvort það væri möguleiki að hlaupa þessa vegalengd á undir 5 klukkustundum. „Maður á aldrei að segja aldrei. Einhvem tíma þótti það óhugsandi að 5 km hlaup yrði nokkurn tíma hlaupið á undir 13 mínútum eða 10 km á undir 27 mín- útum. Það hefur hins vegar tekist og því fer ég varlega í allar yflrlýsingar um Laugaveginn. Hins vegar má ekki gleyma því að það þarf mikið átak fyrir hverja mínútu í bætingu fram yfir besta tímann sem náðst hefur á Laugaveginum. Það er hægt að hlaupa langa vegalengd á 20 mín- útum,“ segir Steinar. -ÍS , 0idðU falleg og sterk Le,y samkomutjöld Fn ** ii U 88 P Leigjum borð, stóla, ofna o.fl. Tjaldaleigan Skemmtilegt hf. Dalbrekku 22 - sími 544 5990 4 BTCHI mhm 1- .. '■" . jM ’ym BPWW w* ... m. ■ mm kjf 1 ■ , m _ 1 JOt 1. v. stóóhestur Glæsilegur klárhestur með tölti, hreinræktaður af Kolkuósstofni, verður í girðingu í nágrenni Selfoss frá 23. júlí. tölvui tækni og vísinda M@rtröð geðsjúkra: -telja sig ofsótta gegnum netið
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.